German: Schlachter (1951)

Icelandic

Numbers

13

1Und der HERR redete mit Mose und sprach:
1Drottinn talaði við Móse og sagði:
2Sende Männer aus, daß sie das Land Kanaan auskundschaften, das ich den Kindern Israel geben will. Von jedem Stamm ihrer Väter sollt ihr einen Mann schicken, lauter Fürsten aus ihrer Mitte.
2,,Send þú menn til að kanna Kanaanland, er ég mun gefa Ísraelsmönnum. Þér skuluð senda einn mann af ættkvísl hverri, og sé hver þeirra höfðingi meðal þeirra.``
3Und Mose sandte sie aus der Wüste Paran nach dem Befehl des HERRN, lauter Männer, die Häupter waren unter den Kindern Israel.
3Og Móse sendi þá úr Paran-eyðimörk að boði Drottins. Þeir menn voru allir höfuðsmenn meðal Ísraelsmanna,
4Und das sind ihre Namen: Sammua, der Sohn Sackurs, vom Stamme Ruben.
4og þessi eru nöfn þeirra: Af ættkvísl Rúbens: Sammúa Sakkúrsson.
5Saphat, der Sohn Horis, vom Stamme Simeon.
5Af ættkvísl Símeons: Safat Hóríson.
6Kaleb, der Sohn Jephunnes, vom Stamme Juda.
6Af ættkvísl Júda: Kaleb Jefúnneson.
7Jigeal, der Sohn Josephs, vom Stamme Issaschar.
7Af ættkvísl Íssakars: Jígeal Jósefsson.
8Hosea, der Sohn Nuns, vom Stamme Ephraim.
8Af ættkvísl Efraíms: Hósea Núnsson.
9Palti, der Sohn Raphus, vom Stamme Benjamin.
9Af ættkvísl Benjamíns: Paltí Rafúson.
10Gadiel, der Sohn Sodis, vom Stamme Sebulon.
10Af ættkvísl Sebúlons: Gaddíel Sódíson.
11Gaddi, der Sohn Susis, vom Stamme Josephs, von Manasse.
11Af ættkvísl Jósefs, af ættkvísl Manasse: Gaddí Súsíson.
12Ammiel, der Sohn Gemallis, vom Stamme Dan.
12Af ættkvísl Dans: Ammíel Gemallíson.
13Sethur, der Sohn Michaels, vom Stamme Asser.
13Af ættkvísl Assers: Setúr Míkaelsson.
14Nachbi, der Sohn Waphsis, vom Stamme Naphtali.
14Af ættkvísl Naftalí: Nakbí Vofsíson.
15Geuel, der Sohn Machis, vom Stamme Gad.
15Af ættkvísl Gaðs: Geúel Makíson.
16Das sind die Namen der Männer, die Mose aussandte, das Land auszukundschaften. Aber Hosea, den Sohn Nuns, nannte Mose Josua.
16Þessi eru nöfn þeirra manna, sem Móse sendi til að kanna landið. En Móse kallaði Hósea Núnsson Jósúa.
17Als nun Mose sie sandte, das Land Kanaan auszukundschaften, sprach er zu ihnen: Ziehet hinauf in die Mittagsgegend und besteiget das Gebirge;
17Móse sendi þá til að kanna Kanaanland og sagði við þá: ,,Farið þér inn í Suðurlandið og gangið á fjöll upp
18und besehet das Land, wie es sei; und das Volk, das darin wohnt, ob es stark oder schwach, gering oder zahlreich sei;
18og skoðið landið, hvernig það er, og fólkið, sem í því býr, hvort það er hraustlegt eða veiklegt, fátt eða margt,
19und was es für ein Land sei, darin sie wohnen, ob es gut oder schlecht sei, und was für Städte es seien, darin sie wohnen, ob es offene Orte oder Festungen seien,
19og hvernig landið er, sem það býr í, hvort það er gott eða illt, og hvernig bæirnir eru, sem það býr í, hvort það eru tjöld eða víggirtar borgir,
20und was es für ein Land sei, ob es fett oder mager sei, und ob Bäume darin seien oder nicht. Seid getrost und nehmet von den Früchten des Landes! Es war aber eben die Zeit, da man frühzeitige Trauben fand.
20og hvernig landið er, hvort það er feitt eða magurt, hvort þar eru skógar eða ekki. Og verið hugrakkir og komið með nokkuð af ávöxtum landsins.`` En þetta var á öndverðum vínberjatíma.
21Sie gingen hinauf und kundschafteten das Land aus von der Wüste Zin bis gen Rechob, da man gen Hamat geht.
21Héldu þeir nú norður eftir og könnuðu landið frá Síneyðimörk allt til Rehób, þangað sem leið liggur til Hamat.
22Sie gingen auch hinauf in die Mittagsgegend und kamen bis gen Hebron; daselbst waren Achiman, Sesai und Talmai, Kinder Enaks. Hebron aber war sieben Jahre vor Zoan in Ägypten erbaut worden.
