1Síðan sendi Hiskía menn til alls Ísraels og Júda og ritaði einnig bréf til Efraíms og Manasse um að koma til musteris Drottins í Jerúsalem til þess að halda Drottni, Guði Ísraels, páska.
1以色列人与犹大人一起守节
2Réð konungur það af og höfuðsmenn hans og allur söfnuðurinn í Jerúsalem, að halda páska í öðrum mánuðinum.
2因为王和众领袖,以及耶路撒冷的全体会众曾经商议,要在二月守逾越节。
3Því að um þetta leyti gátu þeir eigi haldið þá, sakir þess að eigi höfðu nægilega margir prestar helgað sig og lýðnum var eigi enn stefnt saman til Jerúsalem.
3(但他们不能如期守逾越节,因为自洁的祭司不够,人民也没有齐集在耶路撒冷。)
4Leist konungi og söfnuðinum öllum þetta rétt,
4王和全体会众都认为这计划很好,
5og kváðu því svo á, að boða skyldi um allan Ísrael frá Beerseba til Dan, að menn skyldu koma til þess að halda Drottni, Guði Ísraels, páska í Jerúsalem, því að þeir höfðu eigi haldið þá eins fjölmennir og fyrir var mælt.
5于是下了命令,通告全以色列,从别是巴直到但,叫人民来耶路撒冷守逾越节记念耶和华以色列的 神,因为照着所记的定例举行这节的人不多。
6Þá fóru hraðboðarnir með bréf frá konungi og höfuðsmönnum hans um allan Ísrael og Júda, og mæltu svo eftir boði konungs: ,,Þér Ísraelsmenn! Snúið aftur til Drottins, Guðs Abrahams, Ísaks og Ísraels, til þess að hann snúi sér að leifunum, er komist hafa undan af yður úr hendi Assýríukonungs.
6信差就带着王和众领袖发出的书信,走遍全以色列和犹大,照着王的吩咐,宣告说:“以色列人哪,你们应当转向耶和华,亚伯拉罕、以撒和以色列的 神,使他也转向这些在亚述王手中逃脱的余民。
7Verið eigi sem feður yðar og frændur, er sýndu ótrúmennsku Drottni, Guði feðra sinna, svo að hann ofurseldi þá eyðileggingunni, svo sem þér sjáið.
7你们不要像你们的列祖和你们的亲族,他们得罪了耶和华他们列祖的 神,以致耶和华使他们成为令人惊骇的对象,就像你们自己所见的。
8Þverskallist því eigi svo sem feður yðar, réttið Drottni höndina og komið til helgidóms hans, er hann hefir helgað að eilífu, og þjónið Drottni, Guði yðar, svo að hin brennandi reiði hans megi hverfa frá yður.
8现在你们不可顽固,像你们的列祖那样;要顺服耶和华,进入他永远分别为圣的圣所,事奉耶和华你们的 神,使他的烈怒转离你们。
9Því að ef þér snúið yður til Drottins, þá munu bræður yðar og synir finna miskunn hjá þeim, er hafa flutt þá burt hernumda, svo að þeir megi hverfa heim aftur til þessa lands. Því að náðugur og miskunnsamur er Drottinn, Guð yðar, og hann mun eigi snúa augliti sínu frá yður, ef þér snúið yður aftur til hans.``
9如果你们是归向耶和华,你们的亲族和儿女就必在俘掳他们的人面前蒙怜悯,可以返回这地;因为耶和华你们的 神是有恩惠有怜悯;如果你们归向他,他必不转脸不顾你们。”
10Og hraðboðarnir fóru úr einni borginni í aðra í Efraím- og Manasselandi og allt til Sebúlons, en menn hlógu að þeim og gjörðu gys að þeim.
10信差从这城到那城,走遍了以法莲和玛拿西各地,直到西布伦;那里的人却戏弄他们,讥笑他们。
11Þó lægðu sig nokkrir menn af Asser, Manasse og Sebúlon, og komu til Jerúsalem.
11可是在亚设、玛拿西和西布伦中,也有人愿意谦卑,来到耶路撒冷。
12Einnig í Júda réð hönd Guðs, svo að hann gaf þeim eindrægni til þess að fylgja boði því, er konungur og höfuðsmennirnir höfðu látið út ganga að boði Drottins.
12 神的能力也帮助犹大人,使他们一心遵行王和众领袖奉耶和华的命令发出的吩咐。
13Síðan safnaðist fjöldi fólks saman í Jerúsalem til þess að halda hátíð hinna ósýrðu brauða í öðrum mánuði. Var það afar mikill söfnuður.
13二月,有很多人在耶路撒冷聚集,要举行无酵节,集合了一大群会众。
14Hófust þeir þá handa og afnámu ölturun, er voru í Jerúsalem, svo afnámu þeir og öll reykelsisölturun og fleygðu í Kídronlæk.
