Danish

Icelandic

Ezekiel

33

1HERRENs Ord kom til mig således:
1Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:
2Menneskesøn, tal til dine Landsmænd og sig: Når jeg fører Sværdet over et Land, og Folket i Landet tager en af sin Midte og gør ham til deres Vægter,
2,,Mannsson, tala þú til samlanda þinna og seg við þá: Þegar ég læt sverð koma yfir eitthvert land, og landsmenn taka mann úr sínum hóp og gjöra hann að varðmanni sínum,
3og han ser Sværdet komme over Landet og støder i Hornet og advarer Folket,
3og hann sér sverðið koma yfir landið og blæs í lúðurinn og gjörir fólkið vart við, _
4men den, der hører Hornets Klang, ikke lader sig advare, og Sværdet kommer og river ham bort, da kommer hans Blod over hans Hoved.
4ef þá sá, er heyrir lúðurþytinn, vill ekki vara sig, og sverðið kemur og sviptir honum í burt, þá mun blóð hans vera á höfði honum sjálfum.
5Han hørte Hornets klang uden at lade sig advare, hans Blod kommer over hans Hoved; men den, som har advaret, har reddet sin Sjæl.
5Hann heyrði lúðurþytinn, en varaði sig þó ekki; blóð hans hvíli á honum. En hinn hefir gjört viðvart og frelsað líf sitt.
6Men når Vægteren ser Sværdet komme og ikke støder i Hornet, så at Folket ikke advares, og Sværdet kommer og over en af dem bort, så rives han vel bort for sin Misgerning, men hans Blod vil jeg kræve af Vægterens Hånd.
6En sjái varðmaðurinn sverðið koma, og blæs þó ekki í lúðurinn, svo að fólki er ekki gjört vart við, og sverðið kemur og sviptir einhverjum af þeim burt, þá verður þeim hinum sama burt svipt fyrir sjálfs hans misgjörð, en blóðs hans vil ég krefja af hendi varðmannsins.
7Men dig, Menneskesøn, har jeg sat til Vægter for Israels Hus; hører du et Ord af min Mund, skal du advare dem fra mig.
7Þig, mannsson, hefi ég skipað varðmann fyrir Ísraels hús, til þess að þú varir þá við fyrir mína hönd, er þú heyrir orð af munni mínum.
8Når jeg siger til den gudløse: "Du skal visselig dø!" og du ikke taler for at advare ham mod hans Vej, så skal den gudløse vel dø for sin Misgerning, men hans Blod vil jeg kræve af din Hånd.
8Þegar ég segi við hinn óguðlega: ,Þú hinn óguðlegi skalt deyja!` og þú segir ekkert til þess að vara hinn óguðlega við breytni hans, þá skal að vísu hinn óguðlegi deyja fyrir misgjörð sína, en blóðs hans vil ég krefja af þinni hendi.
9Advarer du derimod den gudløse mod hans Vej, for at han skal omvende sig fra den, og han ikke omvender sig, så skal han dø for sin Misgerning, men du har reddet din Sjæl.
9En hafir þú varað hinn óguðlega við breytni hans, að hann skuli láta af henni, en hann lætur samt ekki af breytni sinni, þá skal hann deyja fyrir misgjörð sína, en þú hefir frelsað líf þitt.
10Og du, Menneskesøn, sig til Israels Hus: I siger: "Vore Overtrædelser og Synder tynger os, og vi svinder hen i dem, hvor kan vi da leve?"
10Mannsson, seg þú við Ísraelsmenn: Þér hafið kveðið svo að orði: ,Afbrot vor og syndir vorar hvíla á oss, og þeirra vegna veslumst vér upp, og hvernig ættum vér þá að geta haldið lífi?`
11Sig til dem: Så sandt jeg lever, lyder det fra den Herre HERREN: Jeg har ikke Lyst til den gudløses Død, men til at han omvender sig fra sin Vej, at han må leve! Vend om, vend om fra eders onde Veje Hvorfor vil I dø, Israels Hus?
11Seg við þá: Svo sannarlega sem ég lifi, _ segir Drottinn Guð _ hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þér deyja, Ísraelsmenn?
