Danish

Icelandic

2 Kings

23

1Da sendte Kongen Bud og lod alle Judas og Jerusalems Ældste kalde sammen hos sig.
1Þá sendi konungur út menn til þess að safna til sín öllum öldungum í Júda og Jerúsalem.
2Derpå gik Kongen op i HERRENs Hus, fulgt af alle Judas Mænd og alle Jerusalems Indbyggere, Præsterne, Profeterne og hele Folket, små og store, og han forelæste dem alt, hvad der stod i Pagtsbogen, som var fundet i HERRENs Hus.
2Og konungur gekk upp í musteri Drottins og með honum allir Júdamenn og Jerúsalembúar, svo og prestarnir og spámennirnir og allur lýðurinn, bæði ungir og gamlir, og hann las í áheyrn þeirra öll orð sáttmálsbókarinnar, er fundist hafði í musteri Drottins.
3Så tog Kongen Plads ved Søjlen og sluttede Pagt for HERRENs Åsyn om, at de skulde holde sig til HERREN og holde hans Bud, Vidnesbyrd og Anordninger af hele deres Hjerte og hele deres Sjæl, for at han kunde opfylde denne Pagts Ord, således som de var skrevet i denne Bog. Og alt Folket indgik Pagten.
3Og konungur gekk að súlunni og gjörði þann sáttmála frammi fyrir Drottni, að fylgja Drottni og varðveita skipanir hans, fyrirmæli og lög af öllu hjarta og af allri sálu til þess að fullnægja þannig orðum sáttmála þessa, þau er rituð voru í þessari bók. Og allur lýðurinn gekkst undir sáttmálann.
4Derpå bød Kongen Ypperstepræsten Hilkija og Andenpræsten og Dørvogterne at bringe alle de Ting, der var lavet til Ba'al, Asjera og hele Himmelens Hær, ud af HERRENs Helligdom, og han lod dem opbrænde uden for Jerusalem på Markerne ved Hedron, og Asken lod han bringe til Betel.
4Síðan bauð konungur Hilkía æðsta presti og óæðri prestunum og dyravörðunum að taka burt úr aðalhúsi musteris Drottins öll áhöld, þau er gjörð höfðu verið handa Baal og Aséru og öllum himinsins her. Og hann lét brenna þau fyrir utan Jerúsalem á Kídronvöllum, og askan af þeim var flutt til Betel.
5Og han afsatte Afgudspræsterne, som Judas Konger havde indsat, og som havde tændt Offerild på Højene i Judas Byer og Jerusalems Omegn, ligeledes dem, som havde tændt Offerild for Ba'al og for Solen, Månen, Stjernebillederne og hele Himmelens Hær.
5Hann rak og burt skurðgoðaprestana, er Júdakonungar höfðu skipað og fært höfðu reykelsisfórnir á fórnarhæðunum í borgum Júda og í grenndinni við Jerúsalem, svo og þá er fært höfðu Baal fórnir og sólinni, tunglinu, stjörnumerkjunum og öllum himinsins her.
6Og han lod Asjerastøtten bringe fra HERRENs Hus uden for Jerusalem til Kedrons Dal og opbrænde der, og han lod den knuse til Støv og Støvet kaste hen, hvor Småfolk havde deres Grave.
6Hann lét flytja aséruna burt úr musteri Drottins, út fyrir Jerúsalem, og brenndi hana í Kídrondal, muldi hana mjölinu smærra og stráði duftinu á grafir múgamanna.
7Han lod Mandsskøgernes Kamre i HERRENs Hus rive ned, dem i hvilke Kvinderne vævede Kjortler til Asjera.
7Þá braut hann og niður hús þeirra manna, er helgað höfðu sig saurlifnaði, þau er voru við musteri Drottins, þar sem konur ófu hjúpa á aséruna.
8Han lod alle Præsterne hente fra Judas Byer og vanhelligede Offer: højene, hvor Præsterne havde tændt offerild, fra Geba til Be'er-sjeba. Og han lod Portofferhøjen rive ned, som var ved Indgangen til Byøversten Jehosjuas Port til venstre, når man går ind ad Byporten.