22Þeir fóru inn í Suðurlandið og komu til Hebron. Þar voru þeir Ahíman, Sesaí og Talmaí Anakssynir (en Hebron var reist sjö árum fyrr en Sóan í Egyptalandi).
23Und sie kamen bis in das Tal Eskol und schnitten daselbst eine Weinrebe ab mit einer Weintraube und ließen sie zu zweien an einer Stange tragen, dazu auch Granatäpfel und Feigen.
23Þeir komu í Eskóldal og sniðu þar af vínviðargrein með einum vínberjaklasa og báru hann tveir á stöng milli sín, þar að auki nokkur granatepli og nokkrar fíkjur.
24Den Ort hieß man das Tal Eskol, um der Weintraube willen, welche die Kinder Israel daselbst abgeschnitten haben.
24Var staður þessi kallaður Eskóldalur vegna klasans, sem Ísraelsmenn skáru þar af.
25Und nachdem sie das Land ausgekundschaftet hatten vierzig Tage lang,
25Þeir sneru aftur að fjörutíu dögum liðnum og höfðu þá kannað landið.
26kehrten sie zurück und gingen hin und kamen zu Mose und Aaron und zu der ganzen Gemeinde der Kinder Israel, in die Wüste Paran, gen Kadesch; und sie brachten ihnen und der ganzen Gemeinde Bericht und ließen sie die Früchte des Landes sehen und erzählten ihm und sprachen:
26Og þeir héldu heimleiðis og komu til Móse og Arons og alls safnaðar Ísraelsmanna í Paran-eyðimörk, til Kades, og sögðu þeim og öllum söfnuðinum af ferðum sínum og sýndu þeim ávöxtu landsins.
27Wir sind in das Land gekommen, dahin du uns sandtest, das wirklich von Milch und Honig fließt, und dieses ist seine Frucht.
27Þeir sögðu Móse frá og mæltu: ,,Vér komum í landið, þangað sem þú sendir oss, og að sönnu flýtur það í mjólk og hunangi, og þetta er ávöxtur þess.
28Aber das Volk, welches im Lande wohnt, ist stark, und die Städte sind sehr fest und groß. Und wir sahen auch Enakskinder daselbst.
28En það er hraust þjóð, sem í landinu býr, og borgirnar eru víggirtar og stórar mjög, og Anaks sonu sáum vér þar einnig.
29Die Amalekiter wohnen im Süden; die Hetiter, Jebusiter und Amoriter aber wohnen auf dem Gebirge, und die Kanaaniter am Meer und um den Jordan.
29Amalekítar byggja Suðurlandið, og Hetítar, Jebúsítar og Amorítar byggja fjalllendið, og Kanaanítar búa við sjóinn og meðfram Jórdan.``
30Kaleb aber beschwichtigte das Volk gegen Mose und sprach: Lasset uns hinaufziehen und das Land einnehmen, denn wir können es überwältigen!
30Kaleb stöðvaði kurr lýðsins gegn Móse og mælti: ,,Förum þangað og leggjum það undir oss, því að vér munum fá unnið það.``
31Aber die Männer, die mit hinaufgezogen waren, sprachen: Wir können nicht hinaufziehen gegen das Volk, denn es ist uns zu stark!
31En þeir menn, er með honum höfðu farið, sögðu: ,,Oss er ofvaxið að fara mót þessari þjóð, því að hún er sterkari en vér.``
32Und sie brachten das Land, das sie erkundigt hatten, in Verruf bei den Kindern Israel und sprachen: Das Land, das wir durchzogen haben, um es auszukundschaften, frißt seine Einwohner, und alles Volk, das wir darin sahen, sind Leute von hohem Wuchs.
32Og þeir sem kannað höfðu landið, sögðu Ísraelsmönnum illt af því og mæltu: ,,Landið, sem vér fórum um til þess að kanna það, er land sem etur upp íbúa sína, og allt fólkið, sem vér sáum þar, eru risavaxnir menn.Og vér sáum þar risa, Anakssonu, sem eru risa ættar, og vér vorum í augum sjálfra vor sem engisprettur, og eins vorum vér í þeirra augum.``
33Wir sahen auch Riesen daselbst, Enakskinder aus dem Riesengeschlecht, und wir waren in unsern Augen wie Heuschrecken, und also waren wir auch in ihren Augen!
33Og vér sáum þar risa, Anakssonu, sem eru risa ættar, og vér vorum í augum sjálfra vor sem engisprettur, og eins vorum vér í þeirra augum.``