Icelandic

聖經新譯本 (Simplified)

Deuteronomy

28

1Ef þú hlýðir grandgæfilega raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og heldur allar skipanir hans, þær er ég legg fyrir þig í dag, þá mun Drottinn Guð þinn hefja þig yfir allar þjóðir á jörðu,
1遵行诫命的必蒙福(利26:3-13;申7:12-24)
2og þá munu fram við þig koma og á þér rætast allar þessar blessanir, ef þú hlýðir raustu Drottins Guðs þíns:
2如果你听从耶和华你的 神的话,以下这一切福气必临到你身上,必把你追上。
3Blessaður ert þú í borginni og blessaður ert þú á akrinum.
3你在城里必蒙福,在田间也必蒙福。
4Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns og ávöxtur fénaðar þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar.
4你身所生的、土地所出的、牲畜所出的、牛生殖的和羊所产的,都必蒙福。
5Blessuð er karfa þín og deigtrog þitt.
5你的篮子和你的抟面盆,都必蒙福。
6Blessaður ert þú, þegar þú gengur inn, og blessaður ert þú, þegar þú gengur út.
6你出必蒙福,你入也必蒙福。
7Drottinn mun láta óvini þína bíða ósigur fyrir þér, þá er upp rísa í móti þér. Um einn veg munu þeir fara í móti þér, en um sjö vegu munu þeir flýja undan þér.
7“那起来攻击你的仇敌,耶和华必使他们在你面前被击败;他们从一条路出来攻击你,必在你面前从七条路逃跑。
8Drottinn láti blessun fylgja þér í forðabúrum þínum og í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, og hann blessi þig í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.
8在你的仓房里和你手所办的一切事上,耶和华必吩咐福气临到你;在耶和华你的 神赐给你的地上,他必赐福给你。
9Drottinn gjöri þig að lýð, sem heilagur er fyrir honum, eins og hann hefir svarið þér, ef þú varðveitir skipanir Drottins Guðs þíns og gengur á hans vegum.
9如果你谨守耶和华你的 神的诫命,遵守他的道路,耶和华就必照着他向你起过的誓,立你作他自己的圣民。
10Og allar þjóðir á jörðinni munu þá sjá, að þú hefir nefndur verið eftir nafni Drottins, og þær munu óttast þig.
10地上万民见你被称为耶和华名下的人,就必惧怕你。
11Drottinn mun veita þér gnægð gæða í ávexti kviðar þíns og í ávexti fénaðar þíns og í ávexti lands þíns í landi því, sem Drottinn sór feðrum þínum að gefa þér.
11在耶和华向你列祖起誓应许要赐给你的土地上,他必使你身上所生的、牲畜所产的、土地所出的,都丰富有余。
12Drottinn mun upp ljúka fyrir þér forðabúrinu sínu hinu góða, himninum, til þess að gefa landi þínu regn á réttum tíma og blessa öll verk handa þinna, og þú munt fé lána mörgum þjóðum, en sjálfur eigi þurfa að taka fé að láni.
12耶和华必为你打开他天上的宝库,按时降雨在你的地上,在你手里所作的一切事上赐福给你;你要借贷给许多国的民,却不会向人借贷。
13Drottinn mun gjöra þig að höfði og eigi að hala, og þú skalt stöðugt stíga upp á við, en aldrei færast niður á við, ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, til þess að þú varðveitir þær og breytir eftir þeim,
13耶和华必使你作头不作尾,居上不居下,只要你听从耶和华你的 神的诫命,就是我今日吩咐你的,谨守遵行;
14og ef þú víkur ekki frá neinu boðorða þeirra, er ég legg fyrir yður í dag, hvorki til hægri né vinstri, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim.
14不可偏离我今日吩咐你的一切话,不偏左也不偏右,以致去随从和事奉别的神。
15En ef þú hlýðir ekki raustu Drottins Guðs þíns, svo að þú varðveitir og haldir allar skipanir hans og lög, er ég legg fyrir þig í dag, þá munu fram við þig koma og á þér hrína allar þessar bölvanir:
15违命的必受咒诅(利26:14-45)“但是,如果你不听从耶和华你 神的话,不谨守遵行我今日吩咐你的一切诫命和律例,以下这一切咒诅就必临到你身上,把你赶上。
16Bölvaður ert þú í borginni og bölvaður ert þú á akrinum.
