French 1910

Icelandic

Matthew

24

1Comme Jésus s'en allait, au sortir du temple, ses disciples s'approchèrent pour lui en faire remarquer les constructions.
1Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins.
2Mais il leur dit: Voyez-vous tout cela? Je vous le dis en vérité, il ne restera pas ici pierre sur pierre qui ne soit renversée.
2Hann sagði við þá: ,,Þér sjáið allt þetta? Sannlega segi ég yður, hér mun ekki eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.``
3Il s'assit sur la montagne des oliviers. Et les disciples vinrent en particulier lui faire cette question: Dis-nous, quand cela arrivera-t-il, et quel sera le signe de ton avènement et de la fin du monde?
3Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: ,,Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?``
4Jésus leur répondit: Prenez garde que personne ne vous séduise.
4Jesús svaraði þeim: ,,Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.
5Car plusieurs viendront sous mon nom, disant: C'est moi qui suis le Christ. Et ils séduiront beaucoup de gens.
5Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!` og marga munu þeir leiða í villu.
6Vous entendrez parler de guerres et de bruits de guerres: gardez-vous d'être troublés, car il faut que ces choses arrivent. Mais ce ne sera pas encore la fin.
6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.
7Une nation s'élèvera contre une nation, et un royaume contre un royaume, et il y aura, en divers lieux, des famines et des tremblements de terre.
7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.
8Tout cela ne sera que le commencement des douleurs.
8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.
9Alors on vous livrera aux tourments, et l'on vous fera mourir; et vous serez haïs de toutes les nations, à cause de mon nom.
9Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.
10Alors aussi plusieurs succomberont, et ils se trahiront, se haïront les uns les autres.
10Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.
11Plusieurs faux prophètes s'élèveront, et ils séduiront beaucoup de gens.
11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu.
12Et, parce que l'iniquité se sera accrue, la charité du plus grand nombre se refroidira.
12Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna.
13Mais celui qui persévérera jusqu'à la fin sera sauvé.
13En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.
14Cette bonne nouvelle du royaume sera prêchée dans le monde entier, pour servir de témoignage à toutes les nations. Alors viendra la fin.
14Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
15C'est pourquoi, lorsque vous verrez l'abomination de la désolation, dont a parlé le prophète Daniel, établie en lieu saint, -que celui qui lit fasse attention! -
15Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað,`` _ lesandinn athugi það _
16alors, que ceux qui seront en Judée fuient dans les montagnes;
16,,þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla.
17que celui qui sera sur le toit ne descende pas pour prendre ce qui est dans sa maison;
17Sá sem er uppi á þaki, fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt.
18et que celui qui sera dans les champs ne retourne pas en arrière pour prendre son manteau.
18Og sá sem er á akri, skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína.
19Malheur aux femmes qui seront enceintes et à celles qui allaiteront en ces jours-là!
19Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum.
20Priez pour que votre fuite n'arrive pas en hiver, ni un jour de sabbat.
20Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi.
21Car alors, la détresse sera si grande qu'il n'y en a point eu de pareille depuis le commencement du monde jusqu'à présent, et qu'il n'y en aura jamais.
21Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.
22Et, si ces jours n'étaient abrégés, personne ne serait sauvé; mais, à cause des élus, ces jours seront abrégés.
22Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af. En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða.
23Si quelqu'un vous dit alors: Le Christ est ici, ou: Il est là, ne le croyez pas.
23Ef einhver segir þá við yður: ,Hér er Kristur` eða ,þar`, þá trúið því ekki.
24Car il s'élèvera de faux Christs et de faux prophètes; ils feront de grands prodiges et des miracles, au point de séduire, s'il était possible, même les élus.
24Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti.
25Voici, je vous l'ai annoncé d'avance.
25Sjá, ég hef sagt yður það fyrir.
26Si donc on vous dit: Voici, il est dans le désert, n'y allez pas; voici, il est dans les chambres, ne le croyez pas.
26Ef þeir segja við yður: ,Sjá, hann er í óbyggðum,` þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: ,Sjá, hann er í leynum,` þá trúið því ekki.
27Car, comme l'éclair part de l'orient et se montre jusqu'en occident, ainsi sera l'avènement du Fils de l'homme.
27Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins.
28En quelque lieu que soit le cadavre, là s'assembleront les aigles.
28Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er.
29Aussitôt après ces jours de détresse, le soleil s'obscurcira, la lune ne donnera plus sa lumière, les étoiles tomberont du ciel, et les puissances des cieux seront ébranlées.
29En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast.
30Alors le signe du Fils de l'homme paraîtra dans le ciel, toutes les tribus de la terre se lamenteront, et elles verront le Fils de l'homme venant sur les nuées du ciel avec puissance et une grande gloire.
30Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð.
31Il enverra ses anges avec la trompette retentissante, et ils rassembleront ses élus des quatre vents, depuis une extrémité des cieux jusqu'à l'autre.
31Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli.
32Instruisez-vous par une comparaison tirée du figuier. Dès que ses branches deviennent tendres, et que les feuilles poussent, vous connaissez que l'été est proche.
32Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd.
33De même, quand vous verrez toutes ces choses, sachez que le Fils de l'homme est proche, à la porte.
33Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum.
34Je vous le dis en vérité, cette génération ne passera point, que tout cela n'arrive.
34Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram.
35Le ciel et la terre passeront, mais mes paroles ne passeront point.
35Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
36Pour ce qui est du jour et de l'heure, personne ne le sait, ni les anges des cieux, ni le Fils, mais le Père seul.
36En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.
37Ce qui arriva du temps de Noé arrivera de même à l'avènement du Fils de l'homme.
37Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins.
38Car, dans les jours qui précédèrent le déluge, les hommes mangeaient et buvaient, se mariaient et mariaient leurs enfants, jusqu'au jour où Noé entra dans l'arche;
38Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina.
39et ils ne se doutèrent de rien, jusqu'à ce que le déluge vînt et les emportât tous: il en sera de même à l'avènement du Fils de l'homme.
39Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.
40Alors, de deux hommes qui seront dans un champ, l'un sera pris et l'autre laissé;
40Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.
41de deux femmes qui moudront à la meule, l'une sera prise et l'autre laissée.
41Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.
42Veillez donc, puisque vous ne savez pas quel jour votre Seigneur viendra.
42Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur.
43Sachez-le bien, si le maître de la maison savait à quelle veille de la nuit le voleur doit venir, il veillerait et ne laisserait pas percer sa maison.
43Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi.
44C'est pourquoi, vous aussi, tenez-vous prêts, car le Fils de l'homme viendra à l'heure où vous n'y penserez pas.
44Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.
45Quel est donc le serviteur fidèle et prudent, que son maître a établi sur ses gens, pour leur donner la nourriture au temps convenable?
45Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma?
46Heureux ce serviteur, que son maître, à son arrivée, trouvera faisant ainsi!
46Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur.
47Je vous le dis en vérité, il l'établira sur tous ses biens.
47Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar.
48Mais, si c'est un méchant serviteur, qui dise en lui-même: Mon maître tarde à venir,
48En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,Húsbónda mínum dvelst,`
49s'il se met à battre ses compagnons, s'il mange et boit avec les ivrognes,
49og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum,
50le maître de ce serviteur viendra le jour où il ne s'y attend pas et à l'heure qu'il ne connaît pas,
50þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki,höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.
51il le mettra en pièces, et lui donnera sa part avec les hypocrites: c'est là qu'il y aura des pleurs et des grincements de dents.
51höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.