1Da Josafat havde vundet stor Rigdom og Hæder, besvogrede han sig med Akab.
1Jósafat hlotnaðist afar mikil auðlegð og sæmd, og hann mægðist við Akab.
2Efter nogle Års Forløb drog han ned til Akab i Samaria, og Akab lod slagte en Mængde Småkvæg og Hornkvæg til ham og Folkene, han havde med sig; og så overtalte han ham til at drage op mod Ramot i Gilead.
2Eftir nokkur ár fór hann á fund Akabs til Samaríu. Þá slátraði Akab fjölda sauða og nauta handa honum og mönnum þeim, er með honum voru, og ginnti hann að fara með sér til að herja á Ramót í Gíleað.
3Kong Akab af Israel sagde nemlig til Kong Josafat af Juda: "Vil du drage med mig mod Ramot i Gilead?" Han svarede ham: "Jeg som du, mit Folk som dit, jeg går med i Krigen."
3Þá mælti Akab Ísraelskonungur við Jósafat Júdakonung: ,,Hvort munt þú fara með mér til Ramót í Gíleað?`` Hann svaraði honum: ,,Eitt skal yfir báða ganga, mig og þig, mína þjóð og þína þjóð. Skal ég fara með þér til bardagans.``
4Josafat sagde fremdeles til Israels Konge: "Spørg dog først om, hvad HERREN siger!"
4Og Jósafat sagði við Ísraelskonung: ,,Gakk þú fyrst til frétta og vit, hvað Drottinn segir.``
5Da lod Israels Konge Profeterne kalde sammen, 400 Mand, og spurgte dem: "Skal jeg drage i Krig mod Ramot i Gilead, eller skal jeg lade være?" De svarede: "Drag derop, så vil Gud give det i Kongens Hånd!"
5Þá stefndi Ísraelskonungur saman spámönnunum, fjögur hundruð manns, og sagði við þá: ,,Á ég að fara og herja á Ramót í Gíleað, eða á ég að hætta við það?`` Þeir svöruðu: ,,Far þú, og Guð mun gefa hana í hendur konungi.``
6Men Josafat spurgte: "Er her ikke endnu en af HERRENs Profeter, vi kan spørge?"
6En Jósafat mælti: ,,Er hér ekki enn einhver spámaður Drottins, að vér mættum leita frétta hjá honum?``
7Israels Konge svarede: "Her er endnu en Mand, ved hvem vi kan rådspørge HERREN; men jeg hader ham, fordi han aldrig spår mig godt, men altid ondt; det er Mika, Jimlas Søn." Men Josafat sagde: "Således må Kongen ikke tale!"
7Ísraelskonungur mælti til Jósafats: ,,Enn er einn eftir, er vér gætum látið ganga til frétta við Drottin, en mér er lítið um hann gefið, því að hann spáir mér aldrei góðu, heldur ávallt illu. Hann heitir Míka Jimlason.`` Jósafat sagði: ,,Eigi skyldi konungur svo mæla.``
8Da kaldte Israels Konge på en Hofmand og sagde: "Hent hurtigt Mika, Jimlas Søn!"
8Þá kallaði Ísraelskonungur einn af hirðmönnunum og mælti: ,,Sæk sem skjótast Míka Jimlason.``
9Imidlertid sad Israels Konge og Kong Josafat af Juda, iført deres Skrud, hver på sin Trone i Samarias Portåbning, og alle Profeterne spåede foran dem.
9En Ísraelskonungur og Jósafat Júdakonungur sátu hvor í sínu hásæti, skrýddir purpuraklæðum úti fyrir borgarhliði Samaríu, og allir spámennirnir spáðu frammi fyrir þeim.
10Da lavede Zidkija, Kena'anas Søn, sig Horn af Jern og sagde: "Så siger HERREN: Med sådanne skal du støde Aramæerne ned, til de er tilintetgjot!"
10Þá gjörði Sedekía Kenaanason sér horn úr járni og mælti: ,,Svo segir Drottinn: Með þessum munt þú reka Sýrlendinga undir, uns þú hefir gjöreytt þeim.``
11Og alle Profeterne spåede det samme og sagde: "Drag op mod Ramot i Gilead, så skal Lykken følge dig, og HERREN vil give det i Kongens Hånd!"