16你在城里必受咒诅,在田间也必受咒诅。
17Bölvuð er karfa þín og deigtrog þitt.
17你的篮子和抟面盆都必受咒诅。
18Bölvaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur lands þíns, viðkoma nautgripa þinna og burðir hjarðar þinnar.
18你身所生的、土地所出的、牛生殖的和羊所产的,都必受咒诅。
19Bölvaður ert þú, þegar þú gengur inn, og bölvaður ert þú, þegar þú gengur út.
19你出必受咒诅,你入也必受咒诅。
20Drottinn mun senda yfir þig bölvun, skelfing og ógnun í öllu því, er þú tekur þér fyrir hendur að gjöra, uns þú gjöreyðist og fyrirferst skyndilega sökum illra verka þinna _ sökum þess, að þú yfirgafst mig.
20“耶和华必在你手所作的一切事上,使咒诅、纷乱和责备临到你身上,直到你被消灭,速速地灭亡,因为你行恶,离弃了我的缘故。
21Drottinn mun láta drepsóttina við þig loða, þar til er hann eyðir þér úr landi því, er þú heldur nú inn í til þess að taka það til eignar.
21耶和华必使瘟疫随着你,直到他把你从你进去得为业的地上灭绝了。
22Drottinn mun slá þig með tæring og köldu, hita og bruna, með ofþurrki, korndrepi og gulnan, og mun þetta ásækja þig uns þú líður undir lok.
22耶和华必用痨病、热病、炎症、疟疾、干旱、旱风和霉烂打击你;它们必追赶你,直到你灭亡。
23Himinninn yfir höfði þér skal verða sem eir og jörðin undir fótum þér sem járn.
23你头上的天必变成铜,你脚下的地必变成铁。
24Í stað regns mun Drottinn láta ryk og sandfok koma yfir land þitt; það mun falla yfir þig af himni, uns þú ert gjöreyddur.
24耶和华必使你地上的雨水变为飞沙尘土,从天上下到你身上,直到你被消灭。
25Drottinn mun láta þig bíða ósigur fyrir óvinum þínum. Um einn veg munt þú fara í móti þeim, en um sjö vegu munt þú flýja undan þeim, og þú munt verða grýla fyrir öll konungsríki jarðarinnar.
25耶和华必使你在仇敌面前被击败;你从一条路出去攻击他们,必在他们面前从七条路逃跑;你必成为天下万国惊骇的对象。
26Og hræ þín munu verða æti fyrir alla fugla himinsins og fyrir dýr jarðarinnar, og enginn mun fæla þau burt.
26你的尸体必成为空中的飞鸟和地上的走兽的食物;必没有人来把它们吓走。
27Drottinn mun slá þig með egypskum kaunum: með kýlum, kláða og útbrotum, svo að þú skalt verða ólæknandi.
27“耶和华必用埃及人的疮、痔漏、牛皮癣、红疹打击你,这是你不能医治的。
28Drottinn mun slá þig með vitfirring, blindni og hugarsturlan.
28耶和华必用癫狂、眼瞎、心乱打击你;
29Þú munt fálma um hábjartan dag, eins og blindur maður fálmar í myrkri, og þú munt enga gæfu hljóta á vegum þínum, og þú munt alla daga sæta tómri undirokun og ránskap, og enginn mun hjálpa þér.
29你必在中午的时候摸索,好像瞎子在黑暗中摸索一样;你的道路必不亨通;你必日日受欺压、被抢夺,没有人拯救你。
30Þú munt festa þér konu, en annar maður mun leggjast með henni. Þú munt reisa hús, en eigi búa í því. Þú munt planta víngarð, en engar hans nytjar hafa.
30你和女子订了婚,别人必和她同寝;你建造房屋,必不得住在里面;你栽种葡萄园,必不得享用它的果子。
31Uxa þínum mun slátrað verða fyrir augunum á þér, en þú munt ekki fá neitt af honum að eta. Asna þínum mun rænt verða að þér ásjáandi, en hann mun eigi hverfa aftur til þín. Sauðir þínir munu seldir verða í hendur óvinum þínum, og enginn mun hjálpa þér.
