1Lorsque Jésus fut descendu de la montagne, une grande foule le suivit.
1Nú gekk Jesús niður af fjallinu, og fylgdi honum mikill mannfjöldi.
2Et voici, un lépreux s'étant approché se prosterna devant lui, et dit: Seigneur, si tu le veux, tu peux me rendre pur.
2Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: ,,Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.``
3Jésus étendit la main, le toucha, et dit: Je le veux, sois pur. Aussitôt il fut purifié de sa lèpre.
3Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: ,,Ég vil, verð þú hreinn!`` Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni.
4Puis Jésus lui dit: Garde-toi d'en parler à personne; mais va te montrer au sacrificateur, et présente l'offrande que Moïse a prescrite, afin que cela leur serve de témoignage.
4Jesús sagði við hann: ,,Gæt þess að segja þetta engum, en far þú, sýn þig prestinum, og færðu þá fórn, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.``
5Comme Jésus entrait dans Capernaüm, un centenier l'aborda, le priant
5Þegar hann kom til Kapernaum, gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann:
6et disant: Seigneur, mon serviteur est couché à la maison, atteint de paralysie et souffrant beaucoup.
6,,Herra, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn.``
7Jésus lui dit: J'irai, et je le guérirai.
7Jesús sagði: ,,Ég kem og lækna hann.``
8Le centenier répondit: Seigneur, je ne suis pas digne que tu entres sous mon toit; mais dis seulement un mot, et mon serviteur sera guéri.
8Þá sagði hundraðshöfðinginn: ,,Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð, og mun sveinn minn heill verða.
9Car, moi qui suis soumis à des supérieurs, j'ai des soldats sous mes ordres; et je dis à l'un: Va! et il va; à l'autre: Viens! et il vient; et à mon serviteur: Fais cela! et il le fait.
9Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,` og hann fer, og við annan: ,Kom þú,` og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,` og hann gjörir það.``
10Après l'avoir entendu, Jésus fut dans l'étonnement, et il dit à ceux qui le suivaient: Je vous le dis en vérité, même en Israël je n'ai pas trouvé une aussi grande foi.
10Þegar Jesús heyrði þetta, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: ,,Sannlega segi ég yður, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael.
11Or, je vous déclare que plusieurs viendront de l'orient et de l'occident, et seront à table avec Abraham, Isaac et Jacob, dans le royaume des cieux.
11En ég segi yður: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki,
12Mais les fils du royaume seront jetés dans les ténèbres du dehors, où il y aura des pleurs et des grincements de dents.
12en synir ríkisins munu út reknir í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.``
13Puis Jésus dit au centenier: Va, qu'il te soit fait selon ta foi. Et à l'heure même le serviteur fut guéri.
13Þá sagði Jesús við hundraðshöfðingjann: ,,Far þú, verði þér sem þú trúir.`` Og sveinninn varð heill á þeirri stundu.
14Jésus se rendit ensuite à la maison de Pierre, dont il vit la belle-mère couchée et ayant la fièvre.
14Jesús kom í hús Péturs og sá, að tengdamóðir hans lá með sótthita.
15Il toucha sa main, et la fièvre la quitta; puis elle se leva, et le servit.
15Hann snart hönd hennar, og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina.
16Le soir, on amena auprès de Jésus plusieurs démoniaques. Il chassa les esprits par sa parole, et il guérit tous les malades,
16Þegar kvöld var komið, færðu menn til hans marga, er haldnir voru illum öndum. Illu andana rak hann út með orði einu, og alla þá, er sjúkir voru, læknaði hann.
17afin que s'accomplît ce qui avait été annoncé par Esaïe, le prophète: Il a pris nos infirmités, et il s'est chargé de nos maladies.
17Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: ,,Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora.``
18Jésus, voyant une grande foule autour de lui, donna l'ordre de passer à l'autre bord.
