1Als aber Rahel sah, daß sie dem Jakob keine Kinder gebar, ward sie eifersüchtig auf ihre Schwester und sprach zu Jakob: Schaffe mir auch Kinder, wo nicht, so sterbe ich.
1En er Rakel sá, að hún ól Jakob ekki börn, öfundaði hún systur sína og sagði við Jakob: ,,Láttu mig eignast börn, ella mun ég deyja.``
2Jakob aber ward sehr zornig auf Rahel und sprach: Bin ich denn an Gottes Statt, der dir Leibesfrucht versagt?
2Jakob reiddist þá við Rakel og sagði: ,,Er ég þá Guð? Það er hann sem hefir synjað þér lífsafkvæmis.``
3Sie aber sprach: Siehe, da ist meine Magd Bilha, komm zu ihr, daß sie in meinen Schoß gebäre, und ich doch durch sie Nachkommen erhalte!
3Þá sagði hún: ,,Þarna er Bíla ambátt mín. Gakk þú inn til hennar, að hún megi fæða á skaut mitt og afla mér afkvæmis.``
4Und sie gab ihm ihre Magd Bilha zum Weibe, und Jakob kam zu ihr.
4Og hún gaf honum Bílu ambátt sína fyrir konu, og Jakob gekk inn til hennar.
5Bilha aber empfing und gebar dem Jakob einen Sohn.
5Og Bíla varð þunguð og ól Jakob son.
6Da sprach Rahel: Gott hat mir Recht verschafft und meine Stimme erhört und mir einen Sohn gegeben; darum hieß sie ihn Dan.
6Þá sagði Rakel: ,,Guð hefir rétt hluta minn og einnig bænheyrt mig og gefið mér son.`` Fyrir því nefndi hún hann Dan.
7Und Bilha, die Magd Rahels, empfing abermal und gebar dem Jakob einen zweiten Sohn.
7Og Bíla, ambátt Rakelar, varð þunguð í annað sinn og ól Jakob annan son.
8Da sprach Rahel: Ich habe mit meiner Schwester gerungen, als ränge ich mit Gott, und habe auch gewonnen! Darum hieß sie ihn Naphtali.
8Þá sagði Rakel: ,,Mikið stríð hefi ég þreytt við systur mína og unnið sigur.`` Og hún nefndi hann Naftalí.
9Als nun Lea sah, daß sie innehielt mit Gebären, nahm sie ihre Magd Silpa und gab sie Jakob zum Weibe.
9Er Lea sá, að hún lét af að eiga börn, tók hún Silpu ambátt sína og gaf Jakob hana fyrir konu.
10Und Silpa, Leas Magd, gebar dem Jakob einen Sohn.
10Og Silpa, ambátt Leu, ól Jakob son.
11Da sprach Lea: Ich habe Glück! und hieß ihn Gad.
11Þá sagði Lea: ,,Til heilla!`` Og hún nefndi hann Gað.
12Darnach gebar Silpa, Leas Magd, dem Jakob einen zweiten Sohn.
12Og Silpa, ambátt Leu, ól Jakob annan son.
13Da sprach Lea: Die Töchter werden mich glücklich preisen! Und sie hieß ihn Asser.
13Þá sagði Lea: ,,Sæl er ég, því að allar konur munu mig sæla segja.`` Og hún nefndi hann Asser.
14Ruben aber ging aus zur Zeit der Weizenernte und fand Liebesäpfel auf dem Felde und brachte sie heim zu seiner Mutter Lea. Da sprach Rahel zu Lea: Gib mir einen Teil der Liebesäpfel deines Sohnes!
14Rúben gekk eitt sinn út um hveitiskurðartímann og fann ástarepli á akrinum og færði þau Leu móður sinni. Þá sagði Rakel við Leu: ,,Gef þú mér nokkuð af ástareplum sonar þíns.``
15Sie antwortete ihr: Ist das ein Geringes, daß du mir meinen Mann genommen hast? Und willst du auch die Liebesäpfel meines Sohnes nehmen? Rahel sprach: Er soll dafür diese Nacht bei dir schlafen zum Entgelt für die Liebesäpfel deines Sohnes!
15En hún svaraði: ,,Er það ekki nóg, að þú tekur bónda minn frá mér, viltu nú einnig taka ástarepli sonar míns?`` Og Rakel mælti: ,,Hann má þá sofa hjá þér í nótt fyrir ástarepli sonar þíns.``
16Da nun Jakob am Abend vom Felde kam, ging ihm Lea entgegen und sprach: Du sollst zu mir kommen, denn ich habe dich erkauft um die Liebesäpfel meines Sohnes. Und er schlief in jener Nacht bei ihr.