31你的牛在你眼前被宰了,你必不得吃它的肉;你的驴从你面前被抢夺了,必不归还给你;你的羊群交给了你的仇敌,必没有人拯救。
32Synir þínir og dætur munu seldar verða í hendur annarri þjóð, og augu þín skulu horfa á það og daprast af þrá eftir þeim allan daginn, en þú skalt eigi fá að gjört.
32你的儿女必被交给别国的民,你必亲眼看见,日日为他们焦虑;你必无能为力。
33Ávöxt lands þíns og allt það, er þú hefir aflað þér með striti þínu, mun þjóð ein eta, sem þú ekki þekkir, og þú munt sæta áþján einni og undirokun alla daga,
33你土地的出产和你劳碌得来的一切,都必被你不认识的民族吃尽;你必常常受压迫和压制;
34og þú munt verða vitstola út af því, er þú verður að horfa upp á.
34你因亲眼看见的,必要疯狂。
35Drottinn mun slá þig með illkynjuðum ólæknandi kaunum á knjám og fótleggjum, frá iljum og allt upp á hvirfil.
35耶和华必用毒疮打击你的双膝和双腿,由踵至顶,使你无法医治。
36Drottinn mun leiða þig og konung þinn, þann er þú munt taka yfir þig, til þeirrar þjóðar, er hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, og þar munt þú þjóna öðrum guðum, stokkum og steinum.
36耶和华必把你和你所立统治你的君王,领到你和你的列祖都不认识的国那里去;在那里你必事奉别的神,就是木头石头所做的神。
37Og þú munt verða að undri, orðskvið og spotti meðal allra þjóða, þeirra er Drottinn leiðir þig til.
37在耶和华要领你去的各民族中,你必成为使人惊骇、使人嘲笑和讽刺的对象。
38Mikið kornsæði munt þú færa út á akrana, en litlu skalt þú aftur inn safna, því að engisprettur skulu upp eta það.
38“你带到田间的种子虽然很多,但收进来的却很少,因为蝗虫把它吞吃了。
39Þú munt planta víngarða og yrkja þá, en vín munt þú hvorki drekka né leggja fyrir til geymslu, því að maðkurinn mun eyða því.
39你栽种修理葡萄园,必不得收葡萄,也不得喝葡萄酒,因为虫子把它吃尽了。
40Þú munt hafa olíutré um allt land þitt, en með olíu munt þú eigi smyrja þig, því að olífur þínar munu detta af.
40你全境必有橄榄树,却没有油抹身,因为你的橄榄还未成熟就脱落了。
41Þú munt geta sonu og dætur, en ekki fá að njóta þeirra, því að þau munu fara í útlegð.
41你必生儿养女,却不是属你的,因为他们都要被掳去。
42Öll tré þín og ávöxt lands þíns munu engispretturnar leggja undir sig.
42你所有的树木和你土地的出产,都必被害虫吃光。
43Útlendingurinn, sem hjá þér er, mun stíga hærra og hærra upp yfir þig, en þú færast lengra og lengra niður á við.
43住在你中间的寄居者必渐渐高升,比你高而又高;你必渐渐下降,低而又低。
44Hann mun lána þér, en þú munt eigi lána honum, hann mun verða höfuðið, en þú munt verða halinn.
44他要借给你,你却不能借给他;他必作头,你必作尾。
45Allar þessar bölvanir munu koma fram á þér, elta þig og á þér hrína, uns þú ert gjöreyddur, af því að þú hlýddir ekki raustu Drottins Guðs þíns, að varðveita skipanir hans og lög, þau er hann fyrir þig lagði,
45这一切咒诅必临到你,必追赶你,必把你追上,直到你被消灭,因为你不听从耶和华你的 神的话,没有遵守他吩咐你的诫命和律例。
46og þær skulu fylgja þér og niðjum þínum ævinlega sem tákn og undur.
