1Salomo fik i Sinde at bygge et Hus for HERRENs Navn og et kongeligt Palads.
1Salómon bauð að reisa skyldi musteri nafni Drottins og konungshöll handa sjálfum sér.
2Salomo lod derfor udskrive 70.000 Mand til Lastdragere og 80.000 Mand til Stenhuggere i Bjergene og 3600 til at føre Tilsyn med dem.
2Og Salómon taldi frá sjötíu þúsund burðarmenn og áttatíu þúsund steinhöggvara á fjöllunum, og setti þrjú þúsund og sex hundruð umsjónarmenn yfir þá.
3Og Salomo sendte Kong Huram af Tyrus følgende Bud: "Vær mod mig som mod min Fader David, hvem du sendte Cedertræ, for at han kunde bygge sig et Palads at bo i.
3Og Salómon gjörði Húram, konungi í Týrus, svolátandi orðsending: ,,Eins og þú breyttir við Davíð föður minn, er þú sendir honum sedrustré, svo að hann gæti byggt sér höll til bústaðar,
4Se, jeg er ved at bygge HERREN min Guds Navn et Hus; det skal helliges ham, for at man kan brænde vellugtende Røgelse for hans Åsyn, altid have Skuebrødene fremme og ofre Brændofre hver Morgen og Aften, på Sabbaterne, Nymånedagene og HERREN vor Guds Højtider, som det til evig Tid påhviler Israel.
4svo ætla ég nú að reisa musteri nafni Drottins, Guðs míns, er ég ætla að helga honum, til þess að færa ilmreykelsisfórnir frammi fyrir honum, til þess stöðugt að annast um raðsettu brauðin, til þess að færa brennifórn kvelds og morgna, á hvíldardögum, tunglkomudögum og löghátíðum Drottins, Guðs vors. Skal svo vera um aldur og ævi í Ísrael.
5Huset, jeg vil bygge, skal være stort; thi vor Gud er større end alle Guder.
5Og musterið, er ég ætla að reisa, á að verða mikið, því að vor Guð er meiri en allir guðir.
6Hvem magter at bygge ham et Hus, når dog Himmelen og Himlenes Himle ikke kan rumme ham? Og hvem erjeg, at jeg skulde bygge ham et Hus, når det ikke var for at tænde Offerild for hans Åsyn!
6En hver myndi vera fær um að reisa honum hús? Því að himinninn og himnanna himnar taka hann ekki, og hver er ég, að ég reisi honum hús, nema ef vera skyldi til þess að brenna reykelsi frammi fyrir honum.
7Så send mig da en Mand, der har Forstand på at arbejde i Guld. Sølv, Kobber, Jern, rødt Purpur, Karmoisin og violet Purpur og forstår sig på Billedskærerarbejde, til at arbejde sammen med mine egne Mestre her i Juda og Jerusalem, dem, som min Fader antog;
7Send þú mér nú mann, sem er hagur á gull, silfur, eir og járn, kann að vinna úr rauðum purpura, skarlati og bláum purpura, og kann að útskurði, ásamt þeim hagleiksmönnum, er með mér eru í Júda og Jerúsalem og Davíð faðir minn hefir til fengið.
8og send mig Ceder- Cypres- og Algummimtræ fra Libanon, thi jeg ved at dine Folk forstår at fælde Libanons Træer; og mine Folk skal hjælpe dine;
8Send þú mér og sedrusvið, kýpresvið og sandelvið frá Líbanon, því að ég veit, að menn þínir kunna að því að höggva tré á Líbanon, og skulu mínir menn vera með þínum mönnum.
9men Træ må jeg have i Mængde, thi Huset, jeg vil bygge, skal være stort, det skal være et Underværk.
9Og ég þarf á afar miklum viði að halda, því að musterið, er ég ætla að reisa, á að verða mikið og undursamlegt.
10For Tømrerne, som fælder Træerne, vil jeg til Underhold for dine Folk give 20.000 Kor Hvede, 20.000 Kor Byg, 20.000 Bat Vin og 20.000 Bat Olie."
