Danish

Icelandic

Ecclesiastes

10

1Døde Fluer gør Salveblanderens Olie stinkende, lidt Dårskab ødelægger Visdommens Værd.
1Dauðar flugur valda ódaun með því að hleypa ólgu í olíu smyrslarans. Ofurlítill aulaskapur er þyngri á metunum heldur en viska, heldur en sómi.
2Den vise har sin Forstand tilhøjre, Tåben har sin til venstre,
2Hjarta viturs manns stefnir á heillabraut, en hjarta heimskingjans leiðir hann í ógæfu.
3Hvor Dåren end færdes, svigter hans Forstand, og han røber for alle, at han er en Dåre.
3Og þegar aulinn er kominn út á veginn, brestur og á vitið, og hann segir við hvern mann, að hann sé auli.
4Når en Herskers Vrede rejser sig mod dig, forlad ikke derfor din Plads; thi Sagtmodighed hindrer store Synder.
4Ef reiði drottnarans rís í gegn þér, þá yfirgef ekki stöðu þína, því að stilling afstýrir stórum glappaskotum.
5Der er et Onde, jeg så under Solen; det ser ud som et Misgreb af ham, som har Magten:
5Til er böl, sem ég hefi séð undir sólinni, nokkurs konar yfirsjón af hálfu valdhafans:
6Dårskab sættes i Højsædet, nederst sidder de rige.
6Heimskan er sett í háu stöðurnar, en göfugmennin sitja í niðurlægingu.
7Trælle så jeg højt til Hest og Høvdinger til Fods som Trælle.
7Ég sá þræla ríðandi hestum og höfðingja fótgangandi eins og þræla.
8Den, som graver en Grav, falder selv deri; den, som nedbryder en Mur, ham bider en Slange;
8Sá sem grefur gröf, getur fallið í hana, og þann sem rífur niður vegg, getur höggormur bitið.
9den, som bryder Sten, kan såre sig på dem; den, som kløver Træ, er i Fare.
9Sá sem sprengir steina, getur meitt sig á þeim, sá sem klýfur við, getur með því stofnað sér í hættu.
10Når Øksen er sløv og dens Æg ej hvæsses, må Kraft lægges i; men den dygtiges Fortrin er Visdom.
10Ef öxin er orðin sljó og eggin er ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Það er ávinningur að undirbúa sérhvað með hagsýni.
11Bider en Slange, før den besværges, har Besværgeren ingen Gavn af sin Kunst.
11Ef höggormurinn bítur, af því að særingar hafa verið vanræktar, þá kemur særingamaðurinn að engu liði.
12Ord fra Vismands Mund vinder Yndest, en Dåres Læber bringer ham Våde;
12Orð af munni viturs manns eru yndisleg, en varir heimskingjans vinna honum tjón.
13hans Tale begynder med Dårskab og ender med den værste Galskab.
13Fyrstu orðin fram úr honum eru heimska, og endir ræðu hans er ill flónska.
14Tåben bruger mange Ord. Ej ved Mennesket, hvad der skal ske; hvad der efter hans Død skal ske, hvo siger ham det?
14Heimskinginn talar mörg orð. Og þó veit maðurinn ekki, hvað verða muni. Og hvað verða muni eftir hans dag _ hver segir honum það?
15Dårens Flid gør ham træt, thi end ikke til Bys ved han Vej.
15Amstur heimskingjans þreytir hann, hann ratar ekki veginn inn í borgina.
16Ve dig, du Land, hvis Konge er en Dreng og hvis Fyrster holder Gilde ved Gry.
16Vei þér, land, sem hefir dreng að konungi og höfðingjar þínir setjast að áti að morgni dags!
17Held dig; du Land, hvis Konge er ædelbåren, hvis Fyrster holder Gilde til sømmelig Tid som Mænd og ikke som drankere.
17Sælt ert þú, land, sem hefir eðalborinn mann að konungi og höfðingjar þínir eta á réttum tíma, sér til styrkingar, en ekki til þess að verða drukknir.
18Ved Ladhed synker Bjælkelaget; når Hænderne slappes, drypper det i Huset.
18Fyrir leti síga bjálkarnir niður, og vegna iðjulausra handa lekur húsið.
19Til Morskab holder man Gæstebud, og Vin gør de levende glade; men Penge skaffer alt til Veje.
19Til gleðskapar búa menn máltíðir, og vín gjörir lífið skemmtilegt og peningarnir veita allt.Formæl ekki konunginum, jafnvel ekki í huga þínum, og formæl ekki ríkum manni í svefnherbergjum þínum, því að fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóðið og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir.
20End ikke i din Tanke må du bande en Konge, end ikke i dit Sovekammer en, som er rig; thi Himlens Fugle kan udsprede Ordet, de vingede røbe, hvad du siger.
20Formæl ekki konunginum, jafnvel ekki í huga þínum, og formæl ekki ríkum manni í svefnherbergjum þínum, því að fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóðið og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir.