Danish

Icelandic

2 Samuel

22

1David sang HERREN denne Sang, dengang HERREN havde frelst ham af alle hans Fjenders og af Sauls Hånd.
1Davíð flutti Drottni orð þessa ljóðs, þá er Drottinn frelsaði hann af hendi allra óvina hans og af hendi Sáls.
2Han sang: "HERRE, min Klippe, min Borg, min Befrier,
2Hann mælti: Drottinn er bjarg mitt og vígi, hann er sá sem hjálpar mér.
3min Gud, mit Bjerg, hvortil jeg tyr, mit Skjold, mit Frelseshorn, mit Værn, min Tilflugt, min Frelser, som frelser mig fra Vold!
3Guð minn er hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín og hæli, frelsari minn, sem frelsar mig frá ofbeldi.
4Jeg påkalder HERREN, den Højlovede, og frelses fra mine Fjender.
4Lofaður sé Drottinn, hrópa ég, og ég frelsast frá óvinum mínum.
5Dødens Brændinger omsluttede mig, Ødelæggelsens Strømme forfærdede mig,
5Brimöldur dauðans umkringdu mig, elfur glötunarinnar skelfdu mig,
6Dødsrigets Reb omspændte mig, Dødens Snarer faldt over mig;
6snörur Heljar luktu um mig, möskvar dauðans féllu yfir mig.
7i min Vånde påkaldte jeg HERREN og råbte til min Gud. Han hørte min Røst fra sin Helligdom, mit Råb fandt ind til hans Ører!
7Í angist minni kallaði ég á Drottin, og til Guðs míns hrópaði ég. Í helgidómi sínum heyrði hann raust mína, óp mitt barst til eyrna honum.
8Da rystede Jorden og skjalv, Himlens Grundvolde bæved og rysted, thi hans Vrede blussede op.
8Jörðin bifaðist og nötraði, undirstöður fjallanna skulfu, þær bifuðust, því að hann var reiður.
9Røg for ud af hans Næse, fortærende Ild af hans Mund, Gløder gnistrede fra ham.
9Reykur gekk fram úr nösum hans og eyðandi eldur af munni hans, glóðir brunnu út frá honum.
10Han sænkede Himlen, steg ned med Skymulm under sine Fødder;
10Hann sveigði himininn og steig niður, og skýsorti var undir fótum hans.
11båret af Keruber fløj han, svæved på Vindens Vinger;
11Hann steig á bak kerúb og flaug af stað og sveif á vængjum vindarins.
12han omgav sig med Mulm som en Bolig, mørke Vandmasser, vandfyldte Skyer.
12Hann gjörði myrkrið í kringum sig að skýli, regnsortann og skýþykknið.
13Fra Glansen foran ham for der Hagl og Ildgløder ud.
13Frá ljómanum fyrir honum flugu hagl og eldglæringar.
14HERREN tordned fra Himlen, den Højeste lod høre sin Røst;
14Drottinn þrumaði af himni, hinn hæsti lét raust sína gjalla.
15han udslynged Pile, adsplittede dem, lod Lynene funkle og skræmmede dem.
15Hann skaut örvum sínum og tvístraði þeim, lét eldingarnar leiftra og hræddi þá.
16Havets Bund kom til Syne, Jordens Grundvolde blottedes ved HERRENs Trusel, for hans Vredes Pust.
16Þá sá í mararbotn, og undirstöður jarðarinnar urðu berar fyrir ógnum Drottins, fyrir andgustinum úr nösum hans.
17Han udrakte Hånden fra det høje og greb mig, drog mig op af de vældige Vande,
17Hann seildist niður af hæðum og greip mig, dró mig upp úr hinum miklu vötnum.
18frelste mig fra mine mægtige Fjender, fra mine Avindsmænd; de var mig for stærke.
18Hann frelsaði mig frá hinum sterku óvinum mínum, frá fjandmönnum mínum, er voru mér yfirsterkari.
19På min Ulykkes Dag faldt de over mig, men HERREN blev mig et Værn.
19Þeir réðust á mig á mínum óheilladegi, en Drottinn var mín stoð.
20Han førte mig ud i åbent Land, han frelste mig, thi han havde Behag i mig.
20Hann leiddi mig út á víðlendi, hann frelsaði mig, af því að hann hafði þóknun á mér.
21HERREN gengældte mig efter min Retfærd, lønned mig efter mine Hænders Uskyld;
21Drottinn fór með mig eftir réttlæti mínu, eftir hreinleik handa minna galt hann mér,
22thi jeg holdt mig til HERRENs Veje, svigted i Gudløshed ikke min Gud;
22því að ég hefi varðveitt vegu Drottins og hefi ekki reynst ótrúr Guði mínum.
23hans Bud stod mig alle for Øje, jeg veg ikke fra hans Love.
23Allar skipanir hans hefi ég fyrir augum og frá boðorðum hans hefi ég ekki vikið.
24Ustraffelig var jeg for ham og vogtede mig for Brøde.
24Ég var lýtalaus fyrir honum og gætti mín við misgjörðum.
25HERREN lønned mig efter min Retfærd, mine Hænders Uskyld, som var ham for Øje!
25Drottinn galt mér eftir réttlæti mínu, eftir hreinleik handa minna fyrir augliti hans.
