Icelandic

Korean

James

2

1Bræður mínir, farið ekki í manngreinarálit, þér sem trúið á dýrðardrottin vorn Jesú Krist.
1내 형제들아 영광의 주 곧 우리 주 예수 그리스도를 믿는 믿음을 너희가 받았으니 사람을 외모로 취하지 말라
2Nú kemur maður inn í samkundu yðar með gullhring á hendi og í skartlegum klæðum, og jafnframt kemur inn fátækur maður í óhreinum fötum,
2만일 너희 회당에 금가락지를 끼고 아름다운 옷을 입은 사람이 들어오고 또 더러운 옷을 입은 가난한 사람이 들어올 때에
3ef öll athygli yðar beinist að þeim, sem skartklæðin ber, og þér segið: ,,Settu þig hérna í gott sæti!`` en segið við fátæka manninn: ,,Stattu þarna, eða settu þig á gólfið við fótskör mína!``
3너희가 아름다운 옷을 입은 자를 돌아보아 가로되 여기 좋은 자리에 앉으소서 하고 또 가난한 자에게 이르되 너는 거기 섰든지 내 발등상 아래에 앉으라 하면
4hafið þér þá ekki mismunað mönnum og orðið dómarar með vondum hugsunum?
4너희끼리 서로 구별하며 악한 생각으로 판단하는 자가 되는 것이 아니냐
5Heyrið, bræður mínir elskaðir! Hefur Guð ekki útvalið þá, sem fátækir eru í augum heimsins, til þess að þeir verði auðugir í trú og erfingjar þess ríkis, er hann hefur heitið þeim, sem elska hann?
5내 사랑하는 형제들아 들을지어다 하나님이 세상에 대하여는 가난한 자를 택하사 믿음에 부요하게 하시고 또 자기를 사랑하는 자들에게 약속하신 나라를 유업으로 받게 아니하셨느냐
6En þér hafið óvirt hinn fátæka. Eru það þó ekki hinir ríku, sem undiroka yður og draga yður fyrir dómstóla?
6너희는 도리어 가난한 자를 괄시하였도다 부자는 너희를 압제하며 법정으로 끌고 가지 아니하느냐 ?
7Eru það ekki þeir, sem lastmæla hinu góða nafni, sem nefnt var yfir yður?
7저희는 너희에게 대하여 일컫는 바 그 아름다운 이름을 훼방하지 아니하느냐 ?
8Ef þér uppfyllið hið konunglega boðorð Ritningarinnar: ,,Þú skalt elska náunga þinn sem sjálfan þig``, þá gjörið þér vel.
8너희가 만일 경에 기록한 대로 네 이웃 사랑하기를 네 몸과 같이 하라 하신 최고한 법을 지키면 잘하는 것이거니와
9En ef þér farið í manngreinarálit, þá drýgið þér synd og lögmálið sannar upp á yður að þér séuð brotamenn.
9만일 너희가 외모로 사람을 취하면 죄를 짓는 것이니 율법이 너희를 범죄자로 정하리라
10Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess.
10누구든지 온 율법을 지키다가 그 하나에 거치면 모두 범한자가 되나니
11Því sá sem sagði: ,,Þú skalt ekki hórdóm drýgja``, hann sagði líka: ,,Þú skalt ekki morð fremja.`` En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið.
11간음하지 말라 하신 이가 또한 살인하지 말라 하셨은즉 네가 비록 간음하지 아니하여도 살인하면 율법을 범한 자가 되느니라
12Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.
12너희는 자유의 율법대로 심판받을 자처럼 말도 하고 행하기도 하라
13Því að dómurinn verður miskunnarlaus þeim, sem ekki auðsýndi miskunn, en miskunnsemin gengur sigri hrósandi að dómi.
13긍휼을 행하지 아니하는 자에게는 긍휼없는 심판이 있으리라 긍휼은 심판을 이기고 자랑하느니라
14Hvað stoðar það, bræður mínir, þótt einhver segist hafa trú, en hefur eigi verk? Mun trúin geta frelsað hann?
14내 형제들아 ! 만일 사람이 믿음이 있노라 하고 행함이 없으면 무슨 이익이 있으리요 그 믿음이 능히 자기를 구원하겠느냐
15Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi
15만일 형제나 자매가 헐벗고 일용할 양식이 없는데
16og einhver yðar segði við þau: ,,Farið í friði, vermið yður og mettið!`` en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það?
16너희 중에 누구든지 그에게 이르되 평안히 가라, 더웁게 하라, 배 부르게 하라 하며 그 몸에 쓸 것을 주지 아니하면 무슨 이익이 있으리요
17Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.
17이와 같이 행함이 없는 믿음은 그 자체가 죽은 것이라
18En nú segir einhver: ,,Einn hefur trú, annar verk.`` Sýn mér þá trú þína án verkanna, og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.
18혹이 가로되 너는 믿음이 있고 나는 행함이 있으니 행함이 없는 네 믿음을 내게 보이라 나는 행함으로 내 믿음을 네게 보이리라
19Þú trúir, að Guð sé einn. Þú gjörir vel. En illu andarnir trúa því líka og skelfast.
19네가 하나님은 한 분이신 줄을 믿느냐 ? 잘하는도다 귀신들도 믿고 떠느니라
20Fávísi maður! Vilt þú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna?
20아아, 허탄한 사람아 ! 행함이 없는 믿음이 헛것인 줄 알고자 하느냐 ?
21Réttlættist ekki Abraham faðir vor af verkum, er hann lagði son sinn Ísak á altarið?
21우리 조상 아브라함이 그 아들 이삭을 제단에 드릴 때에 행함으로 의롭다 하심을 받은 것이 아니냐 ?
22Þú sérð, að trúin var samtaka verkum hans og að trúin fullkomnaðist með verkunum.
22네가 보거니와 믿음이 그의 행함과 함께 일하고 행함으로 믿음이 온전케 되었느니라
23Og ritningin rættist, sem segir: ,,Abraham trúði Guði, og það var honum til réttlætis reiknað,`` og hann var kallaður Guðs vinur.
23이에 경에 이른 바 아브라함이 하나님을 믿으니 이것을 의로 여기셨다는 말씀이 응하였고 그는 하나님의 벗이라 칭함을 받았나니
24Þér sjáið, að maðurinn réttlætist af verkum og ekki af trú einni saman.
24이로 보건대 사람이 행함으로 의롭다 하심을 받고 믿음으로만 아니니라
25Svo var og um skækjuna Rahab. Réttlættist hún ekki af verkum, er hún tók við sendimönnunum og lét þá fara burt aðra leið?Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.
25또 이와 같이 기생 라합이 사자를 접대하여 다른 길로 나가게 할때에 행함으로 의롭다 하심을 받은 것이 아니냐 ?
26Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.
26영혼 없는 몸이 죽은 것같이 행함이 없는 믿음은 죽은 것이니라