1Á öðru ríkisári Jóasar Jóahassonar Ísraelskonungs varð Amasía Jóasson konungur í Júda.
1I Israels konge Joas', Joakas' sønns annet år blev Amasja konge; han var sønn av Judas konge Joas.
2Hann var tuttugu og fimm ára að aldri, þá er hann varð konungur, og tuttugu og níu ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Jóaddan og var frá Jerúsalem.
2Han var fem og tyve år gammel da han blev konge, og regjerte ni og tyve år i Jerusalem; hans mor hette Joaddan og var fra Jerusalem.
3Hann gjörði það sem rétt var í augum Drottins, þó eigi eins og Davíð forfaðir hans. Hann breytti í alla staði eins og Jóas faðir hans hafði breytt.
3Han gjorde hvad rett var i Herrens øine, men ikke som hans stamfar David; han gjorde aldeles som sin far Joas.
4Aðeins voru fórnarhæðirnar ekki afnumdar. Enn þá fórnaði lýðurinn sláturfórnum og reykelsisfórnum á hæðunum.
4Dog blev offerhaugene ikke nedlagt; folket blev ved å ofre og brenne røkelse på haugene.
5En er Amasía var orðinn fastur í sessi, lét hann drepa þá menn sína, er drepið höfðu konunginn föður hans.
5Så snart han hadde fått kongedømmet fast i sin hånd, slo han ihjel dem av sine tjenere som hadde slått ihjel hans far kongen.
6En börn morðingjanna lét hann ekki af lífi taka, samkvæmt því, sem skrifað er í lögmálsbók Móse, þar sem Drottinn mælir svo fyrir: ,Feður skulu ekki líflátnir verða ásamt börnunum, og börn skulu ekki líflátin verða ásamt feðrunum, heldur skal hver líflátinn verða fyrir sína eigin synd.`
6Men mordernes barn drepte han ikke, efter det som er skrevet i Mose lovbok, hvor Herren har gitt dette bud: Foreldre skal ikke lide døden for sine barns skyld, og barn ikke lide døden for sine foreldres skyld; men enhver skal dø for sin egen synd.
7Það var hann, sem vann sigur á Edómítum í Saltdalnum, tíu þúsundum manns, og tók Sela herskildi og nefndi hana Jokteel, og heitir hún svo enn í dag.
7Han slo Edom i Saltdalen, ti tusen mann, og inntok Sela og kalte det Jokte'el, som det heter den dag idag.
8Þá gjörði Amasía sendimenn á fund Jóasar Jóahassonar, Jehúsonar Ísraelskonungs með svolátandi orðsending: ,,Nú skulum við reyna með okkur.``
8På den tid sendte Amasja bud til Israels konge Joas, sønn av Joakas, Jehus sønn, og lot si: Kom, la oss prøve styrke med hverandre!
9Þá sendi Jóas Ísraelskonungur Amasía Júdakonungi þau andsvör: ,,Þistillinn á Líbanon gjörði sedrustrénu á Líbanon svolátandi orðsending: ,Gef þú syni mínum dóttur þína að konu.` En villidýrin á Líbanon gengu yfir þistilinn og tróðu hann sundur.
9Men Israels konge Joas sendte bud til Judas konge Amasja og svarte: Tornebusken på Libanon sendte bud til sederen på Libanon og lot si: La min sønn få din datter til hustru! Men de ville dyr på Libanon fór frem og trådte tornebusken ned.
10Af því að þú vannst mikinn sigur á Edómítum, hefir þú fyllst ofmetnaði. Njót þú frægðarinnar og sit kyrr heima. Hví vilt þú egna ógæfuna sjálfum þér og Júda til falls?``
10Du har slått Edom, og derfor er du blitt overmodig; la dig nøie med den ære og bli hjemme! Hvorfor vil du kalle ulykken ned over dig, så du går til grunne, både du og Juda med dig?
11En Amasía gaf þessu engan gaum. Þá fór Jóas Ísraelskonungur af stað, og varð fundur þeirra, hans og Amasía Júdakonungs, í Bet Semes, er tilheyrir Júda.
11Men Amasja hørte ikke på ham. Da drog Israels konge Joas op, og han og Judas konge Amasja prøvde styrke med hverandre ved Bet-Semes, som hører til Juda.
12Beið Júda þar ósigur fyrir Ísrael, og flýðu þeir hver til síns heima.
12Og Judas menn blev slått av Israels menn, og de flyktet hver til sitt hjem;
13En Jóas Ísraelskonungur tók höndum Amasía Júdakonung, son Jóasar Ahasíasonar, í Bet Semes og fór með hann til Jerúsalem. Hann braut niður múra Jerúsalem frá Efraímhliði allt að hornhliðinu, fjögur hundruð álnir.
13men Judas konge Amasja, sønn av Joas, Akasjas sønn, blev tatt til fange av Israels konge Joas ved Bet-Semes. Og da de kom til Jerusalem, rev han ned et stykke av Jerusalems mur, fra Efra'im-porten til Hjørneporten, fire hundre alen.
14Því næst tók hann allt gull og silfur og öll áhöld, er fundust í musteri Drottins og í fjárhirslum konungshallarinnar, svo og gísla, og sneri síðan aftur heim til Samaríu.
14Og han tok alt det gull og sølv og alle de kar som fantes i Herrens hus og i skattkammerne i kongens hus, og dessuten gislene; sa vendte han tilbake til Samaria.