26Du viser dig from mod den fromme, retsindig mod den retsindige,
26Gagnvart ástríkum ert þú ástríkur, gagnvart ráðvöndum ráðvandur,
27du viser dig ren mod den rene og vrang mod den svigefulde.
27gagnvart hreinum hreinn, en gagnvart rangsnúnum ert þú afundinn.
28De arme giver du Frelse, hovmodiges Øjne Skam!
28Þú hjálpar þjáðum lýð, en gjörir alla hrokafulla niðurlúta.
29Ja, du er min Lampe, HERRE! HERREN opklarer mit Mørke.
29Já, þú ert lampi minn, Drottinn, Guð minn lýsir mér í myrkrinu.
30Thi ved din Hjælp søndrer jeg Mure, ved min Guds Hjælp springer jeg over Volde.
30Fyrir þína hjálp hleyp ég yfir virkisgrafir, fyrir hjálp Guðs míns stekk ég yfir borgarveggi.
31Fuldkommen er Guds Vej, lutret er HERRENs Ord. Han er et Skjold for alle, der sætter deres Lid til ham.
31Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er skírt. Skjöldur er hann öllum þeim, sem leita hælis hjá honum.
32Ja, hvem er Gud uden HERREN, hvem er en Klippe uden vor Gud,
32Því að hver er Guð, nema Drottinn, og hver er hellubjarg, utan vor Guð?
33den Gud, der omgjorded mig med Kraft, jævnede Vejen for mig,
33Sá Guð, sem gyrðir mig styrkleika og gjörir veg minn sléttan.
34gjorde mine Fødder som Hindens og gav mig Fodfæste på Højne,
34Hann gjörir fætur mína sem hindanna og veitir mér fótfestu á hæðunum.
35oplærte min Hånd til Krig, så mine Arme spændte Kobberbuen?
35Hann æfir hendur mínar til hernaðar, svo að armar mínir benda eirbogann.
36Du gav mig din Frelses Skjold, din Nedladelse gjorde mig stor;
36Þú gafst mér skjöld hjálpræðis þíns, og lítillæti þitt gjörði mig mikinn.
37du skaffede Plads for mine Skridt, mine Ankler vaklede ikke.
37Þú rýmdir til fyrir skrefum mínum og ökklar mínir riðuðu ekki.
38Jeg jog mine Fjender, indhentede dem, vendte først om, da de var gjort til intet,
38Ég elti óvini mína og náði þeim, og sneri ekki aftur fyrr en ég hafði gjöreytt þeim.
39slog dem ned, så de ej kunde rejse sig, men lå faldne under min Fod.
39Ég gjöreyddi þeim og molaði þá sundur, svo að þeir risu ekki upp framar og hnigu undir fætur mér.
40Du omgjorded mig med Kraft til Kampen, mine Modstandere tvang du i Knæ for mig;
40Þú gyrtir mig styrkleika til ófriðarins, beygðir fjendur mína undir mig.
41du slog mine Fjender på Flugt mine Avindsmænd ryddede jeg af Vejen.
41Þú lést mig sjá bak óvina minna, þeim eyddi ég, sem hata mig.
42De råbte, men ingen hjalp, til HERREN, han svared dem ikke.
42Þeir hrópuðu, en enginn kom til hjálpar, þeir hrópuðu til Drottins, en hann svaraði þeim ekki.
43Jeg knuste dem som Jordens Støv, som Gadeskarn tramped jeg på dem.
43Ég muldi þá sem mold á jörð, tróð þá fótum sem skarn á strætum.
44Du friede mig af Folkekampe, du satte mig til Folkeslags Høvding; nu tjener mig ukendte Folk;
44Þú frelsaðir mig úr fólkorustum, gjörðir mig að höfðingja þjóðanna. Lýður, sem ég þekkti ekki, þjónar mér.
45Udlandets Sønner kryber for mig; blot de hører om mig, lyder de mig:
45Framandi menn smjaðra fyrir mér, óðara en þeir heyra mín getið, hlýða þeir mér.
46Udlandets Sønner vansmægter, kommer skælvende frem af deres Skjul.
46Framandi menn dragast upp og koma skjálfandi fram úr fylgsnum sínum.
47HERREN lever, højlovet min Klippe, ophøjet være min Frelses Gud,
47Lifi Drottinn, lofað sé mitt bjarg, og hátt upp hafinn sé Guð hjálpræðis míns!
48den Gud, som giver mig Hævn, lægger Folkeslag under min Fod
48Þú Guð, sem veittir mér hefndir og braust þjóðir undir mig,
49og frier mig fra mine Fjender! Du ophøjer mig over mine Modstandere, fra Voldsmænd frelser du mig.
49sem hreifst mig úr höndum óvina minna og hófst mig yfir mótstöðumenn mína. Frá ójafnaðarmönnum frelsaðir þú mig.
50HERRE, derfor priser jeg dig blandt Folkene og lovsynger dit Navn,
50Fyrir því vil ég vegsama þig, Drottinn, meðal þjóðanna og lofsyngja þínu nafni.Hann veitir konungi sínum mikla hjálp og auðsýnir miskunn sínum smurða, Davíð og niðjum hans að eilífu.
51du, som kraftig hjælper din Konge og viser din Salvede Miskundhed. David og hans Æt evindelig.
51Hann veitir konungi sínum mikla hjálp og auðsýnir miskunn sínum smurða, Davíð og niðjum hans að eilífu.