14他们起来,把耶路撒冷城中的祭坛和一切香坛,尽都除去,拋在汲沦溪中。
15Síðan slátruðu þeir páskalambinu á fjórtánda degi hins annars mánaðar, og prestarnir og levítarnir blygðuðust sín og færðu brennifórnir í musteri Drottins.
15二月十四日,他们宰了逾越节的羊羔。祭司和利未人都觉得惭愧,就自洁,把燔祭带到耶和华的殿里。
16Og þeir gengu fram á sinn ákveðna stað, eins og þeim var fyrir sett samkvæmt lögmáli guðsmannsins Móse. Stökktu prestarnir blóðinu, er þeir höfðu tekið við því hjá levítunum.
16他们遵照神人摩西的律法,按着定例,站在自己的岗位上。祭司从利未人手里把血接过来,洒在祭坛上。
17Því að margir voru þeir í söfnuðinum, er eigi höfðu helgað sig, en levítarnir sáu um slátrun á páskalömbunum fyrir alla þá, er eigi voru hreinir, til þess að helga þau Drottni.
17因为会众中有很多人还没有自洁,所以利未人必须为所有不洁的人宰杀逾越节的羊羔,使他们在耶和华面前成为圣洁。
18Því að fjöldi lýðsins, margir úr Efraím, Manasse, Íssakar og Sebúlon höfðu eigi hreinsað sig, og neyttu eigi páskalambsins á þann hátt, sem fyrir er mælt, en Hiskía bað fyrir þeim og sagði: ,,Drottinn, sem er góður, fyrirgefi
18原来有一大群人,很多是从以法莲、玛拿西、以萨迦和西布伦来的,还没有自洁,就吃逾越节的羊羔,不遵照所记的定例;因此,希西家为他们祷告说:
19hverjum er leggur hug á að leita Guðs, Drottins, Guðs feðra sinna, enda þótt hann eigi sé svo hreinn sem sæmir helgidóminum.``
19“凡是立定心意,专一寻求 神耶和华他们列祖的 神的,虽然没有照着圣所洁净的礼自洁,愿良善的耶和华也饶恕他们。”
20Og Drottinn bænheyrði Hiskía og þyrmdi lýðnum.
20耶和华垂听了希西家的祷告,就饶恕众民。
21Svo héldu þá Ísraelsmenn, þeir er voru í Jerúsalem, hátíð hinna ósýrðu brauða í sjö daga með miklum fögnuði, og prestarnir og levítarnir lofuðu Drottin dag eftir dag af öllum mætti.
21在耶路撒冷的以色列人,都十分欢乐地守除酵节七天;利未人和祭司天天赞美耶和华,用响亮的乐器赞美耶和华。
22Og Hiskía talaði vinsamlega við alla levítana, er sýndu góðan skilning á þjónustu Drottins. Átu þeir síðan hátíðarfórnina í sjö daga og slátruðu heillafórnum og lofuðu Drottin, Guð feðra sinna.
22希西家慰勉所有善于事奉耶和华的利未人;众人吃节筵七日,又献上平安祭,称颂耶和华他们列祖的 神。
23Og allur söfnuðurinn réð það af að halda hátíð aðra sjö daga, og héldu þeir svo fagnaðarhátíð í sjö daga.
23全体会众商议好了,要再守节期七天,于是他们欢欢喜喜地又举行了七天。
24Því að Hiskía Júdakonungur hafði gefið söfnuðinum þúsund naut og sjö þúsund sauði, og höfuðsmennirnir höfðu gefið söfnuðinum þúsund naut og tíu þúsund sauði. Og fjöldi presta helgaði sig.
24犹大王希西家送给会众公牛一千头,羊七千只;众领袖也送给会众公牛一千头,羊一万只;并且有很多祭司自洁。
25Svo fagnaði þá allur Júdasöfnuður og prestarnir og levítarnir og allur söfnuður þeirra, er komnir voru úr Ísrael, og útlendingarnir, er komnir voru úr Ísraelslandi, og þeir er bjuggu í Júda.
25犹大的全体会众、祭司和利未人、从以色列来的全体会众,以及在以色列地寄居的人和在犹大寄居的人,都非常欢乐。
26Og mikill fögnuður var í Jerúsalem, því að síðan á dögum Salómons, sonar Davíðs Ísraelskonungs, hafði slíkt eigi borið við í Jerúsalem.Og levítaprestarnir stóðu upp og blessuðu lýðinn, og hróp þeirra var heyrt og bæn þeirra komst til hins heilaga bústaðar hans, til himins.
26这样,在耶路撒冷有极大的欢乐,自从以色列王大卫的儿子所罗门的日子以来,在耶路撒冷都没有像这样的欢乐。
27Og levítaprestarnir stóðu upp og blessuðu lýðinn, og hróp þeirra var heyrt og bæn þeirra komst til hins heilaga bústaðar hans, til himins.
27那时,利未支派的祭司起来,给人民祝福;他们的声音蒙了垂听,他们的祷告达到天上 神的圣所那里。