Icelandic

Norwegian

2 Kings

18

1Á þriðja ríkisári Hósea Elasonar Ísraelskonungs tók ríki Hiskía Akasson Júdakonungs.
1I Israels konge Hoseas, Elas sønns tredje år blev Esekias, sønn av Judas konge Akas, konge.
2Hann var tuttugu og fimm ára gamall, þá er hann varð konungur, og tuttugu og níu ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Abía Sakaríadóttir.
2Han var fem og tyve år gammel da han blev konge, og han regjerte ni og tyve år i Jerusalem; hans mor hette Abi og var datter av Sakarja.
3Hann gjörði það, sem rétt var í augum Drottins, að öllu svo sem gjört hafði Davíð forfaðir hans.
3Han gjorde hvad rett var i Herrens øine, aldeles som hans far David hadde gjort.
4Hann afnam fórnarhæðirnar, braut merkissteinana, hjó í sundur aséruna og mölvaði eirorminn, þann er Móse hafði gjöra látið, því að allt til þess tíma höfðu Ísraelsmenn fært honum reykelsisfórnir, og var hann nefndur Nehústan.
4Han nedla offerhaugene og sønderslo billedstøttene og hugg Astarte-billedet i stykker og knuste den kobberslange Moses hadde gjort; for like til den tid hadde Israels barn brent røkelse for den; de kalte den Nehustan.
5Hiskía treysti Drottni, Ísraels Guði, svo að eftir hann var enginn honum líkur meðal allra Júdakonunga og eigi heldur neinn þeirra, er á undan honum höfðu verið.
5Til Herren, Israels Gud, satte han sin lit, og efter ham har det ikke vært hans like blandt alle Judas konger, heller ikke blandt dem som hadde vært før ham.
6Hann hélt sér fast við Drottin, veik eigi frá honum og varðveitti boðorð hans, þau er Drottinn hafði lagt fyrir Móse.
6Han holdt fast ved Herren, han vek ikke fra ham, og han holdt hans bud, dem som Herren hadde gitt Moses.
7Og Drottinn var með honum. Í öllu því, er hann tók sér fyrir hendur, var hann lánsamur. Hann braust undan Assýríukonungi og var ekki lengur lýðskyldur honum.
7Og Herren var med ham; i alt han tok sig fore, bar han sig viselig at. Han falt fra kongen i Assyria og vilde ikke tjene ham lenger.
8Hann vann og sigur á Filistum alla leið til Gasa og eyddi landið umhverfis hana, jafnt varðmannaturna sem víggirtar borgir.
8Han slo filistrene og tok deres land like til Gasa og de omliggende bygder like fra vakttårnene til de faste byer.
9En á fjórða ríkisári Hiskía konungs _ það er á sjöunda ríkisári Hósea Elasonar Ísraelskonungs _ fór Salmaneser Assýríukonungur herför gegn Samaríu og settist um hana.
9I kong Esekias' fjerde år, som var Israels konge Hoseas, Elas sønns syvende år, drog Salmanassar, kongen i Assyria, op imot Samaria og kringsatte det.
10Unnu þeir hana eftir þrjú ár. Á sjötta ríkisári Hiskía _ það er á níunda ríkisári Hósea Ísraelskonungs _ var Samaría unnin.
10Da tre år var gått, inntok de det; det var i Esekias' sjette år, som var Israels konge Hoseas niende år, Samaria blev inntatt.
11Og Assýríukonungur herleiddi Ísrael til Assýríu og lét þá setjast að í Hala og við Habór, fljótið í Gósan, og í borgum Meda,
11Og kongen i Assyria bortførte Israel til Assyria og flyttet dem til Halah og til Habor, en elv i Gosan, og til Medias byer,
12af því að þeir höfðu ekki hlýtt raustu Drottins, Guðs þeirra, heldur rofið sáttmála hans, allt það er Móse, þjónn Drottins, hafði boðið. Þeir höfðu hvorki hlýtt því né breytt eftir því.
12fordi de ikke hadde hørt på Herrens, sin Guds røst, men overtrådt hans pakt - alt det Moses, Herrens tjener, hadde befalt; de hverken hørte eller gjorde efter det.
13Á fjórtánda ríkisári Hiskía konungs fór Sanheríb Assýríukonungur herför gegn öllum víggirtum borgum í Júda og vann þær.
13I kong Esekias' fjortende år drog kongen i Assyria Sankerib op imot alle Judas faste byer og inntok dem.
14Þá sendi Hiskía Júdakonungur boð til Assýríukonungs til Lakís og lét segja honum: ,,Ég hefi syndgað, far aftur burt frá mér. Mun ég greiða þér slíkt gjald, er þú á mig leggur.`` Þá lagði Assýríukonungur þrjú hundruð talentur silfurs og þrjátíu talentur gulls á Hiskía Júdakonung.
