Icelandic

Dutch Staten Vertaling

1 Chronicles

16

1Og þeir fluttu örk Guðs inn og settu hana í tjaldið, sem Davíð hafði reisa látið yfir hana, og þeir færðu brennifórnir og heillafórnir.
1Toen zij de ark Gods inbrachten, zo stelden zij ze in het midden der tent, welke David voor haar gespannen had; en zij offerden brandofferen en dankofferen voor het aangezicht Gods.
2Og er Davíð hafði fært brennifórnina og heillafórnirnar, blessaði hann lýðinn í nafni Drottins
2Als David het brandoffer en de dankofferen geeindigd had te offeren, zo zegende hij het volk in den Naam des HEEREN.
3og úthlutaði öllum Ísraelsmönnum, körlum sem konum, sinn brauðhleifinn hverjum, kjötstykki og rúsínuköku.
3En hij deelde een iegelijk in Israel, van den man tot de vrouw, een iegelijk een bol broods, en een schoon stuk vlees, en een fles wijn.
4Davíð setti menn af levítum til þess að gegna þjónustu frammi fyrir örk Drottins og til þess að tigna, lofa og vegsama Drottin, Guð Ísraels.
4En hij stelde voor de ark des HEEREN sommigen uit de Levieten tot dienaars, en dat, om den HEERE, den God Israels, te vermelden, en te loven, en te prijzen.
5Var Asaf helstur þeirra og honum næstur gekk Sakaría, þá Jeíel, Semíramót, Jehíel, Mattitja, Elíab, Benaja, Óbeð Edóm og Jeíel með hljóðfærum, hörpum og gígjum, en Asaf lét skálabumburnar kveða við,
5Asaf was het hoofd, en Zecharja de tweede na hem; Jeiel, en Semiramoth, en Jehiel, en Mattithja, en Eliab, en Benaja, en Obed-Edom, en Jeiel, met instrumenten der luiten en met harpen; en Asaf liet zich horen met cimbalen;
6og Benaja og Jehasíel prestar þeyttu stöðugt lúðrana frammi fyrir sáttmálsörk Guðs.
6Maar Benaja en Jahaziel, de priesters, steeds met trompetten voor de ark des verbonds van God.
7Á þeim degi fól Davíð í fyrsta sinni Asaf og frændum hans að syngja ,,Lofið Drottin.``
7Te dienzelven dage gaf David ten eerste dezen psalm, om den HEERE te loven, door den dienst van Asaf, en zijn broederen.
8Lofið Drottin, ákallið nafn hans, gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna!
8Looft den HEERE, roept Zijn Naam aan, maakt Zijn daden bekend onder de volken.
9Syngið fyrir honum, leikið fyrir honum, talið um öll hans dásemdarverk.
9Zingt Hem, psalmzingt Hem, spreekt aandachtelijk van al Zijn wonderwerken.
10Hrósið yður af hans helga nafni, hjarta þeirra, er leita Drottins, gleðjist.
10Roemt u in den Naam Zijner heiligheid; dat zich het hart dergenen, die den HEERE zoeken, verblijde.
11Leitið Drottins og máttar hans, stundið sífellt eftir augliti hans.
11Vraagt naar den HEERE en Zijn sterkte, zoekt Zijn aangezicht geduriglijk.
12Minnist dásemdarverka hans, þeirra er hann gjörði, tákna hans og refsidóma munns hans,
12Gedenkt Zijner wonderwerken, die Hij gedaan heeft, Zijner wondertekenen, en de oordelen Zijns monds;
13þér niðjar Ísraels, þjónar hans, þér synir Jakobs, hans útvöldu.
13Gij, zaad van Israel, Zijn dienaar, gij, kinderen van Jakob, Zijn uitverkorenen!
14Hann er Drottinn, Guð vor, um víða veröld ganga dómar hans.
14Hij is de HEERE, onze God; Zijn oordelen zijn over de gehele aarde.
15Hann minnist að eilífu sáttmála síns, orðs þess, er hann hefir gefið þúsundum kynslóða,
15Gedenkt tot in der eeuwigheid Zijns verbonds, des woords, dat Hij ingesteld heeft tot in het duizendste geslacht;
16sáttmálans, er hann gjörði við Abraham, og eiðs síns við Ísak,
16Des verbonds, dat Hij met Abraham heeft gemaakt, en Zijns eeds aan Izak;
17þess er hann setti sem lög fyrir Jakob, eilífan sáttmála fyrir Ísrael,
17Welken Hij ook aan Jakob heeft gesteld tot een inzetting, aan Israel tot een eeuwig verbond;
18þá er hann mælti: ,,Þér mun ég gefa Kanaanland sem erfðahlut þinn.``
18Zeggende: Ik zal u het land Kanaan geven, een snoer van ulieder erfdeel;
19Þegar þeir voru fámennur hópur, örfáir, og bjuggu þar sem útlendingar,
19Als gij weinige mensen in getal waart; ja, weinigen en vreemdelingen daarin.
20og fóru frá einni þjóð til annarrar, og frá einu konungsríki til annars lýðs,
20En zij wandelden van volk tot volk, en van het ene koninkrijk tot een ander volk.
21leið hann engum að kúga þá og hegndi konungum þeirra vegna.
21Hij liet niemand toe hen te onderdrukken; ook bestrafte Hij koningen om hunnentwil, zeggende:
22,,Snertið eigi við mínum smurðu, og gjörið eigi spámönnum mínum mein.``
22Tast Mijn gezalfden niet aan, en doet Mijn profeten geen kwaad.
23Syngið Drottni, öll lönd, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.
23Zingt den HEERE, gij, ganse aarde, boodschapt Zijn heil van dag tot dag.
24Segið frá dýrð hans meðal heiðingjanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra þjóða.
24Vertelt Zijn eer onder de heidenen, Zijn wonderwerken onder alle volken.
