1وهؤلاء هم الذين جاءوا الى داود الى صقلغ وهو بعد محجوز عن وجه شاول بن قيس وهم من الابطال مساعدون في الحرب
1Þessir eru þeir, er komu til Davíðs í Siklag, er hann var landflótta fyrir Sál Kíssyni. Voru og þeir meðal kappanna, er veittu honum vígsgengi.
2نازعون في القسي يرمون الحجارة والسهام من القسي باليمين واليسار من اخوة شاول من بنيامين.
2Höfðu þeir boga að vopni og voru leiknir að slöngva steinum með hægri og vinstri hendi og að skjóta örvum af boga: Af frændum Sáls, af Benjamínítum:
3الراس اخيعزر ثم يوآش ابنا شماعة الجبعي ويزوئيل وفالط ابنا عزموت وبراخة وياهو العناثوثي
3Ahíeser höfuðsmaður og Jóas, Hassemaasynir frá Gíbeu, Jesíel og Pelet Asmavetssynir, Beraka og Jehú frá Anatót,
4ويشمعيا الجبعوني البطل بين الثلاثين وعلى الثلاثين ويرميا ويحزيئيل ويوحانان ويوزاباد الجديري
4Jismaja frá Gíbeon, kappi meðal þeirra þrjátíu og foringi þeirra þrjátíu, Jeremía, Jehasíel, Jóhanan og Jósabad frá Gedera,
5وإلعوزاي ويريموث وبعليا وشمريا وشفطيا الحروفي
5Elúsaí, Jerímót, Bealja, Semarja og Sefatja frá Haríf,
6والقانة ويشيا وعزرئيل ويوعزر ويشبعام القورحيون
6Elkana, Jissía, Asareel, Jóeser og Jasóbeam Kóraítar,
7ويوعيلة وزبديا ابنا يروحام من جدور.
7Jóela og Sebadja Jeróhamssynir frá Gedór.
8ومن الجاديين انفصل الى داود الى الحصن في البرية جبابرة البأس رجال جيش للحرب صافّو اتراس ورماح وجوههم كوجوه الأسود وهم كالظبي على الجبال في السرعة
8Af Gaðítum gengu kappar miklir, hermenn, búnir til bardaga, er skjöld báru og spjót, í lið með Davíð í fjallvíginu í eyðimörkinni. Voru þeir ásýndum sem ljón og fráir sem skógargeitur á fjöllum.
9عازر الراس وعوبديا الثاني واليآب الثالث
9Var Eser höfðingi þeirra, annar var Óbadía, þriðji Elíab,
10ومشمنّة الرابع ويرميا الخامس
10fjórði Mismanna, fimmti Jeremía,
11وعتّاي السادس وايليئيل السابع
11sjötti Attaí, sjöundi Elíel,
12ويوحانان الثامن والزاباد التاسع
12áttundi Jóhanan, níundi Elsabad,
13ويرميا العاشر ومخبنّاي الحادي عشر.
13tíundi Jeremía, ellefti Makbannaí.
14هؤلاء من بني جاد رؤوس الجيش. صغيرهم لمئة والكبير لالف.
14Þessir voru af niðjum Gaðs, og voru þeir hershöfðingjar. Var hinn minnsti þeirra einn saman hundrað manna maki, en hinn mesti þúsund.
15هؤلاء هم الذين عبروا الاردن في الشهر الاول وهو ممتلئ الى جميع شطوطه وهزموا كل اهل الاودية شرقا وغربا
15Þessir voru þeir, er fóru yfir Jórdan í fyrsta mánuðinum, er hún flóði yfir alla bakka, og stökktu burt öllum dalbyggjum til austurs og vesturs.
16وجاء قوم من بني بنيامين ويهوذا الى الحصن الى داود.
16En nokkrir af Benjamíns- og Júdaniðjum komu til Davíðs í fjallvígið.
17فخرج داود لاستقبالهم واجاب وقال لهم ان كنتم قد جئتم بسلام اليّ لتساعدوني يكون لي معكم قلب واحد. وان كان لكي تدفعوني لعدوّي ولا ظلم في يدي فلينظر اله آبائنا وينصف.
