1Þegar dauðadagur Davíðs nálgaðist, lagði hann svo fyrir Salómon son sinn:
1Da det led mot den tid at David skulde dø, bød han sin sønn Salomo og sa:
2,,Ég geng nú veg allrar veraldar, en ver þú hugrakkur og lát sjá, að þú sért maður.
2Jeg går all jordens vei; så vær du sterk og vær en mann!
3Gæt þú þess, sem Drottinn, Guð þinn, af þér heimtar, að þú gangir á vegum hans og haldir lög hans, boðorð, ákvæði og fyrirmæli, eins og skrifað er í lögmáli Móse, svo að þú verðir lánsamur í öllu, sem þú gjörir og hvert sem þú snýr þér,
3Og ta vare på hvad Herren din Gud vil ha varetatt, så du vandrer på hans veier og holder hans forskrifter, hans bud og hans lover og hans vidnesbyrd, som der er skrevet i Mose lov, så du kan gå viselig frem i alt det du gjør og i alt du gir dig i ferd med,
4svo að Drottinn efni orð sín, þau er hann hefir við mig talað, er hann sagði: ,Ef synir þínir varðveita vegu sína, með því að ganga dyggilega fyrir augliti mínu af öllu hjarta sínu og allri sálu sinni, þá skal þig,` _ mælti hann _ ,ekki vanta eftirmann í hásæti Ísraels.`
4forat Herren må opfylle sitt ord, det som han talte om mig da han sa: Dersom dine sønner akter vel på sin vei så de vandrer for mitt åsyn i sannhet, av hele sitt hjerte og av hele sin sjel, så skal det - sa han - aldri fattes en mann av din ætt på Israels trone.
5Þú veist og sjálfur, hvað Jóab Serújuson hefir gjört mér, hversu hann hefir farið með báða hershöfðingja Ísraels, þá Abner Nersson og Amasa Jetersson, þar sem hann myrti þá og vann þannig víg í griðum og ataði blóði beltið um lendar sér og skóna á fótum sér, eins og í ófriði væri.
5Du vet og hvad Joab, Serujas sønn, har gjort mot mig - hvad han gjorde mot begge Israels hærførere, Abner, Ners sønn, og Amasa, Jeters sønn, hvorledes han drepte dem og utøste blod i fredstid som om det var krig, og lot det komme blod på beltet han hadde om sine lender, og på skoene han hadde på sine føtter, som om det var krig.
6Neyt þú hygginda þinna og lát eigi hærur hans fara til Heljar í friði.
6Gjør derfor som din visdom lærer dig, og la ikke hans grå hår fare med fred ned i dødsriket.
7En sýn þú mildi sonum Barsillaí Gíleaðíta og lát þá vera meðal þeirra, sem eta við borð þitt, því að svo gjörðu þeir til mín, þá er ég flýði fyrir Absalon, bróður þínum.
7Men gileaditten Barsillais sønner skal du gjøre vel imot, og de skal være blandt dem som eter ved ditt bord; for på samme måte kom de mig i møte da jeg flyktet for din bror Absalom.
8Símeí Gerasson Benjamíníti frá Bahúrím er og með þér. Hann formælti mér gífurlega, þá er ég fór til Mahanaím. En hann kom til móts við mig niður að Jórdan, og vann ég honum svolátandi eið við Drottin: ,Ég skal eigi láta drepa þig.`
8Så har du og benjaminitten Sime'i fra Bahurim, sønn av Gera, hos dig; det var han som bante mig så stygt den dag jeg drog til Mahana'im; men siden kom han mig i møte ned til Jordan, og jeg tilsvor ham ved Herren og sa: Jeg skal ikke la dig dø for sverdet.
9En þú skalt eigi láta honum óhegnt, því að þú ert maður vitur og munt vita, hvað þú átt að gjöra við hann, til þess að þú getir sent hærur hans blóðugar til Heljar.``
9Men la ham nu ikke bli ustraffet! Du er en vis mann og vil nok vite hvad du skal gjøre med ham, så du lar hans grå hår fare med blod ned i dødsriket.
10Síðan lagðist Davíð til hvíldar hjá feðrum sínum og var jarðaður í Davíðsborg.
10Så la David sig til hvile hos sine fedre og blev begravet i Davids stad.
11En sá tími, sem Davíð hafði ríkt yfir Ísrael, var fjörutíu ár. Í Hebron ríkti hann sjö ár og í Jerúsalem ríkti hann þrjátíu og þrjú ár.
