1Ég varð glaður, er menn sögðu við mig: ,,Göngum í hús Drottins.``
2Fætur vorir standa í hliðum þínum, Jerúsalem.
3Jerúsalem, þú hin endurreista, borgin þar sem öll þjóðin safnast saman,
4þangað sem kynkvíslirnar fara, kynkvíslir Drottins _ það er regla fyrir Ísrael _ til þess að lofa nafn Drottins,
5því að þar standa dómarastólar, stólar fyrir Davíðs ætt.
6Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig.
7Friður sé kringum múra þína, heill í höllum þínum.
8Sakir bræðra minna og vina óska ég þér friðar.Sakir húss Drottins, Guðs vors, vil ég leita þér hamingju.
9Sakir húss Drottins, Guðs vors, vil ég leita þér hamingju.