1Heyr Ísrael! Þú fer nú í dag yfir Jórdan til þess að leggja undir þig þjóðir, sem eru stærri og voldugri en þú ert, stórar borgir og víggirtar hátt í loft upp,
1Hør, Israel! Du går nu over Jordan for å komme inn og legge under dig folk som er større og sterkere enn du, og som har store byer med murer som når til himmelen,
2stórt og hávaxið fólk, Anakítana, sem þú þekkir og hefir sjálfur heyrt sagt um: ,,Hver fær staðist fyrir Anaks sonum?``
2et stort folk og høit av vekst, anakittenes barn, som du selv kjenner, og som du selv har hørt det ord om: Hvem kan stå sig mot Anaks barn?
3Vit það því nú, að það er Drottinn Guð þinn, er fyrir þér fer sem eyðandi eldur. Hann mun eyða þeim og leggja þær að velli fyrir augliti þínu, svo að þú skjótlega getir rekið þær burt og gjöreytt þeim, eins og Drottinn hefir heitið þér.
3Så skal du da vite idag at Herren din Gud, han som går frem foran dig som en fortærende ild, han skal ødelegge dem, og han skal ydmyke dem for dig, så du skal drive dem bort og tilintetgjøre dem i hast, således som Herren har sagt til dig.
4Þegar Drottinn Guð þinn hefir rekið þær á burt undan þér, þá mátt þú ekki segja í hjarta þínu: ,,Sökum míns eigin réttlætis hefir Drottinn leitt mig inn í þetta land og fengið mér það til eignar,`` þar eð það er vegna guðleysis þessara þjóða, að Drottinn stökkvir þeim á burt undan þér.
4Når nu Herren din Gud driver dem ut for dig, må du ikke tenke som så: Det er for min rettferdighets skyld Herren har ført mig inn i dette land og latt mig få det til eiendom. Nei, det er for disse hedningers ugudelighets skyld Herren driver dem ut for dig.
5Það er ekki vegna réttlætis þíns eða hreinskilni hjarta þíns, að þú fær land þeirra til eignar, heldur er það vegna guðleysis þessara þjóða, að Drottinn Guð þinn stökkvir þeim á burt undan þér, og til þess að halda það loforð, er Drottinn sór feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakob.
5Ikke for din rettferdighets skyld eller for ditt opriktige hjertes skyld kommer du inn i deres land og tar det i eie; men det er for deres ugudelighets skyld Herren din Gud driver disse hedninger ut for dig, og for å holde det ord Herren har svoret dine fedre Abraham, Isak og Jakob.
6Vita skaltu því, að það er ekki vegna réttlætis þíns, að Drottinn, Guð þinn, gefur þér þetta góða land til eignar, því að þú ert harðsvíraður lýður.
6Så skal du da vite at det ikke er for din rettferdighets skyld Herren din Gud gir dig dette gode land til eie; for du er et hårdnakket folk.
7Minnstu þess og gleym því eigi, hvernig þú reittir Drottin Guð þinn til reiði í eyðimörkinni. Frá því þú fyrst lagðir af stað úr Egyptalandi og þar til, er þér komuð hingað, hafið þér óhlýðnast Drottni.
7Kom i hu og glem ikke hvorledes du vakte Herrens, din Guds vrede i ørkenen! Like fra den dag du gikk ut av Egyptens land, og til I kom til dette sted, har I vært gjenstridige mot Herren.
8Hjá Hóreb reittuð þér Drottin til reiði, og Drottinn reiddist yður svo, að hann ætlaði að tortíma yður.
8Allerede ved Horeb vakte I Herrens vrede, og Herren harmedes på eder, så han vilde ha gjort ende på eder.
9Ég var þá farinn upp á fjallið til þess að taka á móti steintöflunum, töflunum, sem sáttmálinn var á, er Drottinn hafði gjört við yður, og ég dvaldi á fjallinu í fjörutíu daga og fjörutíu nætur, án þess að neyta matar eða drekka vatn.
