1In the second year of Darius the king, in the sixth month, in the first day of the month, hath a word of Jehovah been by the hand of Haggai the prophet, unto Zerubbabel son of Shealtiel, governor of Judah, and unto Joshua son of Josedech, the high priest, saying:
1Á öðru ríkisári Daríusar konungs, hinn fyrsta dag hins sjötta mánaðar, kom orð Drottins fyrir munn Haggaí spámanns til Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra í Júda, og til Jósúa Jósadakssonar æðsta prests, svo hljóðandi:
2Thus spake Jehovah of Hosts, saying: This people! — they have said, `The time hath not come, The time the house of Jehovah [is] to be built.`
2Svo segir Drottinn allsherjar: Þessi lýður segir: ,,Enn er ekki tími kominn til að endurreisa hús Drottins.``
3And there is a word of Jehovah by the hand of Haggai the prophet, saying:
3Þá kom orð Drottins fyrir munn Haggaí spámanns, svo hljóðandi:
4Is it time for you — you! To dwell in your covered houses, And this house to lie waste?
4Er þá tími fyrir yður að búa í þiljuðum húsum, meðan þetta hús liggur í rústum?
5And now, thus said Jehovah of Hosts, Set your heart to your ways.
5Og nú segir Drottinn allsherjar svo: Takið eftir, hvernig fyrir yður fer!
6Ye have sown much, and brought in little, To eat, and not to satiety, To drink, and not to drunkenness, To clothe, and none hath heat, And he who is hiring himself out, Is hiring himself for a bag pierced through.
6Þér sáið miklu, en safnið litlu, etið, en verðið eigi saddir, drekkið, en fáið eigi nægju yðar, klæðið yður, en verðið þó ekki varmir, og sá sem vinnur fyrir kaupi, vinnur fyrir því í götótta pyngju.
7Thus said Jehovah of Hosts: Set your heart to your ways.
7Svo segir Drottinn allsherjar: Takið eftir, hvernig fyrir yður fer!
8Go up the mountain, and ye have brought in wood, And build the house, and I am pleased with it. And I am honoured, said Jehovah.
8Farið upp í fjöllin, sækið við og reisið musterið, þá mun ég hafa velþóknun á því og gjöra mig vegsamlegan! _ segir Drottinn.
9Looking for much, and lo, little, And ye brought [it] home, and I blew on it, Wherefore? — an affirmation of Jehovah of Hosts, Because of My house that is waste, And ye are running — each to his house,
9Þér búist við miklu, en fáið lítið í aðra hönd, og þó þér flytjið það heim, þá blæs ég það burt. Hvers vegna? segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns, af því að það liggur í rústum, meðan sérhver yðar flýtir sér með sitt hús.
10Therefore, over you refrained have the heavens from dew, And the land hath refrained its increase.
10Fyrir því heldur himinninn uppi yfir yður aftur dögginni og fyrir því heldur jörðin aftur gróðri sínum.
11And I proclaim draught on the land, And on the mountains, and on the corn, And on the new wine, and on the oil, And on what the ground doth bring forth, And on man, and on beast, And on all labour of the hands.`
11Ég kallaði þurrk yfir landið og yfir fjöllin, yfir kornið, vínberjalöginn og olíuna og yfir það, sem jörðin af sér gefur, yfir menn og skepnur og yfir allan handafla.
12And Zerubbabel son of Shealtiel, and Joshua son of Josedech, the high priest, and all the remnant of the people, do hearken to the voice of Jehovah their God, and unto the words of Haggai the prophet, as Jehovah their God had sent him, and the people are afraid of the face of Jehovah.
12Þá hlýddi Serúbabel Sealtíelsson og Jósúa Jósadaksson æðsti prestur og allt það, er eftir var orðið lýðsins, röddu Drottins Guðs þeirra og orðum Haggaí spámanns, þeim er Drottinn Guð þeirra hafði sent hann með, og lýðurinn óttaðist Drottin.
13And Haggai, messenger of Jehovah, in messages of Jehovah, speaketh to the people, saying: `I [am] with you, an affirmation of Jehovah.`
13Þá sagði Haggaí, sendiboði Drottins, við lýðinn, samkvæmt boðskap Drottins: Ég er með yður! _ segir Drottinn.
14And Jehovah doth stir up the spirit of Zerubbabel son of Shealtiel, governor of Judah, and the spirit of Joshua son of Josedech, the high priest, and the spirit of all the remnant of the people, and they come in, and do work in the house of Jehovah of Hosts their God,
14Og Drottinn vakti hug Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra í Júda, og hug Jósúa Jósadakssonar æðsta prests og hug alls þess, er eftir var orðið lýðsins, svo að þeir komu og hófu að byggja hús Drottins allsherjar, Guðs þeirra,á tuttugasta og fjórða degi hins sjötta mánaðar, á öðru ríkisári Daríusar konungs.
15in the twenty and fourth day of the sixth month, in the second year of Darius the king.
15á tuttugasta og fjórða degi hins sjötta mánaðar, á öðru ríkisári Daríusar konungs.