Danish

Icelandic

1 Samuel

13

1Saul var....År ved sin Tronbestigelse, og han herskede i....År over Israel.
1Sál var þrítugur að aldri, þá er hann varð konungur, og ríkti í tvö ár yfir Ísrael.
2Saul udvalgte sig 3000 Mand af Israel; af dem var 2000 hos Saul i Mikmas og i Bjergene ved Betel, 1000 hos Jonatan i Gibea i Benjamin; Resten af Krigerne lod han gå hver til sit.
2Sál valdi sér þrjú þúsund manns af Ísrael. Af þeim voru tvö þúsund hjá Sál í Mikmas og á Betelfjöllum, en eitt þúsund hjá Jónatan í Gíbeu í Benjamín. Hitt liðið lét hann brott fara, hvern heim til sín.
3Da fældede Jonatan Filisternes Foged i Geba. Det kom nu Filisterne for Øre, at Hebræerne havde revet sig løs. Men Saul havde ladet støde i Hornet hele Landet over,
3Jónatan drap landstjóra Filista, sem sat í Geba, og Filistar fréttu það. Og Sál lét þeyta lúður um allt landið og sagði: ,,Hebrear skulu heyra það.``
4og hele Israel hørte, at Saul havde fældet Filisternes Foged, og at Israel havde vakt Filisternes Vrede. Og Folket stævnedes sammen i Gilgal til at følge Saul,
4Og allur Ísrael heyrði sagt: ,,Sál hefir drepið landstjóra Filista, og Filistar hafa andstyggð á Ísrael.`` Og liðinu var stefnt saman til þess að fara með Sál til Gilgal.
5men Filisterne havde samlet sig til Kamp mod Israel, 3000 Stridsvogne, 6000 Ryttere og Fodfolk så talrigt som Sandet ved Havets Bred, og de drog op og lejrede sig i Mikmas lige over for Bet-Aven.
5Filistar söfnuðust saman til að berjast við Ísrael, þrjú þúsund vagnar og sex þúsund riddarar og fótgöngulið, svo margt sem sandur á sjávarströndu, og þeir lögðu af stað og settu herbúðir sínar í Mikmas fyrir austan Betaven.
6Da Israels Mænd skønnede, hvilken Fare de var i thi Folket blev trængt, skjulte Folket sig i Huler, Jordhuller, Klipperevner, Gruber og Cisterner
6Og er Ísraelsmenn sáu, að þeir voru komnir í kreppu, því að að þeim þrengdi, þá faldi liðið sig í hellum, jarðholum, klettaskorum, gjótum og gryfjum.
7eller gik over Jordans Vadesteder til Gads og Gileads Land. Men Saul var endnu i Gilgal, og hele Folket fulgte ham med Frygt i Sind.
7Nokkrir Hebreanna fóru yfir vöðin á Jórdan yfir í Gaðs land og Gíleaðs. Sál var enn í Gilgal, en allt liðið hafði flúið burt frá honum fyrir hræðslu sakir.
8Han ventede syv Dage til den Tid, Samuel havde fastsat; men Samuel kom ikke til Gilgal. Da Folket så spredte sig og forlod Saul,
8Og hann beið í sjö daga, til þess tíma, er Samúel hafði til tekið, en Samúel kom ekki til Gilgal, og fólkið dreifðist burt frá honum.
9sagde han: "Bring Brændofferet og Takofrene hen til mig!" Så ofrede han Brændofferet.
9Þá sagði Sál: ,,Færið mér hingað brennifórnina og heillafórnirnar.`` Og hann fórnaði brennifórninni.
10Men lige som han var færdig med at ofre Brændofferet, se, da kom Samuel, og Saul gik ham i Møde for at hilse på ham.
10En er hann hafði fórnað brennifórninni, sjá, þá kom Samúel. Og Sál gekk út á móti honum til þess að heilsa honum.
11Da sagde Samuel: "Hvad har du gjort!" Saul svarede: "Jeg så, at Folket spredte sig og forlod mig, men du kom ikke til den fastsatte Tid, og Filisterne samlede sig ved Mikmas;
11Og Samúel mælti: ,,Hvað hefir þú gjört?`` Sál svaraði: ,,Þegar ég sá, að liðið dreifðist burt frá mér og að þú komst ekki á tilteknum tíma, en Filistar söfnuðust saman í Mikmas,
12så tænkte jeg: Nu drager Filisterne ned til Gilgal imod mig, og jeg har endnu ikke vundet HERRENs Gunst; da tog jeg Mod til mig og bragte Brændofferet!"