46这些咒诅必在你和你的后裔身上成为异迹和奇事,直到永远。
47Fyrir því að þú þjónaðir ekki Drottni Guði þínum með gleði og fúsu geði, af því að þú hafðir allsnægtir,
47因为你在这样富足的时候,没有以欢乐和高兴的心来事奉耶和华你的 神,
48þá skalt þú þjóna óvinum þínum, þeim er Drottinn sendir í móti þér, hungraður og þyrstur, klæðlaus og farandi alls á mis, og hann mun leggja járnok á háls þér, uns hann hefir gjöreytt þér.
48所以你必在饥饿、干渴、赤身露体和缺乏之中,去事奉耶和华派来攻击你的仇敌;他必把铁轭放在你的颈项上,直到把你消灭。
49Drottinn mun stefna í móti þér þjóð einni úr fjarlægð, frá enda jarðarinnar, og kemur hún fljúgandi eins og örn, þjóð, hverrar tungu þú ekki skilur,
49“耶和华必从远方,从地极把一国的民带来,像鹰一般飞来攻击你;这民的语言你不会听;
50illúðlegri þjóð, sem eigi skeytir manngrein gamalmenna og enga vægð sýnir ungmennum.
50这民脸无羞耻,不顾老年人的情面,也不恩待青年人。
51Og hún mun eta ávöxt fénaðar þíns og ávöxt lands þíns, uns þú ert gjöreyddur. Hún mun ekki leifa þér korni, aldinlegi og olíu, viðkomu nauta þinna né burði hjarðar þinnar, uns hún hefir gjört út af við þig.
51他们必吞吃你牲畜所生的和你土地所产的,直到把你消灭;必不给你留下五谷、新酒和油、幼小的牛,以及肥嫩的羊,直到使你灭亡为止。
52Hún mun gjöra umsát um þig í öllum borgum þínum, uns hinir háu og rammgjörvu múrar þínir, sem þú treystir á, eru hrundir um land þitt allt. Og hún mun gjöra umsát um þig í öllum borgum þínum alls staðar í landi þínu, því er Drottinn Guð þinn gefur þér.
52他们必把你围困在你的各城里,直到在你的全境内你所倚靠高大和坚固的城墙都被攻陷;他们必把你围困在耶和华你的 神赐给你的全地的各城里。
53Og þú munt eta ávöxt kviðar þíns, holdið af sonum þínum og dætrum, þeim er Drottinn Guð þinn hefir gefið þér. Svo nærri mönnum mun umsátrið ganga og þær hörmungar, er þú munt sæta af óvinum þínum.
53你在仇敌围困和窘迫你的时候,要吃你身所生的,就是吃耶和华你的 神赐给你的儿女的肉。
54Jafnvel sá maður meðal þín, sem mjúklífur er og mjög kveifarlegur, mun óblíðu auga líta bróður sinn, konuna í faðmi sínum og þau börnin sín, er hann enn á eftir,
54你们中间温柔嫩弱的男人,必敌视自己的兄弟、怀中的妻子和余剩的儿女;
55og eigi tíma að gefa neinu af þeim neitt af holdi barna sinna, sem hann etur, af því að hann hefir ekkert annað til. Svo nærri mönnum mun umsátrið ganga og þær hörmungar, er þú munt sæta af óvinum þínum í öllum borgum þínum.
55甚至在你的仇敌围困和窘迫你在各城里的时候,他要吃自己儿女的肉,却不肯分给他们任何人,因为他没有什么剩下的。
56Mjúklíf og kveifarleg kona meðal þín, sem aldrei hefir reynt að tylla fæti sínum á jörðina af kveifarhætti og tepruskap, mun óblíðu auga líta manninn í faðmi sínum, son sinn og dóttur sína,
56你们中间温柔娇嫩的妇人,素来因为温柔娇嫩不肯把脚掌踏在地上,现在必敌视自己怀中的丈夫和自己的儿女。
57og fylgjuna, sem út gengur af skauti hennar, og börn sín, þau er hún elur, því að hún etur þau sjálf á laun, þegar allar bjargir eru bannaðar. Svo nærri mönnum mun umsátrið ganga og þær hörmungar, er þú munt sæta af óvinum þínum í öllum borgum þínum.
