1Þá tók Samúel buðk með olífuolíu og hellti yfir höfuð honum og minntist við hann og mælti: ,,Nú hefir Drottinn smurt þig til höfðingja yfir lýð sinn Ísrael, og þú skalt drottna yfir lýð Drottins og þú skalt frelsa hann af hendi óvina hans. Og þetta skalt þú til marks hafa um, að Drottinn hefir smurt þig til höfðingja yfir arfleifð sína:
1Og Samuel tok en oljekrukke og helte den ut over hans hode, og han kysset ham og sa: Nu har Herren salvet dig til fyrste over sin arv.
2Þegar þú ert farinn frá mér í dag, munt þú hitta tvo menn við gröf Rakelar á Benjamíns landamærum hjá Selsa, og þeir munu segja við þig: ,Ösnurnar, sem þú fórst að leita að, eru fundnar. En faðir þinn er hættur að hugsa um ösnurnar og farinn að undrast um ykkur og segir: Hvað á ég að gjöra viðvíkjandi syni mínum?`
2Når du idag går fra mig, skal du møte to menn ved Rakels grav på grensen av Benjamin i Selsah, og de skal si til dig: Aseninnene som du gikk ut for å lete efter, er funnet; din far tenker ikke mere på dem, men er nu urolig for eder og sier: Hvad skal jeg gjøre for å få min sønn igjen?
3Og þegar þú nú heldur áfram þaðan og kemur að Taboreik, þá munu þrír menn mæta þér þar, sem eru á leið upp til Guðs í Betel. Einn þeirra ber þrjú kið, annar ber þrjá brauðhleifa og hinn þriðji ber vínlegil.
3Og når du går videre derfra og kommer til Tabors ek, skal du der møte tre menn som er på vei op til Gud i Betel, en som bærer tre kje, og en som bærer tre brød, og en som bærer en skinnsekk med vin.
4Þeir munu heilsa þér og gefa þér tvö brauð; skalt þú þiggja þau af þeim.
4De skal hilse på dig og gi dig to brød, og dem skal du ta imot.
5Eftir það munt þú koma til Gíbeu Guðs, þar sem súla Filista stendur. Og þegar þú kemur inn í borgina, þá munt þú mæta hóp spámanna, sem eru á leið ofan af fórnarhæðinni með hörpur, bumbur, hljóðpípur og gígjur á undan sér og sjálfir eru í spámannlegum guðmóði.
5Derefter kommer du til Guds Gibea, hvor filistrene har sine vaktposter; og når du kommer der til byen, skal du treffe på en flokk profeter som kommer ned fra haugen med harpe og tromme og fløite og citar foran sig, og selv er de i en profetisk henrykkelse.
6Þá mun andi Drottins koma yfir þig, svo að þú munt komast í spámannlegan guðmóð með þeim og verða annar maður.
6Og Herrens Ånd skal komme over dig, så du skal gripes av profetisk henrykkelse likesom de og bli til et annet menneske.
7Og þegar þú sér þessi tákn koma fram, þá neyt þess færis, sem þér býðst, því að Guð er með þér.
7Når du ser at disse tegn inntreffer, da gjør hvad du får leilighet til! For Gud er med dig.
8Og þú skalt fara á undan mér ofan til Gilgal. Og sjá, ég mun koma heim til þín og bera fram brennifórnir og fórna heillafórnum. Þú skalt bíða í sjö daga, þar til er ég kem til þín, og þá skal ég láta þig vita, hvað þú átt að gjöra.``
8Gå du før mig ned til Gilgal, så skal jeg komme ned til dig for å ofre brennoffer og takkoffer; syv dager skal du bie, inntil jeg kommer til dig, og da skal jeg la dig få vite hvad du skal gjøre.
9Þegar Sál nú sneri sér við og gekk burt frá Samúel, þá umbreytti Guð hjarta hans, og öll þessi tákn komu fram þennan sama dag.
9Da nu Saul vendte sig og gikk sin vei fra Samuel, da gav Gud ham et annet hjerte, og samme dag traff alle disse tegn inn.
10Er þeir komu til Gíbeu, kom hópur spámanna á móti honum. Og andi Guðs kom yfir hann, svo að hann komst í spámannlegan guðmóð meðal þeirra.
10Da de kom til Gibea, kom en flokk profeter ham i møte; da kom Guds Ånd over ham, og han blev grepet av profetisk henrykkelse midt iblandt dem.
11En þegar allir þeir, sem þekkt höfðu hann áður, sáu, að guðmóður var kominn á hann eins og á spámennina, þá sögðu menn hver við annan: ,,Hvað kemur að syni Kíss? Er og Sál meðal spámannanna?``
11Og da alle de som kjente ham før, så at han var grepet av henrykkelse likesom profetene, da sa folket til hverandre: Hvad er det som har hendt med Kis' sønn? Er også Saul blandt profetene?
12Þá svaraði maður nokkur þaðan og sagði: ,,Hver er þá faðir þeirra?`` Þaðan er máltækið komið: ,,Er og Sál meðal spámannanna?``
12Da svarte en mann derfra og sa: Hvem er da far til disse? Derfor er det blitt til et ordsprog: Er også Saul blandt profetene?
13En er hinn spámannlegi guðmóður var af honum, þá fór hann heim til sín.
