Icelandic

Italian: Riveduta Bible (1927)

Proverbs

14

1Viska kvennanna reisir húsið, en fíflskan rífur það niður með höndum sínum.
1La donna savia edifica la sua casa, ma la stolta l’abbatte con le proprie mani.
2Sá sem framgengur í hreinskilni sinni, óttast Drottin, en sá sem fer krókaleiðir, fyrirlítur hann.
2Chi cammina nella rettitudine teme l’Eterno, ma chi è pervertito nelle sue vie lo sprezza.
3Í munni afglapans er vöndur á hroka hans, en varir hinna vitru varðveita þá.
3Nella bocca dello stolto germoglia la superbia, ma le labbra dei savi son la loro custodia.
4Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.
4Dove mancano i buoi è vuoto il granaio, ma l’abbondanza della raccolta sta nella forza del bove.
5Sannorður vottur lýgur ekki, en falsvottur fer með lygar.
5Il testimonio fedele non mentisce, ma il testimonio falso spaccia menzogne.
6Spottarinn leitar visku, en finnur ekki, en hyggnum manni er þekkingin auðfengin.
6Il beffardo cerca la sapienza e non la trova, ma per l’uomo intelligente la scienza è cosa facile.
7Gakk þú burt frá heimskum manni, og þú hefir ekki kynnst þekkingar-vörum.
7Vattene lungi dallo stolto; sulle sue labbra certo non hai trovato scienza.
8Viska hins kæna er í því fólgin, að hann skilur veg sinn, en fíflska heimskingjanna er svik.
8La sapienza dell’uomo accorto sta nel discernere la propria strada, ma la follia degli stolti non è che inganno.
9Afglaparnir gjöra gys að sektarfórnum, en meðal hreinskilinna er velþóknun.
9Gli insensati si burlano delle colpe commesse, ma il favore dell’Eterno sta fra gli uomini retti.
10Hjartað eitt þekkir kvöl sína, og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér.
10Il cuore conosce la sua propria amarezza, e alla sua gioia non può prender parte un estraneo.
11Hús óguðlegra mun eyðileggjast, en tjald hreinskilinna mun blómgast.
11La casa degli empi sarà distrutta, ma la tenda degli uomini retti fiorirà.
12Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.
12V’è tal via che all’uomo par diritta, ma finisce col menare alla morte.
13Jafnvel þótt hlegið sé, kennir hjartað til, og endir gleðinnar er tregi.
13Anche ridendo, il cuore può esser triste; e l’allegrezza può finire in dolore.
14Rangsnúið hjarta mettast af vegum sínum svo og góður maður af verkum sínum.
14Lo sviato di cuore avrà la ricompensa dal suo modo di vivere, e l’uomo dabbene, quella delle opere sue.
15Einfaldur maður trúir öllu, en kænn maður athugar fótmál sín.
15Lo scemo crede tutto quel che si dice, ma l’uomo prudente bada ai suoi passi.
16Vitur maður óttast hið illa og forðast það, en heimskinginn er framhleypinn og ugglaus.
16Il savio teme, ed evita il male; ma lo stolto è arrogante e presuntuoso.
17Uppstökkur maður fremur fíflsku, en hrekkvís maður verður hataður.
17Chi è pronto all’ira commette follie, e l’uomo pien di malizia diventa odioso.
18Einfeldningarnir erfa fíflsku, en vitrir menn krýnast þekkingu.
18Gli scemi ereditano stoltezza, ma i prudenti s’incoronano di scienza.
19Hinir vondu verða að lúta hinum góðu, og hinir óguðlegu að standa við dyr réttlátra.
19I malvagi si chinano dinanzi ai buoni, e gli empi alle porte de’ giusti.
20Fátæklingurinn verður hvimleiður jafnvel vini sínum, en ríkismanninn elska margir.
20Il povero è odiato anche dal suo compagno, ma gli amici del ricco son molti.
21Sá sem fyrirlítur vin sinn, drýgir synd, en sæll er sá, sem miskunnar sig yfir hina voluðu.
21Chi sprezza il prossimo pecca, ma beato chi ha pietà dei miseri!
22Vissulega villast þeir, er ástunda illt, en ást og trúfesti ávinna þeir sér, er gott stunda.
22Quelli che meditano il male non son forse traviati? ma quelli che meditano il bene trovan grazia e fedeltà.
23Af öllu striti fæst ágóði, en munnfleiprið eitt leiðir aðeins til skorts.
23In ogni fatica v’è profitto, ma il chiacchierare mena all’indigenza.
24Vitrum mönnum er auður þeirra kóróna, en fíflska heimskingjanna er og verður fíflska.
24La corona de’ savi è la loro ricchezza, ma la follia degli stolti non è che follia.
25Sannorður vottur frelsar líf, en sá sem fer með lygar, er svikari.
25Il testimonio verace salva delle vite, ma chi spaccia bugie non fa che ingannare.
26Í ótta Drottins er öruggt traust, og synir slíks manns munu athvarf eiga.
26V’è una gran sicurezza nel timor dell’Eterno; Egli sarà un rifugio per i figli di chi lo teme.
27Ótti Drottins er lífslind til þess að forðast snörur dauðans.
27Il timor dell’Eterno è fonte di vita e fa schivare le insidie della morte.
28Fólksmergðin er prýði konungsins, en mannaskorturinn steypir höfðingjanum.
28La moltitudine del popolo è la gloria del re, ma la scarsezza de’ sudditi è la rovina del principe.
29Sá sem er seinn til reiði, er ríkur að skynsemd, en hinn bráðlyndi sýnir mikla fíflsku.
29Chi è lento all’ira ha un gran buon senso, ma chi è pronto ad andare in collera mostra la sua follia.
30Rósamt hjarta er líf líkamans, en ástríða er eitur í beinum.
30Un cuor calmo è la vita del corpo, ma l’invidia è la carie dell’ossa.
31Sá sem kúgar snauðan mann, óvirðir þann er skóp hann, en sá heiðrar hann, er miskunnar sig yfir fátækan.
31Chi opprime il povero oltraggia Colui che l’ha fatto, ma chi ha pietà del bisognoso, l’onora.
32Hinn óguðlegi fellur á illsku sinni, en hinum réttláta er ráðvendnin athvarf.
32L’empio è travolto dalla sua sventura, ma il giusto spera anche nella morte.
33Í hjarta hyggins manns heldur viskan kyrru fyrir, en á meðal heimskingja gerir hún vart við sig.
33La sapienza riposa nel cuore dell’uomo intelligente, ma in mezzo agli stolti si fa tosto conoscere.
34Réttlætið hefur upp lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm.Vitur þjónn hlýtur hylli konungsins, en sá hefir reiði hans, sem skammarlega breytir.
34La giustizia innalza una nazione, ma il peccato è la vergogna dei popoli.
35Vitur þjónn hlýtur hylli konungsins, en sá hefir reiði hans, sem skammarlega breytir.
35Il favore del re è per il servo prudente, ma la sua ira è per chi gli fa onta.