8Hann lét alla presta koma frá borgunum í Júda og afhelgaði fórnarhæðirnar, þar sem prestarnir höfðu fórnað, frá Geba til Beerseba. Hann braut og niður hæðir hafurlíkneskjanna, sem stóðu úti fyrir hliði Jósúa borgarstjóra, en það er á vinstri hönd, þá er inn er gengið um borgarhliðið.
9Dog fik Præsterne ved Højene ikke Adgang til HERRENs Alter i Jerusalem, men de måtte spise usyret Brød blandt deres Brødre.
9Þó máttu hæðaprestarnir eigi ganga upp að altari Drottins í Jerúsalem, heldur átu þeir ósýrð brauð meðal bræðra sinna.
10Han vanhelligede Ildstedet i Hinnoms Søns Dal, så at ingen mere kunde lade sin Søn eller Datter gå igennem Ilden for Molok.
10Hann afhelgaði brennslugrófina í Hinnomssonardal, til þess að enginn léti framar son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn Mólok til handa.
11Han fjernede de Heste, Judas Konger havde opstillet for Solen ved Indgangen til HERRENs Hus hen imod Hofmanden Netan Me'leks Kammer i Parvarim, og Solens Vogne lod han opbrænde.
11Hann tók og burt hesta þá, sem Júdakonungar höfðu sett til vegsemdar sólinni við innganginn að musteri Drottins, nálægt herbergi Netan Meleks hirðmanns, sem var í forgarðinum. En vagna sólarinnar brenndi hann í eldi.
12Altrene, som Judas Konger havde rejst på Taget (Akaz's Tagbygning), og Altrene, som Manasse havde rejst i begge Forgårdene til HERRENs Hus, lod Kongen nebdryde og knuse på Stedet, og Støvet lod han kaste, hen i Kedrons Dal.
12Og ölturun, sem voru á þakinu yfir veggsvölum Akasar, er Júdakonungar höfðu reist, og ölturun, er Manasse hafði reist í báðum forgörðum musteris Drottins, reif konungur niður, og hann skundaði þaðan og kastaði öskunni af þeim í Kídrondal.
13Og Offerhøjene østen for Jerusalem på Sydsiden af Fordærvelsens Bjerg, som Kong Salomo af Israel havde bygget for Astarte; Zidoniernes væmmelige Gud, Kemosj, Moabiternes væmmelige Gud, og Milkom, Ammoniternes vederstyggelige Gud, vanhelligede Kongen.
13Konungur afhelgaði og fórnarhæðirnar, sem voru fyrir austan Jerúsalem, sunnanvert við Skaðræðisfjall, og Salómon Ísraelskonungur hafði reist Astarte, viðurstyggð Sídoninga, og Kamos, viðurstyggð Móabíta, og Milkóm, svívirðing Ammóníta.
14Han lod Stenstøtterne nedbryde og Asjerastøtterne omhugge og Pladsen fylde med Menneskeknogler.
14Hann braut og sundur merkissteinana og hjó sundur asérurnar og fyllti staðinn, þar sem þær höfðu verið, með mannabeinum.
15Også Alteret i Betel, den Offerhøj, som Jeroboam, Nebats Søn havde rejst han der forledte Israel til Synd, også det Alter tillige med Offerhøjen lod han nedbryde; Stenene lod han nedrive og knuse til Støv, og Asjerastøtten lod han opbrænde.
15Sömuleiðis altarið í Betel, fórnarhæðina, sem Jeróbóam Nebatsson hafði gjöra látið, sá er kom Ísrael til að syndga _ einnig þetta altari og fórnarhæðina reif hann niður. Og hann brenndi aséruna og muldi hana mjölinu smærra.
16Da Josias vendte sig om og fik Øje på Gravene på Bjerget, sendte han Folk hen og lod dem tage Benene ud af Gravene og opbrænde dem på Alteret for, at vanhellige det efter HERRENs Ord, som den Guds Mand udråbte, da han kundgjorde disse Ting,
16En er Jósía sneri sér við og sá grafirnar, sem voru þar á fjallinu, þá sendi hann menn og lét sækja beinin í grafirnar, brenndi þau á altarinu og afhelgaði það samkvæmt orði Drottins, því er guðsmaðurinn hafði boðað, sá er boðaði þessa hluti.