13Da hans profetiske henrykkelse hadde hørt op, kom han til offerhaugen,
14Þá sagði föðurbróðir Sáls við hann og við svein hans: ,,Hvert fóruð þið?`` Og hann sagði: ,,Að leita að ösnunum. Og þegar við fundum þær hvergi, þá fórum við til Samúels.``
14og Sauls farbror* sa til ham og hans dreng: Hvor har I vært? Han svarte: Vi har vært ute og lett efter aseninnene, og da vi ikke så noget til dem, gikk vi til Samuel. / {* 1SA 14, 50.}
15Þá sagði föðurbróðir Sáls: ,,Seg mér frá, hvað Samúel sagði við ykkur.``
15Da sa Sauls farbror: Kjære, fortell mig hvad Samuel sa til eder!
16Og Sál sagði við föðurbróður sinn: ,,Hann sagði okkur, að ösnurnar væru fundnar.`` En það, sem Samúel hafði sagt um konungdóminn, frá því sagði hann honum eigi.
16Saul svarte sin farbror: Han fortalte oss at aseninnene var funnet. Men det som Samuel hadde sagt om kongedømmet, fortalte han ham ikke.
17Samúel kallaði lýðinn saman til Drottins í Mispa
17Så kalte Samuel folket sammen til Herren, til Mispa.
18og sagði við Ísraelsmenn: ,,Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: Ég hefi leitt Ísrael út af Egyptalandi, og ég hefi frelsað yður undan valdi Egypta og undan valdi allra þeirra konungsríkja, er kúguðu yður.
18Og han sa til Israels barn: Så sier Herren, Israels Gud: Jeg førte Israel op fra Egypten og fridde eder ut fra egypterne og fra alle de riker som undertrykte eder.
19En þér hafið í dag hafnað Guði yðar, sem hjálpað hefir yður úr öllum nauðum yðar og þrengingum, og sagt: ,Nei, heldur skalt þú setja konung yfir oss.` En gangið nú fram fyrir Drottin eftir ættkvíslum yðar og þúsundum.``
19Men I har nu forkastet eders Gud, han som frelste eder ut av alle eders ulykker og trengsler, og sagt til ham: Nei, en konge skal du sette over oss! Så still eder nu frem for Herrens åsyn efter eders stammer og ætter!
20Síðan lét Samúel allar ættkvíslir Ísraels ganga fram, og féll hlutur á Benjamíns ættkvísl.
20Så lot Samuel alle Israels stammer gå frem, og loddet falt på Benjamins stamme.
21Þá lét hann Benjamíns ættkvísl ganga fram eftir kynþáttum hennar, og féll hlutur á kynþátt Matríta. Þá lét hann kynþátt Matríta ganga fram mann fyrir mann, og féll hlutur á Sál Kísson. Var hans þá leitað, en hann fannst ekki.
21Så lot han Benjamins stamme gå frem efter sine ætter, og loddet falt på Matris ætt, og derefter falt loddet på Saul, Kis' sønn. Og de lette efter ham, men kunde ikke finne ham.
22Þá spurðust þeir enn fyrir hjá Drottni: ,,Er maðurinn kominn hingað?`` Drottinn svaraði: ,,Sjá, hann hefir falið sig hjá farangrinum.``
22Da spurte de atter Herren: Er det kommet nogen annen hit? Herren svarte: Han holder sig skjult ved trosset.
23Þá hlupu þeir þangað og sóttu hann. Og er hann gekk fram meðal lýðsins, þá var hann höfði hærri en allur lýður.
23Da sprang de avsted og hentet ham derfra, og han gikk frem midt iblandt folket, og han var et hode høiere enn alt folket.
24Og Samúel sagði við allan lýðinn: ,,Hafið þér séð, að hann sem Drottinn hefir útvalið, er slíkur, að enginn er hans líki meðal alls fólksins?`` Þá æpti allur lýðurinn og sagði: ,,Konungurinn lifi!``
24Og Samuel sa til alt folket: Her ser I ham som Herren har utvalgt! Det er ingen som han blandt alt folket. Da jublet alt folket og ropte: Kongen leve!
25Og Samúel sagði lýðnum réttindi konungdómsins og skrifaði þau í bók og lagði hana til geymslu frammi fyrir Drottni. Síðan lét Samúel allan lýðinn burt fara, hvern heim til sín.
25Så talte Samuel til folket om kongedømmets rett og skrev det op i en bok; den la han ned for Herrens åsyn. Derefter lot Samuel alt folket fare, hver til sitt hjem.
26Þá fór og Sál heim til Gíbeu, og með honum fóru hraustmennin, sem Guð hafði snortið hjartað í.En hrakmenni nokkur sögðu: ,,Hvað ætli þessi hjálpi oss?`` Og þeir fyrirlitu hann og færðu honum engar gjafir, en hann lét sem hann vissi það ekki.
26Saul drog og hjem til Gibea, og med ham fulgte den flokk hvis hjerte Gud hadde rørt ved.
27En hrakmenni nokkur sögðu: ,,Hvað ætli þessi hjálpi oss?`` Og þeir fyrirlitu hann og færðu honum engar gjafir, en hann lét sem hann vissi það ekki.
27Men nogen ugudelige mennesker sa: Hvad hjelp skal denne kunne gi oss? Og de ringeaktet ham og kom ikke med gaver til ham; men han lot som han ikke merket det.