1AYO nae estaba jijijot y jaanin y guipot y pan ni taelibadura, ni mafanaan pascua.
1Nú fór í hönd hátíð ósýrðu brauðanna, sú er nefnist páskar.
2Ya y magas mamale yan y escriba sija maaliligao jaftaemano para umapuno güe; lao manmaañao ni y taotaosija.
2Og æðstu prestarnir og fræðimennirnir leituðu fyrir sér, hvernig þeir gætu ráðið hann af dögum, því að þeir voru hræddir við lýðinn.
3¶ Ya jumalom si Satanas gui as Judas y apeyiduña Iscariote, uno gui numerou y dose.
3Þá fór Satan í Júdas, sem kallaður var Ískaríot og var í tölu þeirra tólf.
4Ya maposgüe, ya manguentos yan y magas mamale, yan y manmagas, jafataemano para uinentrega guiya sija.
4Hann fór og ræddi við æðstu prestana og varðforingjana um það, hvernig hann skyldi framselja þeim Jesú.
5Ya ninafanmagof, ya matratos na umanae salape.
5Þeir urðu glaðir við og hétu honum fé fyrir.
6Ya manpromete ya jaaliligao lugat para uqueentrega guiya sija, yanguin manaegüe y linajyan taotao.
6Hann gekk að því og leitaði færis að framselja hann þeim, þegar fólkið væri fjarri.
7¶ Ya mato y jaanin y taelibadura na pan, anae nesesita umaofrese y pascua.
7Þegar sá dagur ósýrðu brauðanna kom, er slátra skyldi páskalambinu,
8Ya jatago si Pedro yan Juan, ilegña: Janao ya innalisto y pascua para jita, para utafañocho.
8sendi Jesús þá Pétur og Jóhannes og sagði: ,,Farið og búið til páskamáltíðar fyrir oss.``
9Ya sija ilegñija nu güiya: Mano malagomo nae innalisto?
9Þeir sögðu við hann: ,,Hvar vilt þú, að við búum hana?``
10Ya ilegña nu sija: Estagüe, anae manjalom jamyo gui siuda, infanasoda güije yan un taotao, na mañuñule un jarran janom; dalalaque güe jalom mano na guma nae jumalom.
10En hann sagði við þá: ,,Þegar þið komið inn í borgina, mætir ykkur maður, sem ber vatnsker. Fylgið honum inn þangað sem hann fer,
11Ya inalog ni y gaéguima: Y Maestro ilegña nu jago: Manggue y aposento anae para juchocho gui pascua yan y disipulujo sija?
11og segið við húsráðandann: ,Meistarinn spyr þig: Hvar er herbergið, þar sem ég get neytt páskamáltíðarinnar með lærisveinum mínum?`
12Ya infanfinanue ni y dangculo na aposento gui sanjilo todo cabales: ayonae innalisto.
12Hann mun þá sýna ykkur loftsal mikinn, búinn hægindum. Hafið þar viðbúnað.``
13Ya manjanao ya masoda jaftaemano y mansinangane sija; ya manalisto para y pascua.
13Þeir fóru og fundu allt eins og hann hafði sagt og bjuggu til páskamáltíðar.
14¶ Ya anae mato y ora, matachong papa mañija yan y dose na apostoles.
14Og er stundin var komin, gekk hann til borðs og postularnir með honum.
15Ya ilegña nu sija: Jagasja juguefdesea na utafañocho guine na pascua antes di jufamadese:
15Og hann sagði við þá: ,,Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður, áður en ég líð.
16Sa jusangane jamyo: Ti juchocho mas, asta qui macumple gui raenon Yuus.
16Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar, fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki.``
17Ya juresibe y copa ya janae grasia, ya ilegña: Chule este, ya infanafacae entre jamyo:
17Þá tók hann kaleik, gjörði þakkir og sagði: ,,Takið þetta og skiptið með yður.
18Sa jusangane jamyo na ti juguimen otro biaje ni y tinegcha ubas, asta qui ufato y raenon Yuus.
18Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur.``
19Ya jachule y pan, ya anae janae grasia, jaipe, ya janae sija, ilegña: Este y tataotaojo, ni y manmanae jamyo: fatitinas este para injajasoyo.
19Og hann tók brauð, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: ,,Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu.``
20Taegüijeja locue y copa, anae munjayan mañena ilegña: Este na copa y nuebo na trato gui jâgâjo, ni y machuda pot jamyo.
20Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: ,,Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt.
21Lao estagüeja y canae y umentregayo na jumajame gui lamasa.
21En sjá, hönd þess, er mig svíkur, er á borðinu hjá mér.
22Ya magajet na y Lajin taotao ujanao, ni y esta manfagpo, lao ay ay ayo na taotao uinentrega!
22Mannssonurinn fer að sönnu þá leið, sem ákveðin er, en vei þeim manni, sem því veldur, að hann verður framseldur.``
23Ya jatutujon manafaesen entre sija, jae guiya sija ufinatinas este.
23Og þeir tóku að spyrjast á um það, hver þeirra mundi verða til þess að gjöra þetta.
24¶ Ya guaja locue inaguaguat guiya sija, jaye umasdangculo.
24Og þeir fóru að metast um, hver þeirra væri talinn mestur.
25Ya ilegña nu sija: Y ray y Gentiles, jafatitinas minagas gui jiloñija; ya ayo y fumatitinas ninasiña gui jiloñija, manmafanaan manmauleg na taotao.
25En Jesús sagði við þá: ,,Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn.
26Lao ti infanaegüenao: sa jaye y mas dangculo guiya jamyo, ufamataegüije y mas diquique; ya y magas, ufamataegüije y mañeñetbe.
26En eigi sé yður svo farið, heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn.
27Sa cao dangculoña, ayo y matatachong chumocho, pat ayo y mañeñetbe? ti ayo y matachong chumocho; lao guajo gaegue gui entalonmiyo taegüije ayo y mañeñetbe.
27Því hvort er sá meiri, sem situr til borðs, eða hinn, sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.
28Jamyo ayo sija y sumisigueja mangachongjo gui tentasionjo.
28En þér eruð þeir sem hafið verið stöðugir með mér í freistingum mínum.
29Ya juaregla un raeno para jamyo, taegüije y as Tata ni y jaaregla y raeno para guajo.
29Og yður fæ ég ríki í hendur, eins og faðir minn hefur fengið mér,
30Para infañocho yan infanguimen, gui lamasajo gui raenoco; ya infanmatachong gui trono sija ya injisga y dose na tribo guiya Israel.
30að þér megið eta og drekka við borð mitt í ríki mínu, sitja í hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.
31Simon, Simon, estagüe, si Satanas, na malago nu jago para unquinila gui coladot taegüije y trigo;
31Símon, Símon, Satan krafðist yðar að sælda yður eins og hveiti.
32Lao guajo tayuyute jao, para chaña fafatta y jinengguemo: ya yanguin umabira jao, nafanfitme y mañelumo.
32En ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú bræður þína, þegar þú ert snúinn við.``
33Ya ilegña nu güiya: Señot, estayo listo para judalalag jao para y catset yan para y finatae.
33En Símon sagði við hann: ,,Herra, reiðubúinn er ég að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða.``
34Ya ilegña: Jusangane jao Pedro, na ti uoo y gayo pago na jaane, antes di undagueyo tres biaje na guinin untungoyo.
34Jesús mælti: ,,Ég segi þér, Pétur: Áður en hani galar í dag, munt þú þrisvar hafa neitað því, að þú þekkir mig.``
35¶ Ya ilegña nu sija: Anae jutago jamyo sin botsa, yan sin maleta, yan sin sapatos, guaja fattanmiyo? Ya ilegñija: Taya.
35Og hann sagði við þá: ,,Þegar ég sendi yður út án pyngju og mals og skólausa, brast yður þá nokkuð?`` Þeir svöruðu: ,,Nei, ekkert.``
36Ayonae ilegña nu sija: Lao pago, y gaebotsa, uchuleja, yan taegüenaoja locue y maleta: ya jaye y taya espadaña, ubende y magaguña ya ufamajan uno.
36Þá sagði hann við þá: ,,En nú skal sá, er pyngju hefur, taka hana með sér og eins sá, er mal hefur, og hinn, sem ekkert á, selji yfirhöfn sína og kaupi sverð.
37Sa jusangane jamyo, na este y esta matugue, nesesita na umacumple guiya guajo: Ya matufong gui entalo y manaelaye sija: sa y güinaja sija pot guajo, umanafanfagpo.
37Því ég segi yður, að þessi ritning á að rætast á mér: ,með illvirkjum var hann talinn.` Og nú er að fullnast það sem um mig er ritað.``
38Ya ilegñija: Señot, estagüeja dos na espada. Ya ilegña nu sija: Esta najong.
