1På den Tid hørte Fjerdingsfyrsten Herodes Rygtet om Jesus.
1Um þessar mundir spyr Heródes fjórðungsstjóri tíðindin af Jesú.
2Og han sagde til sine Tjenere: "Det er Johannes Døberen; han er oprejst fra de døde, derfor virke Kræfterne i ham."
2Og hann segir við sveina sína: ,,Þetta er Jóhannes skírari, hann er risinn frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum.``
3Thi Herodes havde grebet Johannes og bundet ham og sat ham i Fængsel for sin Broder Filips Hustru, Herodias's Skyld.
3En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns,
4Johannes sagde nemlig til ham: "Det er dig ikke tilladt at have hende."
4því Jóhannes hafði sagt við hann: ,,Þú mátt ekki eiga hana.``
5Og han vilde gerne slå ham ihjel, men frygtede for Mængden, thi de holdt ham for en Profet.
5Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.
6Men da Herodes's Fødselsdag kom, dansede Herodias's Datter for dem; og hun behagede Herodes.
6En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo,
7Derfor lovede han med en Ed at give hende, hvad som helst hun begærede.
7að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.
8Og tilskyndet af sin Moder siger hun: "Giv mig Johannes Døberens Hoved hid på et Fad!"
8Að undirlagi móður sinnar segir hún: ,,Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.``
9Og Kongen blev bedrøvet; men for sine Eders og for Gæsternes Skyld befalede han, at det skulde gives hende.
9Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta.
10Og han sendte Bud og lod Johannes halshugge i Fængselet.
10Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar.
11Og hans Hoved blev bragt på et Fad og givet Pigen, og hun bragte det til sin Moder.
11Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.
12Da kom hans Disciple og toge Liget og begravede ham, og de kom og forkyndte Jesus det.
12Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.
13Og da Jesus hørte det, drog han bort derfra i et Skib til et øde Sted afsides; og da Skarerne hørte det, fulgte de ham til Fods fra Byerne.
13Þegar Jesús heyrði þetta, fór hann þaðan á báti á óbyggðan stað og vildi vera einn. En fólkið frétti það og fór gangandi á eftir honum úr borgunum.
14Og da han kom i Land, så han en stor Skare, og han ynkedes inderligt over dem og helbredte deres syge.
14Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru.
15Men da det blev Aften, kom Disciplene til ham og sagde: "Stedet er øde, og Tiden er allerede forløben; lad Skarerne gå bort, for at de kunne gå hen i Landsbyerne og købe sig Mad."
15Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við hann og sögðu: ,,Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara, að þeir geti náð til þorpanna og keypt sér vistir.``
16Men Jesus sagde til dem: "De have ikke nødig at gå bort; giver I dem at spise!"
16Jesús svaraði þeim: ,,Ekki þurfa þeir að fara, gefið þeim sjálfir að eta.``
17Men de sige til ham: "Vi have ikke her uden fem Brød og to Fisk."
17Þeir svara honum: ,,Vér höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.``
18Men han sagde: "Henter mig dem hid!"
18Hann segir: ,,Færið mér það hingað.``
19Og han bød Skarerne at sætte sig ned i Græsset og tog de fem Brød og de to Fisk, så op til Himmelen og velsignede; og han brød Brødene og gav Disciplene dem, og Disciplene gave dem til Skarerne.
19Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum, en þeir fólkinu.
20Og de spiste alle og bleve mætte; og de opsamlede det, som blev tilovers af Stykkerne, tolv Kurve fulde
20Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana, er af gengu, tólf körfur fullar.
21Men de, som spiste, vare omtrent fem Tusinde Mænd, foruden Kvinder og Børn.
21En þeir, sem neytt höfðu, voru um fimm þúsund karlmenn, auk kvenna og barna.
22Og straks nødte han sine Disciple til at gå om Bord i Skibet og i Forvejen sætte over til hin Side, medens han lod Skarerne gå bort.
22Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan sér yfir um, meðan hann sendi fólkið brott.
23Og da han havde ladet Skarerne gå bort, gik han op på Bjerget afsides for at bede. Og da det blev silde, var han der alene.
23Og er hann hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið, var hann þar einn.
24Men Skibet var allerede midt på Søen og led Nød af Bølgerne; thi Vinden var imod.
24En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir áföllum, því að vindur var á móti.
25Men i den fjerde Nattevagt kom han til dem, vandrende på Søen.
25En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra, gangandi á vatninu.
26Og da Disciplene så ham vandre på Søen, bleve de forfærdede og sagde: "Det er et Spøgelse;" og de skrege af Frygt.
26Þegar lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu, varð þeim bilt við. Þeir sögðu: ,,Þetta er vofa,`` og æptu af hræðslu.
27Men straks talte Jesus til dem og sagde: "Værer frimodige; det er mig, frygter ikke!"
27En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: ,,Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir.``
28Men Peter svarede ham og sagde: "Herre! dersom det er dig, da byd mig at komme til dig på Vandet!"
28Pétur svaraði honum: ,,Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu.``
29Men han sagde: "Kom!" Og Peter trådte ned fra Skibet og vandrede på Vandet for at komme til Jesus.
29Jesús svaraði: ,,Kom þú!`` Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans.
30Men da han så det stærke Vejr, blev han bange; og da han begyndte at synke, råbte han og sagde: "Herre, frels mig!"
30En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: ,,Herra, bjarga þú mér!``
31Og straks udrakte Jesus Hånden og greb ham, og han siger til ham: "Du lidettroende, hvorfor tvivlede du?"
31Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: ,,Þú trúlitli, hví efaðist þú?``
32Og da de stege op i Skibet, lagde Vinden sig.
32Þeir stigu í bátinn, og þá lægði vindinn.
33Men de, som vare i Skibet, faldt ned for ham og sagde: "Du er sandelig Guds Søn."
33En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu: ,,Sannarlega ert þú sonur Guðs.``
34Og da de vare farne over, landede de i Genezareth.
34Þegar þeir höfðu náð yfir um, komu þeir að landi við Genesaret.
35Og da Folkene på det Sted kendte ham, sendte de Bud til hele Egnen der omkring og bragte alle de syge til ham.
35Fólkið á þeim stað þekkti hann og sendi boð um allt nágrennið, og menn færðu til hans alla þá, er sjúkir voru.Þeir báðu hann að mega rétt snerta fald klæða hans, og allir, sem snertu hann, urðu alheilir.
36Og de bade ham, at de blot måtte røre ved Fligen af hans Klædebon; og alle de, som rørte derved, bleve helbredede.
36Þeir báðu hann að mega rétt snerta fald klæða hans, og allir, sem snertu hann, urðu alheilir.