57她暗中把自己两腿之间出来的婴孩,和自己生的儿女吃掉,因为在你的仇敌围困和窘迫你在各城里的时候,她什么都没有了。
58Ef þú gætir þess eigi að halda öll fyrirmæli þessa lögmáls, þau er rituð eru í þessari bók, með því að óttast þetta dýrlega og hræðilega nafn, DROTTINN GUÐ ÞINN,
58“如果你不谨守遵行写在这书上的这律法的一切话,不敬畏这荣耀和可畏的名,就是耶和华你的 神,
59þá mun Drottinn slá þig og niðja þína með feiknaplágum, með miklum plágum og þrálátum, með illkynjuðum sjúkdómum og þrálátum,
59耶和华就必使你和你的后裔遭受奇灾,就是大而长久的灾,毒而长久的病。
60og hann mun aftur láta yfir þig koma allar hinar egypsku sóttir, þær er þú hræðist, og þær munu við þig loða.
60他必使你惧怕的埃及人的各种疾病都临到你身上,紧紧地缠着你。
61Auk þess mun Drottinn láta yfir þig koma alla þá sjúkdóma og allar þær plágur, sem ekki eru ritaðar í þessari lögmálsbók, uns þú ert gjöreyddur.
61又把这律法书上没有记载的各样灾病,都降在你身上,直到你被消灭。
62Aðeins fámennur hópur skal eftir verða af yður, í stað þess að þér áður voruð sem stjörnur himins að fjölda til, af því að þú hlýddir eigi raustu Drottins Guðs þíns.
62你们以前虽然像天上的星那么多,现在剩下的人数却寥寥可数,因为你不听从耶和华你的 神的话。
63Og eins og Drottinn áður fyrri hafði yndi af því að gjöra vel við yður og margfalda yður, eins mun Drottinn hafa yndi af að tortíma yður og gjöreyða, og þér munuð verða reknir burt úr því landi, er þér haldið nú inn í til þess að taka það til eignar.
63先前耶和华怎样喜欢你们得好处,使你们人数众多,将来也必怎样喜欢你们灭亡,把你们消灭;你们必从要进去得为业的地上被拔除。
64Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu heimsskauti til annars, og þar munt þú þjóna öðrum guðum, sem hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, stokkum og steinum.
64耶和华必使你分散在万民中,从地的这边到地的那边;在那里你要事奉你和你的列祖不认识的别的神,就是木头和石头做的神。
65Og meðal þessara þjóða munt þú eigi mega búa í næði, og hvergi mun hvíldarstaður vera á fæti þínum, heldur mun Drottinn gefa þér þar skjálfandi hjarta, þrotnandi augu og ráðþrota sál.
65在那些国中,你必不得安息,也没有脚掌歇息的地方;耶和华却必使你在那里心中发颤,眼目憔悴,精神颓废。
66Líf þitt mun leika fyrir þér sem á þræði, og þú munt hræddur vera nótt og dag og aldrei vera ugglaus um líf þitt.
66你未来的生命必悬而不定;你必昼夜恐惧,生命难保。
67Á morgnana muntu segja: ,,Ó, að það væri komið kveld!`` og á kveldin muntu segja: ,,Ó, að það væri kominn morgunn!`` sökum hræðslu þeirrar, er gagntekið hefir hjarta þitt, og sökum þess, er þú verður að horfa upp á.Drottinn mun flytja þig aftur til Egyptalands á skipum, þá leið, er ég sagði um við þig: ,,Þú skalt aldrei framar líta hana!`` Og þar munuð þér boðnir verða óvinum yðar til kaups að þrælum og ambáttum, en enginn vilja kaupa.
67因你心里的惧怕惊恐和你眼中看见的景象,早晨你必说:‘但愿现在是晚上!’晚上你必说:‘但愿现在是早晨!’
68Drottinn mun flytja þig aftur til Egyptalands á skipum, þá leið, er ég sagði um við þig: ,,Þú skalt aldrei framar líta hana!`` Og þar munuð þér boðnir verða óvinum yðar til kaups að þrælum og ambáttum, en enginn vilja kaupa.
68耶和华必用船把你送回埃及去,走我曾经告诉你,你不得再见的那条路;在那里你们必卖身给你的仇敌作奴仆和作婢女,却没有人买。”