25Því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, og óttalegur er hann öllum guðum framar.
25Want de HEERE is groot, en zeer te prijzen, en Hij is vreselijk boven alle goden.
26Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir, en Drottinn hefir gjört himininn.
26Want al de goden der volken zijn afgoden; maar de HEERE heeft de hemelen gemaakt.
27Heiður og vegsemd eru fyrir augliti hans, máttur og fögnuður í bústað hans.
27Majesteit en heerlijkheid zijn voor Zijn aangezicht, sterkte en vrolijkheid zijn in Zijn plaats.
28Tjáið Drottni, þér þjóðakynkvíslir, tjáið Drottni vegsemd og vald.
28Geeft den HEERE, gij, geslachten der volken, geeft den HEERE eer en sterkte.
29Tjáið Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir, færið gjafir og komið fram fyrir hann. Fallið fram fyrir Drottni í helgum skrúða,
29Geeft den HEERE de eer Zijns Naams, brengt offer, en komt voor Zijn aangezicht; aanbidt den HEERE in de heerlijkheid des heiligdoms.
30titrið fyrir honum, öll lönd. Hann hefir fest jörðina, svo að hún bifast ekki.
30Schrikt voor Zijn aangezicht, gij, gehele aarde! Ook zal de wereld bevestigd worden, dat zij niet bewogen worde.
31Himinninn gleðjist og jörðin fagni, menn segi meðal heiðingjanna: ,,Drottinn hefir tekið konungdóm!``
31Dat de hemelen zich verblijden, en de aarde verheuge zich, en dat men onder de heidenen zegge: De HEERE regeert.
32Hafið drynji og allt, sem í því er, foldin fagni og allt, sem á henni er.
32Dat de zee bruise met haar volheid, dat het veld huppele van vreugde, met al wat daarin is.
33Öll tré skógarins kveði fagnaðarópi fyrir Drottni, því að hann kemur til þess að dæma jörðina.
33Dan zullen de bomen des wouds juichen voor het aangezicht des HEEREN, omdat Hij komt, om de aarde te richten.
34Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu!
34Looft den HEERE, want Hij is goed, want Zijn goedertierenheid is tot in eeuwigheid.
35og segið: ,,Hjálpa þú oss, Guð hjálpræðis vors. Safna þú oss saman og frelsa þú oss frá heiðingjunum, að vér megum lofa þitt heilaga nafn, víðfrægja lofstír þinn.``
35En zegt: Verlos ons, o God onzes heils, en verzamel ons, en red ons van de heidenen, dat wij Uw heiligen Naam loven, en dat wij ons Uws lofs roemen.
36Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð frá eilífð til eilífðar. Og allur lýður sagði: ,,Amen!`` og ,,Lof sé Drottni!``
36Geloofd zij de HEERE, de God Israels, van eeuwigheid tot eeuwigheid! En al het volk zeide: Amen! en het loofde den HEERE.
37Og Davíð lét þá Asaf og frændur hans verða þar eftir frammi fyrir sáttmálsörk Drottins til þess að hafa stöðugt þjónustu á hendi frammi fyrir örkinni, eftir því sem á þurfti að halda dag hvern.
37Alzo liet hij daar, voor de ark des verbonds des HEEREN, Asaf en zijn broederen, om geduriglijk te dienen voor de ark, naardat op elken dag besteld was.
38En Óbeð Edóm og frændur þeirra, sextíu og átta, Óbeð Edóm Jedítúnsson og Hósa, skipaði hann hliðverði.
38Obed-Edom nu, met hunlieder broederen, waren acht en zestig; en hij stelde Obed-Edom, den zoon van Jeduthun, en Hosa, tot poortiers;
39Sadók prest og frændur hans, prestana, setti hann frammi fyrir bústað Drottins á hæðinni, sem er í Gíbeon,
39En den priester Zadok, en zijn broederen, de priesters, voor den tabernakel des HEEREN op de hoogte, welke te Gibeon is;
40til þess stöðugt að færa Drottni brennifórnir á brennifórnaraltarinu, kvelds og morgna, og að fara með öllu svo, sem skrifað er í lögmáli Drottins, því er hann lagði fyrir Ísrael.
40Om den HEERE de brandofferen geduriglijk te offeren op het brandofferaltaar, des morgens en des avonds; en zulks naar alles, wat er geschreven staat in de wet des HEEREN, die Hij Israel geboden had.
41Og með þeim voru þeir Heman, Jedútún og aðrir þeir er kjörnir voru, þeir er með nafni voru til þess kvaddir að lofa Drottin, því að miskunn hans varir að eilífu.
41En met hen Heman en Jeduthun, en de overige uitgelezenen, die met namen uitgedrukt zijn om den HEERE te loven; want Zijn goedertierenheid is tot in der eeuwigheid.
42Og með þeim voru þeir Heman og Jedútún með lúðra og skálabumbur handa söngmönnunum og hljóðfæri fyrir söng guðsþjónustunnar. En þeir Jedútúnssynir voru hliðverðir.Síðan fór allur lýðurinn burt, hver heim til sín, en Davíð hvarf aftur til þess að heilsa fólki sínu.
42Met hen dan waren Heman en Jeduthun, met trompetten en cimbalen voor degenen, die zich lieten horen, en met instrumenten der muziek Gods; maar de zonen van Jeduthun waren aan de poort.
43Síðan fór allur lýðurinn burt, hver heim til sín, en Davíð hvarf aftur til þess að heilsa fólki sínu.
43Alzo toog het ganse volk henen, een iegelijk in zijn huis; en David keerde zich, om zijn huis te gaan zegenen.