10En viðarhöggsmönnunum frá þér, þeim er trén höggva, gef ég til matar tuttugu þúsund kór af hveiti og tuttugu þúsund kór af byggi, tuttugu þúsund bat af víni og tuttugu þúsund bat af olíu.``
11Kong Huram af Tyrus svarede i et Brev, som han sendte Salomo: "Fordi HERREN elsker sit Folk, har han gjort dig til Konge over dem!"
11Húram, konungur í Týrus, svaraði bréflega og sendi til Salómons: ,,Af því að Drottinn elskar lýð sinn, hefir hann gjört þig að konungi yfir þeim.``
12Og Huram føjede til: "Lovet være HERREN, Israels Gud, som har skabt Himmelen og Jorden, at han har givet Kong David en viis Søn, der har Forstand og Indsigt til at bygge et Hus for HERREN og et kongeligt Palads.
12Og Húram mælti: ,,Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, er gjört hefir himin og jörð, að hann hefir gefið Davíð konungi vitran son, sem hefir til að bera skyn og hyggindi til þess að reisa Drottni musteri og sjálfum sér konungshöll.
13Her sender jeg dig en kyndig og indsigtsfuld Mand, Huram-Abi;
13Og nú sendi ég mann, vitran og velkunnandi, Húram Abí,
14han er Søn af en Kvinde fra Dan, men hans Fader er en Tyrier; han forstår at arbejde i Guld. Sølv, Kobber, Jern, Stem, Træ, rødt og violet Purpur, fint Linned og karmoisinfarvet Stof, forstår sig på al Slags Billedskærerarbejde og kan udtænke alle de Kunstværker, han sættes til; han skal arbejde sammen med dine og med min Herres, din Fader Davids, Mestre.
14son konu af Dans ætt, en faðir hans er týrverskur maður. Hann kann að smíða úr gulli, silfri, eiri og járni, steini og tré og að vinna úr rauðum og bláum purpura, baðmull og skarlati, kann að hvers konar útskurði, og getur gjört hverja þá smíð, er honum verður falin, ásamt hagleiksmönnum þínum og hagleiksmönnum Davíðs föður þíns, herra míns.
15Min Herre skal derfor sende sine Trælle Hveden, Byggen, Vinen og Olien, han talte om;
15Sendi þá herra minn þjónum sínum hveitið, byggið, olíuna og vínið, sem hann hefir um mælt.
16så vil vi fælde så mange Træer på Libanon, som du har Brug for, og sende dig dem i Tømmerflåder på Havet til Jafo; men du må selv få dem op til Jerusalem."
16En vér skulum höggva tré á Líbanon, eins mikið og þú þarft, og færa þér þau í flotum sjóveg til Jafó, og mátt þú þá flytja þau upp til Jerúsalem.``
17Salomo lod da alle fremmede Mænd, der boede i Israels Land, tælle - allerede tidligere havde hans fader David ladet dem tælle - og de fandtes at udgøre 153.600.
17Og Salómon taldi útlenda menn, er voru í Ísraelslandi, eftir tali því á þeim, er Davíð faðir hans hafði gjöra látið, og reyndust þeir að vera hundrað fimmtíu og þrjú þúsund og sex hundruð.Af þeim gjörði hann sjötíu þúsund að burðarmönnum, áttatíu þúsund að steinhöggvurum í fjöllunum og þrjú þúsund og sex hundruð að umsjónarmönnum til þess að halda fólkinu til vinnu.
18Af dem gjorde han 70.000 til Lastdragere, 80.000 til Stenhuggere i Bjergene og 3.600 til Opsynsmænd til at lede Folkenes Arbejde.
18Af þeim gjörði hann sjötíu þúsund að burðarmönnum, áttatíu þúsund að steinhöggvurum í fjöllunum og þrjú þúsund og sex hundruð að umsjónarmönnum til þess að halda fólkinu til vinnu.