German: Schlachter (1951)

Icelandic

Genesis

22

1Nach diesen Geschichten versuchte Gott den Abraham und sprach zu ihm: Abraham! Und er antwortete: Siehe, hier bin ich.
1Eftir þessa atburði freistaði Guð Abrahams og mælti til hans: ,,Abraham!`` Hann svaraði: ,,Hér er ég.``
2Und er sprach: Nimm doch deinen Sohn, deinen einzigen, den du lieb hast, Isaak, und gehe hin in das Land Morija und opfere ihn daselbst zum Brandopfer auf einem Berge, den ich dir nennen werde!
2Hann sagði: ,,Tak þú einkason þinn, sem þú elskar, hann Ísak, og far þú til Móríalands og fórna honum þar að brennifórn á einu af fjöllunum, sem ég mun segja þér til.``
3Da stand Abraham am Morgen früh auf und sattelte seinen Esel, und nahm zwei Knechte und seinen Sohn Isaak mit sich und spaltete Holz zum Brandopfer, machte sich auf und ging hin an den Ort, davon ihm Gott gesagt hatte.
3Abraham var árla á fótum næsta morgun og lagði á asna sinn, og tók með sér tvo sveina sína og Ísak son sinn. Og hann klauf viðinn til brennifórnarinnar, tók sig upp og hélt af stað, þangað sem Guð sagði honum.
4Am dritten Tage erhob Abraham seine Augen und sah den Ort von ferne.
4Á þriðja degi hóf Abraham upp augu sín og sá staðinn álengdar.
5Da sprach Abraham zu seinen Knechten: Bleibet ihr hier mit dem Esel, ich aber und der Knabe wollen dorthin gehen, und wenn wir angebetet haben, wollen wir wieder zu euch kommen.
5Þá sagði Abraham við sveina sína: ,,Bíðið hér hjá asnanum, en við smásveinninn munum ganga þangað til að biðjast fyrir, og komum svo til ykkar aftur.``
6Und Abraham nahm das Holz zum Brandopfer und legte es auf seinen Sohn Isaak. Er aber nahm das Feuer und das Messer in seine Hand, und sie gingen beide miteinander.
6Og Abraham tók brennifórnarviðinn og lagði syni sínum Ísak á herðar, en tók eldinn og hnífinn sér í hönd. Og svo gengu þeir báðir saman.
7Da sprach Isaak zu seinem Vater Abraham: Mein Vater! Abraham antwortete: Siehe, hier bin ich, mein Sohn! Und er sprach: Siehe, hier ist Feuer und Holz; wo ist aber das Lämmlein zum Brandopfer?
7Þá mælti Ísak við Abraham föður sinn: ,,Faðir minn!`` Hann svaraði: ,,Hér er ég, sonur minn!`` Hann mælti: ,,Hér er eldurinn og viðurinn, en hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar?``
8Und Abraham antwortete: Mein Sohn, Gott wird sich ein Lämmlein zum Brandopfer ersehen! Und sie gingen beide miteinander.
8Og Abraham sagði: ,,Guð mun sjá sér fyrir sauð til brennifórnarinnar, sonur minn.`` Og svo gengu þeir báðir saman.
9Und als sie an den Ort kamen, den Gott ihm genannt hatte, baute Abraham daselbst einen Altar und legte das Holz ordentlich darauf, band seinen Sohn Isaak und legte ihn auf den Altar, oben auf das Holz.
9En er þeir komu þangað, er Guð hafði sagt honum, reisti Abraham þar altari og lagði viðinn á, og batt son sinn Ísak og lagði hann upp á altarið, ofan á viðinn.
10Und Abraham streckte seine Hand aus und faßte das Messer, seinen Sohn zu schlachten.
10Og Abraham rétti út hönd sína og tók hnífinn til að slátra syni sínum.
11Da rief ihm der Engel des HERRN vom Himmel und sprach: Abraham! Abraham! Und er antwortete: Siehe, hier bin ich!