15Það sem meira er að segja um Jóas, það sem hann gjörði og hreystiverk hans og hversu hann barðist við Amasía Júdakonung, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.
15Hvad som ellers er å fortelle om Joas, om det han gjorde, og om hans store gjerninger og hans krig med Judas konge Amasja, det er opskrevet i Israels kongers krønike.
16Og Jóas lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn í Samaríu hjá Ísraelskonungum. Og Jeróbóam sonur hans tók ríki eftir hann.
16Og Joas la sig til hvile hos sine fedre og blev begravet i Samaria hos Israels konger, og hans sønn Jeroboam blev konge i hans sted.
17En Amasía Jóasson Júdakonungur lifði fimmtán ár eftir dauða Jóasar Jóahassonar Ísraelskonungs.
17Judas konge Amasja, Joas' sønn, levde femten år efterat Israels konge Joas, Joakas' sønn, var død.
18En það sem meira er að segja um Amasía, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.
18Hvad som ellers er å fortelle om Amasja, det er opskrevet i Judas kongers krønike.
19Og menn gjörðu samsæri gegn Amasía í Jerúsalem. Flýði hann þá til Lakís. En þeir sendu á eftir honum til Lakís og létu drepa hann þar.
19De gjorde en sammensvergelse mot ham i Jerusalem, og han flyktet til Lakis; men de sendte folk efter ham til Lakis og drepte ham der.
20Fluttu þeir hann síðan á hestum, og var hann grafinn í Jerúsalem hjá feðrum sínum í Davíðsborg.
20Så kjørte de ham derfra med hester*, og han blev begravet i Jerusalem hos sine fedre i Davids stad. / {* nemlig til Jerusalem.}
21Þá tók allur Júdalýður Asaría, þótt hann væri eigi nema sextán vetra gamall, og gjörði hann að konungi í stað Amasía föður hans.
21Og alt Judas folk tok og gjorde Asarja*, som da var seksten år gammel, til konge i hans far Amasjas sted. / {* d.s.s. Ussias; 2KG 15, 13. 30.}
22Hann víggirti Elat og vann hana aftur undir Júda, eftir að konungurinn var lagstur til hvíldar hjá feðrum sínum.
22Han gjorde Elat til en fast by og vant det tilbake for Juda, efterat kongen hadde lagt sig til hvile hos sine fedre.
23Á fimmtánda ríkisári Amasía Jóassonar Júdakonungs varð Jeróbóam, sonur Jóasar Ísraelskonungs, konungur í Samaríu og ríkti fjörutíu og eitt ár.
23I Judas konge Amasjas, Joas' sønns femtende år blev Jeroboam, sønn av Israels konge Joas, konge i Samaria, og han regjerte i en og firti år.
24Hann gjörði það sem illt var í augum Drottins. Lét hann eigi af neinum syndum Jeróbóams Nebatssonar, þeim er hann hafði komið Ísrael til að drýgja.
24Han gjorde hvad ondt var i Herrens øine; han vek ikke fra nogen av de synder som Jeroboam, Nebats sønn, hadde gjort og fått Israel til å gjøre.
25Hann vann aftur Ísraelsland, þaðan frá, er leið liggur til Hamat, allt að vatninu á sléttlendinu, samkvæmt orði Drottins, Ísraels Guðs, því er hann hafði talað fyrir munn þjóns síns, Jónasar spámanns Amíttaísonar frá Gat Hefer.
25Han vant tilbake Israels landemerker fra der hvor veien går til Hamat, og like til Ødemarks-havet, efter det ord som Herren, Israels Gud, hadde talt ved sin tjener profeten Jonas, Amittais sønn, fra Gat-Hefer.
26Drottinn hafði séð, að eymd Ísraels var mjög beisk. Þrælar og frelsingjar voru horfnir, og enginn var sá, er hjálpaði Ísrael.
26For Herren hadde sett at Israel var stedt i bitter nød, og det var ute både med store og små, og Israel hadde ingen hjelper.
27En þó hafði Drottinn ekki sagt, að hann mundi afmá nafn Ísraels af jörðinni, enda frelsaði hann þá fyrir Jeróbóam Jóasson.
27Og Herren hadde ikke sagt at han vilde utslette Israels navn under himmelen; derfor frelste han dem ved Jeroboam, Joas' sønn.
28Það sem meira er að segja um Jeróbóam og allt, sem hann gjörði, og hreystiverk hans, hversu hann herjaði og hversu hann vann aftur Damaskus og Hamat, er fyrrum tilheyrði Júda, undir Ísrael, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.Og Jeróbóam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn í Samaríu hjá Ísraelskonungum. Og Sakaría sonur hans tók ríki eftir hann.
28Hvad som ellers er å fortelle om Jeroboam, om alt det han gjorde, og om hans store gjerninger, hvilke kriger han førte, og hvorledes han vant tilbake til Israel den del av Damaskus og Hamat som før hadde tilhørt Juda, det er opskrevet i Israels kongers krønike.
29Og Jeróbóam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var grafinn í Samaríu hjá Ísraelskonungum. Og Sakaría sonur hans tók ríki eftir hann.
29Og Jeroboam la sig til hvile hos sine fedre, hos Israels konger, og hans sønn Sakarja blev konge i hans sted.