11Og allir spámennirnir spáðu á sömu leið og sögðu: ,,Far þú til Ramót í Gíleað. Þú munt giftudrjúgur verða, og Drottinn mun gefa hana í hendur konungi.``
12Men Budet der var gået efter Mika, sagde til ham: "Se, Profeterne har alle som een givet Kongen gunstigt Svar. Tal du nu som de og giv gunstigt Svar!"
12Sendimaðurinn, sem farinn var að sækja Míka, mælti til hans á þessa leið: ,,Sjá, spámennirnir hafa einum munni boðað konungi hamingju. Mæl þú sem þeir og boða þú hamingju.``
13Men Mika svarede: "Så sandt HERREN lever: Hvad min Gud siger, det vil jeg tale!"
13En Míka mælti: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir: Það sem Guð minn til mín talar, það mun ég mæla.``
14Da han kom til Kongen, spurgte denne ham: "Mika, skal vi drage i Krig mod Ramot i Gilead, eller skal vi lade være?" Da svarede han: "Drag derop, så skal Lykken følge eder, og de skal gives i eders Hånd!"
14Þegar hann kom til konungs, mælti konungur til hans: ,,Míka, eigum vér að fara og herja á Ramót í Gíleað, eða eigum vér að hætta við það?`` Þá sagði hann: ,,Farið, þér munuð giftudrjúgir verða, og þeir munu gefnir verða yður á vald!``
15Men Kongen sagde til ham: "Hvor mange Gange skal jeg besværge dig, at du ikke siger mig andet end Sandheden i HERRENs Navn?"
15Þá sagði konungur við hann: ,,Hversu oft á ég að særa þig um, að þú segir mér eigi annað en sannleikann í nafni Drottins?``
16Da sagde han: "Jeg så hele Israel spredt på Bjergene som en Hjord uden Hyrde; og HERREN sagde: De Folk har ingen Herre, lad dem vende tilbage i Fred, hver til sit!"
16Þá mælti hann: ,,Ég sá allan Ísrael tvístrast um fjöllin eins og hirðislausa sauði, og Drottinn sagði: Þessir hafa engan herra. Fari þeir í friði hver heim til sín.``
17Israels Konge sagde da til Josafat: "Sagde jeg dig ikke, at han aldrig spår mig godt, men kun ondt!"
17Þá sagði Ísraelskonungur við Jósafat: ,,Fer nú eigi sem ég sagði þér: Hann spáir mér eigi góðu, heldur illu einu?``
18Da sagde Mika: "Så hør da HERRENs Ord! Jeg så HERREN sidde på sin Trone og hele Himmelens Hær stå til højre og venstre for ham;
18Þá mælti hann: ,,Eigi er svo. Heyrið orð Drottins! Ég sá Drottin sitja í hásæti sínu og allan himins her standa á tvær hendur honum.
19og HERREN sagde: Hvem vil dåre Kong Akab af Israel, så han drager op og falder ved Ramot i Gilead? En sagde nu et, en anden et andet;
19Og Drottinn sagði: ,Hver vill ginna Akab Ísraelskonung til þess að fara til Ramót í Gíleað og falla þar?` Og einn sagði þetta og annar hitt.
20men så trådte en Ånd frem og stillede sig foran HERREN og Sagde: Jeg vil dåre ham! HERREN spurgte ham: Hvorledes?
20Þá gekk fram andi, staðnæmdist frammi fyrir Drottni og mælti: ,Ég skal ginna hann.` Og Drottinn sagði við hann: ,Með hverju?`
21Han svarede: Jeg vil gå hen og blive en Løgnens Ånd i alle hans Profeters Mund! Da sagde HERREN: Ja, du kan dåre ham; gå hen og gør det!
21Hann mælti: ,Ég ætla að fara og verða lygiandi í munni allra spámanna hans.` Þá mælti hann: ,Þú skalt ginna hann, og þér mun takast það. Far og gjör svo!`
22Se, således har HERREN lagt en Løgnens Ånd i disse dine Profeters Mund, thi HERREN har ondt i Sinde imod dig!"
22Þannig hefir þá Drottinn lagt lygianda í munn þessum spámönnum þínum, þar sem Drottinn hefir þó ákveðið að leiða yfir þig ógæfu.``
23Da trådte Zidkija, Kena'anas Søn, frem og slog Mika på Kinden og sagde: "Ad hvilken Vej skulde HERRENs Ånd have forladt mig for at tale til dig?"
