Danish

Icelandic

Nehemiah

2

1I Nisan Måned i Kong Artaxerxes's tyvende Regeringsår, da jeg skulde sørge for Vin, har jeg engang Vinen frem og rakte Kongen den. Jeg havde ikke før set modfalden ud, når jeg stod for hans Ansigt.
1Í nísanmánuði á tuttugasta ríkisári Artahsasta konungs, þá er vín stóð fyrir framan konung, tók ég vínið og rétti að honum, án þess að láta á því bera við hann, hve illa lá á mér.
2Og Kongen sagde til mig: Hvorfor ser du så modfalden ud? Du er jo ikke syg; det kan ikke være andet, end at du har en Hjertesorg! Da blev jeg såre bange,
2En konungur sagði við mig: ,,Hví ert þú svo dapur í bragði, þar sem þú ert þó ekki sjúkur? Það hlýtur að liggja illa á þér.`` Þá varð ég ákaflega hræddur.
3og jeg sagde til Kongen: "Kongen leve evindelig! Hvor kan jeg andet end se modfalden ud, når den By, hvor mine Fædres Grave er, ligger øde, og dens Porte er fortæret af Ilden?
3Og ég sagði við konung: ,,Konungurinn lifi eilíflega! Hví skyldi ég ekki vera dapur í bragði, þar sem borgin, er geymir grafir forfeðra minna, er í eyði lögð og hlið hennar í eldi brennd?``
4Kongen spurgte mig da: "Hvad er det, du ønsker? Så bad jeg til Himmelens Gud,"
4Þá sagði konungur við mig: ,,Hvers beiðist þú þá?`` Þá gjörði ég bæn mína til Guðs himnanna;
5og jeg sagde til Kongen: "Hvis Kongen synes, og hvis din Tjener er dig til Behag, beder jeg om, at du vil lade mig rejse til Juda, til den By, hvor mine Fædres Grave er, og lade mig bygge den op igen!
5síðan mælti ég til konungs: ,,Ef konungi þóknast svo og ef þú telur þjón þinn til þess færan, þá send mig til Júda, til borgar þeirrar, er geymir grafir forfeðra minna, til þess að ég endurreisi hana.``
6Da sagde Kongen til mig, medens Dronningen sad ved hans Side: "Hvor længe vil den Rejse vare, og hvornår kan du vende tilbage? Og da Kongen således fandt for godt at lade mig rejse, opgav jeg ham en Tid.
6Konungur mælti til mín _ en drottning sat við hlið honum: ,,Hversu lengi mun ferð þín standa yfir, og hvenær kemur þú aftur?`` Og konungi þóknaðist að senda mig, og ég tiltók ákveðinn tíma við hann.
7Og jeg sagde til Kongen: Hvis Kongen synes, så lad mig få Breve med til Statholderne hinsides Floden, så de lader mig drage videre, til jeg når Juda,
7Og ég sagði við konung: ,,Ef konunginum þóknast svo, þá lát fá mér bréf til landstjóranna í héraðinu hinumegin Fljóts, til þess að þeir leyfi mér að fara um lönd sín, þar til er ég kem til Júda,
8og et Brev til Asaf, Opsynsmanden.over den kongelige Skov, at han skal give mig Træ til Bjælkeværket i Tempelborgens Porte og til Byens Mur og det Hus, jeg tager ind i! Det gav Kongen mig, eftersom min Guds gode Hånd var over mig.
8og bréf til Asafs, skógarvarðar konungsins, til þess að hann láti mig fá við til þess að gjöra af bjálka í hlið kastalans, er heyrir til musterisins, og til borgarmúranna og til hússins, er ég mun fara í.`` Og konungur veitti mér það, með því að hönd Guðs míns hvíldi náðarsamlega yfir mér.
9Da jeg kom til Statholderne hinsides Floden, gav jeg dem Kongens Breve; desuden havde Kongen givet mig Hærførere og Ryttere med på Rejsen.
9Og er ég kom til landstjóranna í héraðinu hinumegin Fljóts, þá fékk ég þeim bréf konungs. Konungur sendi og með mér höfuðsmenn og riddara.
10Men da Horoniten Sanballat og den ammonitiske Træl Tobija hørte det, ærgrede de sig højligen over, at der var kommet en Mand for at arbejde på Israeliternes Bedste.
10En er Sanballat Hóroníti og Tobía þjónn, Ammónítinn, spurðu það, gramdist þeim það mikillega, að kominn skyldi vera maður til að annast hagsmuni Ísraelsmanna.
11Så kom jeg til Jerusalem, og da jeg havde været der i tre Dage,