18En þegar Jesús sá mikinn mannfjölda kringum sig, bauð hann að fara yfir um vatnið.
19Un scribe s'approcha, et lui dit: Maître, je te suivrai partout où tu iras.
19Þá kom fræðimaður einn til hans og sagði: ,,Meistari, ég vil fylgja þér, hvert sem þú ferð.``
20Jésus lui répondit: Les renards ont des tanières, et les oiseaux du ciel ont des nids; mais le Fils de l'homme n'a pas où reposer sa tête.
20Jesús sagði við hann: ,,Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.``
21Un autre, d'entre les disciples, lui dit: Seigneur, permets-moi d'aller d'abord ensevelir mon père.
21Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: ,,Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.``
22Mais Jésus lui répondit: Suis-moi, et laisse les morts ensevelir leurs morts.
22Jesús svarar honum: ,,Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu.``
23Il monta dans la barque, et ses disciples le suivirent.
23Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum.
24Et voici, il s'éleva sur la mer une si grande tempête que la barque était couverte par les flots. Et lui, il dormait.
24Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf.
25Les disciples s'étant approchés le réveillèrent, et dirent: Seigneur, sauve-nous, nous périssons!
25Þeir fara til, vekja hann og segja: ,,Herra, bjarga þú, vér förumst.``
26Il leur dit: Pourquoi avez-vous peur, gens de peu de foi? Alors il se leva, menaça les vents et la mer, et il y eut un grand calme.
26Hann sagði við þá: ,,Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?`` Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn.
27Ces hommes furent saisis d'étonnement: Quel est celui-ci, disaient-ils, à qui obéissent même les vents et la mer?
27Mennirnir undruðust og sögðu: ,,Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.``
28Lorsqu'il fut à l'autre bord, dans le pays des Gadaréniens, deux démoniaques, sortant des sépulcres, vinrent au-devant de lui. Ils étaient si furieux que personne n'osait passer par là.
28Þegar hann kom yfir um, í byggð Gadarena, komu á móti honum frá gröfunum tveir menn haldnir illum öndum, svo skæðir, að enginn mátti þann veg fara.
29Et voici, ils s'écrièrent: Qu'y a-t-il entre nous et toi, Fils de Dieu? Es-tu venu ici pour nous tourmenter avant le temps?
29Þeir æpa: ,,Hvað vilt þú okkur, sonur Guðs? Komstu hingað að kvelja okkur fyrir tímann?``
30Il y avait loin d'eux un grand troupeau de pourceaux qui paissaient.
30En langt frá þeim var mikil svínahjörð á beit.
31Les démons priaient Jésus, disant: Si tu nous chasses, envoie-nous dans ce troupeau de pourceaux.
31Illu andarnir báðu hann og sögðu: ,,Ef þú rekur okkur út, sendu okkur þá í svínahjörðina.``
32Il leur dit: Allez! Ils sortirent, et entrèrent dans les pourceaux. Et voici, tout le troupeau se précipita des pentes escarpées dans la mer, et ils périrent dans les eaux.
32Hann sagði: ,,Farið!`` Út fóru þeir og í svínin, og öll hjörðin ruddist fram af hamrinum í vatnið og týndist þar.
33Ceux qui les faisaient paître s'enfuirent, et allèrent dans la ville raconter tout ce qui s'était passé et ce qui était arrivé aux démoniaques.
33En hirðarnir flýðu, komu til borgarinnar og sögðu öll tíðindin, líka frá mönnunum, sem haldnir voru illum öndum.Og allir borgarmenn fóru út til móts við Jesú, og þegar þeir sáu hann, báðu þeir hann að fara burt úr héruðum þeirra.
34Alors toute la ville sortit à la rencontre de Jésus; et, dès qu'ils le virent, ils le supplièrent de quitter leur territoire.
34Og allir borgarmenn fóru út til móts við Jesú, og þegar þeir sáu hann, báðu þeir hann að fara burt úr héruðum þeirra.