1Í þá daga var enginn konungur í Ísrael, og í þá daga var ættkvísl Daníta að leita sér að arfleifð til búsetu, því að henni hafði eigi til þess dags hlotnast nein arfleifð meðal ættkvísla Ísraels.
1但支派寻找可居之地
2Dans synir sendu þá fimm hrausta menn af kynþætti sínum, úr sínum hóp, frá Sorea og Estaól til þess að kanna landið og rannsaka það, og sögðu við þá: ,,Farið og rannsakið landið.`` Og þeir komu upp í Efraímfjöll, til húss Míka, og voru þar nætursakir.
2于是但人从琐拉和以实陶,差派他们家族中的五个勇士,去窥探查察那地,对他们说:“你们去查察那地吧。”他们来到以法莲山地,进了米迦的家,就在那里住宿。
3Þegar þeir voru staddir hjá húsi Míka, þekktu þeir málfæri hins unga manns, levítans, og viku þangað og sögðu við hann: ,,Hver hefir fært þig hingað? Hvað hefst þú hér að og hverja kosti hefir þú hér?``
3他们在米迦的家附近,认出那青年利未人的口音来,就过去他那里问他:“谁带你到这里来?你在这里作什么?你在这里有什么?”
4Og hann sagði við þá: ,,Svo og svo hefir Míka gjört við mig. Hann leigði mig, og gjörðist ég prestur hans.``
4他回答他们:“米迦如此这般待我;他雇了我,我就作了他的祭司。”
5Þá sögðu þeir við hann: ,,Gakk þú til frétta við Guð, svo að vér fáum að vita, hvort för sú muni lánast, sem vér nú erum að fara.``
5他们对他说:“请你求问 神,使我们知道我们要走的道路是否顺利。”
6Presturinn svaraði þeim: ,,Farið heilir. Förin, sem þér eruð að fara, er Drottni þóknanleg.``
6祭司对他们说:“你们平安地去吧,你们要走的道路是蒙耶和华悦纳的。”
7Síðan fóru mennirnir fimm leiðar sinnar og komu til Laís, og sáu þeir að fólkið, sem bjó þar, var óhult um sig að hætti Sídoninga, öruggt og óhult, og að ekki var skortur á neinu þar í landi og að fólkið var auðugt. Þeir voru og langt frá Sídoningum og höfðu engin mök við neinn.
7于是那五个人离开了,来到拉亿,看见那里的人民安然居住,好像西顿人一样,生活平静安稳;在那地又没有人掌权,使他们受屈辱;他们离西顿人也很远,也没有与别人来往。
8Og þeir komu til bræðra sinna í Sorea og Estaól. Og bræður þeirra sögðu við þá: ,,Hvað hafið þér að segja?``
8他们回到琐拉和以实陶自己的族人那里去;族人问他们:“你们有什么话说?”
9Þeir svöruðu: ,,Af stað! Vér skulum fara í móti þeim, því að vér höfum séð landið, og sjá, það er mjög gott. Og þér eruð aðgjörðalausir! Verið ekki tregir að leggja af stað í ferð þessa til þess að taka landið til eignar.
9他们回答:“起来,我们上去攻击他们吧。因为我们已经看过那地,见那地十分美好,你们还静坐不动吗?不可再迟延,要赶快去取得那地。
10Þegar þér komið þangað, munuð þér hitta ugglaust fólk, og landið er víðáttumikið á allar hliðar, því að Guð hefir gefið það í yðar hendur, land, þar sem ekki er skortur á neinu því, sem til er á jörðinni.``
10你们到了那里的时候,你们必遇见安然居住的人民;那地的两边宽阔, 神已经把那地交在你们手里;那地百物俱全,一无所缺。”
11Þá tóku sig upp þaðan, frá Sorea og Estaól, sex hundruð menn, búnir hervopnum, af kynþætti Daníta.
11于是但人的家族中有六百人,带着兵器从那里出发,就是从琐拉和以实陶出发。
12Héldu þeir norður eftir og settu herbúðir sínar í Kirjat Jearím í Júda. Fyrir því er sá staður kallaður ,,Dans herbúðir`` fram á þennan dag, sjá, það er fyrir vestan Kirjat Jearím.
12他们上去,在犹大的基列.耶琳安营;因此人把那地方叫作玛哈尼.但(“玛哈尼.但”意即“但的军营”),直到现在;这地方是在基列.耶琳的西边。
13Þaðan fóru þeir yfir á Efraímfjöll og komu til húss Míka.
13他们从那里经过,往以法莲山地去,来到米迦的家。
14Þá hófu mennirnir fimm máls, þeir er farið höfðu til Laís til þess að kanna landið, og sögðu við frændur sína: ,,Vitið þér, að í þessum húsum er hökullíkneski, húsgoð, skurðlíkneski og steypt líkneski? Hyggið nú að, hvað þér eigið að gjöra!``
14但支派取去神像和祭司从前去窥探拉亿地的五个人,对他们的族人说:“这些屋子里有以弗得、神像、雕像和铸像,你们知道吗?现在你们要考虑一下应该怎样行。”
15Og þeir viku þangað og komu í hús hins unga manns, levítans, í hús Míka, og spurðu hann, hvernig honum liði.
