1På den een og tyvende Dag i den syvende Måned kom HERRENs Ord ved Profeten Haggaj således:
1Á tuttugasta og fyrsta degi hins sjöunda mánaðar talaði Drottinn fyrir munn Haggaí spámanns á þessa leið:
2Sig til Judas Statholder Zerubbabel, Sjaltiels Søn, til Ypperstepræsten Josua, Jozadaks Søn, og til Resten af Folket således:
2Mæl þú til Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra í Júda, og til Jósúa Jósadakssonar æðsta prests og til þeirra sem eftir eru af lýðnum, á þessa leið:
3Er der nogen tilbage iblandt eder af dem, der har set dette Hus i dets fordums Herlighed? Hvorledes tykkes det eder da nu? Er det ikke som intet i eders Øjne?
3Hver er sá af yður eftir orðinn, er séð hefir þetta hús í sinni fyrri vegsemd, og hversu virðist yður það nú? Er það ekki einskisvert í yðar augum?
4Dog vær kun trøstig, Zerubbabel, lyder det fra HERREN, vær kun trøstig, du Ypperstepræst Josua, Jozadaks Søn, vær kun trøstigt, alt Folket i Landet, lyder det fra HERREN. Arbejd kun, thi jeg er med eder, lyder det fra Hærskarers HERRE,
4En ver samt hughraustur, Serúbabel _ segir Drottinn _ og ver hughraustur, Jósúa Jósadaksson æðsti prestur, og ver hughraustur, allur landslýður _ segir Drottinn _ og haldið áfram verkinu, því að ég er með yður _ segir Drottinn allsherjar _
5og min Ånd bliver iblandt eder med den Pagt, jeg sluttede med eder, da I drog bort fra Ægypten; frygt ikke!
5samkvæmt heiti því, er ég gjörði við yður, þá er þér fóruð af Egyptalandi, og andi minn dvelur meðal yðar. Óttist ekki.
6Thi så sigerHærskarers HERRE: Endnu en Gang om en liden Stund vil jeg ryste Himmel og Jord, Hav og tørt Land,
6Því að svo segir Drottinn allsherjar: Eftir skamma hríð mun ég hræra himin og jörð, haf og þurrlendi.
7og jeg vil ryste alle Folkene, og da skal alle Folkenes Skatte komme hid, og jeg fylder dette Hus med Herlighed, siger Hærskarers HERRE.
7Ég mun hræra allar þjóðir, svo að gersemar allra þjóða skulu hingað koma, og ég mun fylla hús þetta dýrð _ segir Drottinn allsherjar.
8Mit er Sølvet, og mit er Guldet, lyder det fra Hærskarers HERRE.
8Mitt er silfrið, mitt er gullið _ segir Drottinn allsherjar.
9Dette Hus's kommende Herlighed bliver større end den tidligere, siger Hærskarers HERRE, og på dette Sted vil jeg give Fred, lyder det fra Hærskarers HERRE.
9Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var _ segir Drottinn allsherjar _ og ég mun veita heill á þessum stað _ segir Drottinn allsherjar.
10På den fire og tyvende Dag i den niende Måned i Darius's andet Regeringsår kom HERRENs Ord ved Profeten Haggaj således:
10Á tuttugasta og fjórða degi hins níunda mánaðar, á öðru ríkisári Daríusar, talaði Drottinn fyrir munn Haggaí spámanns á þessa leið:
11Så siger Hærskarers HERRE: Bed Præsterne om Svar på følgende Spørgsmål:
11Svo segir Drottinn allsherjar: Leitaðu fræðslu prestanna um þetta:
12"Dersom en Mand bærer helligt Kød i sin kappeflig og med Fligen rører ved Brød eller noget, som er kogt, eller ved Vin eller Olie eller nogen Slags Mad, bliver disse Ting så hellige?" Præsterne svarede nej.
12,,Setjum, að maður beri heilagt kjöt í kyrtilskauti sínu og snerti síðan brauð, einhvern rétt matar, vín, olíu eða eitthvað annað matarkyns með kyrtilskauti sínu, verður það þá heilagt af því?`` Prestarnir svöruðu og sögðu: ,,Nei!``
13Haggaj spurgte da: "Hvis en, som er blevet uren ved Lig, rører ved nogen af disse Ting, bliver den så uren?" Præsterne svarede ja.
