Danish

Icelandic

2 Samuel

20

1Nu var der tilfældigvis en slet Person ved navn Sjeba, Bikris Søn, en Benjaminit. Han stødte i Hornet og sagde: "Vi har ingen Del i David, ingen Lod i Isajs Søn! Hver Mand til sine Telte, Israel!"
1Þar var staddur óþokki nokkur, sem Seba hét Bíkríson, Benjamíníti. Hann þeytti lúðurinn og sagði: ,,Vér eigum enga hlutdeild í Davíð og engan erfðahlut í Ísaísyni. Hver fari heim til sín, Ísrael!``
2Da faldt alle Israels Mænd fra David og gik over til Sjeba, Bikris Søn, medens Judas Mænd trofast fulgle deres Konge fra Jordan til Jerusalem.
2Þá gengu allir Ísraelsmenn undan Davíð og á hönd Seba Bíkrísyni, en Júdamenn fóru með konungi sínum frá Jórdan til Jerúsalem.
3Da David kom til sit Hus i Jerusalem, tog Kongen sine ti Medhustruer, som han havde ladet tilbage for at se efter Huset, og lod dem bringe til et bevogtet Hus, hvor han sørgede for deres Underhold; men han gik ikke mere ind til dem, og således levede de indespærret til deres Dødedag som Kvinder, der er Enker, skønt deres Mænd endnu lever.
3Þegar Davíð kom til hallar sinnar í Jerúsalem, lét konungur taka hjákonurnar tíu, er hann hafði skilið eftir til þess að gæta hallarinnar, og setti þær í varðhald og ól þar önn fyrir þeim, en eigi hafði hann samfarir við þær. Lifðu þær þannig innibyrgðar til dauðadags sem ekkjur lifandi manna.
4Derpå sagde Kongen til Amasa: "Stævn Judas Mænd sammen i Løbet af tre Dage og indfind dig da her!"
4Því næst sagði konungur við Amasa: ,,Kalla þú saman Júdamenn áður þrjár sólir eru af lofti. Ver þá og sjálfur hér.``
5Amasa gik så bort for at stævne Judas Mænd sammen. Men da han tøvede ud over den fastsatte Frist,
5Lagði nú Amasa af stað til þess að kalla saman Júda. En er honum seinkaði fram yfir þann tíma, er til var tekinn við hann,
6sagde David til Abisjaj: "Nu bliver Sjeba, Bikris Søn, os farligere end Absalon! Tag derfor din Herres Folk og sæt efter ham, for at han ikke skal kaste sig ind i befæstede Byer og slippe fra os!"
6sagði Davíð við Abísaí: ,,Nú mun Seba Bíkríson vinna oss enn meira tjón en Absalon. Tak þú menn herra þíns og veit honum eftirför, svo að hann nái ekki víggirtum borgum og veiti oss þungar búsifjar.``
7Med Abisjaj drog Joab, Kreterne og Pleterne og alle Kærnetropperne ud fra Jerusalem for at sætte efter Sjeba, Bikris Søn.
7Lögðu þá af stað með honum menn Jóabs og Kretar og Pletar og kapparnir allir. Lögðu þeir af stað frá Jerúsalem til þess að veita Seba Bíkrísyni eftirför.
8Men da de var ved den store Sten i Gibeon, kom Amasa dem i Møde. Joab var iført sin Våbenkjortel, og over den havde han spændt et Sværd, hvis Skede var bundet til hans Lænd; og det gled ud og faldt til Jorden.
8En er þeir voru hjá stóra steininum, sem er hjá Gíbeon, mætti Amasa þeim. Jóab var klæddur brynjukufli sínum og gyrtur sverði utan yfir hann, og voru sverðsslíðrin fest við lend honum. Hljóp sverðið úr slíðrunum og féll til jarðar.
9Joab sagde da til Amasa: "Går det dig vel, Broder?" Og Joab greb med højre Hånd om Amasas Skæg for at kysse ham.
9Þá sagði Jóab við Amasa: ,,Líður þér vel, bróðir minn?`` Greip Jóab þá hægri hendinni í skegg Amasa, sem hann vildi kyssa hann.
10Men Amasa tog sig ikke i Vare for det Sværd, Joab havde i sin venstre Hånd; Joab stødte det i Underlivet på ham, så hans Indvolde væltede ud på Jorden, og han døde ved det ene Stød. Derpå satte Joab og hans Broder Abisjaj efter Sjeba, Bikris Søn,
10En Amasa hafði ekki tekið eftir sverðinu, er Jóab hafði í vinstri hendi sér. Lagði Jóab því í kvið honum, svo að út féllu iðrin. Eigi lagði hann til hans aftur, því að hann var þegar dauður. Jóab og Abísaí, bróðir hans, fóru eftir Seba Bíkrísyni.
11medens en af Joabs Folk blev stående ved Amasa og råbte: "Enhver, der bryder sig om Joab og holder med David, følge efter Joab!"
11En einn af mönnum Jóabs stóð kyrr hjá Amasa og kallaði: ,,Hver sá sem hefir mætur á Jóab og aðhyllist Davíð, hann fylgi Jóab!``