11Og ég kom til Jerúsalem, og er ég hafði verið þar þrjá daga,
12brød jeg op ved Nattetide sammen med nogle få Mænd uden at have sagt noget Menneske, hvad min Gud havde skudt mig i Sinde at gøre for Jerusalem; og der var intet andet Dyr med end det, jeg red på.
12fór ég á fætur um nótt og fáeinir menn með mér, án þess að hafa sagt nokkrum manni frá því, er Guð minn blés mér í brjóst að gjöra fyrir Jerúsalem, og án þess að nokkur skepna væri með mér, nema skepnan, sem ég reið.
13Jeg red så om Natten ud gennem Dalporten i Retning af Dragekilden og hen til Møgporten, idet jeg undersøgte Jerusalems Mure, der var nedrevet, og Portene, der var fortæret af Ilden;
13Og ég fór út um Dalshliðið um nóttina og í áttina til Drekalindar og Mykjuhliðs, og ég skoðaði múra Jerúsalem, hversu þeir voru rifnir niður og hlið hennar í eldi brennd.
14derpå red jeg videre til Kildeporten og Kongedammen, men der var ikke Plads nok til, at mit Ridedyr kunde komme frem med mig.
14Síðan hélt ég áfram til Lindarhliðs og Konungstjarnar. Þá var skepnunni ekki lengur fært að komast áfram undir mér.
15Så red jeg om Natten op igennem Dalen og undersøgte Muren, forandrede Retning og red så ind igennem Dalporten, hvorpå jeg vendte hjem.
15Gekk ég þá upp í dalinn um nóttina og skoðaði múrinn. Síðan kom ég aftur inn um Dalshliðið og sneri heim.
16Forstanderne vidste ikke, hvor jeg var gået hen, eller hvad jeg foretog mig; og hverken Jøderne, Præsterne, Stormændene, Forstanderne eller de andre, der skulde have med Arbejdet at gøre, havde jeg endnu sagt noget.
16En yfirmennirnir vissu ekki, hvert ég hafði farið né hvað ég ætlaði að gjöra, með því að ég hafði enn ekki neitt sagt Gyðingum né prestunum né tignarmönnunum né yfirmönnunum né öðrum þeim, er að verkinu unnu.
17Men nu sagde jeg til dem: I ser den Ulykke, vi er i, hvorledes Jerusalem er ødelagt og Portene opbrændt; kom derforog lad os opbygge Jerusalems Mur, så vi ikke mere skal være til Spot!
17Og ég sagði nú við þá: ,,Þér sjáið, hversu illa vér erum staddir, þar sem Jerúsalem er í eyði lögð og hlið hennar í eldi brennd. Komið, vér skulum endurreisa múra Jerúsalem, svo að vér verðum ekki lengur hafðir að spotti.``
18Og da jeg fortalte dem, hvorledes min Guds gode Hånd havde været over mig, og om de Ord, Kongen havde talt til mig, sagde de: Lad os gøre os rede og bygge! Og de tog sig sammen til det gode Værk.
18Og ég sagði þeim, hversu náðarsamlega hönd Guðs míns hefði hvílt yfir mér, svo og orð konungs, þau er hann talaði til mín. Þá sögðu þeir: ,,Vér viljum fara til og byggja!`` Og þeir styrktu hendur sínar til hins góða verksins.
19Da Horoniten Sanballat, den ammonitiske Træl Tobija og Araberen Gesjem hørte det, spottede de os og sagde hånligt til os: Hvad er det, I der har for? Sætter I eder op mod Kongen?
19En er Sanballat Hóroníti og Tobía þjónn, Ammónítinn, og Gesem Arabi spurðu þetta, gjörðu þeir gys að oss, sýndu oss fyrirlitningu og sögðu: ,,Hvað er þetta, sem þér hafið fyrir stafni? Ætlið þér að gjöra uppreisn móti konunginum?``En ég svaraði þeim og sagði við þá: ,,Guð himnanna, hann mun láta oss takast þetta, en vér þjónar hans munum fara til og byggja. En þér eigið enga hlutdeild né rétt né minning í Jerúsalem.``
20Men jeg gav dem til Svar: "Himmelens Gud vil lade det lykkes for os, og vi, hans Tjenere, vil gøre os rede og bygge; men I har ingen Del eller Ret eller Ihukommelse i Jerusalem!"
20En ég svaraði þeim og sagði við þá: ,,Guð himnanna, hann mun láta oss takast þetta, en vér þjónar hans munum fara til og byggja. En þér eigið enga hlutdeild né rétt né minning í Jerúsalem.``