1Ved den Tid blev Jeroboams Søn Abija syg.
1Í þann tíma sýktist Abía, sonur Jeróbóams.
2Da sagde Jeroboam til sin Hustru: "Tag og forklæd dig, så man ikke kan kende, at du er Jeroboams Hustru, og begiv dig til Silo, thi der bor Profeten Ahija, som kundgjorde mig, at jeg skulde blive Konge over dette Folk;
2Þá sagði Jeróbóam við konu sína: ,,Far nú og klæð þig dularbúningi, svo að enginn megi kenna, að þú ert kona Jeróbóams, og far til Síló. Þar er Ahía spámaður, sá er um mig sagði, að ég mundi verða konungur yfir lýð þessum.
3tag ti Brød, noget Bagværk og en Krukke Honning med og henvend dig til ham, så vil han sige dig, hvorledes det skal gå Drengen!"
3Og tak með þér tíu brauð og kökur og krús með hunangi og gakk þú inn til hans. Hann mun segja þér, hvernig fara mun um sveininn.``
4Jeroboams Hustru gjorde nu således; hun begav sig til Silo og gik ind i Ahijas Hus. Ahija kunde ikke se, da hans Øjne var sløve af Alderdom;
4Kona Jeróbóams gjörði svo, lagði af stað og fór til Síló, og gekk inn í hús Ahía. Ahía mátti ekki sjá, því að augu hans voru stirðnuð af elli.
5men HERREN havde sagt til Ahija: "Se, Jeroboams Hustru kommer til dig for at høre sig for hos dig angående sin Søn, da han er syg; det og det skal du svare hende; men når hun kommer, er hun forklædt."
5En Drottinn hafði sagt við Ahía: ,,Sjá, kona Jeróbóams kemur til þess að leita frétta hjá þér um son sinn, því að hann er sjúkur. Svo og svo skalt þú til hennar mæla.`` Þegar hún kom og lést vera önnur en hún var,
6Da nu Ahija hørte Lyden af hendes Trin, som hun gik ind ad Døren, sagde han: "Kom kun ind, Jeroboams Hustru! Hvorfor er du forklædt? Mig er det pålagt at bringe dig en tung Tidende.
6og Ahía heyrði fótatak hennar, er hún kom að dyrunum, þá sagði hann: ,,Kom þú inn, kona Jeróbóams! Hvers vegna læst þú vera önnur en þú ert, þar sem ég þó er sendur til þín með hörð tíðindi?
7Gå hen og sig til Jeroboam: Så siger HERREN, Israels Gud: Jeg ophøjede dig af Folkets Midte og gjorde dig til Fyrste over mit Folk Israel
7Far þú og seg Jeróbóam: Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Sakir þess að ég hóf þig upp af alþýðu manna og gjörði þig að höfðingja yfir lýð mínum Ísrael,
8og rev Riget fra Davids Hus og gav dig det; dog har du ikke været som min Tjener David, der holdt mine Bud og fulgte mig af hele sit Hjerte og kun gjorde, hvad der er ret i mine Øjne,
8og svipti ætt Davíðs konungdóminum og fékk þér hann í hendur, en þú hefir eigi verið sem þjónn minn Davíð, er hélt boðorð mín og var mér hlýðinn af öllu hjarta, svo að hann gjörði það eitt, er rétt var í mínum augum,
9men du har handlet værre end alle dine Forgængere; du gik hen og krænkede mig og gjorde dig andre Guder og støbte Billeder, men mig kastede du bag din Ryg;
9heldur hefir þú gjört meira illt en allir þeir, sem á undan þér voru, og hefir farið og gjört þér aðra guði, og það steypt líkneski, til þess að egna mig til reiði, og hefir kastað mér aftur fyrir þig _
10se, derfor vil jeg bringe Ulykke over Jeroboams Hus og udrydde hvert mandligt Væsen, hver og en af Jeroboams Slægt i Israel, og jeg vil feje Jeroboams Hus bort, som man fejer Skarn bort, til der ikke er Spor tilbage!