12þá hugsaði ég: ,Nú munu Filistar fara ofan á móti mér til Gilgal, áður en ég hefi blíðkað Drottin.` Fyrir því herti ég upp hugann og fórnaði brennifórninni.``
13Samuel sagde til Saul: "Tåbeligt har du handlet. Hvis du havde holdt den Befaling, HERREN din Gud gav dig, vilde HERREN nu have grundfæstet dit Kongedømme over Israel til evig Tid;
13Þá sagði Samúel við Sál: ,,Heimskulega hefir þér farið. Þú hefir ekki gætt skipunar Drottins, Guðs þíns, sem hann fyrir þig lagði, því að nú hefði Drottinn staðfest konungdóm þinn yfir Ísrael að eilífu.
14men nu skal dit Kongedømme ikke bestå. HERREN har udsøgt sig en Mand efter sit Hjerte, og ham har HERREN kaldet til Fyrste over sit Folk, fordi du ikke holdt, hvad HERREN bød dig!"
14En nú mun konungdómur þinn ekki standa. Drottinn hefir leitað sér að manni eftir sínu hjarta, og hann hefir Drottinn skipað höfðingja yfir lýð sinn, því að þú hefir ekki gætt þess, er Drottinn fyrir þig lagði.``
15Derpå brød Samuel op og gik bort fra Gilgal; men den tilbageblevne Del af Folket drog op i Følge med Saul for at støde til Krigerne, og de kom fra Gilgal til Gibea i Benjamin. Da mønstrede Saul de Folk, han havde hos sig, omtrent 600 Mand;
15Þá tók Samúel sig upp og fór frá Gilgal og hélt leiðar sinnar. En leifarnar af liðinu fóru á eftir Sál í móti herliðinu. Og er þeir voru komnir frá Gilgal til Gíbeu í Benjamín, þá kannaði Sál liðið, sem hjá honum var, um sex hundruð manns.
16og Saul og hans Søn Jonatan og de Folk, de havde hos sig, lå i Geba i Benjamin, medens Filisterne lå lejret i Mikmas.
16Sál og Jónatan sonur hans og liðið, sem með þeim var, sátu í Geba í Benjamín, en Filistar höfðu sett herbúðir sínar í Mikmas.
17Fra Filisternes Lejr drog så en Skare ud i tre Afdelinger for at plyndre; den ene Afdeling drog i Retning af Ofra til Sjualegnen,
17Ránssveit fór út úr herbúðum Filista í þrem hópum. Einn hópurinn stefndi veginn til Ofra inn í Sjúal-land,
18den anden i Retning af Bet Horon og den tredje i Retning af den Høj, som rager op over Zeboimdalen, ad Ørkenen til.
18annar hópurinn stefndi veginn til Bet Hóron, og þriðji hópurinn stefndi veginn til hæðarinnar, sem gnæfir yfir Sebóímdalinn gegnt eyðimörkinni.
19Men der fandtes ingen Smede i hele Israels Land; thi Filisterne havde tænkt, at Hebræerne ellers kunde lave sig Sværd og Spyd;
19Enginn járnsmiður var til í öllu Ísraelslandi, því að Filistar hugsuðu: ,,Hebrear mega ekki smíða sverð eða spjót.`` (
20derfor måtte hele Israel drage ned til Filisterne for at få hvæsset deres Plovjern, Hakker, Økser eller Pigkæppe;
20Ísraelsmenn urðu að fara ofan til Filista, ef þeir vildu láta hvessa plógjárn sín, haka, axir og sigðir.
21det kostede en Pim at få slebet Plovjem og Hakker og en Tredjedel Sekel for Økser og for at indsætte Pig.
21Gjaldið var tveir þriðju úr sikli fyrir plógjárn og haka, og þriðjungur úr sikli fyrir gaffla og axir og fyrir að setja brodd á broddstaf.)
22Således fandtes der, den Dag Slaget stod ved Mikmas, hverken Sværd eller Spyd hos nogen af Krigerne, som var hos Saul og Jonatan; kun Saul og hans Søn Jonatan havde Våben.
22Þannig hafði gjörvallt liðið, sem var með Sál og Jónatan, hvorki sverð né spjót í höndum orustudaginn, en Sál og Jónatan sonur hans höfðu það.Varðflokkur Filista fór nú og settist í skarðið hjá Mikmas.
23Filisternes Forpost rykkede frem til Mikmaspasset.
23Varðflokkur Filista fór nú og settist í skarðið hjá Mikmas.