11Den tid David var konge over Israel, var firti år; i Hebron regjerte han i syv år og i Jerusalem i tre og tretti år.
12Og Salómon settist í hásæti Davíðs föður síns, og efldist ríki hans mjög.
12Og Salomo satt på sin far Davids trone, og hans kongedømme blev meget sterkt.
13Þá fór Adónía, sonur Haggítar, til Batsebu, móður Salómons. Hún sagði: ,,Kemur þú góðu heilli?`` Hann svaraði: ,,Svo er víst.``
13Men Adonja, Haggits sønn, kom inn til Batseba, Salomos mor. Hun spurte: Kommer du med fred? Han svarte: Ja!
14Síðan mælti hann: ,,Ég á erindi við þig.`` Hún mælti: ,,Tala þú!``
14Så sa han: Jeg har noget å tale med dig om. Hun sa: Tal!
15Þá mælti hann: ,,Þú veist sjálf, að konungdómurinn tilheyrði mér og að allur Ísrael hafði augastað á mér sem konungsefni, en nú hefir þetta farið á annan veg og konungdómurinn lent hjá bróður mínum, því að Drottinn hafði ákvarðað honum hann.
15Da sa han: Du vet at riket var mitt, og at hele Israel hadde festet sine øine på mig og ventet at jeg skulde bli konge; men kongedømmet gikk fra mig og over til min bror; det var Herren som gav ham det.
16Nú bið ég þig einnar bónar. Vísa þú mér ekki frá.`` Hún sagði við hann: ,,Tala þú!``
16Og nu er det en ting jeg vil be dig om; du må ikke vise mig bort! Hun svarte: Tal!
17Þá mælti hann: ,,Bið þú Salómon konung _ því að hann mun ekki vísa þér frá _ að gefa mér Abísag frá Súnem fyrir konu.``
17Da sa han: Bed kong Salomo - for dig viser han ikke bort - at han vil gi mig Abisag fra Sunem til hustru!
18Batseba mælti: ,,Gott og vel, ég skal sjálf túlka mál þitt við konung.``
18Batseba svarte: Godt, jeg skal tale til kongen for dig.
19Þá gekk Batseba á fund Salómons konungs til þess að tala máli Adónía við hann. Konungur stóð upp á móti henni, laut henni og settist síðan í hásæti sitt og lét setja fram stól handa konungsmóður. Settist hún til hægri handar konungi.
19Så gikk Batseba inn til kong Salomo for å tale til ham for Adonja, og kongen stod op og gikk henne i møte og bøide sig dypt for henne. Derefter satte han sig på sin trone, og det blev satt frem en trone for kongens mor, og hun satte sig ved hans høire side.
20Þá mælti hún: ,,Ég bið þig einnar lítillar bónar. Vísa þú mér eigi frá.`` Konungur sagði við hana: ,,Bið þú, móðir mín. Eigi mun ég vísa þér frá.``
20Hun sa: Det er bare en eneste liten ting jeg vil be dig om; du må ikke vise mig bort! Kongen svarte: Kom du med din bønn, mor! Jeg skal ikke vise dig bort.
21Þá mælti hún: ,,Leyf þú, að Abísag frá Súnem verði gefin Adónía, bróður þínum, fyrir konu.``
21Da sa hun: La din bror Adonja få Abisag fra Sunem til hustru!
22Þá svaraði Salómon konungur og sagði við móður sína: ,,Hví biður þú um Abísag frá Súnem til handa Adónía? Bið heldur um konungsríkið honum til handa, því að hann er bróðir minn mér eldri, og Abjatar prestur og Jóab Serújuson eru stuðningsmenn hans.``
22Men kong Salomo svarte sin mor: Hvorfor ber du om Abisag fra Sunem for Adonja? Bed da like så godt om riket for ham - han er jo min eldre bror - ja både for ham og for presten Abjatar og for Joab, Serujas sønn!
23Og Salómon konungur sór við Drottin og mælti: ,,Guð gjöri við mig hvað sem hann vill nú og síðar: Fyrir beiðni þessa skal Adónía lífinu týna.
23Og kong Salomo svor ved Herren og sa: Herren la det gå mig ille både nu og siden om ikke dette ord skal koste Adonja hans liv.
24Og nú, svo sannarlega sem Drottinn lifir, er mér hefir til valda komið og sett mig í hásæti Davíðs föður míns og reist mér hús, eins og hann hafði heitið: Adónía skal líflátinn þegar í dag!``
24Så sant Herren lever, han som har gitt mig denne makt og satt mig på min far Davids trone, og som har bygget mig et hus, således som han har talt: Adonja skal late livet idag!