15于是他们五人转身,进入米迦的家,来到那青年利未人的屋里,向他问安。
16En þeir sex hundruð menn, sem voru af sonum Dans, stóðu búnir hervopnum fyrir utan hliðið,
16那六百但人,带着兵器,都站在门口。
17og mennirnir fimm, sem farið höfðu að kanna landið, fóru upp og komu þangað, tóku skurðlíkneskið, hökullíkneskið, húsgoðin og steypta líkneskið. En presturinn stóð fyrir utan hliðið og þeir sex hundruð menn, búnir hervopnum.
17从前去窥探那地的五个人上前,进入里面,把雕像、以弗得、神像和铸像都拿去了;祭司和带着兵器的六百人都站在门口。
18En er þeir voru komnir inn í hús Míka, þá tóku þeir skurðlíkneskið, hökullíkneskið, húsgoðin og steypta líkneskið. Og presturinn sagði við þá: ,,Hvað hafist þér að?``
18当那五个人进了米迦的家,拿走雕像、以弗得、神像和铸像的时候,祭司就问他们:“你们作什么呢?”
19En þeir svöruðu honum: ,,Þegi þú! Legg þú hönd þína á munn þér og far með oss, og ver þú faðir vor og prestur! Er þér það betra að vera heimilisprestur eins manns heldur en að vera prestur hjá ættkvísl og kynþætti í Ísrael?``
19他们回答他:“不要出声,用手掩着你的嘴,跟我们走吧,好作我们的师父和祭司。你作一家的祭司好呢?还是作以色列中一个支派一个家族的祭司好呢?”
20Prestur tók þessu feginsamlega og tók hökullíkneskið, húsgoðin og skurðlíkneskið og slóst í för með mönnunum.
20祭司心里高兴,就拿着以弗得、神像和雕像,来到众人中间。
21Sneru þeir nú á leið og héldu af stað og létu börn og búsmala og verðmæta hluti fara á undan sér.
21他们就转身离去,把妇孺和牲畜,以及财物,都放在前面。
22En er þeir voru komnir langt í burt frá húsi Míka, þá voru þeir menn, sem bjuggu í húsunum hjá húsi Míka, kallaðir saman, og eltu þeir Dans syni og náðu þeim.
22他们离开米迦的家很远的时候,在米迦的家附近各家的人,都被召集出来,去追赶但人。
23Og þeir kölluðu til Dans sona, og sneru þeir sér þá við og sögðu við Míka: ,,Hvað stendur til fyrir þér, er þú kemur svo fjölmennur?``
23他们呼叫但人;但人转过脸来,问米迦:“你召集了这么多人出来作什么?”
24Hann svaraði: ,,Þér hafið tekið guði mína, sem ég hafði gjört mér, og prestinn, og eruð farnir burt. Hvað á ég þá eftir? Hvernig getið þér þá spurt mig: Hvað stendur til fyrir þér?``
24米迦回答:“你们把我所做的神像和我的祭司都带走了,我还有什么呢?你们怎么还问我:‘你作什么’呢?”
25Þá sögðu Dans synir við hann: ,,Haf engin orð við oss, ella kynnu gremjufullir menn að ráðast á yður og þú verða valdur að því, að bæði þú og þitt hús týni lífi.``
25但人对米迦说:“不要再让我们听见你的声音,恐怕有暴躁的人攻击你们,以致你和你全家尽都丧失性命。”
26Síðan fóru Dans synir leiðar sinnar. En Míka sá, að þeir voru honum ofurefli, og sneri því við og fór aftur heim til sín.
26但人继续走他们的路;米迦见他们比自己强,就转身回自己的家去了。
27Þeir tóku skurðlíkneskið, sem Míka hafði til búið, svo og prestinn, sem hann hafði haft, og réðust á Laís, ugglaust fólk og óhult um sig, og felldu þá með sverðseggjum, en lögðu eld í borgina.
27但支派攻取拉亿改名为但但人把米迦所做的神像和他的祭司都带走,他们来到拉亿,去到平静安居的人民那里,就用刀剑击杀了他们,又用火烧了那城。
28Og þar var enginn, sem kæmi þeim til hjálpar, því að borgin lá langt frá Sídon og þeir höfðu ekki mök við nokkurn mann, enda lá borgin í dalnum, sem er hjá Bet-Rehób. Síðan endurreistu þeir borgina og settust þar að.
28没有人搭救,因为离西顿很远,他们又与别人没有来往。这城位于靠近伯.利合的山谷中。但人重建那城,住在其中。
29Þeir nefndu borgina Dan, eftir nafni Dans, föður þeirra, er fæddist Ísrael, en í öndverðu hafði borgin heitið Laís.
29按着他们的祖宗,以色列所生的儿子但的名字,给那城起名叫但;其实那城原先的名字叫拉亿。
30Og Dans synir reistu upp skurðlíkneskið handa sér, og Jónatan Gersómsson, Mósesonar, og synir hans voru prestar hjá ættkvísl Daníta, til þess er fólkið var flutt burt úr landinu.Og þeir settu upp skurðlíkneski Míka handa sér, það er hann hafði til búið, og stóð það alla þá stund er Guðs hús var í Síló.
30但人就为自己把那雕像立起来;摩西的孙子、革顺的儿子约拿单和他的子孙,都作了但支派的祭司,直到那地遭受掳掠的日子。
31Og þeir settu upp skurðlíkneski Míka handa sér, það er hann hafði til búið, og stóð það alla þá stund er Guðs hús var í Síló.
31 神的殿在示罗有多少日子,但人为自己设立米迦所做的雕像也有多少日子。