1Svo bar til árið eftir, um það leyti sem konungar eru vanir að fara í hernað, að Davíð sendi Jóab af stað með menn sína og allan Ísrael. Þeir herjuðu á Ammóníta og settust um Rabba, en Davíð sat heima í Jerúsalem.
1Året efter, ved den tid da kongene pleier å dra ut i krig, sendte David Joab avsted med sine tjenere og hele Israel, og de herjet Ammons barns land og kringsatte Rabba. Men David blev i Jerusalem.
2Nú vildi svo til eitt kvöld, að Davíð reis upp úr hvílu sinni og fór að ganga um gólf uppi á þaki konungshallarinnar. Sá hann þá ofan af þakinu konu vera að lauga sig. En konan var forkunnar fögur.
2Så hendte det en aften at David stod op fra sitt leie og gikk omkring på kongehusets tak; da fikk han fra taket se en kvinne som badet sig; og kvinnen var meget fager av utseende.
3Þá sendi Davíð og spurðist fyrir um konuna, og var honum sagt: ,,Það er Batseba Elíamsdóttir, kona Úría Hetíta.``
3David sendte bud og spurte sig for om kvinnen, og de sa: Det er jo Batseba, datter av Eliam og hetitten Urias hustru.
4Og Davíð sendi menn og lét sækja hana. Og hún kom til hans, og hann lagðist með henni, því að hún hafði hreinsað sig af óhreinleika sínum. Síðan fór hún aftur heim til sín.
4Da sendte David bud og lot henne hente; hun kom til ham, og han lå hos henne like efterat hun hadde renset sig fra sin urenhet*; så gikk hun hjem igjen. / {* 2SA 11, 2.}
5En konan var þunguð orðin, og hún sendi og lét Davíð vita það og mælti: ,,Ég er með barni.``
5Kvinnen blev fruktsommelig; og hun sendte bud om det til David og lot si: Jeg er fruktsommelig.
6Davíð gjörði þá Jóab boð: ,,Sendu Úría Hetíta til mín.`` Og Jóab sendi Úría til Davíðs.
6Da sendte David det bud til Joab: Send hetitten Uria til mig! Og Joab sendte Uria til David.
7En er Úría kom á hans fund, spurði Davíð, hvernig Jóab liði og hvernig honum liði og hvernig hernaðurinn gengi.
7Da Uria kom til ham, spurte David ham om det stod vel til med Joab og med krigsfolkene, og hvorledes det gikk med krigen.
8Því næst sagði Davíð við Úría: ,,Gakk þú nú heim til þín og lauga fætur þína.`` Gekk Úría þá burt úr konungshöllinni, og var gjöf frá konungi borin á eftir honum.
8Så sa David til Uria: Gå ned til ditt hus og tvett dine føtter! Og da Uria gikk ut av kongens hus, blev det sendt en rett mat efter ham fra kongens bord.
9En Úría lagðist til hvíldar fyrir dyrum konungshallarinnar hjá öðrum þjónum herra síns, en fór ekki heim til sín.
9Men Uria la sig ved inngangen til kongens hus sammen med alle sin herres tjenere og gikk ikke ned til sitt hus.
10Menn sögðu Davíð frá því og mæltu: ,,Úría er ekki farinn heim til sín.`` Þá sagði Davíð við Úría: ,,Þú ert kominn úr ferð, _ hvers vegna ferð þú ekki heim til þín?``
10Da det blev meldt David at Uria ikke var gått ned til sitt hus, sa David til ham: Kommer du ikke fra reisen? Hvorfor er du da ikke gått ned til ditt hus?
11Þá sagði Úría við Davíð: ,,Örkin og Ísrael og Júda búa í laufskálum, og herra minn Jóab og menn herra míns hafast við úti á bersvæði, _ og þá ætti ég að fara heim til mín til þess að eta og drekka og hvíla hjá konu minni? Svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir, það gjöri ég ekki.``
11Da svarte Uria: Arken og Israel og Juda bor i løvhytter, og min herre Joab og min herres tjenere ligger i leir på åpen mark, og jeg skulde gå inn i mitt hus og ete og drikke og ligge hos min hustru! Så sant du lever, så sant din sjel lever: Det gjør jeg ikke!
12Þá sagði Davíð við Úría: ,,Vertu þá hér líka í dag, en á morgun gef ég þér fararleyfi.`` Var Úría þann dag í Jerúsalem.
12Da sa David til Uria: Bli her også idag, så vil jeg imorgen la dig fare. Og Uria blev i Jerusalem den dag og dagen efter.
13Daginn eftir hafði Davíð hann í boði sínu, og hann át og drakk með honum, og hann gjörði hann drukkinn. En um kvöldið gekk hann burt og lagðist til hvíldar hjá þjónum herra síns, en fór ekki heim til sín.
13Og David bad ham til sig, og han åt og drakk hos ham, og han drakk ham drukken; og om aftenen gikk han ut og la sig på sitt leie sammen med sin herres tjenere; men til sitt hus gikk han ikke ned.
14Morguninn eftir skrifaði Davíð Jóab bréf og sendi það með Úría.
14Morgenen efter skrev David et brev til Joab og sendte det med Uria.
