Icelandic

Norwegian

1 Kings

20

1Benhadad konungur á Sýrlandi dró saman allan her sinn. Voru þrjátíu og tveir konungar með honum, með hestum og vögnum, og hann fór, settist um Samaríu og gjörði áhlaup á hana.
1Kongen i Syria Benhadad samlet hele sin hær, og to og tretti konger fulgte ham med hester og vogner; og han drog op og kringsatte Samaria og stred mot det.
2Og hann sendi menn til Akabs Ísraelskonungs inn í borgina
2Og han sendte bud inn i byen til Akab, Israels konge,
3og lét segja honum: ,,Svo segir Benhadad: Silfur þitt og gull er mitt, svo og hinar fegurstu konur þínar og synir.``
3og lot si til ham: Så sier Benhadad: Ditt sølv og ditt gull hører mig til, og de vakreste av dine hustruer og barn hører og mig til.
4Ísraelskonungur svaraði og sagði: ,,Eins og þú vilt vera láta, minn herra konungur. Ég er þinn og allt, sem ég á.``
4Israels konge svarte og sa: Det er som du sier, min herre konge! Jeg og alt hvad mitt er, hører dig til.
5Og sendimennirnir komu aftur og sögðu: ,,Svo segir Benhadad: Ég hefi gjört þér þessa orðsending: Þú skalt gefa mér silfur þitt og gull, konur þínar og sonu.
5Men sendebudene kom igjen og sa: Så sier Benhadad: Jeg sendte bud til dig og lot si: Ditt sølv og ditt gull og dine hustruer og dine barn skal du gi mig.
6Þegar ég á morgun í þetta mund sendi menn mína til þín, munu þeir rannsaka hús þitt og hús þinna manna, og skulu þeir taka og hafa á burt með sér sérhvað það, sem þeir ágirnast.``
6Men imorgen ved denne tid sender jeg mine tjenere til dig, og de skal ransake ditt hus og dine tjeneres huser, og alt som er dine øines lyst, skal de ta og føre bort med sig.
7Þá kallaði Ísraelskonungur alla öldunga landsins fyrir sig og mælti: ,,Hyggið að og sjáið, að hann býr yfir illu, því að hann sendi til mín eftir konum mínum og sonum, silfri mínu og gulli, og synjaði ég honum þess ekki.``
7Da kalte Israels konge alle landets eldste til sig og sa: Nu ser I vel grant at han bare vil oss ondt! Han sendte bud til mig og krevde mine hustruer og mine barn, mitt sølv og mitt gull, og jeg nektet ham det ikke.
8Þá sögðu allir öldungarnir og allur lýðurinn við hann: ,,Gegn þú eigi þessu og samþykk þú það eigi.``
8Da sa alle de eldste og alt folket til ham: Du må ikke høre på ham og ikke gi efter.
9Þá sagði Akab við sendimenn Benhadads: ,,Segið mínum herra konunginum: Allt það, sem þú gjörðir þjóni þínum orð um í fyrstu, vil ég gjöra, en þetta get ég ekki gjört.`` Þá fóru sendimennirnir og færðu honum svarið.
9Så sa han til Benhadads sendebud: Si til min herre kongen: Alt det du første gang sendte bud til din tjener om, vil jeg gjøre; men dette kan jeg ikke gjøre. Med dette svar vendte sendebudene tilbake til ham.
10Þá sendi Benhadad til hans og lét segja: ,,Guðirnir gjöri mér hvað sem þeir vilja, nú og síðar: Rykið í Samaríu mun eigi nægja til þess að fylla lúkurnar á öllu þessu liði, sem með mér er.``
10Da sendte Benhadad atter bud til ham og lot si: Gudene la det gå mig ille både nu og siden om Samarias støv skal kunne fylle nevene på alt det folk som er i mitt følge.
11En Ísraelskonungur svaraði og sagði: ,,Segið honum: Eigi skyldi sá, er hervæðist, hrósa sér sem sá, er leggur af sér vopnin.``
11Da svarte Israels konge og sa: Si til ham: Ikke skulde den som binder sverdet om sig, rose sig lik den som løser det av sig!
12Þegar Benhadad heyrði þetta svar, þar sem hann sat að drykkju með konungunum í laufskálunum, mælti hann til sinna manna: ,,Færið fram hervélarnar.`` Og þeir færðu þær fram gegnt borginni.
