1Men Elisa sagde: "Hør HERRENs Ord! Så siger HERREN: I Morgen ved denne Tid skal en Sea fint Hvedemel koste en Sekel og to Sea Byg ligeledes en Sekel i Samarias Port!"
1En Elísa mælti: ,,Heyrið orð Drottins. Svo segir Drottinn: Á morgun í þetta mund mun ein sea af fínu mjöli kosta einn sikil og tvær seur af byggi einn sikil í borgarhliði Samaríu.``
2Men Høvedsmanden, til hvis Arm Kongen støttede sig, svarede den Guds Mand og sagde: "Om så HERREN satte Vinduer på Himmelen, mon da sligt kunde ske?" Han sagde: "Med egne Øjne skal du få det at se, men ikke komme til at spise deraf!"
2Riddari sá, er konungur studdist við, svaraði þá guðsmanninum og mælti: ,,Þótt Drottinn gjörði raufar á himininn, hvernig mætti þetta verða?`` Elísa svaraði: ,,Þú munt sjá það með eigin augum, en einskis af því neyta.``
3Imidlertid varder fire spedalske Mænd ved indgangen til Porten; de sagde til hverandre: "Hvorfor skal vi blive her, til vi dør?
3Fjórir menn líkþráir voru úti fyrir borgarhliði Samaríu. Sögðu þeir hver við annan: ,,Hví eigum vér að sitja hér, þangað til vér deyjum?
4Dersom vi bestemmer os til at gå ind i Byen, dør vi der - der er jo Hungersnød i Byen - og bliver vi her, dør vi også! Kom derfor og lad os løbe over til Aramæernes Lejr! Lader de os leve, så bliver vi i Live, og slår de os ihjel, så dør vi!"
4Ef vér segjum: ,Vér skulum fara inn í borgina,` þá er hungur í borginni og þá munum vér deyja þar, og ef vér sitjum hér kyrrir, munum vér og deyja. Skulum vér því fara yfir í herbúðir Sýrlendinga. Ef þeir láta oss lífi halda, þá lifum vér, en drepi þeir oss, þá deyjum vér.``
5Så begav de sig i Mørkningen på Vej til Aramæernes Lejr; men da de kom til Udkanten af Aramæernes Lejr, var der ikke et Menneske at se.
5Stóðu þeir síðan upp í rökkrinu til þess að fara yfir í herbúðir Sýrlendinga. En er þeir komu út að herbúðum Sýrlendinga, þá var þar enginn maður.
6HERREN havde nemlig ladet Aramæernes Lejr høre Larm at Vogne og Heste, Larm af en stor Hær, og de havde sagt til hverandre: "Se, Israels Konge har købt Hetiternes og Mizrajims Konger til at falde over os!"
6Drottinn hafði látið heyrast í herbúðir Sýrlendinga vagnagný og jódyn, gný af miklu herliði, svo að þeir sögðu hver við annan: ,,Sjá, Ísraelskonungur hefir leigt gegn oss konunga Hetíta og konunga Egyptalands til þess að ráðast á oss.``
7Derfor havde de taget Flugten i Mørkningen og efterladt Lejren, som den stod, deres Telte, Heste og Æsler, og var flygtet for at redde Livet.
7Þá hlupu þeir upp í rökkrinu og flýðu og létu eftir tjöld sín og hesta og asna _ herbúðirnar eins og þær voru _ og flýðu til þess að forða lífinu.
8Da nu de spedalske havde nået Udkanten af Lejren, gik de ind i et af Teltene, spiste og drak og tog Sølv og Guld og klæder, som de gik hen og gemte; derpå kom de tilbage og gik ind i et andet Telt; også der tog de noget, som de gik hen og gemte.
8En er hinir líkþráu menn komu út að herbúðunum, gengu þeir inn í eitt tjaldið, átu og drukku, höfðu þaðan silfur, gull og klæði og gengu burt og fólu það. Síðan komu þeir aftur, gengu inn í annað tjald, höfðu og nokkuð þaðan, gengu burt og fólu.
9Så sagde de til hverandre: "Det er ikke rigtigt, som vi bærer os ad! Denne Dag er et godt Budskabs Dag; tier vi stille og venter til Daggry, pådrager vi os Skyld; lad os derfor gå hen og melde det i Kongens Palads!"
9Því næst sögðu þeir hver við annan: ,,Þetta er ekki rétt gjört af oss. Þessi dagur er dagur fagnaðartíðinda. En ef vér þegjum og bíðum þangað til í býti á morgun, þá mun það oss í koll koma. Vér skulum því fara og flytja tíðindin í konungshöllina.``
10Så gik de hen og råbte til Byens Portvægtere og bragte dem den Melding: "Vi kom til Aramæernes Lejr, og der var ikke et Menneske at se eller høre, men vi fandt Hestene og Æslerne bundet og Teltene urørt!"
