1وكان عند اصعاد الرب ايليا في العاصفة الى السماء ان ايليا واليشع ذهبا من الجلجال.
1Þegar Drottinn ætlaði að láta Elía fara til himins í stormviðri, voru þeir Elía og Elísa á leið frá Gilgal.
2فقال ايليا لاليشع امكث هنا لان الرب قد ارسلني الى بيت ايل. فقال اليشع حيّ هو الرب وحية هي نفسك اني لا اتركك ونزلا الى بيت ايل.
2Þá sagði Elía við Elísa: ,,Vertu hér kyrr, því að Drottinn hefir sent mig til Betel.`` En Elísa svaraði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir og svo sannarlega sem þú lifir, mun ég eigi við þig skilja.`` Fóru þeir þá ofan til Betel.
3فخرج بنو الانبياء الذين في بيت ايل الى اليشع وقالوا له أتعلم انه اليوم يأخذ الرب سيدك من على راسك فقال نعم اني اعلم فاصمتوا.
3Spámannasveinar þeir, er voru í Betel, gengu út á móti Elísa og sögðu við hann: ,,Veist þú að Drottinn ætlar í dag að nema herra þinn burt yfir höfði þér?`` Elísa svaraði: ,,Veit ég það líka. Verið hljóðir!``
4ثم قال له ايليا يا اليشع امكث هنا لان الرب قد ارسلني الى اريحا. فقال حيّ هو الرب وحية هي نفسك اني لا اتركك. وأتيا الى اريحا.
4Þá sagði Elía við hann: ,,Elísa, vertu hér kyrr, því að Drottinn hefir sent mig til Jeríkó.`` Hann svaraði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir og svo sannarlega sem þú lifir, mun ég eigi við þig skilja.`` Fóru þeir þá til Jeríkó.
5فتقدم بنو الانبياء الذين في اريحا الى اليشع وقالوا له أتعلم انه اليوم يأخذ الرب سيدك من على راسك. فقال نعم اني اعلم فاصمتوا.
5Þá gengu spámannasveinar þeir, er voru í Jeríkó, til Elísa og sögðu við hann: ,,Veist þú að Drottinn ætlar í dag að nema herra þinn burt yfir höfði þér?`` Elísa svaraði: ,,Veit ég það líka. Verið hljóðir!``
6ثم قال له ايليا امكث هنا لان الرب قد ارسلني الى الاردن. فقال حيّ هو الرب وحية هي نفسك اني لا اتركك. وانطلقا كلاهما.
6Þá sagði Elía við hann: ,,Vertu hér kyrr, því að Drottinn hefir sent mig til Jórdanar.`` Hann svaraði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir og svo sannarlega sem þú lifir, mun ég eigi við þig skilja.`` Fóru þeir þá báðir saman.
7فذهب خمسون رجلا من بني الانبياء ووقفوا قبالتهما من بعيد. ووقف كلاهما بجانب الاردن.
7En fimmtíu manns af spámannasveinunum fóru og námu staðar til hliðar í nokkurri fjarlægð, en hinir báðir gengu að Jórdan.
8واخذ ايليا رداءه ولفه وضرب الماء فانفلق الى هنا وهناك فعبرا كلاهما في اليبس.
8Þá tók Elía skikkju sína, braut hana saman og sló á vatnið. Skipti það sér þá til beggja hliða, en þeir gengu báðir yfir um á þurru.
9ولما عبرا قال ايليا لاليشع اطلب ماذا افعل لك قبل ان أوخذ منك. فقال اليشع ليكن نصيب اثنين من روحك عليّ.
9En er þeir voru komnir yfir um, sagði Elía við Elísa: ,,Bið þú mig einhvers, er ég megi veita þér, áður en ég verð numinn burt frá þér.`` Elísa svaraði: ,,Mættu mér þá hlotnast tveir hlutar af andagift þinni.``
10فقال صعّبت السؤال. فان رايتني أوخذ منك يكون لك كذلك والا فلا يكون.
10Þá mælti Elía: ,,Til mikils hefir þú mælst. En ef þú sér mig, er ég verð numinn burt frá þér, þá mun þér veitast það, ella eigi.``
11وفيما هما يسيران ويتكلمان اذا مركبة من نار وخيل من نار ففصلت بينهما فصعد ايليا في العاصفة الى السماء.
11En er þeir héldu áfram og voru að tala saman, þá kom allt í einu eldlegur vagn og eldlegir hestar og skildu þá að, og Elía fór til himins í stormviðri.
12وكان اليشع يرى وهو يصرخ يا ابي يا ابي مركبة اسرائيل وفرسانها. ولم يره بعد. فامسك ثيابه ومزّقها قطعتين.
12Og er Elísa sá það, kallaði hann: ,,Faðir minn, faðir minn, þú Ísraels vagn og riddarar!`` Og hann sá hann ekki framar. Þá þreif hann í klæði sín og reif þau sundur í tvo hluti.