11Þá kallaði engill Drottins til hans af himni og mælti: ,,Abraham! Abraham!`` Hann svaraði: ,,Hér er ég.``
12Er sprach: Lege deine Hand nicht an den Knaben und tue ihm nichts; denn nun weiß ich, daß du Gott fürchtest und hast deinen einzigen Sohn nicht verschont um meinetwillen!
12Hann sagði: ,,Legg þú ekki hönd á sveininn og gjör þú honum ekkert, því að nú veit ég, að þú óttast Guð, þar sem þú synjaðir mér ekki um einkason þinn.``
13Da erhob Abraham seine Augen und sah hinter sich einen Widder mit den Hörnern in den Hecken verwickelt. Und Abraham ging hin und nahm den Widder und opferte ihn zum Brandopfer an Stelle seines Sohnes.
13Þá varð Abraham litið upp, og hann sá hrút bak við sig, sem var fastur á hornunum í hrísrunni. Og Abraham fór og tók hrútinn og bar hann fram að brennifórn í stað sonar síns.
14Und Abraham nannte den Ort: Der HERR wird dafür sorgen! So daß man noch heute sagt: Auf dem Berge wird der HERR dafür sorgen!
14Og Abraham kallaði þennan stað ,,Drottinn sér,`` svo að það er máltæki allt til þessa dags: ,,Á fjallinu, þar sem Drottinn birtist.``
15Und der Engel des HERRN rief Abraham zum zweitenmal vom Himmel
15Engill Drottins kallaði annað sinn af himni til Abrahams
16und sprach: Ich habe bei mir selbst geschworen, spricht der HERR, weil du solches getan und deines einzigen Sohnes nicht verschont hast,
16og mælti: ,,Ég sver við sjálfan mig,`` segir Drottinn, ,,að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn,
17will ich dich gewiß segnen und deinen Samen mächtig mehren, wie die Sterne am Himmel und wie den Sand am Rande des Meeres, und dein Same soll die Tore seiner Feinde besitzen,
17þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt, sem stjörnur á himni, sem sand á sjávarströnd. Og niðjar þínir skulu eignast borgarhlið óvina sinna.
18und in deinem Samen sollen alle Völker auf Erden gesegnet werden, weil du meiner Stimme gehorcht hast!
18Og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta, vegna þess að þú hlýddir minni röddu.``
19Und Abraham kehrte wieder zu seinen Knechten zurück; und sie machten sich auf und zogen miteinander gen Beer-Seba, denn Abraham wohnte zu Beer-Seba.
19Eftir það fór Abraham aftur til sveina sinna, og þeir tóku sig upp og fóru allir saman til Beerseba. Og Abraham bjó enn um hríð í Beerseba.
20Nach diesen Geschichten ward Abraham die Kunde gebracht: Siehe, Milka hat deinem Bruder Nahor auch Kinder geboren:
20Eftir þetta bar svo við, að Abraham var sagt: ,,Sjá, Milka hefir og fætt bróður þínum Nahor sonu:
21Uz, den Erstgeborenen, und Bus, seinen Bruder, und Kemuel, den Vater des Aram,
21Ús, frumgetning hans, og Bús, bróður hans, og Kemúel, ættföður Aramea,
22und Kesed und Chaso und Pildasch und Jidlaph und Bethuel.
22og Kesed, Kasó, Píldas, Jídlaf og Betúel.`` En Betúel gat Rebekku.
23Bethuel aber hatte die Rebekka gezeugt. Milka gebar diese acht dem Nahor, Abrahams Bruder.
23Þessa átta fæddi Milka Nahor, bróður Abrahams.Og hann átti hjákonu, sem hét Reúma. Hún ól honum og sonu, þá Teba, Gaham, Tahas og Maaka.
24Und sein Kebsweib mit Namen Rehuma, gebar auch, nämlich Tebach, Gaham, Tachasch und Maacha.
24Og hann átti hjákonu, sem hét Reúma. Hún ól honum og sonu, þá Teba, Gaham, Tahas og Maaka.