Danish

Icelandic

Isaiah

44

1Men hør nu, Jakob, min Tjener, Israel, hvem jeg har udvalgt:
1Heyr þú nú, Jakob, þjónn minn, og Ísrael, sem ég hefi útvalið.
2Så siger HERREN, som skabte dig og fra Moders Liv danned dig, din Hjælper: Frygt ikke, min Tjener Jakob, Jesjurun, hvem jeg har udvalgt!
2Svo segir Drottinn, sá er þig hefir skapað og þig hefir myndað frá móðurkviði, hann sem hjálpar þér: Óttast þú eigi, þjónn minn Jakob, og þú Jesjúrún, sem ég hefi útvalið.
3Thi jeg udgyder Vand på det tørstende, Strømme på det tørre Land, udgyder min Ånd på din Æt, min Velsignelse over dit Afkom;
3Því að ég mun ausa vatni yfir hið þyrsta og veita árstraumum yfir þurrlendið. Ég mun úthella anda mínum yfir niðja þína og blessan minni yfir afsprengi þitt.
4de skal spire som Græs mellem Vande, som Pile ved Bækkenes Løb.
4Þeir skulu spretta upp, eins og gras milli vatna, eins og pílviðir á lækjarbökkum.
5En skal sige: "Jeg er HERRENs", en kalde sig med Jakobs Navn, en skrive i sin Hånd: "For HERREN!" og tage sig Israels Navn.
5Einn mun segja: ,,Ég heyri Drottni,`` annar mun kalla sig nafni Jakobs, og enn annar rita á hönd sína ,,Helgaður Drottni`` og kenna sig við Ísrael.
6Så siger HERREN, Israels Konge, dets Genløser, Hærskarers HERRE: Jeg er den første og den sidste, uden mig er der ingen Gud.
6Svo segir Drottinn, konungur Ísraels og frelsari, Drottinn allsherjar: Ég er hinn fyrsti og ég er hinn síðasti, og enginn Guð er til nema ég.
7Hvo der er min Lige, træde frem, forkynde og godtgøre for mig: Hvo kundgjorde fra Urtid det kommende? De forkynde os, hvad der skal ske!
7Hver er sem ég _ hann segi frá því og sanni mér það _ frá því er ég hóf hina örgömlu þjóð? Látum þá kunngjöra hið ókomna og það sem verða mun!
8Ræddes og ængstes ikke! Har ej længst jeg kundgjort og sagt det? I er mine Vidner: Er der Gud uden mig, er der vel anden Klippe? Jeg ved ikke nogen.
8Skelfist eigi og látið eigi hugfallast. Hefi ég ekki þegar fyrir löngu sagt þér það og boðað það? Þér eruð vottar mínir: Er nokkur Guð til nema ég? Nei, ekkert annað hellubjarg er til, ég veit af engu öðru.
9De, der laver Gudebilleder, er alle intet, og deres kære Guder gavner intet; deres Vidner ser intet og kender intet, at de må blive til Skamme.
9Þeir sem búa til goðalíkneski, eru hver með öðrum hégóminn einber, og dýrindissmíðar þeirra eru að engu liði. Vottar slíkra guða sjá eigi og vita eigi, til þess að þeir verði sér til skammar.
10Når nogen laver en Gud og støber et Billede, er det ingen Gavn til;
10Hver hefir myndað guð og steypt líkneski, til þess að það verði að engu liði?
11se, alle dets Tilbedere bliver til Skamme; Mestrene er jo kun Mennesker lad dem samles til Hobe og træde frem, de skal alle som een forfærdes og blive til Skamme.
11Sjá, allir dýrkendur þess munu til skammar verða. Og smiðirnir, þeir eru þó ekki nema menn, _ látum þá alla safnast saman og ganga fram, þeir skulu skelfast og til skammar verða hver með öðrum.
12En smeder Jern til en Økse og arbejder ved Kulild, tildanner den med Hamre og gør den færdig med sin stærke Arm; får han ikke Mad, afkræftes han, og får han ikke Vand at drikke, bliver han træt.
12Járnsmiðurinn myndar egg á öxina, tekur hana fram við glóð og lagar hana með hömrunum. Hann býr hana til með hinum sterka armlegg sínum. En svelti hann, þá vanmegnast hann, fái hann ekki vatn að drekka, lýist hann.
13Så fælder ban Træer, udspænder Målesnoren, tegner Billedet med Gravstikken, skærer det ud med Kniven og sætter det af med Cirkelen; han laver det efter en Mands Skikkelse, efter menneskelig Skønhed, til at stå i et Hus.
13Trésmiðurinn strengir mæliþráð sinn og markar fyrir með alnum, telgir tréð með hnífum og afmarkar það með sirkli. Og hann býr til úr því mannlíkan, fríðan mann, til þess að búa í húsi.
14Han fældede sig Cedre, tog Elm og Eg og arbejdede af al sin Kraft på Skovens Træer, som Gud havde plantet og Regnen givet Vækst.
14Hann heggur sér sedrustré, tekur steineik eða eik og velur um meðal skógartrjánna. Hann gróðursetur furutré, og regnskúrirnar koma vexti í þau.
15Det tjener et Menneske til Brændsel, han tager det og varmer sig derved; han sætter Ild i det og bager Brød - og desuden laver han en Gud deraf og tilbeder den, han gør et Gudebillede deraf og knæler for det.
15Og maðurinn hefir tréð til eldiviðar, hann tekur nokkuð af því og vermir sig við, hann kveikir eld við það og bakar brauð, en auk þess býr hann til guð úr því og fellur fram fyrir honum. Hann smíðar úr því skurðgoð og knékrýpur því.