13ورفع رداء ايليا الذي سقط عنه ورجع ووقف على شاطئ الاردن.
13Síðan tók hann upp skikkju Elía, er fallið hafði af honum, sneri við og gekk niður á Jórdanbakka,
14فأخذ رداء ايليا الذي سقط عنه وضرب الماء وقال اين هو الرب اله ايليا ثم ضرب الماء ايضا فانفلق الى هنا وهناك فعبر اليشع.
14tók skikkju Elía, er fallið hafði af honum, sló á vatnið og sagði: ,,Hvar er nú Drottinn, Guð Elía?`` En er hann sló á vatnið, skipti það sér til beggja hliða, en Elísa gekk yfir um.
15ولما رآه بنو الانبياء الذين في اريحا قبالته قالوا قد استقرت روح ايليا على اليشع. فجاءوا للقائه وسجدوا له الى الارض.
15Þegar spámannasveinarnir í Jeríkó sáu það hinumegin, sögðu þeir: ,,Andi Elía hvílir yfir Elísa.`` Gengu þeir í móti honum, lutu til jarðar fyrir honum
16وقالوا له هوذا مع عبيدك خمسون رجلا ذوو بأس فدعهم يذهبون ويفتشون على سيدك لئلا يكون قد حمله روح الرب وطرحه على احد الجبال او في احد الاودية. فقال لا ترسلوا.
16og sögðu við hann: ,,Sjá, hér eru fimmtíu röskir menn með þjónum þínum. Lát þá fara og leita að herra þínum, ef andi Drottins kynni að hafa hrifið hann og varpað honum á eitthvert fjallið eða ofan í einhvern dalinn.`` En Elísa mælti: ,,Eigi skuluð þér senda þá.``
17فالحّوا عليه حتى خجل وقال ارسلوا. فارسلوا خمسين رجلا ففتشوا ثلاثة ايام ولم يجدوه.
17En er þeir lögðu mjög að honum, mælti hann: ,,Sendið þér þá.`` Sendu þeir þá fimmtíu manns, og leituðu þeir hans í þrjá daga, en fundu hann ekki.
18ولما رجعوا اليه وهو ماكث في اريحا قال لهم أما قلت لكم لا تذهبوا
18Sneru þeir þá aftur til Elísa, og var hann þá enn í Jeríkó. Þá sagði hann við þá: ,,Sagði ég yður ekki, að þér skylduð ekki fara?``
19وقال رجال المدينة لاليشع هوذا موقع المدينة حسن كما يرى سيدي واما المياه فرديّة والارض مجدبة.
19Borgarmenn Jeríkó sögðu við Elísa: ,,Borg þessi liggur að vísu vel, eins og þú sjálfur sérð, herra, en vatnið er vont, og landið veldur því, að konur fæða fyrir tímann.``
20فقال ايتوني بصحن جديد وضعوا فيه ملحا فاتوه به.
20Hann sagði við þá: ,,Færið mér nýja skál og látið í hana salt.`` Þeir gjörðu svo.
21فخرج الى نبع الماء وطرح فيه الملح وقال هكذا قال الرب قد ابرأت هذه المياه لا يكون فيها ايضا موت ولا جدب.
21Og hann gekk út að uppsprettu vatnsins, kastaði saltinu í hana og mælti: ,,Svo segir Drottinn: Ég gjöri vatn þetta heilnæmt. Upp frá þessu skal það eigi valda dauða né ótímaburði.``
22فبرئت المياه الى هذا اليوم حسب قول اليشع الذي نطق به
22Þá varð vatnið heilnæmt samkvæmt orði Elísa, því er hann hafði talað, og er svo enn í dag.
23ثم صعد من هناك الى بيت ايل. وفيما هو صاعد في الطريق اذا بصبيان صغار خرجوا من المدينة وسخروا منه وقالوا له اصعد يا اقرع. اصعد يا اقرع.
23Þaðan hélt hann til Betel. Og er hann gekk upp veginn, gengu smásveinar út úr borginni, hæddu hann og kölluðu til hans: ,,Kom hingað, skalli! Kom hingað, skalli!``
24فالتفت الى ورائه ونظر اليهم ولعنهم باسم الرب. فخرجت دبّتان من الوعر وافترستا منهم اثنين واربعين ولدا.
24Sneri hann sér þá við, og er hann sá þá, formælti hann þeim í nafni Drottins. Þá komu tvær birnur út úr skóginum og rifu í sundur fjörutíu og tvo af drengjunum.Þaðan fór hann til Karmelfjalls og sneri þaðan aftur til Samaríu.
25وذهب من هناك الى جبل الكرمل ومن هناك رجع الى السامرة
25Þaðan fór hann til Karmelfjalls og sneri þaðan aftur til Samaríu.