23Þá gekk að Sedekía Kenaanason, laust Míka kinnhest og mælti: ,,Hvaða leið hefir andi Drottins farið frá mér til þess að tala við þig?``
24Men Mika sagde: "Det skal du få at see, den Dag du flygter fra Kammer til Kammer for at skjule dig!"
24Þá mælti Míka: ,,Það munt þú sjá á þeim degi, er þú fer í felur úr einu herberginu í annað.``
25Så sagde Israels Konge: "Tag Mika og bring ham til Amon, Byens Øverste, og Kongesønnen Joasj
25Þá mælti Ísraelskonungur: ,,Takið Míka og færið hann Amón borgarstjóra og Jóas konungssyni
26og sig: Således siger Kongen: Kast denne Mand i Fængsel og sæt ham på Trængselsbrød og Trængselsvand, indtil jeg kommer uskadt tilbage!"
26og segið: ,Svo segir konungur: Kastið manni þessum í dýflissu og gefið honum brauð og vatn af skornum skammti, þar til er ég kem aftur heill á húfi.```
27Men Mika sagde: "Kommer du uskadt tilbage, så har HERREN ikke talet ved mig!" Og han sagde: "Hør, alle I Folkeslag"l!"
27Þá mælti Míka: ,,Komir þú aftur heill á húfi, þá hefir Drottinn eigi talað fyrir minn munn.`` Og hann mælti: ,,Heyri það allir lýðir!``
28Så drog Israels Konge og Kong Josafat af Juda op mod Ramot i Gilead.
28Síðan fóru þeir Ísraelskonungur og Jósafat Júdakonungur til Ramót í Gíleað.
29Og Israels Konge sagde til Josafat: "Jeg vil forklæde mig, før jeg drager i Kampen; men tag du dine egne Klæder på!" Og Israels Konge forklædte sig, og så drog de i Kampen.
29Og Ísraelskonungur sagði við Jósafat: ,,Ég mun klæðast dularbúningi og ganga í orustuna, en þú skalt vera klæddur búningi þínum.`` Klæddist þá Ísraelskonungur dularbúningi, og gengu þeir í orustuna.
30Men Arams Konge havde ffivet sine Vognstyrere den Befaling: "I må ikke angribe nogen, være sig høj eller lav, uden Israels Konge alene."
30En Sýrlandskonungur hafði boðið foringjunum fyrir vagnliði sínu á þessa leið: ,,Þér skuluð eigi berjast við neinn, hvorki smáan né stóran, nema Ísraelskonung einan!``
31Da nu Vognstyrerne fik Øje på Josafat, tænkte de: "Det er sikkert Israels Konge!" Og de rettede deres Angreb mod ham fra alle Sider. Da gav Josafat sig til at, råbe, og HERREN frelste ham, idet Gud lokkede dem bort fra ham;
31Og er foringjarnir fyrir vagnliðinu sáu Jósafat, sögðu þeir: ,,Þetta er Ísraelskonungurinn!`` og umkringdu hann til að berjast við hann. Þá kallaði Jósafat hátt, og Drottinn hjálpaði honum og Guð ginnti þá burt frá honum.
32og da Vognstyrerne opdagede, at det ikke var Israels Konge, trak de sig bort fra ham.
32Og er foringjarnir fyrir vagnliðinu sáu, að það var ekki Ísraelskonungur, þá hættu þeir að elta hann.
33Men en Mand, der skød en Pil af på Lykke og Fromme, ramte Israels Konge mellem Remmene og Brynjen. Da sagde han til sin Vognstyrer: "Vend og før mig ud af Slaget, thi jeg er såret!"
33En maður nokkur lagði ör á streng og skaut af handahófi, og kom á Ísraelskonung milli brynbeltis og pansara. Þá mælti hann við kerrusveininn: ,,Snú þú við og kom mér burt úr bardaganum, því að ég er sár.``Var bardaginn hinn harðasti um daginn, og Ísraelskonungur stóð í vagninum andspænis Sýrlendingum allt til kvölds, og dó hann um sólsetur.
34Men kampen blev hårdere og hårdere den Dag, og Israels Konge holdt sig oprejst i sin Vogn over for Aramæerne til Aften; men da Solen gik ned, døde han.
34Var bardaginn hinn harðasti um daginn, og Ísraelskonungur stóð í vagninum andspænis Sýrlendingum allt til kvölds, og dó hann um sólsetur.