25Síðan sendi Salómon konungur Benaja Jójadason með þessu erindi. Vann hann á honum, og lét Adónía þannig líf sitt.
25Så sendte kong Salomo Benaja, Jojadas sønn, avsted, og han hugg ham ned så han døde.
26En við Abjatar prest sagði konungur: ,,Far þú til bús þíns í Anatót, því að þú ert dauða sekur. En eigi vil ég drepa þig að sinni, því að þú hefir borið örk Drottins Guðs fyrir Davíð föður mínum og allar þær nauðir, sem faðir minn þoldi, hefir þú þolað með honum.``
26Og til presten Abjatar sa kongen: Gå til Anatot, til din gård, for du har fortjent døden; men idag vil jeg ikke la dig dø, fordi du har båret Herrens, Israels Guds ark foran min far David, og fordi du har lidt med i alt hvad min far måtte lide.
27Síðan rak Salómon Abjatar burt, svo að hann væri eigi lengur prestur Drottins, til þess að orð Drottins skyldu rætast, þau er hann talaði um hús Elí í Síló.
27Så drev Salomo Abjatar bort og lot ham ikke få være Herrens prest lenger, forat Herrens ord skulde bli opfylt, det som han hadde talt mot Elis hus i Silo.
28Nú spyr Jóab þessi tíðindi. En Jóab hafði fylgt Adónía að málum, en Absalon hafði hann eigi fylgt að málum. Jóab flýði þá til tjalds Drottins og greip um altarishornin.
28Da Joab fikk høre om dette, flyktet han til Herrens telt og grep fatt i alterets horn; for Joab hadde holdt med Adonja, om han enn ikke hadde holdt med Absalom.
29Salómon konungi var þá sagt: ,,Jóab er flúinn í tjald Drottins og stendur við altarið.`` Sendi þá Salómon Benaja Jójadason og sagði: ,,Far þú og vinn á honum.``
29Men det blev meldt kong Salomo at Joab var flyktet til Herrens telt og stod ved alteret. Da sendte Salomo Benaja, Jojadas sønn, avsted og sa: Gå og hugg ham ned!
30Fór þá Benaja til tjalds Drottins og mælti til Jóabs: ,,Svo segir konungur: Gakk þú út.`` Jóab svaraði: ,,Nei, hér vil ég deyja.`` Færði Benaja þá konungi svar hans og sagði: ,,Svo mælti Jóab, og svo svaraði hann mér.``
30Da Benaja kom til Herrens telt, sa han til ham: Så sier kongen: Gå bort herfra! Men han sa: Nei, her vil jeg dø. Og Benaja bar bud tilbake til kongen og sa: Så sa Joab, og så svarte han mig.
31Konungur sagði við hann: ,,Gjör sem hann sagði. Vinn þú á honum og jarða hann og hreinsa þannig af mér og ætt minni blóð það, er Jóab úthellti án saka.
31Da sa kongen til ham: Gjør som han sier, og hugg ham ned og begrav ham! Så frir du mig og min fars hus fra det uskyldige blod som Joab har utøst.
32Drottinn láti blóð hans koma honum í koll, þar sem hann vó tvo menn, er réttlátari voru og betri en hann, og myrti þá með sverði, án þess að Davíð faðir minn vissi af því, þá Abner Nersson, hershöfðingja Ísraels, og Amasa Jetersson, hershöfðingja Júda.
32Og Herren skal la hans blod* komme tilbake på hans hode fordi han hugg ned to menn som var rettferdigere og bedre enn han, og drepte dem med sverdet, så min far David ikke visste om det, Abner, Ners sønn, Israels hærfører, og Amasa, Jeters sønn, Judas hærfører. / {* det av ham utøste blod.}
33Skal blóð þeirra koma Jóab í koll og niðjum hans að eilífu, en Davíð og niðjar hans, hús hans og hásæti hljóti að eilífu heill af Drottni.``
33Deres blod skal komme tilbake på Joabs hode og på hans efterkommeres hode til evig tid; men David og hans efterkommere og hans hus og hans trone skal Herren gi lykke til evig tid.
34Síðan fór Benaja Jójadason, vann á honum og drap hann, og var hann grafinn í húsi sínu í eyðimörkinni.
34Så gikk Benaja, Jojadas sønn, op og hugg ham ned og drepte ham, og han blev begravet ved sitt hus i ørkenen.