38En þeir sögðu: ,,Herra, hér eru tvö sverð.`` Og hann sagði við þá: ,,Það er nóg.``
39Ya jumuyong, ya mapos, taegüijeja y costumbreña, para y egso Olibo; ya matatiye locue ni y disipuluña.
39Síðan fór hann út og gekk, eins og hann var vanur, til Olíufjallsins. Og lærisveinarnir fylgdu honum.
40Ya anae mato gui lugat, ilegña nu sija: Fanmanaetae, ya chamiyo fanjajalom gui tentasion.
40Þegar hann kom á staðinn, sagði hann við þá: ,,Biðjið, að þér fallið ekki í freistni.``
41Ya sumuja guiya sija, gui un inagüit acho; ya dumimo, ya manaetae,
41Og hann vék frá þeim svo sem steinsnar, féll á kné, baðst fyrir og sagði:
42Ylegña: Tata, yanguin malago jao, nasuja guiya guajo este y copa: lao munga mafatinas y malagojo, lao y malagomo.
42,,Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.`` [
43Ya finatoigüe güije un angjet guinin y langet, ya ninametgot.
43Þá birtist honum engill af himni, sem styrkti hann.
44Ya anae estaba umagoninias, mas fejman manaetae: ya y masajalomña taegüije y mandangculo na gotan jâgâ, mamopodong papa gui eda.
44Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir, en sveiti hans varð eins og blóðdropar, er féllu á jörðina.]
45Ya anae cajulo guinin manaetae, ya mato gui disipuluña, jasoda na manmamaego sa mantriste,
45Hann stóð upp frá bæn sinni, kom til lærisveinanna og fann þá sofandi, örmagna af hryggð.
46Ya ilegña nu sija: Jafa na manmamaego jamyo? fangajulo ya infanmanaetae, sa noseaja infanjalom gui tentasion.
46Og hann sagði við þá: ,,Hví sofið þér? Rísið upp og biðjið, að þér fallið ekki í freistni.``
47¶ Ya mientras cumuecuentos, estagüe un manadan taotao, yan ayo y mafanaan si Judas, uno gui dose, na mafona gui menanñija, ya jumijijot gui as Jesus para uchico.
47Meðan hann var enn að tala, kom flokkur manna, og fremstur fór einn hinna tólf, Júdas, áður nefndur. Hann gekk að Jesú til að kyssa hann.
48Lao si Jesus ilegña nu güiya: Judas, pot un chicoja na unentrega y Lajin taotao?
48Jesús sagði við hann: ,,Júdas, svíkur þú Mannssoninn með kossi?``
49Ya anae malie, ni ayo sija y mangaegue gui oriyaña, jafa ujuyong, ilegñija: Señot, intaga ni y espada?
49Þeir sem með honum voru, sáu að hverju fór og sögðu: ,,Herra, eigum vér ekki að bregða sverði?``
50Ya uno guiya sija jataga y tentago y magas mamale, ya jautut y agapa na talangaña.
50Og einn þeirra hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum hægra eyrað.
51Ya manope si Jesus ilegña: Polo este esta. Ya japacha y talangaña, ya janamagong.
51Þá sagði Jesús: ,,Hér skal staðar nema.`` Og hann snart eyrað og læknaði hann.
52Ayonae ilegña si Jesus ni y magas mamale, yan y capitan sija gui templo, yan y manamco sija ni y manmato guiya güiya: Manmato jamyo yan espada yan galute, taegüije y contra y saque?
52Þá sagði Jesús við æðstu prestana, varðforingja helgidómsins og öldungana, sem komnir voru á móti honum: ,,Eruð þér að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja?
53Anae estaba manjijitaja cada jaane gui templo, taya nae inestira y canaenmiyo contra guajo: lao este oranmiyo, yan y ninasiñan jinemjom.
53Daglega var ég með yður í helgidóminum, og þér lögðuð ekki hendur á mig. En þetta er yðar tími og máttur myrkranna.``
54Ya maguot güe ya macone guato gui guima y magas mamale. Ya tinatitiyeja as Pedro lachago.
54En þeir tóku hann höndum og leiddu brott og fóru með hann í hús æðsta prestsins. Pétur fylgdi eftir álengdar.