12Men Amasa lå midt på Vejen, svømmende i sit Blod, og da Manden så, at alt Folket stod stille der, væltede han Amasa fra Vejen ind på Marken og kastede en Kappe over ham; thi han så, at alle, der kom forbi, stod stille.
12En Amasa lá og veltist í blóði sínu á miðjum veginum, og er maðurinn sá, að allt liðið stóð kyrrt, dró hann Amasa til hliðar út af veginum og varp yfir hann klæði, er hann sá, að hver maður nam staðar, sem að honum kom.
13Så snart han var fjernet fra Vejen, fulgte alle efter Joab for at sætte efter Sjeba, Bikris Søn.
13En er hann hafði komið honum burt af veginum, fylgdi hver maður Jóab til þess að veita Seba Bíkrísyni eftirför.
14Denne drog imidlertid gennem alle Israels Stammer indtil Abel-Bet-Ma'aka, og alle Bikriterne samlede sig og fulgte ham.
14Seba fór um allar ættkvíslir Ísraels, allt til Abel Bet Maaka, og allir Bíkrítar söfnuðust saman og fóru með honum.
15Da kom de og belejrede ham i Abel-Bet-Ma'aka, idet de opkastede en Vold om Byen. Men medens alt Krigsfolket, der var med Joab, arbejdede på at bringe Muren til Fald,
15En Jóab og menn hans komu og umkringdu hann í Abel Bet Maaka og hlóðu virkisvegg gegn borginni upp að varnargarðinum. Gekk nú allt liðið, er með Jóab var, sem ákafast fram í því að brjóta múrinn.
16trådte en klog Kvinde fra Byen hen på Formuren og råbte: "Hør, hør! Sig til Joab, at han skal komme herhen; jeg vil tale med ham!"
16Þá kallaði kona nokkur vitur af borginni: ,,Heyrið, heyrið! Segið við Jóab: ,Kom þú hingað, ég vil tala við þig.```
17Da han kom hen til hende, spurgte Kvinden: "Er du Joab?" Og da han svarede ja, sagde hun: "Hør din Trælkvindes Ord!" Han svarede: "Jeg hører!"
17Þá gekk hann til hennar, og konan mælti: ,,Ert þú Jóab?`` Hann kvað svo vera. Og hún sagði við hann: ,,Hlýð þú á orð ambáttar þinnar!`` Hann svaraði: ,,Ég heyri.``
18Så sagde hun: "I gamle Dage sagde man: Man spørge dog i Abel og Dan, om det er gået af Brug, hvad gode Folk i Israel vedtog!
18Þá mælti hún á þessa leið: ,,Forðum var það haft að orðtæki: ,Spyrjið að því í Abel, og þá var málið á enda kljáð.`
19Og nu søger du at bringe Død over en By, som er en Moder i Israel! Hvorfor vil du ødelægge HERRENs Arvelod?"
19Vér erum meðal hinna friðsömu og trúu í Ísrael, en þú leitast við að gjöreyða borg og móður í Ísrael. Hví spillir þú arfleifð Drottins?``
20Joab svarede: "Det være langt fra mig, det være langt fra mig at ødelægge eller volde Fordærv!
20Jóab svaraði og sagði: ,,Það er fjarri mér! Ég vil engu spilla og engu eyða.
21Således er det ingenlunde ment! Men en Mand fra Efraims Bjerge ved Navn Sjeba, Bikris Søn, har løftet sin Hånd mod Kong David; hvis I blot vil udlevere ham, bryder jeg op fra Byen!" Da sagde Kvinden til Joab: "Hans Hoved skal blive kastet ned til dig gennem Muren!"
21Eigi er þessu svo farið, heldur hefir maður nokkur frá Efraímfjöllum, sem Seba heitir, Bíkríson, lyft hendi sinni gegn Davíð konungi. Framseljið hann einan, og mun ég þegar hverfa frá borginni.`` Þá sagði konan við Jóab: ,,Sjá, höfði hans skal kastað verða til þín yfir múrinn.``
22Kvinden fik så ved sin Klogskab hele Byen overtalt til at hugge Hovedet af Sjeba, Bikris Søn, og de kastede det ned til Joab. Da stødte han; i Hornet, og de brød op fra Byen og spredte sig hver til sit, medens Joab selv vendte tilbage til Kongen i Jerusalem.
22Síðan talaði konan af viturleik sínum við alla borgarbúa, svo að þeir hjuggu höfuð af Seba Bíkrísyni og fleygðu því út til Jóabs. Þá lét hann blása liðinu frá borginni, og fór hver heim til sín, en Jóab sneri aftur til Jerúsalem til konungs.
23Joab stod over hele Israels Hær; Benaja, Jojadas Søn, over Kreterne og Pleterne;
23Jóab var fyrir öllum hernum, Benaja Jójadason fyrir Kretum og Pletum.
24Adoniram havde Tilsynet med Hoveriarbejdet; Josjafat, Ahiluds Søn, var Kansler;
24Adóníram var yfir kvaðarmönnum, Jósafat Ahílúðsson var ríkisritari,
25Sjeja var Statsskriver, Zadok og Ebjatar Præster;
25Seja var kanslari, Sadók og Abjatar prestar.Enn fremur var Íra Jaíríti prestur hjá Davíð.
26også Ja'iriten Ira var Præst hos David.
26Enn fremur var Íra Jaíríti prestur hjá Davíð.