14Da sendte Judas konge Esekias bud til den assyriske konge i Lakis og lot si: Jeg har syndet; vend tilbake fra mig! Hvad du legger på mig, vil jeg bære. Da påla kongen i Assyria Judas konge Esekias å betale tre hundre talenter sølv og tretti talenter gull.
15Greiddi þá Hiskía allt silfur, er til var í musteri Drottins og fjárhirslum konungshallarinnar.
15Og Esekias gav alt det sølv som fantes i Herrens hus og i skattkammerne i kongens hus.
16Um þær mundir tók Hiskía gullið af dyrunum á musteri Drottins og af dyrastöfunum, er Hiskía Júdakonungur hafði lagt þá með, og fékk Assýríukonungi.
16Ved den leilighet lot Esekias gullet bryte av dørene på Herrens tempel og av dørstolpene som Esekias, Judas konge, hadde klædd med gull, og gav det til kongen i Assyria.
17Þá sendi Assýríukonungur yfirhershöfðingja sinn, höfuðsmann og marskálk með miklu liði frá Lakís til Jerúsalem á fund Hiskía konungs. Fóru þeir af stað og komu til Jerúsalem og námu staðar hjá vatnsstokknum úr efri tjörninni, sem er við veginn út á bleikivöllinn.
17Men kongen i Assyria sendte Tartan og Rabsaris og Rabsake med en stor hær fra Lakis til kong Esekias i Jerusalem; og de drog op og kom til Jerusalem, og da de var kommet dit, stanset de ved vannledningen fra den øvre dam, ved alfarveien til Vaskervollen*. / {* JES 7, 3.}
18Og er þeir komu á fund konungs, þá gengu þeir Eljakím Hilkíason dróttseti, Sébna kanslari og Jóak Asafsson ríkisritari út til þeirra.
18Og de ropte på kongen; da gikk slottshøvdingen Eljakim, Hilkias' sønn, ut til dem sammen med statsskriveren Sebna og historieskriveren Joah, Asafs sønn.
19Marskálkur konungs mælti til þeirra: ,,Segið Hiskía: Svo segir hinn mikli konungur, Assýríukonungur: Hvert er það athvarf, er þú treystir á?
19Og Rabsake sa til dem: Si til Esekias: Så sier den store konge, kongen i Assyria: Hvad er det for en trygghet som er kommet over dig?
20Þú hyggur víst, að munnfleiprið eitt sé næg ráðagerð og liðstyrkur til hernaðar. Á hvern treystir þú þá svo, að þú skulir hafa gjört uppreisn í gegn mér?
20Du sier - men det er bare tomme ord - : Her er innsikt og styrke nok til krig. Til hvem setter du da din lit, siden du har gjort oprør mot mig?
21Nú, þú treystir þá á þennan brotna eirstaf, á Egyptaland! Hann stingst upp í höndina á hverjum þeim, er við hann styðst, og fer í gegnum hana. Slíkur er Faraó Egyptalandskonungur öllum þeim, er á hann treysta.
21Nuvel, du setter din lit til Egypten, denne knekkede rørstav, som når en støtter sig på den, går inn i hans hånd og gjennemborer den; således er kongen i Egypten Farao for alle dem som setter sin lit til ham.
22Og ef þér segið við mig: ,Vér treystum á Drottin, Guð vorn,` eru það þá ekki fórnarhæðir hans og ölturu, sem Hiskía hefir numið burt, er hann sagði við Júdamenn og Jerúsalembúa: ,Fyrir þessu altari skuluð þér fram falla í Jerúsalem?`
22Men sier I til mig: Vi setter vår lit til Herren vår Gud - er det da ikke hans offerhauger og altere Esekias har tatt bort, da han sa til Juda og Jerusalem: For dette alter skal I tilbede, her i Jerusalem?
23Kom til og veðja við herra minn, Assýríukonunginn: Ég skal fá þér tvö þúsund hesta, ef þú getur sett riddara á þá.
23Men gjør nu et veddemål med min herre, kongen i Assyria: Jeg vil gi dig to tusen hester om du kan få dig folk til å ride på dem.
24Hvernig munt þú fá rekið af höndum þér einn höfuðsmann meðal hinna minnstu þjóna herra míns? Og þó treystir þú á Egyptaland vegna hervagnanna og riddaranna!
24Hvorledes skulde du da kunne drive tilbake en eneste stattholder, en av min herres ringeste tjenere? Derfor setter du din lit til Egypten og håper å få vogner og hestfolk derfra.
25Hvort mun ég nú hafa farið til þessa staðar án vilja Drottins til þess að eyða hann? Drottinn sagði við mig: ,Far þú inn í þetta land og eyð það.```
25Mener du da at jeg har draget op mot dette sted for å ødelegge det, uten at Herren har villet det? Nei, Herren har selv sagt til mig: Dra op mot dette land og ødelegg det!