55Ya anae munjayan matotne y guafe gui talo gui patio, ya mandaña manmatachong, matachong si Pedro gui entaloñija.
55Menn höfðu kveikt eld í miðjum garðinum og sátu við hann, og Pétur settist meðal þeirra.
56Ya linie ni un criada anae matachong gui ininan guafe, ya guinesatangüe, ya ilegña: Este locue na taotao manisija.
56En þerna nokkur sá hann sitja í bjarmanum, hvessti á hann augun og sagði: ,,Þessi maður var líka með honum.``
57Ya jadague, ilegña: Palaoan, ti jutungo güe.
57Því neitaði hann og sagði: ,,Kona, ég þekki hann ekki.``
58Ya anae na apmam linie ni otro ya ilegña: Mangachochongmo yuje sija? ya ilegña si Pedro: Taotao, ti guajo.
58Litlu síðar sá hann annar maður og sagði: ,,Þú ert líka einn af þeim.`` En Pétur svaraði: ,,Nei, maður minn, það er ég ekki.``
59Ya anae malofan una ora, otro jagosasegura ilegña: Magajet na sumisija este yan ayo, sa taotao Galilea locue este.
59Og að liðinni um það bil einni stund fullyrti enn annar þetta og sagði: ,,Víst var þessi líka með honum, enda Galíleumaður.``
60Ya si Pedro ilegña: Taotao, ti jutungo jafa ilelegmo. Ya mientras cumecuentos, enseguidas umoo y gayo.
60Pétur mælti: ,,Ekki skil ég, hvað þú átt við, maður.`` Og jafnskjótt sem hann sagði þetta, gól hani.
61Ya jabira güe y Señot ya jaaatan si Pedro. Ayonae jajaso si Pedro y sinangan y Señot, ni y ilegña nu güiya: Antes que uoo y gayo pago na jaane, undagueyo tres biaje.
61Og Drottinn vék sér við og leit til Péturs. Þá minntist Pétur orða Drottins, er hann mælti við hann: ,,Áður en hani galar í dag, muntu þrisvar afneita mér.``
62Ya jumuyong si Pedro ya guefcumasao.
62Og hann gekk út og grét beisklega.
63¶ Ya y taotao sija ni gumuguot si Jesus, mabotlelea ya manalalamen.
63En þeir menn, sem gættu Jesú, hæddu hann og börðu,
64Ya anae mabendas y atadogña, mafaesen ilelegñija: Sangan; jaye jao munalamen?
64huldu andlit hans og sögðu: ,,Spáðu nú, hver það var, sem sló þig?``
65Ya megae sija na chinatfino masasangan contra guiya, manamamajlao güe.
65Og marga aðra svívirðu sögðu þeir við hann.
66¶ Ya anae manana mandaña sija y inetnon manamco na taotao sija y magas y mamale yan y escribas: ya macone guato gui tribunatñija, ilegñija:
66Þegar dagur rann, kom öldungaráð lýðsins saman, bæði æðstu prestar og fræðimenn, og létu færa hann fyrir ráðsfund sinn.
67Yaguin jago si Jesucristo, sangane jam. Lao ilegña nu sija: Yaguin jusangane jamyo, ti injenggue yo;
67Þeir sögðu: ,,Ef þú ert Kristur, þá seg oss það.`` En hann sagði við þá: ,,Þótt ég segi yður það, munuð þér ekki trúa,
68Ya yaguin guajo jamyo fumaesen, ti inepeyo.
68og ef ég spyr yður, svarið þér ekki.
69Lao desde pago para mona y Lajin taotao gaegue na matatachong gui agapa gui ninasiñan Yuus.
69En upp frá þessu mun Mannssonurinn sitja til hægri handar Guðs kraftar.``
70Ya ilegña todos: Ayonae Lajin Yuus jao? Ya ilegña nu sija: Jamyo umalog na guajo yo.
70Þá spurðu þeir allir: ,,Ert þú þá sonur Guðs?`` Og hann sagði við þá: ,,Þér segið, að ég sé sá.``En þeir sögðu: ,,Hvað þurfum vér nú framar vitnis við? Vér höfum sjálfir heyrt það af munni hans.``
71Ayonae ilegñija: Jafa mas na testimonio tanesesita? sa tajungogja esta gui pachotña.
71En þeir sögðu: ,,Hvað þurfum vér nú framar vitnis við? Vér höfum sjálfir heyrt það af munni hans.``