17Så sagde han: "Hvad er det for et Gravmæle, jeg ser der?" Byens Folk svarede ham: "Det er den Guds Mands Grav, der kom fra Juda og kundgjorde det, du nu har gjort med Alteret i Betel."
17Síðan sagði hann: ,,Hvaða legsteinn er þetta, sem ég sé?`` Og borgarmenn svöruðu honum: ,,Það er gröf guðsmannsins, sem kom frá Júda og boðaði þessa hluti, sem þú hefir nú gjört, gegn altarinu í Betel.``
18Da sagde han: "Lad ham ligge i Ro, ingen må flytte hans Ben!" Så lod de både hans og Profeten fra Samarias Ben fred.
18Þá mælti hann: ,,Látið hann vera, enginn ónáði bein hans!`` Þannig létu þeir bein hans og bein spámannsins, sem kominn var frá Samaríu, vera í friði.
19Også alle Offerhusene på Højene i Samarias Byer, som Israels Konger havde opført for at krænke HERREN, lod Josias fjerne, og han handlede med dem ganske som han havde gjort i Betel;
19Auk þess afnam Jósía öll hæðahofin, sem voru í borgum Samaríu, þau er Ísraelskonungar höfðu reist til þess að egna Drottin til reiði, og fór alveg eins með þau eins og hann hafði gjört í Betel.
20og han lod alle Højenes Præster, som var der ved Altrene, dræbe, og han opbrændte Menneskeknogler på Altrene. Så vendte han tilbage til Jerusalem.
20Og hann slátraði öllum hæðaprestunum, sem þar voru, á ölturunum og brenndi mannabein á þeim. Síðan sneri hann aftur til Jerúsalem.
21Derefter gav Kongen alt Folket, den Befaling: "Hold Påske for HERREN eders Gud, som der er foreskrevet her i Pagtsbogen!"
21Konungur bauð öllum lýðnum á þessa leið: ,,Haldið Drottni Guði yðar páska, eins og ritað er í sáttmálsbók þessari.``
22Thi slig en Påske var ikke nogen Sinde blevet holdt i Israels og Judas Kongers Tid, ikke siden Dommerne dømte Israel;
22Engir slíkir páskar höfðu haldnir verið frá því á dögum dómaranna, er dæmt höfðu í Ísrael, né heldur alla daga Ísraelskonunga og Júdakonunga,
23men først i Kong Josias's attende Regeringsår blev en sådan Påske fejret for HERREN i Jerusalem.
23en á átjánda ríkisári Jósía konungs voru Drottni haldnir þessir páskar í Jerúsalem.
24Også Dødemanerne og Sandsigerne, Husguderne, Afgudsbillederne og alle de væmmelige Guder, der var at se i Judas Land og Jerusalem, udryddede Josias for at opfylde Lovens Ord, der stod skrevet i den Bog, Præsten Hilkija havde fundet i HERRENs Hus.
24Enn fremur eyddi Jósía þeim mönnum, er höfðu þjónustuanda, svo og spásagnamönnum, húsgoðum og skurðgoðum og öllum þeim viðurstyggðum, er sáust í Júda og Jerúsalem, til þess að fullnægja fyrirmælum lögmálsins, þeim er rituð voru í bókinni, sem Hilkía prestur hafði fundið í musteri Drottins.
25Der havde ikke før været nogen Konge, der som han af hele sit Hjerte og hele sin Sjæl og al sin Kraft omvendte sig til HERREN og fulgte hele Mose Lov; og heller ikke efter ham opstod hans Lige.
25Og hans maki hafði enginn konungur verið á undan honum, er svo hafði snúið sér til Drottins af öllu hjarta sínu, allri sálu sinni og öllum mætti sínum, alveg eftir lögmáli Móse, og eftir hann kom enginn honum líkur.
26Alligevel lagde HERRENs mægtige Vredesglød sig ikke, thi hans Vrede var blusset op mod Juda over alle de Krænkelser, Manasse havde tilføjet ham.
26Þó lét Drottinn eigi af sinni brennandi heiftarreiði, af því að reiði hans var upptendruð gegn Júda vegna allrar þeirrar móðgunar, er Manasse hafði egnt hann með.