9Da jeg var gått op på fjellet for å ta imot stentavlene, tavlene med den pakt som Herren hadde gjort med eder, blev jeg på fjellet i firti dager og firti netter uten å ete brød og uten å drikke vann.
10Drottinn fékk mér tvær steintöflur, ritaðar með fingri Guðs, og á þeim voru öll þau orð, er Drottinn hafði talað til yðar á fjallinu út úr eldinum, daginn sem þér voruð þar saman komnir.
10Og Herren gav mig de to stentavler, skrevet med Guds finger, og på dem stod alle de ord Herren hadde talt med eder på fjellet midt ut av ilden den dag I var samlet der.
11Og er fjörutíu dagar og fjörutíu nætur voru liðnar, fékk Drottinn mér báðar steintöflurnar, sáttmálstöflurnar.
11Det var da de firti dager og firti netter var til ende at Herren gav mig de to stentavler, paktens tavler.
12Drottinn sagði við mig: ,,Statt þú upp, far þú skjótt niður héðan, því að fólk þitt, sem þú leiddir burt af Egyptalandi, hefir misgjört. Skjótt hafa þeir vikið af þeim vegi, sem ég bauð þeim; þeir hafa gjört sér steypt líkneski.``
12Og Herren sa til mig: Skynd dig og stig ned herfra! Ditt folk, som du førte ut av Egypten, har fordervet sin vei; de er hastig veket av fra den vei jeg bød dem å vandre; de har gjort sig et støpt billede.
13Og hann sagði við mig: ,,Ég sé nú, að þessi lýður er harðsvírað fólk.
13Og Herren sa til mig: Jeg har lagt merke til dette folk og sett at det er et hårdnakket folk.
14Lát mig í friði, svo að ég geti gjöreytt þeim og afmáð nöfn þeirra undir himninum, og ég mun gjöra þig að sterkari og fjölmennari þjóð en þessi er.``
14La nu mig få råde, så vil jeg gjøre ende på dem og utslette deres navn under himmelen, og jeg vil gjøre dig til et sterkere og større folk enn dette.
15Þá sneri ég á leið og gekk ofan af fjallinu, en fjallið stóð í björtu báli, og hélt ég á báðum sáttmálstöflunum í höndunum.
15Da vendte jeg mig og gikk ned av fjellet, mens fjellet stod i brennende lue, og i mine to hender hadde jeg paktens to tavler.
16Og ég leit til, og sjá: Þér höfðuð syndgað móti Drottni, Guði yðar, þér höfðuð gjört yður steyptan kálf og höfðuð þannig skjótt vikið af þeim vegi, sem Drottinn hafði boðið yður.
16Og jeg fikk se at I hadde syndet mot Herren eders Gud og gjort eder en støpt kalv; I var hastig veket av fra den vei Herren hadde befalt eder å vandre.
17Þá þreif ég báðar töflurnar og þeytti þeim af báðum höndum og braut þær í sundur fyrir augunum á yður.
17Så tok jeg og kastet fra mig begge tavlene som jeg hadde i mine hender, og slo dem i stykker for eders øine.
18Og ég varp mér niður fyrir augliti Drottins, eins og hið fyrra sinnið, fjörutíu daga og fjörutíu nætur, og át ekki brauð og drakk ekki vatn, vegna allra yðar synda, sem þér höfðuð drýgt með því að gjöra það, sem illt var í augum Drottins, svo að þér egnduð hann til reiði.
18Og jeg kastet mig ned for Herrens åsyn, likesom første gang, i firti dager og firti netter, uten å ete brød og uten å drikke vann - for alle eders synders skyld som I hadde forsyndet eder med ved å gjøre det som ondt var i Herrens øine, så I egget ham til vrede.
19Því að ég var hræddur við þá reiði og heift, sem Drottinn bar til yðar, að hann ætlaði að tortíma yður. Og Drottinn bænheyrði mig einnig í þetta sinn.