12Men du, Menneskesøn, sig til dine Landsmænd: Den retfærdiges Retfærdighed skal ikke redde ham, den Dag han synder, og den gudløses Gudløshed skal ikke fælde ham, den Dag han omvender sig fra sin Gudløshed, og en retfærdig skal ikke blive i Live ved sin Retfærdighed, den Dag han gør Synd.
12En þú, mannsson, seg við samlanda þína: Ráðvendni hins ráðvanda skal ekki frelsa hann á þeim degi, er hann misgjörir, og guðleysi hins óguðlega skal ekki fella hann á þeim degi, er hann hverfur frá guðleysi sínu, og hinn ráðvandi skal ekki heldur fá lífi haldið fyrir ráðvendni sína á þeim degi, er hann syndgar.
13Når jeg siger til den retfærdige: "Du skal visselig leve!" og han stoler på sin Retfærdighed og øver Uret, så skal intet af hans Retfærdighed tilregnes ham, men han skal dø for den Uret, han øver.
13Þegar ég segi við hinn ráðvanda: ,Þú skalt vissulega lífi halda!` og hann reiðir sig á ráðvendni sína og fremur glæp, þá skulu ráðvendniverk hans eigi til álita koma, heldur skal hann deyja fyrir glæpinn, sem hann hefir drýgt.
14Og når jeg siger til den gudløse: "Du skal visselig dø!" og han omvender sig fra sin Synd og gør Ret og Skel,
14Og þegar ég segi við hinn óguðlega: ,Þú skalt vissulega deyja!` og hann lætur af synd sinni og iðkar rétt og réttlæti,
15idet han giver Pant tilbage, godtgør, hvad han har ranet, og følger Livets Bud uden at øve Uret, så skal han leve og ikke dø;
15skilar aftur veði, endurgreiðir það, er hann hefir rænt, breytir eftir þeim boðorðum, er leiða til lífsins, svo að hann fremur engan glæp, þá skal hann lífi halda og ekki deyja.
16ingen af de Synder, han har gjort, skal tilregnes ham; han har gjort Ret og Skel, visselig skal han leve.
16Allar þær syndir, er hann hefir áður drýgt, skulu honum ekki tilreiknaðar verða. Hann hefir iðkað rétt og réttlæti, hann skal lífi halda!
17Og så siger dine Landsmænd: "Herrens Vej er ikke ret!" Men det er deres Vej, som ikke er ret.
17Og samt segja samlandar þínir: ,Atferli Drottins er ekki rétt!` Og það er þó atferli þeirra, sem ekki er rétt.
18Når den retfærdige vender sig fra sin Retfærdighed og øver Uret, skal han dø;
18Ef ráðvandur maður hverfur frá ráðvendni sinni og fremur glæp, þá skal hann deyja fyrir það.
19og når den gudløse omvender sig fra sin Gudløshed og gør Ret og Skel, skal han leve!
19Og ef óguðlegur maður hverfur frá guðleysi sínu og iðkar rétt og réttlæti, þá skal hann lífi halda fyrir það.
20Og dog siger I: "Herrens Vej er ikke ret!" Jeg vil dømme eder hver især efter eders Veje, Israels Hus.
20Og samt segið þér: ,Atferli Drottins er ekki rétt!` Sérhvern yðar mun ég dæma eftir breytni hans, þér Ísraelsmenn!``
21I vor Landflygtigheds ellevte År på den femte Dag i den tiende Måned kom en Flygtning fra Jerusalem til mig med det Bud: "Byen er indtaget!"
21Á tólfta árinu eftir að vér vorum herleiddir, fimmta dag hins tíunda mánaðar kom til mín flóttamaður frá Jerúsalem með þau tíðindi: ,,Borgin er unnin!``
22Men HERRENs Hånd var kommet over mig, om Aftenen før Flygtningen kom, og han åbnede min Mund, før han kom til mig om Morgenen; så åbnedes min Mund, og jeg var ikke mere stum.
22En hönd Drottins hafði komið yfir mig kveldið áður en flóttamaðurinn kom, og Guð hafði lokið upp munni mínum áður en hinn kom til mín um morguninn. Munnur minn var upp lokinn, og ég þagði eigi lengur.
