1وكلم الرب موسى قائلا
1Drottinn talaði við Móse og sagði:
2كلّم بني اسرائيل وقل لهم. انا الرب الهكم.
2,,Tala þú við Ísraelsmenn og seg við þá: Ég er Drottinn, Guð yðar.
3مثل عمل ارض مصر التي سكنتم فيها لا تعملوا ومثل عمل ارض كنعان التي انا آت بكم اليها لا تعملوا وحسب فرائضهم لا تسلكوا.
3Þér skuluð ekki gjöra að háttum Egyptalands, þar sem þér bjugguð, og þér skuluð ekki gjöra að háttum Kanaanlands, er ég mun leiða yður inn í, né heldur skuluð þér breyta eftir setningum þeirra.
4احكامي تعملون وفرائضي تحفظون لتسلكوا فيها. انا الرب الهكم.
4Lög mín skuluð þér halda og setningar mínar skuluð þér varðveita, svo að þér breytið eftir þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar.
5فتحفظون فرائضي واحكامي التي اذا فعلها الانسان يحيا بها. انا الرب
5Þér skuluð því varðveita setningar mínar og lög. Sá sem breytir eftir þeim skal lifa fyrir þau. Ég er Drottinn.
6لا يقترب انسان الى قريب جسده ليكشف العورة. انا الرب.
6Enginn yðar skal koma nærri nokkru nánu skyldmenni til þess að bera blygðan þeirra. Ég er Drottinn.
7عورة ابيك وعورة امك لا تكشف. انها امك لا تكشف عورتها.
7Þú skalt eigi bera blygðan föður þíns og blygðan móður þinnar. Hún er móðir þín, þú skalt eigi bera blygðan hennar.
8عورة امرأة ابيك لا تكشف. انها عورة ابيك.
8Þú skalt eigi bera blygðan konu föður þíns, það er blygðan föður þíns.
9عورة اختك بنت ابيك او بنت امك المولودة في البيت او المولودة خارجا لا تكشف عورتها.
9Blygðan systur þinnar, dóttur föður þíns eða dóttur móður þinnar, hvort heldur hún er fædd heima eða utan heimilis, _ blygðan þeirra skalt þú eigi bera.
10عورة ابنة ابنك او ابنة بنتك لا تكشف عورتها. انها عورتك.
10Blygðan sonardóttur þinnar eða dótturdóttur, blygðan þeirra skalt þú eigi bera, því að það er þín blygðan.
11عورة بنت امرأة ابيك المولودة من ابيك لا تكشف عورتها انها اختك.
11Blygðan dóttur konu föður þíns, afkvæmis föður þíns _ hún er systir þín _, blygðan hennar skalt þú eigi bera.
12عورة اخت ابيك لا تكشف. انها قريبة ابيك.
12Eigi skalt þú bera blygðan föðursystur þinnar, hún er náið skyldmenni föður þíns.
13عورة اخت امك لا تكشف. انها قريبة امك.
13Eigi skalt þú bera blygðan móðursystur þinnar, því að hún er náið skyldmenni móður þinnar.
14عورة اخي ابيك لا تكشف. الى امرأته لا تقترب. انها عمتك.
14Eigi skalt þú bera blygðan föðurbróður þíns, eigi koma nærri konu hans, því að hún er sifkona þín.
15عورة كنّتك لا تكشف. انها امرأة ابنك. لا تكشف عورتها.
15Eigi skalt þú bera blygðan tengdadóttur þinnar. Hún er kona sonar þíns, eigi skalt þú bera blygðan hennar.
16عورة امرأة اخيك لا تكشف. انها عورة اخيك.
16Eigi skalt þú bera blygðan konu bróður þíns. Það er blygðan bróður þíns.
17عورة امرأة وبنتها لا تكشف. ولا تاخذ ابنة ابنها او ابنة بنتها لتكشف عورتها. انهما قريبتاها. انه رذيلة.
