Danish

Icelandic

2 Samuel

16

1Da David var kommet lidt på den anden Side af Bjergets Top, Kom Mefibosjets Tjener Ziba ham i Møde med et Par opsadlede Æsler, som bar 200 Brød, 100 Rosinkager, 100 Frugter og en Dunk Vin.
1En er Davíð var kominn spölkorn frá hæðinni, kom Síba, sveinn Mefíbósets, í móti honum með tvo söðlaða asna, klyfjaða tvö hundruð brauðum, hundrað rúsínukökum, hundrað aldinkökum og vínlegli.
2Da sagde Kongen til Ziba: "Hvad vil du med det?" Og Ziba svarede: "Æslerne er bestemt til Ridedyr for Kongens Hus, Brødene og Frugterne til Spise for Folkene og Vinen til Drikke for dem, der bliver trætte i Ørkenen!"
2Konungur mælti við Síba: ,,Hvað ætlar þú að gjöra við þetta?`` Síba svaraði: ,,Asnarnir eru ætlaðir konungsfólkinu til reiðar, brauðin og aldinin til matar þjónustuliðinu og vínið til drykkjar þeim, er örmagnast kunna á eyðimörkinni.``
3Så sagde Kongen: '"Hvor er din Herres Søn?" Ziba svarede Kongen: "Han blev i Jerusalem; thi han tænkte: Nu vil Israels Hus give mig min Faders Kongedømme tilbage!"
3Þá mælti konungur: ,,Hvar er sonur herra þíns?`` Síba svaraði konungi: ,,Hann er kyrr í Jerúsalem, því að hann hugsaði: ,Í dag mun Ísraels hús fá mér aftur konungsríki föður míns.```
4Da sagde Kongen til Ziba: "Dig skal hele Mefibosjets Ejendom tilhøre!" Og Ziba sagde: "Jeg bøjer mig dybt! Måtte jeg finde Nåde for min Herre Kongens Øjne!"
4Þá sagði konungur við Síba: ,,Sjá, allt sem Mefíbóset á, það sé þitt!`` Síba mælti: ,,Ég hneigi mig! Mætti ég jafnan finna náð í augum þínum, minn herra konungur.``
5Men da Kong David kom til Bahurim, se, da kom en Mand ved Navn Simei, Geras Søn, af samme Slægt som Sauls Hus, gående ud af Byen, alt imedens han udstødte Forbandelser,
5Þegar Davíð konungur kom til Bahúrím, kom þaðan maður af kynþætti Sáls, sem Símeí hét, Gerason. Hann kom bölvandi og ragnandi
6og han kastede Sten efter David og alle Kong Davids Folk, skønt alle Krigerne og alle Kærnetropperne gik på begge Sider af ham.
6og kastaði steinum að Davíð og öllum þjónum Davíðs konungs, en allt fólkið og allir kapparnir gengu til hægri og vinstri hliðar honum.
7Og Simei forbandede ham med de Ord: "Bort, bort med dig, din Blodhund, din Usling!
7En Símeí komst svo að orði í formælingum sínum: ,,Burt, burt, blóðhundurinn og hrakmennið!
8HERREN har nu bragt alt Sauls Hus's Blod over dig, han, i hvis Sted du blev Konge, og HERREN har nu givet din Søn Absalon Kongedømmet; nu har Ulykken ramt dig. for,i du er en Blodhund!"
8Nú lætur Drottinn þér í koll koma allt blóð ættar Sáls, í hvers stað þú ert konungur orðinn, og Drottinn hefir gefið konungdóminn í hendur Absalon syni þínum, og nú er ógæfan yfir þig komin, af því að þú ert blóðhundur.``
9Da sagde Abisjaj, Zerujas Søn, til Kongen: "Hvorfor skal den døde Hund have Lov at forbande min Herre Kongen? Lad mig gå hen og hugge Hovedet af ham!"
9Þá mælti Abísaí Serújuson við konung: ,,Hví skal þessi dauði hundur formæla mínum herra konunginum? Lát mig fara og stýfa af honum hausinn.``
10Men Kongen svarede: "Hvad har jeg med eder at gøre, Zerujasønner! Når han forbander, og når HERREN har budt ham at forbande David, hvem tør da sige: Hvorfor gør du det?"
10En konungur svaraði: ,,Hvað hefi ég saman við yður að sælda, Serújusynir? Ef hann formælir og ef Drottinn hefir sagt honum: ,Formæl Davíð!` _ hver vogar þá að segja: ,Hví gjörir þú þetta?```
11Og David sagde til Abisjaj og alle sine Folk: "Når min egen Søn, som er udgået af min Lænd, står mig efter Livet, hvad kan man da ikke vente af denne Benjaminit! Lad ham kun forbande, når HERREN har budt ham det!
