1Efter Josuas Død adspurgte Israelitterne HERREN og sagde: "Hvem af os skal først drage op til Kamp mod Kana'anæerne?"
1Eftir andlát Jósúa spurðu Ísraelsmenn Drottin og sögðu: ,,Hver af oss skal fyrstur fara í móti Kanaanítum til þess að berjast við þá?``
2HERREN svarede: "Det skal Juda; se, jeg giver Landet i hans Hånd!"
2Drottinn sagði: ,,Júda skal fara í móti þeim, sjá, ég gef landið í hendur honum.``
3Juda sagde da til sin Broder Simeon: "Drag op med mig i min Lod og lad os sammen kæmpe med Kana'anæerne, så skal jeg også drage med dig ind i din Lod!" Så gik da Simeon med ham.
3Júda sagði við Símeon, bróður sinn: ,,Far þú með mér inn í minn hluta, svo að við báðir megum berjast við Kanaanítana. Þá skal ég líka fara með þér inn í þinn hluta.`` Fór þá Símeon með honum.
4Juda drog nu op, og HERREN gav Kana'anæerne og Perizziterne i deres Hånd, så de slog dem i Bezek, 10000 Mand.
4Og Júda fór, og Drottinn gaf Kanaaníta og Peresíta í hendur þeirra, og lögðu þeir þá að velli í Besek, _ tíu þúsundir manna.
5Og da de stødte på Adonibezek i Bezek, angreb de ham og slog Kana'anæerne og Perizziterne.
5Þeir fundu Adóní Besek í Besek og börðust við hann og unnu sigur á Kanaanítum og Peresítum.
6Adonibezek flygtede, men de satte efter ham, og da de havde grebet ham, huggede de Tommelfingrene og Tommeltæerne af ham.
6En Adóní Besek flýði og veittu þeir honum eftirför, tóku hann höndum og hjuggu af honum þumalfingurna og stórutærnar.
7Da sagde Adonibezek: "Halvfjerdsindstyve Konger med afhugne Tommelfingre og Tommeltæer havde jeg stadig til at sanke Smuler under mit Bord; hvad jeg har gjort, gengælder Gud mig!" Derpå førte man ham til Jerusalem, og der døde han.
7Þá mælti Adóní Besek: ,,Sjötíu konungar, sem höggnir voru af þumalfingur og stórutær, urðu að tína upp mola undir borði mínu. Eins og ég hefi gjört, svo geldur Guð mér.`` Síðan fóru þeir með hann til Jerúsalem og þar dó hann.
8Og Judæerne angreb og indtog Jerusalem, huggede Indbyggerne ned og stak Ild på Byen.
8Júda synir herjuðu á Jerúsalem og unnu hana, felldu íbúana með sverðseggjum og lögðu síðan eld í borgina.
9Senere drog Judæerne ned til Kamp mod Kana'anæerne i Bjergene, i Sydlandet og i Lavlandet.
9Eftir það héldu Júda synir ofan þaðan til þess að berjast við Kanaaníta, þá er bjuggu á fjöllunum, í Suðurlandinu og á láglendinu.
10Og Juda drog mod Kana'anæerne i Hebron - Hebron hed fordum Kirjat Arba og slog Sjesjaj,Ahiman og Talmaj.
10Júda fór móti Kanaanítunum, sem bjuggu í Hebron, en Hebron hét áður Kirjat Arba. Og þeir unnu sigur á Sesaí, Ahíman og Talmaí.
11Derfra drog han op mod Indbyggerne i Debir, der fordum hed Kirjaf-Sefer.
11Þaðan fóru þeir móti Debír-búum, en Debír hét áður Kirjat Sefer.
12Da sagde Kaleb: "Den, som slår Kirjat Sefer og indtager det, ham giver jeg min Datter Aksa til Hustru!"
12Kaleb sagði: ,,Hver sem leggur Kirjat Sefer undir sig og vinnur hana, honum skal ég gefa Aksa dóttur mína að konu.``
13Og da Kenizziten Otniel,Kalebs yngre Broder, indtog det, gav han ham sin Datter Aksa til Hustru.
