1Men da han så Skarerne, steg han op på Bjerget; og da han havde sat sig, gik hans Disciple hen til ham,
1Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans.
2og han oplod sin Mund, lærte dem og sagde:
2Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði:
3"Salige ere de fattige i Ånden, thi Himmeriges Rige er deres.
3,,Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
4Salige ere de, som sørge, thi de skulle husvales.
4Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.
5Salige ere de sagtmodige, thi de skulle arve Jorden.
5Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
6Salige ere de, som hungre og tørste efter Retfærdigheden, thi de skulle mættes.
6Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
7Salige ere de barmhjertige, thi dem skal vises Barmhjertighed.
7Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
8Salige ere de rene af Hjertet, thi de skulle se Gud.
8Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.
9Salige ere de, som stifte Fred, thi de skulle kaldes Guds Børn.
9Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.
10Salige ere de, som ere forfulgte for Retfærdigheds Skyld, thi Himmeriges Rige er deres.
10Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.
11Salige ere I, når man håner og forfølger eder og lyver eder alle Hånde ondt på for min Skyld.
11Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna.
12Glæder og fryder eder, thi eders Løn skal være stor i Himlene; thi således have de forfulgt Profeterne, som vare før eder.
12Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.
13I ere Jordens Salt; men dersom Saltet mister sin Kraft, hvormed skal det da saltes? Det duer ikke til andet end at kastes ud og nedtrædes af Menneskene.
13Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.
14I ere Verdens Lys; en Stad, som ligger på et Bjerg, kan ikke skjules.
14Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist.
15Man tænder heller ikke et Lys og sætter det under Skæppen, men på Lysestagen; så skinner det for alle dem, som ere i Huset.
15Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.
16Lader således eders Lys skinne for Menneskene, at de må se eders gode Gerninger og ære eders Fader, som er i Himlene.
16Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.
17Mener ikke, at jeg er kommen for at nedbryde Loven eller Profeterne;jeg er ikke kommen for at nedbryde, men for at fuldkomme.
17Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla.
18Thi sandelig, siger jeg eder, indtil Himmelen og Jorden forgår, skal end ikke det mindste Bogstav eller en Tøddel forgå af Loven, indtil det er sket alt sammen.
18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.
19Derfor, den, som bryder et at de mindste af disse Bud og lærer Menneskene således, han skal kaldes den mindste i Himmeriges Rige; men den, som gør dem og lærer dem, han skal kaldes stor i Himmeriges Rige.
19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.
20Thi jeg siger eder: Uden eders Retfærdighed overgår de skriftkloges og Farisæernes, komme I ingenlunde ind i Himmeriges Rige.
20Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki.
21I have hørt, at der er sagt til de gamle: Du må ikke slå ihjel, men den, som slår ihjel, skal være skyldig for Dommen.
21Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi.`
22Men jeg siger eder, at hver den, som bliver vred på sin Broder uden Årsag, skal være skyldig for Dommen; og den, som siger til sin Broder: Raka! skal være skyldig for Rådet; og den, som siger: Du Dåre! skal være skyldig til Helvedes Ild.
22En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann, hefur unnið til eldsvítis.
23Derfor, når du ofrer din Gave på Alteret og der kommer i Hu, at din Broder har noget imod dig,
23Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér,
24så lad din Gave blive der foran Alteret, og gå hen, forlig dig først med din Broder, og kom da og offer din Gave!
24þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína.
25Vær velvillig mod din Modpart uden Tøven, medens du er med ham på Vejen, for at Modparten ikke skal overgive dig til Dommeren, og Dommeren til Tjeneren, og du skal kastes i Fængsel.
25Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn, meðan þú ert enn á vegi með honum, til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi.
26Sandelig, siger jeg dig, du skal ingenlunde komme ud derfra, førend du får betalt den sidste Hvid.
26Sannlega segi ég þér: Eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.
27I have hørt, at der er sagt: Du må ikke bedrive Hor.
27Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt ekki drýgja hór.`
28Men jeg siger eder, at hver den, som ser på en Kvinde for at begære hende, har allerede bedrevet Hor med hende i sit Hjerte.
28En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.
29Men dersom dit højre Øje forarger dig, så riv det ud, og kast det fra dig; thi det er bedre for dig, at eet af dine Lemmer fordærves, end at hele dit Legeme bliver kastet i Helvede.
29Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í helvíti.
30Og om din højre Hånd forarger dig, så hug den af og kast den fra dig; thi det er bedre for dig, at eet af dine Lemmer fordærves, end at hele dit Legeme kommer i Helvede.
30Ef hægri hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en allur líkami þinn fari til helvítis.
31Og der er sagt: Den, som skiller sig fra sin Hustru, skal give hende et Skilsmissebrev.
31Þá var og sagt: ,Sá sem skilur við konu sína, skal gefa henni skilnaðarbréf.`
32Men jeg siger eder, at enhver, som skiller sig fra sin Hustru, uden for Hors Skyld, gør, at hun bedriver Hor, og den, som tager en fraskilt Kvinde til Ægte, bedriver Hor.
32En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.
33I have fremdeles hørt, at der er sagt til de gamle: Du må ikke gøre nogen falsk Ed, men du skal holde Herren dine Eder.
33Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: ,Þú skalt ekki vinna rangan eið, en halda skaltu eiða þína við Drottin.`
34Men jeg siger eder, at I må aldeles ikke sværge, hverken ved Himmelen, thi den er Guds Trone,
34En ég segi yður, að þér eigið alls ekki að sverja, hvorki við himininn, því hann er hásæti Guðs,
35ej heller ved Jorden, thi den er hans Fodskammel, ej heller ved Jerusalem, thi det er den store Konges Stad.
35né við jörðina, því hún er skör fóta hans, né við Jerúsalem, því hún er borg hins mikla konungs.
36Du må heller ikke sværge ved dit Hoved, thi du kan ikke gøre et eneste Hår hvidt eller sort.
36Og eigi skaltu sverja við höfuð þitt, því að þú getur ekki gjört eitt hár hvítt eða svart.
37Men eders Tale skal være ja, ja, nej, nej; hvad der er ud over dette, er af det onde.
37En þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er, kemur frá hinum vonda.
38I have hørt, at der er sagt: Øje for Øje, og Tand for Tand.
38Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.`
39Men jeg siger eder, at I må ikke sætte eder imod det onde; men dersom nogen giver dig et Slag på din højre Kind, da vend ham også den anden til!
39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.
40Og dersom nogen vil gå i Rette med dig og tage din Kjortel, lad ham da også få Kappen!
40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka.
41Og dersom nogen tvinger dig til at gå een Mil,da gå to med ham!
41Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.
42Giv den, som beder dig, og vend dig ikke fra den, som vil låne af dig.
42Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
43I have hørt, at der er sagt: Du skal elske din Næste og hade din Fjende.
43Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.`
44Men jeg siger eder: Elsker eders Fjender, velsigner dem, som forbande eder, gører dem godt, som hade eder, og beder for dem, som krænke eder og forfølge eder,
44En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,
45for at I må vorde eders Faders Børn, han, som er i Himlene; thi han lader sin Sol opgå over onde og gode og lader det regne over retfærdige og uretfærdige.
45svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.
46Thi dersom I elske dem, som elske eder, hvad Løn have I da? Gøre ikke også Tolderne det samme?
46Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama?
47Og dersom I hilse eders Brødre alene, hvad stort gøre I da? Gøre ikke også Hedningerne det samme?
47Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum. Gjöra heiðnir menn ekki hið sama?Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.
48Værer da I fuldkomne, ligesom eders himmelske Fader er fuldkommen.
48Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.