17Gekk Davíð þá út til þeirra, tók til máls og sagði við þá: ,,Ef þér komið til mín með friði til þess að veita mér lið, þá vil ég fúslega gjöra bandalag við yður, en ef þér komið til að svíkja mig í hendur óvinum mínum, þótt ég hafi ekkert illt aðhafst, þá sjái Guð feðra vorra það og hegni.``
18فحلّ الروح على عماساي راس الثوالث فقال لك نحن يا داود ومعك نحن يا ابن يسّى. سلام سلام لك وسلام لمساعديك. لان الهك معينك. فقبلهم داود وجعلهم رؤوس الجيوش.
18Þá kom andi yfir Amasaí, höfðingja fyrir hinum þrjátíu, og mælti hann: ,,Þínir erum vér, Davíð, og með þér, þú Ísaísonur. Heill, heill sé þér, og heill liðsmönnum þínum, því að Guð þinn hjálpar þér.`` Tók þá Davíð við þeim og gjörði þá að foringjum fyrir sveit sinni.
19وسقط الى داود بعض من منسّى حين جاء مع الفلسطينيين ضد شاول للقتال ولم يساعدوهم. لان اقطاب الفلسطينيين ارسلوه بمشورة قائلين انما برؤوسنا يسقط الى سيده شاول.
19Af Manasse gengu í lið með Davíð, þá er hann fór með Filistum til bardaga við Sál _ þó liðsinntu þeir þeim ekki, því að höfðingjar Filista réðu ráðum sínum, sendu hann burt og sögðu: ,,Hann kynni að ganga í lið með Sál, herra sínum, og gæti það orðið vor bani`` _
20حين انطلق الى صقلغ سقط اليه من منسّى عدناح ويوزاباد ويديعيئيل وميخائيل ويوزاباد واليهو وصلتاي رؤوس الوف منسّى.
20þegar hann kom til Siklag, þá gengu í lið með honum af Manasse: Adna, Jósabad, Jedíael, Míkael, Jósabad, Elíhú og Silletaí, þúsundhöfðingjar Manasse.
21وهم ساعدوا داود على الغزاة لانهم جميعا جبابرة بأس وكانوا رؤساء في الجيش.
21Veittu þessir Davíð lið gegn ræningjaflokkum, því að allir voru þeir kappar miklir, og urðu þeir foringjar í hernum.
22لانه وقتئذ اتى اناس الى داود يوما فيوما لمساعدته حتى صاروا جيشا عظيما كجيش الله
22Því að dag frá degi komu menn til liðs við Davíð, uns herinn var mikill orðinn sem guðsher.
23وهذا عدد رؤوس المتجردين للقتال الذين جاءوا الى داود الى حبرون ليحوّلوا مملكة شاول اليه حسب قول الرب.
23Þetta er manntal á höfðingjum þeirra hertygjaðra manna, er komu til Davíðs í Hebron til þess að fá honum í hendur konungdóm Sáls eftir boði Drottins:
24بنو يهوذا حاملو الاتراس والرماح ستة آلاف وثمان مئة متجرد للقتال.
24Júdamenn, er skjöld báru og spjót, voru 6.800 herbúinna manna.
25من بني شمعون جبابرة بأس في الحرب سبعة آلاف ومئة.
25Af Símeonsniðjum 7.100 hraustir hermenn.
26من بني لاوي اربعة آلاف وست مئة.
26Af Levíniðjum: 4.600
27ويهوياداع رئيس الهرونيين ومعه ثلاثة آلاف وسبع مئة.
27og auk þess Jójada, höfðingi Aronsættar, og 3.700 manns með honum.
28وصادوق غلام جبار بأس وبيت ابيه اثنان وعشرون قائدا.
28Og Sadók, ungur maður, hinn mesti kappi. Voru 22 herforingjar í ætt hans.
29ومن بني بنيامين اخوة شاول ثلاثة آلاف والى هنا كان اكثرهم يحرسون حراسة بيت شاول.