17Eigi skalt þú bera blygðan konu og dóttur hennar. Sonardóttur hennar eða dótturdóttur skalt þú eigi taka til þess að bera blygðan þeirra. Þær eru náin skyldmenni; það er óhæfa.
18ولا تأخذ امرأة على اختها للضرّ لتكشف عورتها معها في حياتها.
18Né heldur skalt þú taka konu auk systur hennar, henni til eljurígs, með því að bera blygðan hennar auk hinnar, meðan hún er á lífi.
19ولا تقترب الى امرأة في نجاسة طمثها لتكشف عورتها.
19Eigi skalt þú koma nærri konu til að bera blygðan hennar, þá er hún er óhrein af klæðaföllum.
20ولا تجعل مع امرأة صاحبك مضجعك لزرع فتتنجس بها.
20Þú skalt og eigi hafa holdlegt samræði við konu náunga þíns, svo að þú saurgist af.
21ولا تعط من زرعك للاجازة لمولك لئلا تدنس اسم الهك. انا الرب.
21Eigi skalt þú gefa nokkurt afkvæmi þitt til þess, að það sé helgað Mólok, svo að þú vanhelgir eigi nafn Guðs þíns. Ég er Drottinn.
22ولا تضاجع ذكرا مضاجعة امرأة. انه رجس.
22Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.
23ولا تجعل مع بهيمة مضجعك فتتنجس بها ولا تقف امرأة امام بهيمة لنزائها. انه فاحشة
23Þú skalt ekki eiga samlag við nokkra skepnu, svo að þú saurgist af. Né heldur skal kona standa fyrir skepnu til samræðis við hana. Það er svívirðing.
24بكل هذه لا تتنجسوا لانه بكل هذه قد تنجس الشعوب الذين انا طاردهم من امامكم
24Saurgið yður ekki með nokkru þvílíku, því að með öllu þessu hafa heiðingjarnir saurgað sig, sem ég mun reka á burt undan yður.
25فتنجست الارض. فاجتزي ذنبها منها فتقذف الارض سكانها.
25Og landið saurgaðist, og fyrir því vitjaði ég misgjörðar þess á því, og landið spjó íbúum sínum.
26لكن تحفظون انتم فرائضي واحكامي ولا تعملون شيئا من جميع هذه الرجسات لا الوطني ولا الغريب النازل في وسطكم.
26Varðveitið því setningar mínar og lög og fremjið enga af þessum viðurstyggðum, hvorki innborinn maður né útlendingur, er býr meðal yðar, _
27لان جميع هذه الرجسات قد عملها اهل الارض الذين قبلكم فتنجست الارض.
27því að allar þessar viðurstyggðir hafa landsbúar, er fyrir yður voru, framið, og landið saurgaðist _,
28فلا تقذفكم الارض بتنجيسكم اياها كما قذفت الشعوب التي قبلكم.
28svo að landið spúi yður ekki, er þér saurgið það, eins og það spjó þeirri þjóð, er fyrir yður var.
29بل كل من عمل شيئا من جميع هذه الرجسات تقطع الانفس التي تعملها من شعبها.
29Því að hver sá, er fremur einhverja af þessum viðurstyggðum, þær sálir, sem það gjöra, skulu upprættar verða úr þjóð sinni.Varðveitið því boðorð mín, svo að þér fylgið eigi neinum af þeim andstyggilegu venjum, er hafðar voru í frammi fyrir yðar tíð, og saurgið yður ekki með því. Ég er Drottinn, Guð yðar.``
30فتحفظون شعائري لكي لا تعملوا شيئا من الرسوم الرجسة التي عملت قبلكم ولا تتنجسوا بها. انا الرب الهكم
30Varðveitið því boðorð mín, svo að þér fylgið eigi neinum af þeim andstyggilegu venjum, er hafðar voru í frammi fyrir yðar tíð, og saurgið yður ekki með því. Ég er Drottinn, Guð yðar.``