Icelandic

聖經新譯本 (Simplified)

1 Samuel

23

1Menn fluttu Davíð þessi tíðindi: ,,Sjá, Filistar herja á Kegílu og ræna kornláfana.``
1大卫攻打非利士人
2Þá gekk Davíð til frétta við Drottin og sagði: ,,Á ég að fara og herja á þessa Filista?`` Drottinn sagði við Davíð: ,,Far þú og herja á Filistana og frelsaðu Kegílu.``
2大卫就求问耶和华说:“我可以去击打这些非利士人吗?”耶和华对大卫说:“你可以去击打非利士人,拯救基伊拉。”
3En menn Davíðs sögðu við hann: ,,Sjá, vér erum hræddir um oss hér í Júda, hvað mun þá, ef vér förum til Kegílu á móti herfylkingum Filista?``
3跟随大卫的人对他说:“看哪,我们在犹大地这里尚且惧怕,何况到基伊拉去攻打非利士人的军兵呢?”
4Þá gekk Davíð enn til frétta við Drottin, og Drottinn svaraði honum og sagði: ,,Tak þig upp og far til Kegílu, því að ég mun gefa Filista í hendur þér.``
4于是大卫再求问耶和华。耶和华回答他说:“你只管起来,下到基伊拉去,因为我必把非利士人交在你的手里。”
5Síðan fór Davíð og menn hans til Kegílu, og hann herjaði á Filista, rak fénað þeirra burt og lagði fjölda þeirra að velli. Þannig frelsaði Davíð þá, sem bjuggu í Kegílu.
5大卫和跟随他的人就到基伊拉去,与非利士人争战,掳走了他们的牲畜,又在他们中间杀戮多人。这样,大卫拯救了基伊拉的居民。
6Þegar Abjatar Ahímeleksson flýði til Davíðs, þá hafði hann með sér hökul.
6亚希米勒的儿子亚比亚他逃到基伊拉去见大卫的时候,是手里带着以弗得下来的。
7Sál var sagt frá því, að Davíð væri kominn til Kegílu. Þá mælti Sál: ,,Guð hefir selt hann mér á vald, því að hann hefir sjálfur byrgt sig inni með því að fara inn í borg með hliðum og slagbröndum.``
7有人告诉扫罗,大卫到了基伊拉,扫罗就说:“ 神把他交在我的手中了,因为他进了一座有门有闩的城,把自己关闭起来了。”
8Og Sál stefndi öllum lýðnum saman til hernaðar til þess að fara til Kegílu og gjöra umsát um Davíð og menn hans.
8于是扫罗召集众人去争战,要下到基伊拉去,围困大卫和跟随他的人。
9Þegar Davíð frétti, að Sál sæti á svikráðum við sig, sagði hann við Abjatar prest: ,,Kom þú hingað með hökulinn.``
9大卫知道扫罗设计害他,就对亚比亚他祭司说:“把以弗得拿来!”
10Og Davíð mælti: ,,Drottinn, Ísraels Guð! Þjónn þinn hefir sannspurt, að Sál ætli sér að koma til Kegílu til þess að eyða borgina mín vegna.
10大卫说:“耶和华以色列的 神啊!你仆人确实听见了扫罗想要到基伊拉来,为了我的缘故要毁灭这城。
11Hvort munu Kegílubúar framselja mig í hendur honum? Mun Sál koma hingað, eins og þjónn þinn hefir spurt? Drottinn, Ísraels Guð! Gjör það kunnugt þjóni þínum.`` Drottinn svaraði: ,,Já, hann mun koma.``
11基伊拉人会把我交在扫罗的手里吗?扫罗会照着你仆人所听到的下来吗?耶和华以色列的 神啊!求你告诉你仆人。”耶和华说:“他必下来。”
12Þá mælti Davíð: ,,Hvort munu Kegílubúar framselja mig og menn mína í hendur Sál?`` Drottinn svaraði: ,,Já, það munu þeir gjöra.``
12大卫又说:“基伊拉人会把我和跟随我的人交在扫罗手里吗?”耶和华说:“他们必把你们交出来。”
13Þá tók Davíð sig upp og hans menn, um sex hundruð manns, og þeir lögðu af stað frá Kegílu og sveimuðu víðsvegar. En er Sál frétti, að Davíð hefði forðað sér burt frá Kegílu, þá hætti hann við herförina.
13大卫和跟从他的人,约有六百人,就起身离开基伊拉,到处漂泊。有人告诉扫罗,大卫已经逃离了基伊拉,扫罗就不出去了。
14Davíð hafðist við í eyðimörkinni uppi í fjallvígjum, og hann hafðist við á fjöllunum í Sífeyðimörku. Og Sál leitaði hans alla daga, en Guð gaf hann ekki í hendur honum.
14大卫住在旷野的山寨里,又住在亚弗旷野的山里。扫罗天天寻索大卫, 神却不把大卫交在他手里。