29Af Benjamínsniðjum, frændum Sáls, voru 3.000, en allt til þessa héldu flestir þeirra trúnað við ætt Sáls.
30ومن بني افرايم عشرون الفا وثمان مئة جبابرة بأس وذوو اسم في بيوت آبائهم.
30Af Efraímsniðjum 20.800 nafnkunnra manna í ættum sínum.
31ومن نصف سبط منسّى ثمانية عشر الفا قد تعيّنوا باسمائهم لكي ياتوا ويملّكوا داود.
31Af hálfri Manassekynkvísl 18.000 manna, er nafngreindir voru til þess að fara og taka Davíð til konungs.
32ومن بني يساكر الخبيرين بالاوقات لمعرفة ما يعمل اسرائيل رؤوسهم مئتان وكل اخوتهم تحت امرهم.
32Af Íssakarsniðjum, er báru skyn á tíðir og tíma, svo að þeir vissu, hvað Ísrael skyldi hafast að, 200 höfðingjar, og lutu allir frændur þeirra boði þeirra.
33من زبولون الخارجون للقتال المصطفون للحرب بجميع ادوات الحرب خمسون الفا وللاصطفاف من دون خلاف.
33Af Sebúlon gengu í herinn 50.000 vígra manna, er höfðu alls konar hervopn, allir með einum huga til þess að hjálpa.
34ومن نفتالي الف رئيس ومعهم سبعة وثلاثون الفا بالاتراس والرماح.
34Af Naftalí fóru þúsund höfðingjar og með þeim 37.000 manna, er skjöld báru og spjót.
35ومن الدانيين مصطفون للحرب ثمانية وعشرون الفا وست مئة.
35Af Dansniðjum 28.600 manna, er búnir voru til bardaga.
36ومن اشير الخارجون للجيش لاجل الاصطفاف للحرب اربعون الفا.
36Af Asser gengu í herinn 40.000 vígra manna.
37ومن عبر الاردن من الرأوبينيين والجاديين ونصف سبط منسّى بجميع ادوات جيش الحرب مئة وعشرون الفا.
37Af þeim hinumegin Jórdanar, af Rúbensniðjum, Gaðsniðjum og hálfri ættkvísl Manasse: 120.000 manna, með alls konar vopn til hernaðar.
38كل هؤلاء رجال حرب يصطفون صفوفا اتوا بقلب تام الى حبرون ليملّكوا داود على كل اسرائيل. وكذلك كل بقية اسرائيل بقلب واحد لتمليك داود.
38Allir þessir hermenn, er skipaðir voru í fylkingu, komu samhuga til Hebron til þess að taka Davíð til konungs yfir allan Ísrael. Voru og allir aðrir Ísraelsmenn samhuga í því að taka Davíð til konungs.
39وكانوا هناك مع داود ثلاثة ايام يأكلون ويشربون لان اخوتهم اعدّوا لهم.
39Og þeir dvöldust þar þrjá daga hjá Davíð og neyttu matar og drykkjar, því að frændur þeirra höfðu búið þeim beina.Auk þess færðu þeir, er bjuggu í nágrenni við þá, allt að Íssakar, Sebúlon og Naftalí, vistir á ösnum, úlföldum, múlum og nautum, mjölmat, fíkjukökur, rúsínukökur, vín, olíu og naut og sauði í ríkum mæli, því að gleði var í Ísrael.
40وكذلك القريبون منهم حتى يساكر وزبولون ونفتالي كانوا ياتون بخبز على الحمير والجمال والبغال والبقر وبطعام من دقيق وتين وزبيب وخمر وزيت وبقر وغنم بكثرة لانه كان فرح في اسرائيل
40Auk þess færðu þeir, er bjuggu í nágrenni við þá, allt að Íssakar, Sebúlon og Naftalí, vistir á ösnum, úlföldum, múlum og nautum, mjölmat, fíkjukökur, rúsínukökur, vín, olíu og naut og sauði í ríkum mæli, því að gleði var í Ísrael.