23HERRENs Ord kom til mig således:
23Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:
24Menneskesøn! De, der bor i Ruinerne i Israels Land, siger: "Abraham var kun een og fik dog Landet i eje; vi er mange, og os er Landet givet i Eje!"
24,,Mannsson, þeir sem búa í þessum borgarrústum í Ísraelslandi segja: ,Abraham var ekki nema einn og þó fékk hann landið til eignar, en vér erum margir, oss var landið gefið til eignar.`
25Sig derfor til dem: Så siger den Herre HERREN: I spiser Kød med Blod i, løfter eders Blik til eders Afgudsbilleder og udgyder Blod, og så vil I have Landet i Eje!
25Seg því við þá: Svo segir Drottinn Guð: Þér etið fórnarkjöt á fjöllunum og hefjið augu yðar til skurðgoðanna og úthellið blóði, og þér viljið eiga landið!
26I støtter eder til eders Sværd, I øver Vederstyggelighed, I gør hverandres Hustruer urene, og så vil I have Landet i Eje!
26Þér reiðið yður á sverð yðar, þér hafið svívirðing í frammi, þér smánið hver annars konu, og þér viljið eiga landið!
27Således skal du sige til dem: Så siger den Herre HERREN: Så sandt jeg lever: De i Ruinerne skal falde for Sværdet; dem i åbent Land giver jeg de vilde Dyr til Æde, og, de i Klippeborgene og Hulerne skal dø af Pest.
27Þú skalt mæla þannig til þeirra: Svo segir Drottinn Guð: Svo sannarlega sem ég lifi, þeir sem hafast við í rústunum, skulu falla fyrir sverði, þá sem eru úti á bersvæði, gef ég villidýrunum að fæðslu, og þeir sem hafast við í klettavígjum og hellum, skulu deyja af drepsótt.
28Jeg, gør Landet til Ørk og Ødemark, dets stolte Herlighed får Ende, og Israels Bjerge skal ligge øde, så ingen færdes der;
28Og ég skal gjöra landið að auðn og öræfum, og úti er um þess dýrlega skraut, og Ísraels fjöll skulu í eyði liggja, svo að enginn fer þar um.
29og de, skal kende, at Jeg er HERREN, når jeg gør Landet til Ørk og Ødemark for alle de Vederstyggeligheder, de har øvet.
29Og þeir munu viðurkenna, að ég er Drottinn, þegar ég gjöri landið að auðn og öræfum vegna allra þeirra svívirðinga, er þeir hafa framið.
30Og du, Menneskesøn, se, dine Landsmænd taler om dig langs Murene og i Husdørene, den ene til den anden, hver til sin Broder, og siger: "Kom og hør, hvad det er for et ord, der udgår fra HERREN!"
30Mannsson, samlandar þínir tala sín á milli um þig hjá veggjunum og við húsdyrnar, og segja hver við annan: ,Komið og heyrið, hvaða orð kemur frá Drottni!`
31Og de kommer til dig, som var der Opløb, og sætter sig lige over for dig for at høre dine Ord. Men de gør ikke derefter; thi der er Løgn i deres Mund, og deres Hjerte higer efter Vinding.
31Og þeir koma til þín í hópum og sitja frammi fyrir þér, en þegar þeir hafa heyrt orð þín, þá breyta þeir ekki eftir þeim. Því að lygi er í munni þeirra, en hjarta þeirra eltir fégróðann.
32Og se, du er dem som en, der synger en Elskovssang med liflig Røst og er dygtig til at spille; de hører dine Ord, men gør ikke derefter.
32Og sjá, þú ert þeim eins og ástarkvæði, eins og sá, er hefir fagra söngrödd og vel leikur á strengina: Þeir hlusta á orð þín, en breyta ekki eftir þeim.En þegar það kemur fram, og það kemur vissulega fram, þá munu þeir viðurkenna, að spámaður var meðal þeirra.``
33Men når det kommer - og se, det kommer - skal de kende, at en Profet har været iblandt dem.
33En þegar það kemur fram, og það kemur vissulega fram, þá munu þeir viðurkenna, að spámaður var meðal þeirra.``