13Otníel Kenasson, bróðir Kalebs og honum yngri, vann þá borgina, og hann gaf honum Aksa dóttur sína að konu.
14Men da hun kom til ham, æggede han hende til at bede sin Fader om Agerland. Hun sprang da ned af Æselet, og Kaleb spurgte hende: "Hvad vil du?"
14Þegar hún skyldi heim fara með bónda sínum, eggjaði hún hann þess, að hann skyldi beiðast lands nokkurs af föður hennar. Steig hún þá niður af asnanum. Kaleb spurði hana þá: ,,Hvað viltu?``
15Hun svarede: "Giv mig en Velsignelse! Siden du har bortgiftet mig i det tørre Sydland, må du give mig Vandkilder!" Da gav Kaleb hende de øvre og de nedre Vandkilder.
15Hún svaraði honum: ,,Gef mér gjöf nokkra, af því að þú hefir gefið mig til Suðurlandsins. Gef mér því vatnsbrunna.`` Gaf hann henni þá brunna hið efra og brunna hið neðra.
16Moses's Svigerfaders, Keniten Kobabs, Sønner, drog sammen med Judæerne op fra Palmestaden til Arads Ørken og bosatte sig hos Amalekiterne.
16Synir Kenítans, tengdaföður Móse, höfðu farið úr pálmaborginni með sonum Júda upp í Júdaeyðimörk, sem liggur fyrir sunnan Arad, og þeir fóru og settust að meðal lýðsins.
17Juda drog derpå ud med sin Broder Simeon, og de slog Kana'anæerne, som boede i Zefat, og lagde Band på Byen; derfor blev den kaldt Horma.
17En Júda fór með Símeon bróður sínum, og þeir unnu sigur á Kanaanítunum, sem bjuggu í Sefat, og helguðu hana banni. Fyrir því var borgin nefnd Horma.
18Og Juda indtog Gaza med dets Område, Askalon med dets Område og Ekron med dets Område.
18Júda vann Gasa og land það, er undir hana lá, og Askalon og land það, er undir hana lá, og Ekron og land það, er undir hana lá.
19Og HERREN var med Juda, så han tog Bjerglandet i Besiddelse; Lavlandets Indbyggere kunde han nemlig ikke drive bort, fordi de havde Jernvogne.
19Og Drottinn var með Júda, svo að þeir náðu undir sig fjalllendinu, en þá, sem bjuggu á sléttlendinu, fengu þeir eigi rekið burt, því að þeir höfðu járnvagna.
20Haleb gav de Hebron, som Moses havde sagt. Og han drev de tre Anaksønner bort derfra.
20Þeir gáfu Kaleb Hebron, eins og Móse hafði boðið, og þeir ráku þaðan þá Anaks sonu þrjá.
21Men Jebusiterne, som boede i Jerusalem, fik Judæerne ikke drevet bort, og Jebusiterne bor den Dag i Dag i Jerusalem sammen med Judæerne.
21En Jebúsítana, sem bjuggu í Jerúsalem, gátu Benjamíns synir ekki rekið burt. Fyrir því hafa Jebúsítar búið í Jerúsalem ásamt Benjamíns sonum fram á þennan dag.
22Men også Josefs Hus drog op og gik mod Betel; og HERREN var med dem.
22Ættmenn Jósefs fóru líka upp til Betel, og Drottinn var með þeim.
23Da Josefs Hus udspejdede Betel Byen hed fordum Luz
23Og ættmenn Jósefs létu njósna í Betel, en borgin hét áður Lúz.
24fik Spejderne Øje på en Mand, der gik ud af Byen; og de sagde til ham: "Vis os, hvor vi kan komme ind i Byen, så vil vi skåne dig!"
24Þá sáu njósnarmennirnir mann koma út úr borginni og sögðu við hann: ,,Sýn oss, hvar komast má inn í borgina, og munum vér sýna þér miskunn.``
25Da viste han dem, hvor de kunde komme ind i Byen. Derpå huggede de dens Indbyggere ned, men Manden og hele hans. Slægt lod de drage bort,
25Og hann sýndi þeim, hvar komast mætti inn í borgina, og þeir tóku borgina herskildi, en manninum og öllu fólki hans leyfðu þeir brottgöngu.
