1Til söngstjórans. Davíðssálmur. Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig.
1Per il capo de’ musici. Salmo di Davide. O Eterno tu m’hai investigato e mi conosci.
2Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.
2Tu sai quando mi seggo e quando m’alzo, tu intendi da lungi il mio pensiero.
3Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það, og alla vegu mína gjörþekkir þú.
3Tu mi scruti quando cammino e quando mi giaccio, e conosci a fondo tutte le mie vie.
4Því að eigi er það orð á tungu minni, að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls.
4Poiché la parola non è ancora sulla mia lingua, che tu, o Eterno, già la conosci appieno.
5Þú umlykur mig á bak og brjóst, og hönd þína hefir þú lagt á mig.
5Tu mi stringi di dietro e davanti, e mi metti la mano addosso.
6Þekking þín er undursamlegri en svo, að ég fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn.
6Una tal conoscenza è troppo maravigliosa per me, tanto alta, che io non posso arrivarci.
7Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu?
7Dove me ne andrò lungi dal tuo spirito? e dove fuggirò dal tuo cospetto?
8Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar.
8Se salgo in cielo tu vi sei; se mi metto a giacere nel soggiorno dei morti, eccoti quivi.
9Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf,
9Se prendo le ali dell’alba e vo a dimorare all’estremità del mare,
10einnig þar mundi hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.
10anche quivi mi condurrà la tua mano, e la tua destra mi afferrerà.
11Og þótt ég segði: ,,Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt,``
11Se dico: Certo le tenebre mi nasconderanno, e la luce diventerà notte intorno a me,
12þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér.
12le tenebre stesse non possono nasconderti nulla, e la notte risplende come il giorno; le tenebre e la luce son tutt’uno per te.
13Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi.
13Poiché sei tu che hai formato le mie reni, che m’hai intessuto nel seno di mia madre.
14Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel.
14Io ti celebrerò, perché sono stato fatto in modo maraviglioso, stupendo. Maravigliose sono le tue opere, e l’anima mia lo sa molto bene.
15Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.
15Le mie ossa non t’erano nascoste, quand’io fui formato in occulto e tessuto nelle parti più basse della terra.
16Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn.
16I tuoi occhi videro la massa informe del mio corpo; e nel tuo libro erano tutti scritti i giorni che m’eran destinati, quando nessun d’essi era sorto ancora.
17En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar.
17Oh quanto mi son preziosi i tuoi pensieri, o Dio! Quant’è grande la somma d’essi!
18Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér.
18Se li voglio contare, son più numerosi della rena; quando mi sveglio sono ancora con te.
19Ó að þú, Guð, vildir fella níðingana. Morðingjar! Víkið frá mér.
19Certo, tu ucciderai l’empio, o Dio; perciò dipartitevi da me, uomini di sangue.
20Þeir þrjóskast gegn þér með svikum og leggja nafn þitt við hégóma.
20Essi parlano contro di te malvagiamente; i tuoi nemici usano il tuo nome a sostener la menzogna.
21Ætti ég eigi, Drottinn, að hata þá, er hata þig, og hafa viðbjóð á þeim, er rísa gegn þér?
21O Eterno, non odio io quelli che t’odiano? E non aborro io quelli che si levano contro di te?
22Ég hata þá fullu hatri, þeir eru orðnir óvinir mínir.
22Io li odio di un odio perfetto; li tengo per miei nemici.
23Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar,og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg.
23Investigami, o Dio, e conosci il mio cuore. Provami, e conosci i miei pensieri.
24og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg.
24E vedi se v’è in me qualche via iniqua, e guidami per la via eterna.