12Da Benhadad hørte dette svar, mens han selv og kongene satt og drakk i løvhyttene, sa han til sine menn: Still eder op! Og de stilte sig op imot byen.
13En spámaður nokkur gekk fyrir Akab Ísraelskonung og mælti: ,,Svo segir Drottinn: Sér þú allan þennan mikla manngrúa? Hann gef ég þér í hendur í dag, svo að þú viðurkennir, að ég er Drottinn.``
13Da trådte en profet frem til Akab, Israels konge, og sa: Så sier Herren: Ser du hele denne store mengde? Jeg gir den idag i din hånd, og du skal kjenne at jeg er Herren.
14Þá mælti Akab: ,,Fyrir hvers fulltingi?`` Spámaðurinn svaraði: ,,Svo segir Drottinn: Fyrir fulltingi sveina héraðshöfðingjanna.`` Þá spurði Akab: ,,Hver á að hefja orustuna?`` Hinn svaraði: ,,Þú.``
14Akab spurte: Ved hvem? Han svarte: Så sier Herren: Ved landshøvdingenes menn. Så spurte han: Hvem skal begynne striden? Han svarte: Du selv.
15Þá kannaði Akab sveina héraðshöfðingjanna, og voru þeir tvö hundruð þrjátíu og tveir. Og að því búnu kannaði hann allt liðið, alla Ísraelsmenn, sjö þúsund manns.
15Så mønstret han landshøvdingenes menn, og de var to hundre og to og tretti; og efter dem mønstret han alt folket - alle Israels barn - syv tusen mann.
16Um hádegið réðu þeir til útgöngu, en Benhadad sat þá ölvaður að drykkju í laufskálunum, hann og þeir þrjátíu og tveir konungar, er komnir voru honum til liðs.
16De drog ut om middagen, mens Benhadad satt og drakk sig drukken i løvhyttene med de to og tretti konger som var kommet ham til hjelp.
17Sveinar héraðshöfðingjanna fóru fremstir. Þá sendi Benhadad menn til að njósna. Þeir sögðu honum svo frá: ,,Menn fara út frá Samaríu.``
17Landshøvdingenes menn drog først ut; Benhadad sendte folk ut for å speide, og de meldte ham at det hadde draget krigsfolk ut fra Samaria.
18Þá sagði hann: ,,Hvort sem þeir fara út til þess að biðjast friðar eða til þess að berjast, þá takið þá höndum lifandi.``
18Da sa han: Enten de har draget ut i fredelig øiemed, eller de har draget ut til strid, så grip dem levende!
19Og er sveinar héraðshöfðingjanna og liðið, sem þeim fylgdi, fóru út af borginni
19Så drog de da ut fra byen, landshøvdingenes menn og hæren som fulgte dem,
20drápu þeir hver sinn mann. Flýðu þá Sýrlendingar, en Ísraelsmenn eltu þá. Og Benhadad Sýrlandskonungur komst undan á vagnhesti með nokkra riddara.
20og de hugg ned hver sin mann; syrerne flyktet, og Israel forfulgte dem; og Benhadad, kongen i Syria, slapp unda på en hest sammen med nogen ryttere.
21En Ísraelskonungur fór út og náði hestunum og vögnunum. Og hann vann mikinn sigur á Sýrlendingum.
21Så drog Israels konge ut og slo hestene og stridsvognene og voldte et stort mannefall blandt syrerne.
22Þá gekk spámaður fyrir Ísraelskonung og mælti til hans: ,,Ver hugrakkur og hygg vandlega að, hvað þú skulir gjöra, því að næsta ár mun Sýrlandskonungur fara með her á hendur þér.``
22Da trådte profeten frem til Israels konge og sa til ham: Gå nu i gang med å ruste dig og tenk vel over hvad du skal gjøre! For til næste år vil kongen i Syria igjen dra op imot dig.
23Menn Sýrlandskonungs sögðu við hann: ,,Guð Ísraelsmanna er fjallaguð, þess vegna urðu þeir oss yfirsterkari, en ef vér mættum berjast við þá á jafnsléttu, mundum vér vissulega vinna sigur á þeim.
23Men syrerkongens tjenere sa til ham: Deres guder er fjellguder, derfor vant de over oss; men strider vi med dem på sletten, da vinner vi sikkert over dem.
24En gjör þú þetta: Vík öllum konungunum frá völdum og set jarla í þeirra stað.