15Í bréfinu skrifaði hann svo: ,,Setjið Úría fremstan í bardagann, þar sem hann er harðastur, og hörfið aftur undan frá honum, svo að hann verði ofurliði borinn og falli.``
15Og i brevet skrev han således: Sett Uria lengst frem, der hvor striden er hårdest, og dra eder tilbake fra ham, så han blir slått og dør!
16Jóab sat um borgina og skipaði nú Úría þar til orustu, sem hann vissi að hraustir menn voru fyrir.
16Mens nu Joab lå og voktet på byen, satte han Uria på et sted hvor han visste at der var djerve menn.
17Gjörðu borgarmenn síðan úthlaup og börðust við Jóab. Féllu þá nokkrir af liðinu, af þjónum Davíðs. Þá lét og Úría Hetíti líf sitt.
17Og da mennene i byen drog ut og stred mot Joab, falt nogen av krigsfolket - av Davids menn - og hetitten Uria døde også.
18Þá sendi Jóab mann og lét segja Davíð, hvernig farið hefði í orustunni,
18Da sendte Joab bud til David med tidende om alt som hadde hendt i krigen.
19og hann lagði svo fyrir sendimanninn: ,,Þegar þú hefir sagt konungi sem greinilegast frá bardaganum,
19Og han bød sendebudet: Når du har talt ut til kongen om alt det som har hendt i krigen,
20og konungur þá verður reiður og segir við þig: ,Hví fóruð þér svo nærri borginni í orustu? Vissuð þér ekki að þeir mundu skjóta á yður ofan af borgarveggnum?
20og det skulde hende at kongens vrede optendes, og han sier til dig: Hvorfor gikk I så nær inn til byen under striden? Visste I ikke at de vilde skyte ned fra muren?
21Hver felldi Abímelek Jerúbbesetsson? Kastaði ekki kona kvarnarsteini á hann ofan af borgarveggnum, svo að hann dó í Tebes? Hví fóruð þér svo nærri borgarveggnum?` _ þá skalt þú segja: ,Þjónn þinn, Úría Hetíti, lét og lífið.```
21Hvem var det som drepte Abimelek, Jerubbesets sønn? Var det ikke en kvinne som kastet en kvernsten ned på ham fra muren i Tebes, så han døde? Hvorfor gikk I så nær inn til muren? - så skal du si: Også din tjener hetitten Uria er død.
22Síðan fór sendimaðurinn og kom og flutti Davíð allt, sem Jóab hafði fyrir hann lagt, hvernig farið hefði í orustunni. Varð þá Davíð reiður Jóab og sagði við sendimanninn: ,,Hví fóruð þér svo nærri borginni í orustu? Vissuð þér ekki að það mundi verða kastað á yður ofan af borgarveggnum? Hver felldi Abímelek Jerúbbesetsson? Kastaði ekki kona kvarnarsteini á hann ofan af borgarveggnum, svo að hann dó í Tebes? Hví fóruð þér svo nærri borgarveggnum?``
22Så tok sendebudet avsted og kom og meldte David alt det Joab hadde pålagt ham.
23Þá sagði sendimaðurinn við Davíð: ,,Mennirnir voru oss yfirsterkari og voru komnir í móti oss út á bersvæði. Fyrir því urðum vér að sækja að þeim allt að borgarhliðinu.
23Og budet sa til David: Mennene fikk overtaket over oss og drog ut på marken mot oss; men så trengte vi dem tilbake like til byporten.
24En þá skutu skotmennirnir á þjóna þína niður af borgarveggnum, og féllu þá nokkrir af mönnum konungs, og þjónn þinn, Úría Hetíti, lét og lífið.``
24Da skjøt bueskytterne fra muren ned på dine tjenere, og det falt nogen av kongens tjenere; også din tjener hetitten Uria døde.
25Þá sagði Davíð við sendimanninn: ,,Svo skalt þú segja Jóab: ,Láttu þetta ekki á þig fá, því að sverðið verður ýmist þessum eða hinum að bana. Sæk þú vasklega að borginni og brjót hana` _ og teldu þannig hug í hann.``
25Da sa David til budet: Så skal du si til Joab: Ta dig ikke nær av dette! For sverdet fortærer snart en, snart en annen; hold kraftig ved med å stride mot byen og riv den ned! Og sett du mot i ham!
26En er kona Úría frétti, að maður hennar Úría var fallinn, harmaði hún bónda sinn.En þegar sorgardagarnir voru liðnir, sendi Davíð og tók hana heim til sín, og hún varð kona hans og fæddi honum son. En Drottni mislíkaði það, sem Davíð hafði gjört.
26Da Urias hustru hørte at Uria, hennes mann var død, sørget hun over sin ektefelle.
27En þegar sorgardagarnir voru liðnir, sendi Davíð og tók hana heim til sín, og hún varð kona hans og fæddi honum son. En Drottni mislíkaði það, sem Davíð hafði gjört.
27Men da sørgetiden var til ende, sendte David bud og hentet henne til sitt hus, og hun blev hans hustru og fødte ham en sønn. Men det som David hadde gjort, var ondt i Herrens øine.