27Og HERREN sagde: "Også Juda vil jeg fjerne fra mit Åsyn, ligesom jeg fjernede Israel, og jeg vil forkaste Jerusalem, denne min udvalgte By, og det Hus, om hvilket jeg har sagt: Mit Navn skal være der!"
27Og Drottinn mælti: ,,Ég vil einnig afmá Júda frá augliti mínu eins og ég hefi afmáð Ísrael, og ég vil hafna þessari borg, er ég hefi útvalið, Jerúsalem, og musterinu, er ég sagði um, að nafn mitt skyldi vera þar.``
28Hvad der ellers er at fortælle om Josias, alt, hvad han udførte, står jo optegnet i Judas Kongers Krønike.
28Það sem meira er að segja um Jósía og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.
29I hans Dage drog Ægypterkongen Parao Neko op til Eufratfloden imod Assyrerkongen. Kong Josias rykkede imod ham, men Neko fældede ham ved Megiddo, straks han så ham.
29Á hans dögum fór Faraó Nekó Egyptalandskonungur herför móti Assýríukonungi austur að Efratfljóti. Þá fór Jósía konungur í móti honum, en Nekó drap hann í Megiddó, þegar er hann sá hann.
30Og hans Folk førte ham død bort fra Megiddo, bragte ham til Jerusalem og jordede ham i hans Grav. Men Folket fra Landet tog Joahaz, Josias's Søn, og salvede og hyldede ham til Bonge i hans Faders Sted.
30Óku menn hans honum dauðum frá Megiddó, fluttu hann til Jerúsalem og grófu hann í gröf hans. En landslýðurinn tók Jóahas Jósíason og smurði hann og tók hann til konungs í stað föður hans.
31Joahaz var tre og tyve År gammel, da han blev Konge, og han herskede tre Måneder i Jerusalem. Hans Moder hed Hamutal og var en Datter af Jirmeja fra, Libna.
31Jóahas var tuttugu og þriggja ára að aldri, þá er hann varð konungur, og þrjá mánuði ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Hamútal Jeremíadóttir og var frá Líbna.
32Han gjorde, hvad der var ondt i HERRENs Øjne, ganske som hans Fædre.
32Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins, með öllu svo sem gjört höfðu forfeður hans.
33Men Farao Neko lod ham fængsle i Ribla i Hamats Land og gjorde dermed Ende på hans Herredømme i Jerusalem og lagde en Skat af hundrede Talenter Sølv og ti Talenter Guld på Landet.
33Faraó Nekó lét fjötra hann í Ribla í Hamathéraði, til þess að hann skyldi eigi framar ríkja í Jerúsalem, og lagði skattgjald á landið, hundrað talentur silfurs og tíu talentur gulls.
34Derpå gjorde Farao Neko Eljakim, Josias's Søn, til Konge i hans Fader Josias's Sted, og han ændrede hans Navn til Jojakim; Joahaz derimod tog han med til Ægypten, og der døde han.
34Og Faraó Nekó gjörði Eljakím Jósíason að konungi í stað Jósía föður hans og breytti nafni hans í Jójakím, en tók Jóahas með sér, og fór hann til Egyptalands og dó þar.
35Sølvet og Guldet udredede Jojakim til Farao; men for.at kunne udrede Pengeneefter Faraos Befaling satte han Landet i Skat; efter som hver især var sat i Skat, inddrev han Sølvet og Guldet for at give Farao Neko det.
35Jójakím greiddi Faraó silfur og gull. Hann varð að leggja skatt á landið til þess að geta goldið fé það, er Faraó krafðist. Heimti hann silfrið og gullið saman af landslýðnum, eftir því sem jafnað hafði verið niður á hvern og einn, til þess að geta greitt Faraó Nekó það.
36Jojakim var fem og tyve År gammel, da han blev Konge, og han herskede elleve År i Jerusalem. Hans Moder hed Zebida og var en Datter af Pedaja fra Ruma.
36Jójakím var tuttugu og fimm ára að aldri, þá er hann varð konungur, og ellefu ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Sebúdda Pedajadóttir og var frá Rúma.Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins, með öllu svo sem gjört höfðu forfeður hans.
37Han gjorde, hvad der var ondt i HERRENs Øjne, ganske som hans Fædre.
37Hann gjörði það, sem illt var í augum Drottins, með öllu svo sem gjört höfðu forfeður hans.