10sakir þessa leiði ég ógæfu yfir hús Jeróbóams og mun uppræta fyrir honum hvern karlmann, bæði þræl og frelsingja í Ísrael. Og ég mun sópa burt húsi Jeróbóams, eins og saur er sópað burt, uns úti er um hann með öllu.
11Den af Jeroboams Slægt, som dør i Byen, skal Hundene æde, og den, som dør på Marken, skal Himmelens Fugle æde, thi det er HERREN, der har talet!
11Hvern þann er deyr af ættmennum Jeróbóams innan borgar, munu hundar eta, og hvern þann, sem deyr úti á víðavangi, munu fuglar himins eta, því að Drottinn hefir talað það.
12Men gå nu hjem! Når din Fod betræder Byen, skal Barnet dø;
12En statt þú nú upp og far heim til þín. Þegar þú stígur fæti inn í borgina, mun sveinninn deyja.
13og hele Israel skal holde Dødeklage over ham og jorde ham, thi han er den eneste af Jeroboams Slægt, der skal komme i en Grav; thi hos ham fandtes dog noget, der vandt HERREN Israels Guds Behag inden for Jeroboams Slægt.
13Og allur Ísrael mun harma hann, og menn munu grafa hann, því að hann er sá eini af ætt Jeróbóams, er greftrun mun hljóta, af því að eitthvað hefir það verið í fari hans, er Drottni, Guði Ísraels, geðjaðist að í ætt Jeróbóams.
14Men HERREN vil oprejse sig en Konge over Israel, der skal udrydde Jeroboams Hus på den Dag.
14Og Drottinn mun skipa konung yfir Ísrael, er uppræta mun hús Jeróbóams. Þetta er dagurinn, og hvað er nú þegar farið að koma fram?
15Men også siden vil HERREN slå Israel, så at de svajer hid og did som Sivet i Vandet, og rykke Israel op fra dette herlige Land, som han gav deres Fædre, og sprede dem hinsides Floden, fordi de har lavet sig Asjerastøtter og krænket HERREN;
15Drottinn mun slá Ísrael, eins og reyrinn riðar í vatninu, og hann mun útrýma Ísrael úr þessu góða landi, er hann gaf feðrum þeirra, og tvístra þeim fyrir austan Efrat, af því að þeir hafa gjört sér asérur og egnt Drottin til reiði.
16og han vil give Israel til Pris for de Synders Skyld, Jeroboam har begået og forledt Israel til."
16Og hann mun ofurselja Ísrael vegna synda þeirra, er Jeróbóam hefir drýgt og komið Ísrael til að drýgja.``
17Da gav Jeroboams Hustru sig på Vej og kom til Tirza; og da hun betrådte Husets Tærskel, døde Drengen;
17Þá stóð kona Jeróbóams upp, hélt af stað og kom til Tirsa, en er hún steig yfir þröskuld hússins, dó sveinninn.
18og man jordede ham, og hele Israel holdt Dødeklage over ham efter det Ord, HERREN havde talet ved sin Tjener, Profeten Ahija.
18Og þeir grófu hann og allur Ísrael harmaði hann, og rættist þannig orð Drottins, er hann hafði talað fyrir munn þjóns síns, Ahía spámanns.
19Hvad der ellers er at fortælle om Jeroboam, hvorledes han førte Krig, og hvorledes han herskede står jo optegnet i Israels kongers Krønike.
19Það sem meira er að segja um Jeróbóam, hvernig hann herjaði og hvernig hann ríkti, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.
20Jeroboams Regeringstid udgjorde to og tyve År. Så lagde han sig til Hvile hos sine Fædre, og hans Søn Nadab blev Konge i hans Sted.
20Og sá tími, sem Jeróbóam ríkti, var tuttugu og tvö ár. Þá lagðist hann til hvíldar hjá feðrum sínum, en Nadab sonur hans tók ríki eftir hann.