24Gjør nu således: Avsett kongene, hver fra sin plass, og sett stattholdere i deres sted!
25Safna síðan að þér jafnfjölmennu liði sem það lið var, er þú misstir, og jafnmörgum hestum og jafnmörgum vögnum sem þú misstir, og skulum vér berjast við þá á jafnsléttu, og munum vér vissulega sigrast á þeim.`` Fór hann að ráðum þeirra og gjörði svo.
25Og få dig så selv en hær som er like så stor som den du mistet, og like så mange hester og vogner, og la oss så stride med dem på sletten! Da vinner vi sikkert over dem. Og han lyttet til deres råd og gjorde så.
26Árið eftir kannaði Benhadad Sýrlendinga og hélt til Afek til þess að berjast við Ísraelsmenn.
26Året efter mønstret Benhadad syrerne og drog frem til Afek for å stride mot Israel.
27En Ísraelsmenn voru og kannaðir og birgðir að vistum, og fóru þeir í móti þeim, og settu Ísraelsmenn herbúðir gegnt þeim. Voru þeir sem tveir geitfjárhópar, en Sýrlendingar fylltu landið.
27Og Israels barn blev mønstret og forsynt med levnetsmidler og drog ut imot dem; og Israels barn leiret sig midt imot dem som to små gjeteflokker, men syrerne opfylte landet.
28Þá gekk guðsmaður nokkur fram, talaði til Ísraelskonungs og mælti: ,,Svo segir Drottinn: Sakir þess að Sýrlendingar hafa sagt: ,Drottinn er fjallaguð, en enginn dalaguð` _ þá vil ég gefa þennan mikla manngrúa í þínar hendur, svo að þér kannist við, að ég er Drottinn.``
28Da trådte den Guds mann frem og sa til Israels konge: Så sier Herren, sa han: Fordi syrerne har sagt: Herren er en fjellgud og ikke en dalgud, så vil jeg gi hele denne store mengde i din hånd, og I skal kjenne at jeg er Herren.
29Þannig lágu þeir í herbúðunum, hverir gegnt öðrum, í sjö daga, en á sjöunda degi tókst orusta, og felldu Ísraelsmenn hundrað þúsundir fótgönguliðs af Sýrlendingum á einum degi.
29Så lå de nu i leir midt imot hverandre i syv dager. På den syvende dag kom det til strid, og Israels barn hugg på én dag ned hundre tusen mann fotfolk av syrerne.
30En þeir, sem eftir urðu, flýðu til Afek, inn í borgina, en þá féll borgarmúrinn á þau tuttugu og sjö þúsund manns, sem eftir voru. Benhadad var og flúinn og komst inn í borgina, úr einu herberginu í annað.
30Og de som blev tilbake, flyktet til Afek og inn i byen; men muren falt ned over de syv og tyve tusen mann som var blitt tilbake. Benhadad flyktet også og kom inn i byen og sprang fra kammer til kammer.
31Þá sögðu menn hans við hann: ,,Vér höfum heyrt, að konungar Ísraelshúss séu miskunnsamir konungar. Skulum vér nú gyrðast hærusekk um lendar vorar og vefja bandi um höfuð vor og ganga síðan fyrir Ísraelskonung. Má vera að hann gefi þér líf.``
31Da sa hans tjenere til ham: Vi har hørt at kongene av Israels hus er milde konger; la oss legge sekk om våre lender og rep om våre hoder og gå ut til Israels konge! Kanskje han lar dig få leve!
32Síðan gyrtust þeir hærusekk um lendar sér, vöfðu bandi um höfuð sér og gengu síðan á fund Ísraelskonungs og sögðu: ,,Þjónn þinn Benhadad segir: Gef þú mér líf.`` Akab svaraði: ,,Er hann enn á lífi? Hann er bróðir minn.``
32Så bandt de sekk om sine lender og rep om sine hoder, og da de kom til Israels konge, sa de: Din tjener Benhadad sier: La mig få leve! Han svarte: Er han ennu i live? Han er min bror.
33Þetta þótti mönnunum góðs viti, og flýttu þeir sér að taka hann á orðinu og sögðu: ,,Benhadad er bróðir þinn!`` En Akab mælti: ,,Farið og sækið hann.`` Þá gekk Benhadad út til hans, og hann lét hann stíga upp í vagninn til sín.