11Og Davíð sagði við Abísaí og við alla þjóna sína: ,,Sjá, fyrst sonur minn, sem út genginn er af lendum mínum, situr um líf mitt, hví þá ekki þessi Benjamíníti? Látið hann í friði og lofið honum að formæla, því að Drottinn hefir sagt honum það.
12Måske vil HERREN se til mig i min Nød og gøre mig godt til Gengæld for hans Forbandelse i Dag!"
12Vera má að Drottinn líti á eymd mína og bæti mér formæling hans í dag með góðu.``
13Derpå gik David med sine Mænd hen ad Vejen, medens Simei fulgte ham oppe på Bjergskråningen og stadig udstødte Forbandelser, slog med Sten og kastede Støv efter ham.
13Síðan fór Davíð og menn hans leiðar sinnar, en Símeí gekk í fjallshlíðinni á hlið við hann og formælti honum í sífellu, kastaði steinum að honum og lét moldarhnausana dynja á honum.
14Således kom Kongen og alle Krigerne, som fulgte ham, udmattede til Jordan og hvilede ud der.
14Síðan kom konungur og allt fólkið, sem með honum var, uppgefið til Jórdanar og hvíldi sig þar.
15Imidlertid var Absalon draget ind i Jerusalem med alle Israels Mænd, og Akitofel var hos ham.
15Absalon og allir Ísraelsmenn komu til Jerúsalem og Akítófel með honum.
16Da nu Arkiten Husjaj, Davids Ven, kom til Absalon, sagde han til ham: "Kongen leve, Kongen leve!"
16Og er Húsaí Arkíti, vinur Davíðs, kom til Absalons, sagði Húsaí við hann: ,,Konungurinn lifi! Konungurinn lifi!``
17Absalon sagde til Husjaj: "Er det sådan, du viser din Ven Godhed? Hvorfor fulgte du ikke din Ven?"
17Þá sagði Absalon við Húsaí: ,,Er þetta kærleikur þinn til vinar þíns? Hvers vegna fórst þú ekki með vini þínum?``
18Husjaj svarede Absalon: "Nej, den, som HERREN og dette Folk og alle Israels Mænd har valgt, i hans Tjeneste vil jeg træde, og hos ham vil jeg blive!
18Húsaí sagði þá við Absalon: ,,Nei, því að þann, sem Drottinn og þessi lýður og allir Ísraelsmenn velja, hans maður vil ég vera, og hjá honum vil ég dveljast.
19Og desuden: Hvem er det, jeg tjener? Mon ikke hans Søn? Som jeg har tjent din Fader, vil jeg tjene dig!"
19Og í annan stað: Hverjum veiti ég þjónustu? Er það ekki syni hans? Eins og ég hefi veitt föður þínum þjónustu, svo mun ég og veita þér.``
20Absalon sagde så til Akitofel: "Kom med eders Råd! Hvad skal vi gøre?"
20Þá sagði Absalon við Akítófel: ,,Leggið nú ráð á, hvað vér skulum gjöra!``
21Akitofel svarede Absalon: "Gå ind til din Faders Medhustruer, som han har ladet blive tilbage for at se efter Huset; så kan hele Israel skønne, at du har lagt dig for Had hos din Fader, og alle de, der har sluttet sig til dig, vil få nyt Mod!"
21Akítófel sagði við Absalon: ,,Gakk þú inn til hjákvenna föður þíns, sem hann lét eftir verða til þess að gæta hallarinnar. Mun þá allur Ísrael frétta, að þú sért orðinn óþokkaður af föður þínum, og mun þá öllum þínum mönnum vaxa hugur.``
22Absalons Telt blev så rejst på Taget, og Absalon gik ind til sin Faders Medhustruer i hele Israels Påsyn.
22Þá tjölduðu þeir fyrir Absalon á þakinu, og Absalon gekk inn til hjákvenna föður síns í augsýn alls Ísraels.En þau ráð, er Akítófel réð, þóttu í þá daga eins góð og gild, sem gengið væri til frétta við Guð, _ svo mikils máttu sín öll ráð Akítófels, bæði hjá Davíð og Absalon.
23Det Råd, Akitofel gav i de Tider, gjaldt nemlig lige så meget, som når man adspurgte Gud; så meget gjaldt ethvert Råd af Akitofel både hos David og Absalon.
23En þau ráð, er Akítófel réð, þóttu í þá daga eins góð og gild, sem gengið væri til frétta við Guð, _ svo mikils máttu sín öll ráð Akítófels, bæði hjá Davíð og Absalon.