16Er Jakob kom heim um kveldið af akrinum, gekk Lea út á móti honum og sagði: ,,Þú átt að ganga inn til mín, því að ég hefi keypt þig fyrir ástarepli sonar míns.`` Og hann svaf hjá henni þá nótt.
17Und Gott erhörte Lea, und sie empfing und gebar dem Jakob den fünften Sohn.
17En Guð bænheyrði Leu, og hún varð þunguð og ól Jakob hinn fimmta son og sagði:
18Da sprach Lea: Gott hat mir gelohnt, daß ich meinem Mann meine Magd gegeben habe, und hieß ihn Issaschar.
18,,Guð hefir launað mér það, að ég gaf bónda mínum ambátt mína.`` Og hún nefndi hann Íssakar.
19Lea empfing abermal und gebar dem Jakob den sechsten Sohn.
19Og Lea varð enn þunguð og ól Jakob hinn sjötta son.
20Und Lea sprach: Gott hat mich mit einer guten Gabe beschenkt! Nun wird mein Mann wieder bei mir wohnen, denn ich habe ihm sechs Söhne geboren, und sie hieß ihn Sebulon.
20Þá sagði Lea: ,,Guð hefir gefið mér góða gjöf. Nú mun bóndi minn búa við mig, því að ég hefi alið honum sex sonu.`` Og hún nefndi hann Sebúlon.
21Darnach gebar sie eine Tochter, welche sie Dina hieß.
21Eftir það ól hún dóttur og nefndi hana Dínu.
22Aber Gott gedachte an Rahel, und Gott erhörte ihr Gebet und machte sie fruchtbar.
22Þá minntist Guð Rakelar og bænheyrði hana og opnaði móðurlíf hennar.
23Und sie empfing und gebar einen Sohn und sprach: Gott hat meine Schmach von mir genommen!
23Og hún varð þunguð og ól son og sagði: ,,Guð hefir numið burt smán mína.``
24Und sie hieß ihn Joseph und sprach: Gott wolle mir noch einen Sohn dazu geben!
24Og hún nefndi hann Jósef og sagði: ,,Guð bæti við mig öðrum syni!``
25Da nun Rahel den Joseph geboren hatte, sprach Jakob zu Laban: Entlasse mich, daß ich an meinen Ort und in mein Land ziehe!
25Er Rakel hafði alið Jósef, sagði Jakob við Laban: ,,Leyf þú mér nú að fara, að ég megi halda heim til átthaga minna og ættlands míns.
26Gib mir meine Weiber und Kinder, um welche ich dir gedient habe, daß ich gehen kann! Denn du weißt, welche Dienste ich dir geleistet habe.
26Fá mér konur mínar og börn mín, sem ég hefi þjónað þér fyrir, að ég megi fara, því að þú veist, hvernig ég hefi þjónað þér.``
27Laban antwortete: Ach, daß ich doch in deinen Augen Gnade fände! Ich habe es geahnt; und doch hat mich der HERR um deinetwillen gesegnet.
27Þá sagði Laban við hann: ,,Hafi ég fundið náð í augum þínum, þá vertu kyrr. Ég hefi tekið eftir því, að Drottinn hefir blessað mig fyrir þínar sakir.``
28Und er sprach: Bestimme mir deinen Lohn, so will ich ihn dir geben!
28Og hann mælti: ,,Set sjálfur upp kaup þitt við mig, og skal ég gjalda það.``
29Jakob sprach: Du weißt, wie ich dir gedient habe, und was aus deinem Vieh unter meiner Pflege geworden ist.
29Jakob sagði við hann: ,,Þú veist sjálfur, hvernig ég hefi þjónað þér og hvað fénaður þinn er orðinn hjá mér.
30Denn es war wenig, was du vor meiner Ankunft hattest, nun aber ist viel daraus geworden, und der HERR hat dich gesegnet, wo ich hingekommen bin; und nun, wann soll ich auch für mein Haus sorgen?
30Því að lítið var það, sem þú áttir, áður en ég kom, en það hefir aukist margfaldlega, og Drottinn hefir blessað þig við hvert mitt fótmál. Og auk þess, hvenær á ég þá að veita forsjá húsi sjálfs mín?``
31Er sprach: Was soll ich dir denn geben? Jakob sprach: Du brauchst mir gar nichts zu geben! Wenn du mir nur tun willst, was ich jetzt sage, so will ich deine Herden wieder weiden.
31Og Laban mælti: ,,Hvað skal ég gefa þér?`` En Jakob sagði: ,,Þú skalt ekkert gefa mér, en viljir þú gjöra þetta, sem ég nú segi, þá vil ég enn þá halda fé þínu til haga og gæta þess.