10Síðan fóru þeir, kölluðu til hliðvarða borgarinnar og sögðu þeim svo frá: ,,Vér komum í herbúðir Sýrlendinga. Þar var þá enginn maður, og engin mannsraust heyrðist, en hestar og asnar stóðu þar bundnir og tjöldin eins og þau voru.``
11Portvægterne råbte det ud, og man meldte det inde i Kongens Palads.
11Þá kölluðu hliðverðirnir og menn sögðu frá því inni í konungshöllinni.
12Men Kongen stod op om Natten og sagde til sine Folk: "Jeg skal sige eder, hvad Aramæerne har for med os; de ved, at vi er udsultet, derfor har de forladt Lejren og skjult sig på Marken, i den Tanke at vi skal gå ud af Byen, så de kan fange os levende og trænge ind i Byen!"
12Þá reis konungur upp um nóttina og sagði við menn sína: ,,Ég skal segja yður, hvað Sýrlendingar ætla nú að gjöra oss. Þeir vita, að vér sveltum. Hafa þeir því farið burt úr herbúðunum til þess að fela sig úti á mörkinni, með því að þeir hugsa: Þegar þeir fara út úr borginni, skulum vér taka þá höndum lifandi og brjótast inn í borgina.``
13Men en af Folkene svarede: - "Vi kan jo tage en fem Stykker af de Heste, der er tilbage her - det vil jo dog gå dem som alle de mange, der allerede var omkommet - og sende Folk derhen, så får vi se!"
13Þá tók einn af mönnum hans til máls og sagði: ,,Taki menn fimm af hestunum, sem eftir eru. Fyrir þeim, sem hér eru eftir skildir, fer eins og fyrir öllum fjölda Ísraels, sem þegar er farinn veg allrar veraldar. Skulum vér senda þá til þess að vita, hvað um er að vera.``
14De tog da to Spand Heste, og Kongen sendte Folk efter Aramæernes Hær og sagde: "Rid hen og se efter!"
14Tóku þeir þá tvo vagna með hestum fyrir. Sendi konungur þá á eftir her Sýrlendinga og sagði: ,,Farið og gætið að!``
15Så drog de efter dem lige til Jordan og fandt hele Vejen fuld af Klæder og Våben, som Aramæerne havde kastet fra sig på deres hovedkulds Flugt. Derpå vendte Sendebudene tilbage og meldte det til Kongen.
15Fóru þeir þá á eftir þeim alla leið til Jórdanar, og var allur vegurinn þakinn klæðum og vopnum, sem Sýrlendingar höfðu varpað frá sér, er þeir flýðu í ofboði. Sneru sendimennirnir þá við og fluttu konungi tíðindin.
16Så drog Folket ud og plyndrede Aramæernes Lejr; og således kom en Sea fint Hvedemel til at koste en Sekel og to Sea Byg ligeledes en Sekel, som HERREN havde sagt.
16Þá gekk lýðurinn út og rændi herbúðir Sýrlendinga, og fór þá svo, að ein sea af fínu mjöli kostaði einn sikil og tvær seur af byggi einn sikil, eins og Drottinn hafði sagt.
17Kongen havde overdraget Høvedsmanden, til hvis Arm han støttede sig, Tilsynet med Porten, men Folket trådte ham ned i Porten, så han døde, således som den Guds Mand havde sagt, dengang Kongen kom ned til ham.
17En konungur setti riddarann, er hann hafði stuðst við, til að gæta hliðsins, og tróð lýðurinn hann undir í hliðinu, svo að hann beið bana samkvæmt því orði guðsmannsins, er hann hafði talað, þá er konungur fór ofan til hans.
18Da den Guds Mand sagde til Kongen: "To Sea Byg skal koste en Sekel og en Sea fitnt Hvedemel ligeledes en Sekel i Morgen ved denne Tid i Samarias Port!"
18Því að þegar guðsmaðurinn sagði við konunginn: ,,Í þetta mund á morgun munu tvær seur af byggi kosta einn sikil og ein sea af fínu mjöli einn sikil í Samaríuhliði,``
19da havde Høvedsmanden svaret ham: "Om så HERREN satte Vinduer på Himmelen, mon da sligt kunde ske?" Og den Guds Mand havde sagt: "Med egne Øjne skal du få det at se, men ikke komme til at spise deraf!"
19þá svaraði riddarinn guðsmanninum og sagði: ,,Sjá, þótt Drottinn gjörði raufar á himininn, hvernig mætti slíkt verða?`` En Elísa svaraði: ,,Þú munt sjá það með eigin augum, en einskis af því neyta.``Og svo fór fyrir honum. Lýðurinn tróð hann undir í hliðinu, svo að hann beið bana.
20Således gik det ham; Folket trådte ham ned i Porten, så han døde.
20Og svo fór fyrir honum. Lýðurinn tróð hann undir í hliðinu, svo að hann beið bana.