Icelandic

Norwegian

2 Samuel

20

1Þar var staddur óþokki nokkur, sem Seba hét Bíkríson, Benjamíníti. Hann þeytti lúðurinn og sagði: ,,Vér eigum enga hlutdeild í Davíð og engan erfðahlut í Ísaísyni. Hver fari heim til sín, Ísrael!``
1Nu traff det sig så at det på det sted var en illesinnet mann som hette Seba, sønn av Bikri, en benjaminitt. Han støtte i basunen og sa: Vi har ingen del i David og ingen lodd i Isais sønn; hver mann til sine telt, Israel!
2Þá gengu allir Ísraelsmenn undan Davíð og á hönd Seba Bíkrísyni, en Júdamenn fóru með konungi sínum frá Jórdan til Jerúsalem.
2Da forlot hver mann av Israel David og fulgte Seba, Bikris sønn, men Judas menn hang ved sin konge og fulgte ham fra Jordan like til Jerusalem.
3Þegar Davíð kom til hallar sinnar í Jerúsalem, lét konungur taka hjákonurnar tíu, er hann hafði skilið eftir til þess að gæta hallarinnar, og setti þær í varðhald og ól þar önn fyrir þeim, en eigi hafði hann samfarir við þær. Lifðu þær þannig innibyrgðar til dauðadags sem ekkjur lifandi manna.
3Så kom David hjem til Jerusalem. Og kongen tok de ti medhustruer som han hadde latt bli tilbake for å ta vare på huset, og lot dem bo i et hus for sig selv under varetekt; han forsørget dem med det nødvendige, men gikk ikke inn til dem. Der satt de nu innestengt til sin dødsdag og levde hele resten av sitt liv som enker.
4Því næst sagði konungur við Amasa: ,,Kalla þú saman Júdamenn áður þrjár sólir eru af lofti. Ver þá og sjálfur hér.``
4Så sa kongen til Amasa: Kall Judas menn sammen for mig innen tre dager og møt så selv frem her!
5Lagði nú Amasa af stað til þess að kalla saman Júda. En er honum seinkaði fram yfir þann tíma, er til var tekinn við hann,
5Amasa tok da avsted for å kalle Juda sammen; men han drygde lenger enn den tid som var fastsatt.
6sagði Davíð við Abísaí: ,,Nú mun Seba Bíkríson vinna oss enn meira tjón en Absalon. Tak þú menn herra þíns og veit honum eftirför, svo að hann nái ekki víggirtum borgum og veiti oss þungar búsifjar.``
6Da sa David til Abisai: Nu kommer Seba, Bikris sønn, til å gjøre oss mere ondt enn Absalom; ta du din herres menn og sett efter ham! Bare han ikke alt har funnet faste byer og har undsloppet oss!
7Lögðu þá af stað með honum menn Jóabs og Kretar og Pletar og kapparnir allir. Lögðu þeir af stað frá Jerúsalem til þess að veita Seba Bíkrísyni eftirför.
7Så drog da Joabs menn og livvakten og alle de djerveste stridsmenn ut efter ham; de drog ut fra Jerusalem for å sette efter Seba, Bikris sønn.
8En er þeir voru hjá stóra steininum, sem er hjá Gíbeon, mætti Amasa þeim. Jóab var klæddur brynjukufli sínum og gyrtur sverði utan yfir hann, og voru sverðsslíðrin fest við lend honum. Hljóp sverðið úr slíðrunum og féll til jarðar.
8De var nettop kommet til den store sten ved Gibeon, da kom Amasa imot dem. Joab hadde på sig kappen som var hans vanlige drakt, og utenpå den et belte med et sverd i skjeden, fastbundet over hans lender, og da han gikk frem, falt det ut.
9Þá sagði Jóab við Amasa: ,,Líður þér vel, bróðir minn?`` Greip Jóab þá hægri hendinni í skegg Amasa, sem hann vildi kyssa hann.
9Og Joab sa til Amasa: Går det dig vel, bror? og grep med sin høire hånd fatt i Amasas skjegg for å kysse ham.
10En Amasa hafði ekki tekið eftir sverðinu, er Jóab hafði í vinstri hendi sér. Lagði Jóab því í kvið honum, svo að út féllu iðrin. Eigi lagði hann til hans aftur, því að hann var þegar dauður. Jóab og Abísaí, bróðir hans, fóru eftir Seba Bíkrísyni.
10Men Amasa tok sig ikke i vare for sverdet som Joab hadde i hånden, og Joab stakk ham med det i underlivet, så hans innvoller rant ut på jorden. Han stakk ham ikke mere enn denne ene gang, så var han død. Derefter satte Joab og hans bror Abisai efter Seba, Bikris sønn.
11En einn af mönnum Jóabs stóð kyrr hjá Amasa og kallaði: ,,Hver sá sem hefir mætur á Jóab og aðhyllist Davíð, hann fylgi Jóab!``
11Men en av Joabs unge menn blev stående hos Amasa og ropte: Hvem som holder med Joab, og som står på Davids side, følge Joab!
12En Amasa lá og veltist í blóði sínu á miðjum veginum, og er maðurinn sá, að allt liðið stóð kyrrt, dró hann Amasa til hliðar út af veginum og varp yfir hann klæði, er hann sá, að hver maður nam staðar, sem að honum kom.