35Og konungur skipaði Benaja Jójadason yfir herinn í hans stað, og Sadók prest skipaði hann í stað Abjatars.
35Og kongen satte Benaja, Jojadas sønn, over hæren i hans sted, og presten Sadok satte kongen i Abjatars sted.
36Því næst sendi konungur boð og lét kalla Símeí og sagði við hann: ,,Reis þér hús í Jerúsalem og bú þar, en eigi mátt þú fara neitt þaðan.
36Så sendte kongen bud efter Sime'i og sa til ham: Bygg dig et hus i Jerusalem og bo der og gå ikke ut derfra, hverken til det ene sted eller det annet.
37En það skaltu vita fyrir víst, að á þeim degi, sem þú fer þaðan og gengur yfir Kídronlæk, skaltu deyja. Mun þá blóð þitt sjálfum þér í koll koma.``
37For det skal du vite for visst, at den dag du går ut og går over bekken Kidron, skal du dø; ditt blod skal komme på ditt eget hode.
38Símeí svaraði konungi: ,,Það læt ég mér vel líka. Eins og minn herra konungurinn hefir sagt, svo skal þjónn þinn gjöra.`` Og Símeí bjó í Jerúsalem langa hríð.
38Da sa Sime'i til kongen: Det er rett det du sier; som min herre kongen har sagt, så skal din tjener gjøre. Og Sime'i blev boende i Jerusalem en lang tid.
39Eftir þrjú ár bar svo við, að tveir þrælar Símeí struku til Akís Maakasonar, konungs í Gat. Og Símeí var sagt svo frá: ,,Þrælar þínir eru í Gat.``
39Men da tre år var gått, hendte det at to av Sime'is tjenere rømte til kongen i Gat, Akis. sønn av Ma'aka. og det blev meldt Sime'i: Dine tjenere er i Gat.
40Þá tók Símeí sig til, söðlaði asna sinn og hélt til Gat til Akís til þess að leita að þrælum sínum, og Símeí fór og hafði heim með sér þræla sína frá Gat.
40Da gjorde Sime'i sig rede og salte sitt asen og drog til Akis i Gat for å lete efter sine tjenere; Sime'i drog da dit og hadde sine tjenere med sig tilbake fra Gat.
41Var nú Salómon sagt frá því, að Símeí hefði farið frá Jerúsalem til Gat og væri kominn heim aftur.
41Men Salomo fikk vite at Sime'i var reist fra Jerusalem til Gat og var kommet tilbake.
42Þá sendi konungur boð og lét kalla Símeí og sagði við hann: ,,Hefi ég ekki sært þig við Drottin og lagt ríkt á við þig og sagt: ,Það skaltu vita fyrir víst, að á þeim degi, sem þú gengur að heiman og fer eitthvað burt, skaltu deyja.` Og þú sagðir við mig: ,Ég hefi heyrt það og læt mér vel líka.`
42Da sendte kongen bud efter Sime'i og sa til ham: Har jeg ikke svoret ved Herren og høitidelig sagt dig: Det skal du vite for visst at den dag du går ut og drar til noget annet sted, skal du dø? Og du svarte: Det er rett det du sier; jeg har hørt det.
43Hvers vegna hefir þú ekki haldið eið þann, er Drottni var svarinn, og skipun þá er ég fyrir þig lagði?``
43Hvorfor har du da ikke holdt dig efter den ed som var svoret ved Herren, og det bud jeg gav dig?
44Enn fremur mælti konungur við Símeí: ,,Þú þekkir alla þá illsku og ert þér hennar meðvitandi, er þú hafðir í frammi við Davíð föður minn, og mun nú Drottinn láta þér illsku þína í koll koma.
44Og kongen sa til Sime'i: Du kjenner selv alt det onde som ditt hjerte vet om at du har gjort mot min far David, og Herren lar nu din ondskap komme tilbake på ditt eget hode.
45En Salómon konungur blessist og hásæti Davíðs standi stöðugt fyrir Drottni að eilífu.``Og konungur bauð Benaja Jójadasyni, og hann fór og vann á honum, og lét hann þannig líf sitt.
45Men kong Salomo skal være velsignet, og Davids trone skal stå fast for Herrens åsyn til evig tid.
46Og konungur bauð Benaja Jójadasyni, og hann fór og vann á honum, og lét hann þannig líf sitt.
46Så gav kongen Benaja, Jojadas sønn, sin befaling, og han gikk ut og hugg ham ned så han døde. Og kongedømmet lå trygt og fast i Salomos hånd.