26Þá sögðu þeir Eljakím Hilkíason, Sébna og Jóak við marskálk konungs: ,,Tala þú við þjóna þína á arameísku, því að vér skiljum hana, en tala eigi við oss á Júda tungu í áheyrn fólksins, sem uppi er á borgarveggnum.``
26Da sa Eljakim, Hilkias' sønn, og Sebna og Joah til Rabsake: Tal til dine tjenere på syrisk, for vi forstår det sprog, og tal ikke til oss på jødisk, så folket som står på muren, hører det!
27En marskálkurinn sagði við þá: ,,Hefir herra minn sent mig til herra þíns eða til þín til þess að flytja þetta erindi? Hefir hann ekki sent mig til þeirra manna, sem þar sitja uppi á borgarveggnum og eiga þann kost fyrir höndum ásamt yður að eta sinn eigin saur og drekka þvag sitt?``
27Men Rabsake svarte: Er det til din herre og til dig min herre har sendt mig for å tale disse ord? Er det ikke til de menn som sitter på muren og må ete sitt eget skarn og drikke sitt eget vann likesom I selv?
28Þá gekk marskálkurinn fram og kallaði hárri röddu á Júda tungu, tók til máls og sagði: ,,Heyrið orð hins mikla konungs, Assýríukonungs!
28Og Rabsake trådte frem og ropte med høi røst på jødisk og talte således: Hør den store konges, den assyriske konges ord!
29Svo segir konungurinn: Látið eigi Hiskía tæla yður, því að hann fær ekki frelsað yður af hans hendi.
29Så sier kongen: La ikke Esekias få narret eder! For han makter ikke å redde eder av hans hånd.
30Og látið eigi Hiskía koma yður til að treysta á Drottin með því að segja: ,Drottinn mun vissulega frelsa oss, og þessi borg skal ekki verða Assýríukonungi í hendur seld.`
30Og la ikke Esekias få eder til å sette eders lit til Herren, idet han sier: Herren vil redde oss, og denne by skal ikke gis i kongen av Assyrias hånd.
31Hlustið eigi á Hiskía! Því að svo segir Assýríukonungur: Gjörið frið við mig og gangið mér á hönd, þá skal hver yðar mega eta af sínum vínviði og sínu fíkjutré og hver yðar drekka vatn úr sínum brunni,
31Hør ikke på Esekias! For så sier kongen i Assyria: Gjør fred med mig og kom ut til mig, så skal I få ete hver av sitt vintre og av sitt fikentre og drikke hver av vannet i sin brønn,
32þar til er ég kem og flyt yður í annað eins land og yðar land, í kornland og aldinlagar, í brauðland og víngarða, í olíuviðarland og hunangs, svo að þér megið lifa og eigi deyja. Hlustið því eigi á Hiskía! Því að hann ginnir yður, er hann segir: ,Drottinn mun frelsa oss.`
32til jeg kommer og henter eder til et land som ligner eders land, et land med korn og most, et land med brød og vingårder, et land med oljetrær og honning, så I kan leve og ikke skal dø! Hør ikke på Esekias når han vil forføre eder og si: Herren vil redde oss!
33Hefir nokkur af guðum þjóðanna frelsað land sitt undan hendi Assýríukonungs?
33Har vel nogen av folkenes guder reddet sitt land av kongen i Assyrias hånd?
34Hvar eru guðir Hamatborgar og Arpadborgar? Hvar eru guðir Sefarvaím, Hena og Íva? Hafa þeir frelsað Samaríu undan minni hendi?
34Hvor er Hamats og Arpads guder? Hvor er Sefarva'ims, Henas og Ivvas guder? Har vel Samarias guder reddet det av min hånd?
35Hverjir eru þeir af öllum guðum landanna, er frelsað hafi lönd sín undan minni hendi, svo að Drottinn skyldi fá frelsað Jerúsalem undan minni hendi?``
35Hvem er det blandt alle landenes guder som har reddet sitt land av min hånd, så Herren skulde redde Jerusalem av min hånd?
36En lýðurinn þagði og svaraði honum engu orði, því að skipun konungs var þessi: ,,Svarið honum eigi.``En þeir Eljakím Hilkíason dróttseti, Sébna kanslari og Jóak Asafsson ríkisritari gengu á fund Hiskía með sundurrifnum klæðum og fluttu honum orð marskálksins.
36Men folket tidde og svarte ham ikke et ord; for kongens bud lød så: I skal ikke svare ham.
37En þeir Eljakím Hilkíason dróttseti, Sébna kanslari og Jóak Asafsson ríkisritari gengu á fund Hiskía með sundurrifnum klæðum og fluttu honum orð marskálksins.
37Så kom slottshøvdingen Eljakim, Hilkias' sønn, og statsskriveren Sebna og historieskriveren Joah, Asafs sønn, til Esekias med sønderrevne klær og meldte ham hvad Rabsake hadde sagt.