26og Manden begav sig til Hetiternes Land og byggede en By, som han kaldte Luz; og det hedder den endnu den Dag i Dag.
26Maðurinn fór til lands Hetíta og reisti þar borg og nefndi hana Lúz. Heitir hún svo enn í dag.
27Men Indbyggerne i Bet-Sjean og dets Småbyer og i Ta'anak og dets Småbyer, Indbyggerne i Dor og dets Småbyer, i Jibleam og dets Småbyer og i Megiddo og dets Småbyer fik Manasse ikke drevet bort; det lykkedes Kana'anæerne at blive boende i disse Egne.
27Manasse rak eigi burt íbúana í Bet Sean og smáborgunum, er að lágu, í Taanak og smáborgunum, er að lágu, íbúana í Dór og smáborgunum, er að lágu, íbúana í Jibleam og smáborgunum, er að lágu, né íbúana í Megiddó og smáborgunum, er að lágu; og þannig fengu Kanaanítar haldið bústað í landi þessu.
28Da Israelitterne blev de stærkeste, gjorde de Kana'anæerne til Hoveriarbejdere, men drev dem ikke bort.
28En er Ísrael efldist, gjörði hann Kanaaníta sér vinnuskylda, en rak þá ekki algjörlega burt.
29Efraim fik ikke Kana'anæerne, som boede i Gezer, drevet bort; men Kana'anæerne blev boende midt iblandt dem i Gezer.
29Efraím rak eigi burt Kanaanítana, sem bjuggu í Geser; þannig héldu Kanaanítar áfram að búa í Geser meðal þeirra.
30Zebulon fik ikke Indbyggerne i Kitron og Nahalol drevet bort; men Kana'anæerne blev boende midt iblandt dem og blev Hoveriarbejdere.
30Sebúlon rak eigi burt íbúana í Kitrón né íbúana í Nahalól; þannig héldu Kanaanítar áfram að búa meðal þeirra og urðu þeim vinnuskyldir.
31Aser fik ikke Indbyggerne i Akko drevet bort, ej heller Indbyggerne i Zidon, Mahalab, Akzib, Afik og Rehob.
31Asser rak eigi burt íbúana í Akkó né íbúana í Sídon, eigi heldur í Ahlab, Aksíd, Helba, Afík og Rehób.
32Men Aseriterne bosatte sig midt iblandt Kana'anæerne, der boede i Landet, thi de magtede ikke at drive dem bort.
32Fyrir því bjuggu Asserítar meðal Kanaaníta, er fyrir voru í landinu, því að þeir ráku þá eigi burt.
33Naftali fik ikke Indbyggerne i Bet Sjemesj og Bet-Anat drevet bort, men bosatte sig midt iblandt Kana'anæerne, der boede i Landet: Men Indbyggerne i Bet Sjemesj og Bet Anat blev deres Hoveriarbejdere.
33Naftalí rak eigi burt íbúana í Bet Semes né íbúana í Bet Anat; fyrir því bjó hann meðal Kanaaníta, er fyrir voru í landinu, en íbúarnir í Bet Semes og Bet Anat urðu þeim vinnuskyldir.
34Amoriterne trængte Daniterne op i Bjergene og lod dem ikke komme ned i Lavlandet;
34Amorítar þrengdu Dans sonum upp í fjöllin og liðu þeim ekki að koma niður á sléttlendið.
35og det lykkedes Amoriterne at blive boende i Har-Heres, Ajjalon og Sja'albim. Men senere, da Josefs Hus fik Overtaget, blev de Hoveriarbejdere.
35Þannig fengu Amorítar haldið bústað í Har Heres, í Ajalon og Saalbím, en með því að ætt Jósefs var þeim yfirsterkari, urðu þeir vinnuskyldir.Landamæri Amoríta lágu frá Sporðdrekaskarði, frá klettinum og þar upp eftir.
36Edomiternes Landemærke strakte sig fra Akrabbimpasset til Sela og højere op.
36Landamæri Amoríta lágu frá Sporðdrekaskarði, frá klettinum og þar upp eftir.