19For jeg fryktet for den vrede og harme som optendtes mot eder hos Herren, så han vilde gjøre ende på eder. Og Herren hørte mig denne gang og.
20Drottinn reiddist einnig mjög Aroni, svo að hann ætlaði að tortíma honum, en ég bað og fyrir Aroni í það sama sinn.
20Også på Aron var Herren så vred at han vilde ødelegge ham; men jeg bad også for Aron den gang.
21En synd yðar, kálfinn, sem þér höfðuð gjört, tók ég og brenndi í eldi og muldi hann vandlega í smátt, uns hann varð að fínu dufti, og duftinu kastaði ég í lækinn, sem rann þar ofan af fjallinu.
21Men eders syndige verk, kalven som I hadde gjort, tok jeg og kastet på ilden og knuste og malte den vel, til den blev til fint støv, og støvet kastet jeg i bekken som flyter ned fra fjellet.
22Enn fremur reittuð þér Drottin til reiði í Tabera, í Massa og hjá Kibrót-hattava.
22Også i Tabera og i Massa og i Kibrot-Hatta'ava vakte I Herrens vrede.
23Og þegar Drottinn sendi yður frá Kades Barnea og sagði: ,,Farið og takið til eignar landið, sem ég hefi gefið yður,`` þá óhlýðnuðust þér skipun Drottins Guðs yðar og trúðuð honum ekki og hlýdduð ekki raustu hans.
23Og da Herren sendte eder fra Kades-Barnea og sa: Dra op og innta landet som jeg har gitt eder, da var I gjenstridige mot Herrens, eders Guds ord og trodde ikke på ham og hørte ikke på hans røst.
24Þér hafið verið Drottni óhlýðnir frá því ég þekkti yður fyrst.
24Gjenstridige har I vært mot Herren så lenge jeg har kjent eder.
25Svo féll ég fram fyrir augliti Drottins þá fjörutíu daga og fjörutíu nætur, sem ég varp mér niður, því að hann kvaðst mundu tortíma yður.
25Så kastet jeg mig da ned for Herrens åsyn i de firti dager og firti netter I vet, fordi Herren hadde sagt at han vilde gjøre ende på eder.
26Og ég bað Drottin og sagði: ,,Drottinn Guð! Eyðilegg eigi þinn lýð og þína eign, sem þú frelsaðir með þínum mikla krafti, sem þú út leiddir af Egyptalandi með voldugri hendi.
26Og jeg bad til Herren og sa: Herre, Herre, ødelegg ikke ditt folk og din arv, som du frelste med din store kraft, og som du førte ut av Egypten med sterk hånd!
27Minnstu þjóna þinna, Abrahams, Ísaks og Jakobs! Lít ekki á þvermóðsku þessa fólks, guðleysi þess og synd,
27Kom i hu dine tjenere Abraham, Isak og Jakob! Se ikke på dette folks hårdhet og dets ugudelighet og dets synd,
28svo að menn geti eigi sagt í landi því, sem þú leiddir oss út úr: ,Af því að Drottinn megnaði eigi að leiða þá inn í landið, sem hann hafði heitið þeim, og af því að hann hataði þá, hefir hann farið með þá burt til þess að láta þá deyja í eyðimörkinni.`Því að þín þjóð eru þeir og þín eign, sem þú út leiddir með miklum mætti þínum og útréttum armlegg þínum.``
28forat ikke de som bor i det land du har ført oss ut av, skal si: Fordi Herren ikke maktet å føre dem inn i det land han hadde tilsagt dem, og fordi han hatet dem, førte han dem ut i ørkenen og lot dem omkomme der.
29Því að þín þjóð eru þeir og þín eign, sem þú út leiddir með miklum mætti þínum og útréttum armlegg þínum.``
29De er jo ditt folk og din arv, som du har ført ut med din store kraft og med din utrakte arm.