12Men Amasa lå veltet i sitt blod midt på landeveien, og da mannen så at alt folket blev stående. flyttet han Amasa fra landeveien bort på marken og kastet et klæde over ham, fordi han så at enhver som kom bort til ham, blev stående.
13En er hann hafði komið honum burt af veginum, fylgdi hver maður Jóab til þess að veita Seba Bíkrísyni eftirför.
13Da han var ført bort fra landeveien, gikk hver mann forbi og fulgte Joab for å sette efter Seba, Bikris sønn.
14Seba fór um allar ættkvíslir Ísraels, allt til Abel Bet Maaka, og allir Bíkrítar söfnuðust saman og fóru með honum.
14Han drog frem gjennem alle Israels stammer til Abel og Bet-Ma'aka og hele Berim; og de samlet sig og fulgte også efter ham.
15En Jóab og menn hans komu og umkringdu hann í Abel Bet Maaka og hlóðu virkisvegg gegn borginni upp að varnargarðinum. Gekk nú allt liðið, er með Jóab var, sem ákafast fram í því að brjóta múrinn.
15Og de kom og kringsatte ham* i Abel-Bet-Ma'aka og opkastet en voll mot byen; den støtte op mot yttermuren; og alt folket som var med Joab, var i ferd med å ødelegge muren for å få den til å falle. / {* Seba.}
16Þá kallaði kona nokkur vitur af borginni: ,,Heyrið, heyrið! Segið við Jóab: ,Kom þú hingað, ég vil tala við þig.```
16Da ropte en klok kvinne fra byen: Hør, hør! Si til Joab: Kom nærmere, så jeg kan få tale med dig!
17Þá gekk hann til hennar, og konan mælti: ,,Ert þú Jóab?`` Hann kvað svo vera. Og hún sagði við hann: ,,Hlýð þú á orð ambáttar þinnar!`` Hann svaraði: ,,Ég heyri.``
17Da gikk han bort til henne, og kvinnen spurte: Er du Joab? Han svarte: Ja. Hun sa til ham: Hør din tjenerinnes ord! Han svarte: Jeg hører.
18Þá mælti hún á þessa leið: ,,Forðum var það haft að orðtæki: ,Spyrjið að því í Abel, og þá var málið á enda kljáð.`
18Da sa hun: Før pleide folk å si så: En skal spørre sig for i Abel, og så utførte de det.
19Vér erum meðal hinna friðsömu og trúu í Ísrael, en þú leitast við að gjöreyða borg og móður í Ísrael. Hví spillir þú arfleifð Drottins?``
19Jeg er en av de fredsommelige og trofaste i Israel*; du søker å ødelegge en by, en mor i Israel, hvorfor vil du tilintetgjøre Herrens arv? / {* hun taler i byens navn.}
20Jóab svaraði og sagði: ,,Það er fjarri mér! Ég vil engu spilla og engu eyða.
20Da svarte Joab og sa: Langt, langt være det fra mig at jeg skulde tilintetgjøre eller ødelegge.
21Eigi er þessu svo farið, heldur hefir maður nokkur frá Efraímfjöllum, sem Seba heitir, Bíkríson, lyft hendi sinni gegn Davíð konungi. Framseljið hann einan, og mun ég þegar hverfa frá borginni.`` Þá sagði konan við Jóab: ,,Sjá, höfði hans skal kastað verða til þín yfir múrinn.``
21Det har sig ikke så. Men en mann fra Efra'im-fjellet som heter Seba, sønn av Bikri, har løftet sin hånd mot kongen, mot David; la mig bare få ham, så skal jeg dra bort fra byen. Da sa kvinnen til Joab: Hans hode skal bli kastet ut til dig over muren.
22Síðan talaði konan af viturleik sínum við alla borgarbúa, svo að þeir hjuggu höfuð af Seba Bíkrísyni og fleygðu því út til Jóabs. Þá lét hann blása liðinu frá borginni, og fór hver heim til sín, en Jóab sneri aftur til Jerúsalem til konungs.
22Så gikk kvinnen med sitt kloke råd til alt folket, og de hugg hodet av Seba, Bikris sønn, og kastet det ut til Joab. Da støtte han i basunen, og de drog bort fra byen og spredte sig hver mann til sitt hjem; og Joab vendte tilbake til Jerusalem, til kongen.
23Jóab var fyrir öllum hernum, Benaja Jójadason fyrir Kretum og Pletum.
23Joab var høvding over hele Israels hær, og Benaja, sønn av Jojada, var høvding over livvakten;
24Adóníram var yfir kvaðarmönnum, Jósafat Ahílúðsson var ríkisritari,
24Adoram hadde opsyn med dem som gjorde pliktarbeid, og Josafat, sønn av Akilud, var historieskriver;
25Seja var kanslari, Sadók og Abjatar prestar.Enn fremur var Íra Jaíríti prestur hjá Davíð.
25Seja var statsskriver, og Sadok og Abjatar var prester.
26Enn fremur var Íra Jaíríti prestur hjá Davíð.
26Ja'iritten Ira var også prest* hos David. / {* likesom 2SA 8, 18.}