1Und David redete zu dem HERRN die Worte dieses Liedes, am Tage, als der HERR ihn aus der Hand aller seiner Feinde und aus der Hand Sauls errettet hatte.
1Davíð flutti Drottni orð þessa ljóðs, þá er Drottinn frelsaði hann af hendi allra óvina hans og af hendi Sáls.
2Er sprach: Der HERR ist meine Felsenkluft, meine Burg und meine Zuflucht;
2Hann mælti: Drottinn er bjarg mitt og vígi, hann er sá sem hjálpar mér.
3mein Gott ist mein Fels, darin ich mich berge, mein Schild und das Horn meines Heils, meine Festung und meine Zuflucht, mein Erretter, der mich von Gewalttat befreit.
3Guð minn er hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín og hæli, frelsari minn, sem frelsar mig frá ofbeldi.
4Den HERRN, den Hochgelobten, rief ich an und wurde von meinen Feinden errettet.
4Lofaður sé Drottinn, hrópa ég, og ég frelsast frá óvinum mínum.
5Todeswehen umfingen mich, Bäche Belials schreckten mich;
5Brimöldur dauðans umkringdu mig, elfur glötunarinnar skelfdu mig,
6Stricke der Unterwelt umschlangen mich, Todesschlingen kamen mir entgegen.
6snörur Heljar luktu um mig, möskvar dauðans féllu yfir mig.
7In meiner Angst rief ich den HERRN an und schrie zu meinem Gott; er hörte in seinem Tempel meine Stimme, mein Schreien kam vor ihn zu seinen Ohren.
7Í angist minni kallaði ég á Drottin, og til Guðs míns hrópaði ég. Í helgidómi sínum heyrði hann raust mína, óp mitt barst til eyrna honum.
8Die Erde bebte und erzitterte, die Grundfesten des Himmels wurden erschüttert und bebten, weil er zornig war.
8Jörðin bifaðist og nötraði, undirstöður fjallanna skulfu, þær bifuðust, því að hann var reiður.
9Rauch stieg auf von seiner Nase und verzehrendes Feuer aus seinem Mund, Feuerglut brannte daraus hervor.
9Reykur gekk fram úr nösum hans og eyðandi eldur af munni hans, glóðir brunnu út frá honum.
10Er neigte den Himmel und fuhr herab, und Dunkel war unter seinen Füßen;
10Hann sveigði himininn og steig niður, og skýsorti var undir fótum hans.
11er fuhr auf dem Cherub und flog daher, er schwebte auf den Fittichen des Windes.
11Hann steig á bak kerúb og flaug af stað og sveif á vængjum vindarins.
12Er machte Finsternis um sich her zu seinem Gezelt, dunkle Wasser, dichte Wolken.
12Hann gjörði myrkrið í kringum sig að skýli, regnsortann og skýþykknið.
13Vom Glanz vor ihm brannte Feuerglut;
13Frá ljómanum fyrir honum flugu hagl og eldglæringar.
14und der HERR donnerte vom Himmel, der Höchste ließ seine Stimme erschallen;
14Drottinn þrumaði af himni, hinn hæsti lét raust sína gjalla.
15er schoß seine Pfeile und zerstreute sie, schleuderte Blitze und schreckte sie.
15Hann skaut örvum sínum og tvístraði þeim, lét eldingarnar leiftra og hræddi þá.
16Da sah man die Betten des Meeres, und die Gründe des Erdbodens wurden aufgedeckt von des HERRN Schelten, von dem Schnauben seines grimmigen Zorns!
16Þá sá í mararbotn, og undirstöður jarðarinnar urðu berar fyrir ógnum Drottins, fyrir andgustinum úr nösum hans.
17Er langte herab aus der Höhe und ergriff mich, er zog mich aus großen Wassern;
17Hann seildist niður af hæðum og greip mig, dró mig upp úr hinum miklu vötnum.
18er rettete mich von meinem mächtigen Feind und von meinen Hassern; denn sie waren mir zu stark;
18Hann frelsaði mig frá hinum sterku óvinum mínum, frá fjandmönnum mínum, er voru mér yfirsterkari.
19sie hatten mich überfallen zur Zeit meines Unglücks; aber der HERR ward mir zur Stütze
19Þeir réðust á mig á mínum óheilladegi, en Drottinn var mín stoð.
20und führte mich heraus in die Weite, er befreite mich; denn er hatte Wohlgefallen an mir.
20Hann leiddi mig út á víðlendi, hann frelsaði mig, af því að hann hafði þóknun á mér.
21Der HERR vergalt mir nach meiner Gerechtigkeit, nach der Reinheit meiner Hände lohnte er mir;
21Drottinn fór með mig eftir réttlæti mínu, eftir hreinleik handa minna galt hann mér,
22denn ich habe die Wege des HERRN bewahrt und bin nicht abgefallen von meinem Gott,
22því að ég hefi varðveitt vegu Drottins og hefi ekki reynst ótrúr Guði mínum.
23sondern ich hatte alle seine Rechte vor mir und stieß seine Satzungen nicht von mir,
23Allar skipanir hans hefi ég fyrir augum og frá boðorðum hans hefi ég ekki vikið.
24und ich hielt es ganz mit ihm und hütete mich vor meiner Sünde.
24Ég var lýtalaus fyrir honum og gætti mín við misgjörðum.
25Darum vergalt mir der HERR nach meiner Gerechtigkeit, nach der Reinheit meiner Hände vor seinen Augen.
25Drottinn galt mér eftir réttlæti mínu, eftir hreinleik handa minna fyrir augliti hans.