32Ich will heute durch alle deine Herden gehen, und du sollst daraus absondern alle gesprenkelten und gefleckten Schafe, auch alle schwarzen Schafe unter den Lämmern und alle gefleckten und gesprenkelten Ziegen; und das soll mein Lohn sein.
32Ég ætla í dag að ganga innan um allt fé þitt og skilja úr því hverja flekkótta og spreklótta kind. Og hver svört kind meðal sauðanna og hið spreklótta og flekkótta meðal geitanna, það skal vera kaup mitt.
33So wird alsdann meine Gerechtigkeit für mich sprechen am künftigen Tag vor deinen Augen, wenn du zu meinem Lohn kommst; alles, was weder gesprenkelt noch gefleckt ist unter den Ziegen und was nicht schwarz ist unter den Lämmern bei mir, das soll als gestohlen gelten.
33Og ráðvendni mín skal eftirleiðis bera mér vitni, er þú kemur að skoða kaup mitt: Allt sem ekki er flekkótt og spreklótt meðal minna geita og svart meðal minna sauða, skal teljast stolið.``
34Da sprach Laban: Gut, es sei so, wie du gesagt hast!
34Og Laban sagði: ,,Svo skal þá vera sem þú hefir sagt.``
35Und er sonderte noch am gleichen Tag die gestreiften und gefleckten Böcke aus und alle gesprenkelten Ziegen, alles, woran etwas Weißes war, und alles, was schwarz war unter den Lämmern, und tat es unter die Hand seiner Söhne.
35Á þeim degi skildi Laban frá alla rílóttu og spreklóttu hafrana, og allar flekkóttu og spreklóttu geiturnar _ allt það, sem hafði á sér einhvern hvítan díla, _ og allt hið svarta meðal sauðanna og fékk sonum sínum.
36Und er machte einen Abstand von drei Tagereisen zwischen sich und Jakob; dieser aber weidete die übrigen Schafe Labans.
36Og hann lét vera þriggja daga leið milli sín og Jakobs. En Jakob gætti þeirrar hjarðar Labans, sem eftir varð.
37Da nahm Jakob frische Ruten von Pappeln, Mandel und Platanenbäumen und schälte weiße Streifen dran, indem er das Weiße an den Ruten bloßlegte;
37Jakob tók sér stafi af grænni ösp, möndluviði og hlyni og skóf á þá hvítar rákir með því að nekja hið hvíta á stöfunum.
38und legte die Ruten, die er abgeschält hatte, in die Tränkrinnen, wohin die Schafe zum Trinken kamen, gerade vor die Schafe hin.
38Því næst lagði hann stafina, sem hann hafði birkt, í þrærnar, í vatnsrennurnar, sem féð kom að drekka úr, beint fyrir framan féð. En ærnar fengu, er þær komu að drekka.
39Wenn sie dann beim Kommen zur Tränke brünstig wurden, so empfingen sie angesichts der Ruten und warfen Gestreifte, Gesprenkelte und Gefleckte.
39Þannig fengu ærnar uppi yfir stöfunum, og ærnar áttu rílótt, flekkótt og spreklótt lömb.
40Die Lämmer aber sonderte Jakob ab und richtete das Angesicht der Schafe gegen die gefleckten und schwarzen in der Herde Labans; und er machte sich besondere Herden und tat sie nicht zu Labans Schafen.
40Jakob skildi lömbin úr og lét féð horfa á hið rílótta og allt hið svarta í fé Labans. Þannig kom hann sér upp sérstökum fjárhópum og lét þá ekki saman við hjörð Labans.
41Und jedesmal, wenn die Zeit kam, wo die kräftigen Schafe brünstig wurden, legte Jakob die Ruten in die Tränkrinnen vor die Augen der Schafe, damit sie über den Ruten empfingen;
41Og um allan göngutíma vænu ánna lagði Jakob stafina í þrærnar fyrir framan féð, svo að þær skyldu fá uppi yfir stöfunum.
42wenn aber die Schwachen brünstig wurden, legte er sie nicht hinein. So erhielt Laban die schwachen und Jakob die starken.
42En er rýru ærnar gengu, lagði hann þá þar ekki. Þannig fékk Laban rýra féð, en Jakob hið væna.Og maðurinn varð stórauðugur og eignaðist mikinn fénað, ambáttir og þræla, úlfalda og asna.
43Und der Mann wurde außerordentlich reich und bekam viele Schafe, Knechte und Mägde, Kamele und Esel.
43Og maðurinn varð stórauðugur og eignaðist mikinn fénað, ambáttir og þræla, úlfalda og asna.