16Halvdelen brænder han i Ilden, og over Gløderne steger han Kød; han spiser Stegen og mættes; og han varmer sig derved og siger: "Ah, jeg bliver varm, jeg mærker Ilden" -
16Helmingnum af trénu brennir hann í eldi. Við þann helminginn steikir hann kjöt, etur steik og verður saddur; hann vermir sig og segir: ,,Æ, nú hitnar mér, ég sé eldinn.``
17og af Resten laver han en Gud, et Billede; han knæler for det, kaster sig ned og beder til det og siger: "Frels mig, thi du er min Gud!"
17En úr afganginum býr hann til guð, skurðgoð handa sér. Hann knékrýpur því, fellur fram og gjörir bæn sína til þess og segir: ,,Frelsaðu mig, því að þú ert minn guð!``
18De skønner ikke, de fatter ikke, thi deres Øjne er lukket, så de ikke ser, og deres Hjerter, så de ikke skønner.
18Þeir hafa hvorki skyn né skilning, augu þeirra eru lokuð, svo að þeir sjá ekki, og hjörtu þeirra, svo að þeir skynja ekki.
19De tænker ikke over det, de har ikke Indsigt og Forstand til at sige sig selv: "Halvdelen brændte jeg i Bålet, over Gløderne bagte jeg Brød, stegte Kød og spiste; skulde jeg da af Resten gøre en Vederstyggelighed? Skulde jeg knæle for en Træklods?"
19Og þeir hugleiða það eigi, þeir hafa eigi vitsmuni og skilning til að hugsa með sér: ,,Helmingnum af því brenndi ég í eldi, ég bakaði brauð við glæðurnar, steikti kjöt og át; og svo ætti ég að fara að búa til andstyggilegt líkneski af því, sem afgangs er, og falla á kné fyrir trédrumbi!``
20Den, som tillægger Aske Værd, ham har et vildfarende Hjerte dåret; han redder ikke sin Sjæl, så han siger: "Er det ikke en Løgn, jeg har i min højre Hånd?"
20Þann mann, er sækist eftir ösku, hefir táldregið hjarta leitt afvega, svo að hann fær eigi borgið lífi sínu. Hann segir ekki við sjálfan sig: ,,Er það ekki svikatál, sem ég held á í hægri hendi minni?``
21Jakob, kom dette i Hu, Israel, thi du er min Tjener! Jeg skabte dig, du er min Tjener, ej skal du glemmes, Israel;
21Minnstu þess, Jakob, og þú Ísrael, því að þú ert þjónn minn. Ég hefi skapað þig til að vera þjón minn, þú, Ísrael, munt mér aldrei úr minni líða!
22jeg sletted som Tåge din Misgerning og som en Sky dine Synder. Vend om til mig, thi jeg genløser dig!
22Ég hefi feykt burt misgjörðum þínum eins og þoku og syndum þínum eins og skýi. Hverf aftur til mín, því að ég frelsa þig.
23Jubler, I Himle, thi HERREN greb ind, fryd jer, I Jordens Dybder, bryd ud i Jubel, I Bjerge, Skoven og alle dens Træer, thi HERREN genløser Jakob og herliggør sig ved Israel.
23Fagnið, þér himnar, því að Drottinn hefir því til vegar komið, látið gleðilátum, þér undirdjúp jarðarinnar. Hefjið fagnaðarsöng, þér fjöll, skógurinn og öll tré, sem í honum eru, því að Drottinn frelsar Jakob og sýnir vegsemd sína á Ísrael.
24Så siger HERREN, din Genløser, som danned dig fra Moders Liv: Jeg er HERREN, som skabte alt, som ene udspændte Himlen, udbredte Jorden, hvo hjalp mig?
24Svo segir Drottinn, frelsari þinn, sá er þig hefir myndað frá móðurkviði: Ég er Drottinn, sem allt hefi skapað, sem útþandi himininn aleinn og útbreiddi jörðina hjálparlaust,
25som tilintetgør Løgnernes Tegn og gør Spåmænd til Dårer, som tvinger de vise tilbage, beskæmmer deres Lærdom,
25sá sem ónýtir tákn lygaranna og gjörir spásagnamennina að fíflum, sem gjörir vitringana afturreka og þekking þeirra að heimsku,
26stadfæster sine Tjeneres Ord, fuldbyrder sine Sendebuds Råd, Jeg siger om Jerusalem: "Det skal bebos!" om Judas Byer: "de skal bygges!" Ruinerne rejser jeg atter!
26sem staðfestir orð þjóns síns og framkvæmir ráð sendiboða sinna. Ég er sá sem segi um Jerúsalem: ,,Verði hún aftur byggð!`` og um borgirnar í Júda: ,,Verði þær endurreistar, og rústir þeirra reisi ég við!``
27Jeg siger til Dybet: "Bliv tørt, dine Floder gør jeg tørre!"
27Ég er sá sem segi við djúpið: ,,Þorna þú upp, og ár þínar þurrka ég upp!``Ég er sá sem segi um Kýrus: ,,Hann er hirðir minn, og hann skal framkvæma allan vilja minn og segja um Jerúsalem: Hún skal endurreist verða og musterið grundvallað að nýju!``
28Jeg siger om Kyros: "Min Hyrde, som fuldbyrder al min Vilje!" Jeg siger om Jerusalem: "Det skal bygges!" om Templet: "Det skal grundes "
28Ég er sá sem segi um Kýrus: ,,Hann er hirðir minn, og hann skal framkvæma allan vilja minn og segja um Jerúsalem: Hún skal endurreist verða og musterið grundvallað að nýju!``