15Davíð varð hræddur, þegar Sál lagði af stað til þess að sækjast eftir lífi hans. Davíð var þá í Hóres í Sífeyðimörku.
15大卫再与约拿单立约大卫惧怕,因为扫罗出来寻索他的命。那时大卫住在西弗旷野的何列斯那里。
16Og Jónatan, sonur Sáls, tók sig upp og fór á fund Davíðs í Hóres og hughreysti hann í nafni Guðs
16扫罗的儿子约拿单起身,到何列斯去见大卫,鼓励他,使他靠 神坚强起来,
17og sagði við hann: ,,Óttast þú ekki, því að Sál faðir minn mun eigi hendur á þér festa, en þú munt verða konungur yfir Ísrael, og mun ég þá ganga þér næstur. Sál faðir minn veit og þetta.``
17对他说:“你不要惧怕!我父亲扫罗的手必不能害你。你必要作以色列的王,我要在你以下位居第二,这事连我父亲扫罗也知道了。”
18Og þeir gjörðu báðir sáttmála fyrir augliti Drottins. Og Davíð var kyrr í Hóres, en Jónatan fór heim til sín.
18于是他们二人在耶和华面前立了约。大卫仍住在何列斯,约拿单却回自己的家去了。
19Þá komu Sífítar til Sáls í Gíbeu og sögðu: ,,Veistu að Davíð felur sig hjá oss í fjallvígjunum í Hóres, í Hahakílahæðunum, sunnarlega í Júdaóbyggðum?
19西弗人上到基比亚去见扫罗,说:“大卫不是在我们这里的何列斯的山寨,就是在旷野南边的哈基拉山上藏着吗?
20Og ef þig nú fýsir, konungur, að koma þangað, þá kom þú. Vort hlutverk verður það þá að framselja hann í hendur konungi.``
20王啊,现在请下来,请你随着你的心愿下来,我们必亲自把他交在王的手里。”
21Sál mælti: ,,Blessaðir séuð þér af Drottni, fyrir það að þér kennduð í brjósti um mig.
21扫罗说:“愿耶和华赐福你们,因为你们关心我。
22Farið nú og takið enn vel eftir og kynnið yður og komist sem fyrst að raun um, hvar hann heldur sig, því að mér hefir verið sagt, að hann sé slægur mjög.
22你们要去再确实查看他脚踪所到的地方,有谁看见他在那里,因为有人对我说,他非常狡猾。
23Og njósnið nú og kynnið yður öll þau fylgsni, er hann kann að felast í, og færið mér síðan örugga fregn af, og mun ég þá með yður fara. Og ef hann er í landinu, þá skal ég leita hann uppi meðal allra Júda þúsunda.``
23你们要去查看他所有藏身的地方,确定以后再回来见我,我就与你们同去;如果他在本地,我必从犹大的千门万户中把他搜出来。”
24Þá tóku þeir sig upp og fóru á undan Sál til Síf. Davíð var þá með mönnum sínum í Maoneyðimörk, á sléttlendinu syðst í Júdaóbyggðum.
24扫罗在玛云旷野追寻大卫于是西弗人起身,在扫罗以先到西弗去了。那时大卫和跟随他的人却在玛云旷野,就是在荒野南边的亚拉巴。
25Og Sál fór að leita hans með mönnum sínum. Sögðu menn Davíð frá því, og fór hann þá niður að hamrinum, sem er í Maoneyðimörk. Og er Sál heyrði það, veitti hann Davíð eftirför inn í Maoneyðimörk.
25扫罗和跟随他的人去寻找大卫。有人告诉大卫,他就下到磐石那里,留在玛云旷野。扫罗听见了,就在玛云旷野追赶大卫。
26Sál og menn hans fóru öðrumegin við fjallið, en Davíð og hans menn hinumegin við það. Davíð flýtti sér nú í angist að komast undan Sál, en Sál og menn hans voru að því komnir að umkringja Davíð og menn hans og taka þá höndum.
26扫罗在山这边走,大卫和跟随他的人却在山那边走。大卫匆匆忙忙逃避扫罗,扫罗和跟随他的人却四面包围大卫和跟随他的人,要把他们捉住。
27En þá kom sendimaður til Sáls og mælti: ,,Kom þú nú skjótt, því að Filistar hafa brotist inn í landið.``Þá hvarf Sál aftur og lét af að elta Davíð, en sneri í móti Filistum. Fyrir því var sá staður nefndur Aðskilnaðarklettur.
27那时忽有使者来见扫罗说:“请你赶快回去,因为非利士人来突击这地。”
28Þá hvarf Sál aftur og lét af að elta Davíð, en sneri í móti Filistum. Fyrir því var sá staður nefndur Aðskilnaðarklettur.
28于是扫罗不再追赶大卫,回去迎战非利士人。因此这地方被称为西拉.哈玛希罗结。
29大卫从那里上去,住在隐.基底的山寨里。(本节在《马索拉抄本》为24:1)