33Mennene tok dette for et godt varsel, og de søkte straks å få et ord fra ham som kunde vise om han mente det så, og de sa: Ja, Benhadad er din bror. Da sa han: Gå og hent ham! Så kom Benhadad ut til ham, og han lot ham stige op i sin vogn.
34Og Benhadad sagði við hann: ,,Borgunum, sem faðir minn tók frá föður þínum, skal ég skila aftur, og þú mátt gjöra þér torg í Damaskus, eins og faðir minn gjörði í Samaríu.`` ,,Hvað mig snertir,`` mælti Akab, ,,þá vil ég láta þig lausan með þessum skilmálum.`` Og hann gjörði við hann sáttmála og lét hann í brott fara.
34Og Benhadad sa til ham: De byer som min far tok fra din far, vil jeg gi tilbake, og du kan gjøre dig gater i Damaskus, likesom min far gjorde i Samaria. Og jeg [sa Akab] vil på det vilkår gi dig fri. Så inngikk han et forbund med ham og gav ham fri.
35Maður nokkur af spámannasveinunum sagði við félaga sinn eftir orði Drottins: ,,Slá þú mig!`` En maðurinn færðist undan að slá hann.
35Men en av profetenes disipler sa på Herrens bud til en annen: Slå mig! Men mannen vilde ikke slå ham.
36Þá sagði spámaðurinn við hann: ,,Sökum þess að þú hlýddir ekki raust Drottins, þá mun ljón ljósta þig jafnskjótt og þú gengur burt frá mér.`` Og er hann gekk í burt frá honum, mætti ljón honum og drap hann.
36Da sa han til ham: Fordi du ikke lød Herrens røst, så skal en løve drepe dig, når du går bort fra mig. Og da han gikk fra ham, kom en løve imot ham og drepte ham.
37Og spámaðurinn hitti annan mann og mælti: ,,Slá þú mig!`` Og maðurinn sló hann, svo að hann varð sár.
37Så møtte han en annen mann og sa: Slå mig! Og mannen slo ham så han blev såret.
38Síðan fór spámaðurinn burt og gekk í veg fyrir konung og gjörði sig ókennilegan með því að binda fyrir augun.
38Derefter gikk profeten og stilte sig på veien for å møte kongen; men han gjorde sig ukjennelig ved å legge et bind over sine øine.
39En er konungur fór fram hjá, kallaði hann til konungs og mælti: ,,Þjónn þinn fór í bardagann. Þá gekk maður fram úr fylkingunni, færði mér mann og sagði: ,Geymdu þennan mann. Komist hann í burt, þá skal líf þitt við liggja, eða þú skalt greiða talentu silfurs.`
39Da nu kongen kom forbi, ropte han til kongen: Din tjener hadde draget ut og var med i striden; men i det samme kom det en mann frem som førte en annen mann til mig og sa: Ta vare på denne mann! Blir han borte, skal ditt liv trede i stedet for hans liv, eller også skal du betale mig en talent sølv.
40En svo fór, að þar sem þjónn þinn hafði í hinu og þessu að snúast, þá varð maðurinn allur á burtu.`` Ísraelskonungur sagði við hann: ,,Það er þinn dómur. Þú hefir sjálfur kveðið hann upp.``
40Men din tjener hadde noget å gjøre her og der, og så blev mannen borte. Da sa Israels konge til ham: Du har din dom; du har selv felt den.
41Þá tók hann í skyndi bandið frá augunum, og Ísraelskonungur þekkti hann, að hann var einn af spámönnunum.
41Da skyndte han sig og tok bindet fra øinene, og Israels konge kjente ham og så at han var en av profetene.
42Spámaðurinn mælti þá til hans: ,,Svo segir Drottinn: Sökum þess að þú slepptir þeim manni úr hendi þér, sem ég hafði banni helgað, þá skal líf þitt koma fyrir hans líf og þín þjóð fyrir hans þjóð.``Og Ísraelskonungur hélt heim til sín, hryggur og reiður, og kom til Samaríu.
42Profeten sa til ham: Så sier Herren: Fordi du lot den mann som jeg hadde lyst i bann, slippe dig av hendene, så skal ditt liv trede i stedet for hans liv og ditt folk i stedet for hans folk.
43Og Ísraelskonungur hélt heim til sín, hryggur og reiður, og kom til Samaríu.
43Så drog Israels konge hjem mismodig og harm og kom til Samaria.