13Þá spurði Haggaí: ,,Ef maður, sem orðinn er óhreinn, af því að hann hefir snortið lík, kemur við eitthvað af þessu, verður það þá óhreint?`` Prestarnir svöruðu og sögðu: ,,Já, það verður óhreint.``
14Så tog Haggaj til Orde og sagde: Således er det i mine Øjne med disse Mennesker, således med dette Folk, lyder det fra HERREN, og således med alt deres Hænders Værk og med, hvad de ofrer der: det er urent.
14Þá tók Haggaí til máls og sagði: ,,Eins er um þennan lýð og þessa þjóð í mínum augum _ segir Drottinn _ svo og um allt verk er þeir vinna, og það sem þeir færa mér þar að fórn, það er óhreint.
15Men læg nu Mærke til, hvorledes det går fra i Dag! Før Sten lagdes på Sten i HERRENs Hus,
15Og rennið nú huganum frá þessum degi aftur í tímann, áður en steinn var lagður á stein ofan í musteri Drottins.
16hvorledes gik det eder da? Når man kom til en Dynge Korn på tyve Mål, var der ti; og kom man til en Vinperse for at øse halvtresindstyve Mål af Kummen, var der tyve.
16Hvernig leið yður þá? Kæmi maður að kornbing, sem gjöra skyldi tuttugu skeppur, þá urðu þær tíu. Kæmi maður að vínþröng og ætlaði að ausa fimmtíu könnur úr þrónni, þá urðu þar ekki nema tuttugu.
17Jeg slog eder med Kornbrand, Rust og Hagl ved alt eders Arbejde, men I omvendte eder ikke til mig, lyder det fra HERREN.
17Ég hefi refsað yður með korndrepi og gulnan og hagli yfir öll handaverk yðar, og þó snúið þér yður ekki til mín! _ segir Drottinn.
18Læg Mærke til, hvorledes det går fra i Dag, fra den fire og tyvende Dag i den niende Måned, fra den Dag Grunden lagdes til HERRENs Hus, læg Mærke dertil!
18Rennið nú huganum frá þessum degi lengra aftur í tímann, frá hinum tuttugasta og fjórða degi hins níunda mánaðar, frá þeim degi er lagður var grundvöllur að musteri Drottins. Rennið huganum yfir,
19Er Sæden endnu i Laderne, står Vinstokken, Figentræet, Granatæbletræet og Oliventræet endnu uden Frugt? Fra i Dag velsigner jeg.
19hvort enn sé korn í forðabúrinu og hvort víntrén og fíkjutrén og granateplatrén og olíutrén beri ekki enn ávöxt. Frá þessum degi vil ég blessun gefa!``
20Og HERRENs Ord kom for anden Gang til Haggaj på den fire og tyvende bag i Måneden således:
20Orð Drottins kom til Haggaí annað sinn hinn tuttugasta og fjórða sama mánaðar, svo hljóðandi:
21Sig til Judas Statholder Zerubbabel: Jeg ryster Himmelen og Jorden
21Mæl til Serúbabels, landstjóra í Júda á þessa leið: Ég mun hræra himin og jörð.Ég kollvarpa veldisstólum konungsríkjanna og eyðilegg vald hinna heiðnu konungsríkja. Ég kollvarpa vögnum og þeim, sem í þeim aka, og hestarnir skulu hníga dauðir og þeir, sem á þeim sitja, hver fyrir annars sverði.
22og omstyrter Kongernes Troner, tilintetgør Hedningerigernes Styrke og vælter Stridsvognene med deres Førere, og Heste og Ryttere skal styrte, og den ene skal falde for den andens Sværd.
22Ég kollvarpa veldisstólum konungsríkjanna og eyðilegg vald hinna heiðnu konungsríkja. Ég kollvarpa vögnum og þeim, sem í þeim aka, og hestarnir skulu hníga dauðir og þeir, sem á þeim sitja, hver fyrir annars sverði.
23På hin Dag, lyder det fra Hærskarers HERRE, tager jeg dig, min Tjener Zerubbabel, Sjealtiels Søn. lyder det fra HERREN, og gør dig til en Seglring; thi dig har jeg udvalgt, lyder det fra Hærskarers HERRE.