21Rehabeam, Salomos Søn, blev Kongei Juda. Rehabeam var een og fyrretyve År gammel, da han blev Konge, og han herskede sytten År i Jerusalem, den By, HERREN havde udvalgt af alle Israels Stammer for der at stedfæste sit Navn. Hans Moder var en ammonitisk Kvinde ved Navn Na'ama.
21Rehabeam sonur Salómons varð konungur í Júda. Rehabeam hafði einn um fertugt, þá er hann varð konungur, og seytján ár ríkti hann í Jerúsalem, borginni, sem Drottinn hafði útvalið af öllum ættkvíslum Ísraels til þess að láta nafn sitt búa þar. Móðir hans hét Naama og var ammónítísk.
22Og Juda gjorde, hvad der var ondt i HERRENs Øjne, og med de Synder, de begik, vakte de hans Nidkærhed, mere end deres Fædre havde gjort.
22Júda gjörði það sem illt var í augum Drottins, og þeir vöktu vandlæting hans enn meir en feður þeirra höfðu gjört með öllum þeim syndum, er þeir drýgðu.
23Også de byggede sig Offerhøje, Stenstøtter og Asjerastøtter på alle høje Steder og under alle grønne Træer;
23Því að einnig þeir gjörðu sér fórnarhæðir, merkissteina og asérur á öllum háum hólum og undir hverju grænu tré.
24ja, der var endog Mandsskøger i Landet. De øvede alle de Vederstyggeligheder, som var begået af de Folk, HERREN havde drevet bort foran Israeliterne.
24Þeir menn voru og í landinu, er helguðu sig saurlifnaði. Þeir aðhöfðust alla þá sömu svívirðing, sem þær þjóðir frömdu, er Drottinn hafði stökkt burt undan Ísraelsmönnum.
25Men i Kong Rebabeams femte Regeringsår drog Ægypterkongen Sjisjak op imod Jerusalem
25Á fimmta ríkisári Rehabeams fór Sísak Egyptalandskonungur herför móti Jerúsalem
26og tog Skattene i HERRENs Hus og i Kongens Palads; alt tog han, også de Guldskjolde, Salomo havde ladet lave.
26og tók fjársjóðu Drottins húss og fjársjóðu konungshallarinnar, tók það allt saman. Hann tók og alla gullskildina, sem Salómon hafði gjöra látið.
27Kong Rehabeam lod da i Stedet lave Kobberskjolde og gav dem i Forvaring hos Høvedsmændene for Livvagten, der holdt Vagt ved Indgangen til Kongens Palads;
27En Rehabeam konungur lét í þeirra stað gjöra eirskildi og fékk þá höfuðsmönnum lífvarðarins til geymslu, þeim er geyma dyra á höll konungs.
28og hver Gang Kongen begav sig til HERRENs Hus, bentede Livvagten dem, og bagefter bragte de dem tilbage til Vagtstuen.
28Og í hvert sinn er konungur gekk í hús Drottins, báru varðliðsmennirnir skildina, og fóru síðan með þá aftur í herbergi varðliðsmannanna.
29Hvad der ellers er at fortælle om Rehabeam, alt, hvad han gjorde, står jo optegnet i Judas Kongers Krønike.
29Það sem meira er að segja um Rehabeam, og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.
30Rehabeam og Jeroboam lå i Krig med hinanden hele Tiden.
30Þeir áttu ávallt í ófriði saman, Rehabeam og Jeróbóam.Og Rehabeam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var jarðaður hjá feðrum sínum í Davíðsborg. En móðir hans hét Naama og var ammónítísk. Og Abía sonur hans tók ríki eftir hann.
31Så lagde Rehabeam sig til Hvile hos sine Fædre og blev jordet hos sine Fædre i Davidsbyen. Hans Moder var en ammonitisk Kvinde ved Navn Na'ama. Og hans Søn Abija blev Konge i hans Sted.
31Og Rehabeam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var jarðaður hjá feðrum sínum í Davíðsborg. En móðir hans hét Naama og var ammónítísk. Og Abía sonur hans tók ríki eftir hann.