26Gegen den Frommen erzeigst du dich fromm, gegen den Redlichen redlich,
26Gagnvart ástríkum ert þú ástríkur, gagnvart ráðvöndum ráðvandur,
27gegen den Reinen erzeigst du dich rein, aber den Hinterlistigen überlistest du.
27gagnvart hreinum hreinn, en gagnvart rangsnúnum ert þú afundinn.
28Denn du rettest alles elende Volk, aber du erniedrigst die Augen aller Stolzen.
28Þú hjálpar þjáðum lýð, en gjörir alla hrokafulla niðurlúta.
29Denn du, HERR, bist meine Leuchte; der HERR macht meine Finsternis licht;
29Já, þú ert lampi minn, Drottinn, Guð minn lýsir mér í myrkrinu.
30denn mit dir kann ich Kriegsvolk zerschmeißen und mit meinem Gott über die Mauern springen.
30Fyrir þína hjálp hleyp ég yfir virkisgrafir, fyrir hjálp Guðs míns stekk ég yfir borgarveggi.
31Dieser Gott! Sein Weg ist vollkommen, die Rede des HERRN ist geläutert; er ist ein Schild allen, die ihm vertrauen.
31Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er skírt. Skjöldur er hann öllum þeim, sem leita hælis hjá honum.
32Denn wer ist Gott, außer dem HERRN, und wer ist ein Fels, außer unserm Gott?
32Því að hver er Guð, nema Drottinn, og hver er hellubjarg, utan vor Guð?
33Gott umgürtet mich mit Kraft und macht meinen Weg unsträflich,
33Sá Guð, sem gyrðir mig styrkleika og gjörir veg minn sléttan.
34er macht meine Füße den Hirschen gleich und stellt mich auf meine Höhen;
34Hann gjörir fætur mína sem hindanna og veitir mér fótfestu á hæðunum.
35er lehrt meine Hände streiten und meine Arme den ehernen Bogen spannen;
35Hann æfir hendur mínar til hernaðar, svo að armar mínir benda eirbogann.
36du gabst mir den Schild deines Heils, und deine Herablassung machte mich groß;
36Þú gafst mér skjöld hjálpræðis þíns, og lítillæti þitt gjörði mig mikinn.
37du machtest mir Raum zum Gehen, daß meine Knöchel nicht wankten.
37Þú rýmdir til fyrir skrefum mínum og ökklar mínir riðuðu ekki.
38Ich jagte meinen Feinden nach und vertilgte sie und kehrte nicht um, bis sie aufgerieben waren;
38Ég elti óvini mína og náði þeim, og sneri ekki aftur fyrr en ég hafði gjöreytt þeim.
39ich rieb sie auf und zerschmetterte sie, daß sie nicht mehr aufstehen konnten; sie fielen unter meine Füße.
39Ég gjöreyddi þeim og molaði þá sundur, svo að þeir risu ekki upp framar og hnigu undir fætur mér.
40Du hast mich gegürtet mit Kraft zum Streit, du hast unter mich gebeugt, die sich wider mich setzten.
40Þú gyrtir mig styrkleika til ófriðarins, beygðir fjendur mína undir mig.
41Du wandtest mir den Rücken meiner Feinde zu, und meine Hasser habe ich vertilgt.
41Þú lést mig sjá bak óvina minna, þeim eyddi ég, sem hata mig.
42Sie schrieen, aber da war kein Retter; zu dem HERRN, aber er antwortete ihnen nicht.
42Þeir hrópuðu, en enginn kom til hjálpar, þeir hrópuðu til Drottins, en hann svaraði þeim ekki.
43Und ich zerrieb sie wie Erdenstaub, zertrat sie wie Straßenkot und warf sie hinaus.
43Ég muldi þá sem mold á jörð, tróð þá fótum sem skarn á strætum.
44Du rettetest mich aus den Zänkereien des Volkes und bewahrtest mich auf zum Haupt der Heiden; ein Volk, das ich nicht kannte, dient mir;
44Þú frelsaðir mig úr fólkorustum, gjörðir mig að höfðingja þjóðanna. Lýður, sem ég þekkti ekki, þjónar mér.
45die Kinder der Fremden schmeicheln mir, sie folgen mir aufs Wort;
45Framandi menn smjaðra fyrir mér, óðara en þeir heyra mín getið, hlýða þeir mér.
46die Kinder der Fremden verzagen und kommen zitternd hervor aus ihren Schlössern.
46Framandi menn dragast upp og koma skjálfandi fram úr fylgsnum sínum.
47Es lebt der HERR, und gepriesen sei mein Fels, und erhoben werde der Gott meines Heils!
47Lifi Drottinn, lofað sé mitt bjarg, og hátt upp hafinn sé Guð hjálpræðis míns!
48Der Gott, der mir Rache verlieh und mir die Völker unterwarf;
48Þú Guð, sem veittir mér hefndir og braust þjóðir undir mig,
49der mich meinen Feinden entrinnen ließ und mich trotz meiner Widersacher erhöhte, mich errettete von dem gewalttätigen Mann!
49sem hreifst mig úr höndum óvina minna og hófst mig yfir mótstöðumenn mína. Frá ójafnaðarmönnum frelsaðir þú mig.
50Darum will ich dich, o HERR, loben unter den Heiden und deinem Namen singen,
50Fyrir því vil ég vegsama þig, Drottinn, meðal þjóðanna og lofsyngja þínu nafni.Hann veitir konungi sínum mikla hjálp og auðsýnir miskunn sínum smurða, Davíð og niðjum hans að eilífu.
51der seinem Könige große Siege verliehen hat und seinem Gesalbten Gnade erweist, David und seinem Samen bis in Ewigkeit!
51Hann veitir konungi sínum mikla hjálp og auðsýnir miskunn sínum smurða, Davíð og niðjum hans að eilífu.