1Er Abram var níutíu og níu ára gamall, birtist Drottinn honum og sagði: ,,Ég er Almáttugur Guð. Gakk þú fyrir mínu augliti og ver grandvar,
1Da Abram var ni og nitti år gammel, åpenbarte Herren sig for ham og sa til ham: Jeg er Gud den allmektige; vandre for mitt åsyn og vær ustraffelig!
2þá vil ég gjöra sáttmála milli mín og þín, og margfalda þig mikillega.``
2Jeg vil gjøre en pakt mellem mig og dig, og jeg vil gjøre din ætt såre tallrik.
3Þá féll Abram fram á ásjónu sína, og Guð talaði við hann og sagði:
3Da falt Abram på sitt ansikt; og Gud talte med ham og sa:
4,,Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða.
4Se, jeg gjør en pakt med dig, og du skal bli far til en mengde folk.
5Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða gjöri ég þig.
5Ditt navn skal ikke mere være Abram; men ditt navn skal være Abraham, for jeg gjør dig til far for en mengde folk.
6Og ég mun gjöra þig mjög frjósaman og gjöra þig að þjóðum, og af þér skulu konungar koma.
6Og jeg vil gjøre dig såre fruktbar, så du blir til mange folk, og konger skal utgå fra dig.
7Og ég gjöri sáttmála milli mín og þín og þinna niðja eftir þig, frá einum ættlið til annars, ævinlegan sáttmála: að vera þinn Guð og þinna niðja eftir þig.
7Og jeg vil oprette en pakt mellem mig og dig og din ætt efter dig, fra slekt til slekt, en evig pakt, så jeg vil være din Gud og Gud for din ætt efter dig.
8Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land, sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra.``
8Og jeg vil gi dig og din ætt efter dig det land hvor du bor som fremmed, hele Kana'ans land, til en evig eiendom; og jeg vil være deres Gud.
9Guð sagði við Abraham: ,,Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars.
9Derefter sa Gud til Abraham: Og du skal holde min pakt, du og din ætt efter dig, fra slekt til slekt.
10Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera.
10Dette er den pakt mellem mig og eder og din ætt efter dig som I skal holde: Alt mannkjønn hos eder skal omskjæres
11Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar.
11I skal omskjæres på eders forhud; det skal være tegnet på pakten mellem mig og eder.
12Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg.
12Åtte dager gammelt skal hvert guttebarn hos eder omskjæres, slekt efter slekt, både den som er født hjemme, og den som er kjøpt for penger, alle som hører til et fremmed folk og ikke er av din ætt.
13Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli.
13Omskjæres skal både den som er født i ditt hus, og den som er kjøpt for dine penger. Så skal min pakt være på eders kjøtt - en evig pakt.
14En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið.``
14Men en uomskåret av mannkjønn, en hvis forhud ikke blir omskåret, han skal utryddes av sitt folk; han har brutt min pakt.
15Guð sagði við Abraham: ,,Saraí konu þína skalt þú ekki lengur nefna Saraí, heldur skal hún heita Sara.
15Og Gud sa til Abraham: Sarai, din hustru, skal du ikke lenger kalle Sarai - Sara skal være hennes navn.
16Og ég mun blessa hana, og með henni mun ég einnig gefa þér son. Og ég mun blessa hana, og hún skal verða ættmóðir heilla þjóða, hún mun verða ættmóðir þjóðkonunga.``
16Og jeg vil velsigne henne, og jeg vil gi dig en sønn også med henne; ja, jeg vil velsigne henne, og hun skal bli til mange folk, konger over folkeslag skal fremgå av henne.
17Þá féll Abraham fram á ásjónu sína og hló og hugsaði með sjálfum sér: ,,Mun hundrað ára gamall maður eignast barn, og mun Sara níræð barn ala?``
17Da falt Abraham på sitt ansikt og lo, og han sa ved sig selv: Skulde en som er hundre år gammel, få barn? Og skulde Sara, som er nitti år gammel, føde?
18Og Abraham sagði við Guð: ,,Ég vildi að Ísmael mætti lifa fyrir þínu augliti!``
18Og Abraham sa til Gud: Måtte bare Ismael få leve for ditt åsyn!
19Og Guð mælti: ,,Vissulega skal Sara kona þín fæða þér son, og þú skalt nefna hann Ísak, og ég mun gjöra sáttmála við hann sem ævinlegan sáttmála fyrir niðja hans eftir hann.
19Da sa Gud: Sannelig, Sara, din hustru, skal føde dig en sønn, og du skal kalle ham Isak, og jeg vil oprette min pakt med ham, en evig pakt for hans ætt efter ham.
20Og að því er Ísmael snertir hefi ég bænheyrt þig. Sjá, ég mun blessa hann og gjöra hann frjósaman og margfalda hann mikillega. Tólf þjóðhöfðingja mun hann geta, og ég mun gjöra hann að mikilli þjóð.
20Og Ismael - også om ham har jeg hørt din bønn: Se, jeg vil velsigne ham og gjøre ham fruktbar og gi ham en såre tallrik ætt; tolv høvdinger skal han bli far til, og jeg vil gjøre ham til et stort folk.
21En minn sáttmála mun ég gjöra við Ísak, sem Sara mun fæða þér um þessar mundir á næsta ári.``
21Men min pakt vil jeg oprette med Isak, som Sara skal føde dig på denne tid næste år.
22Og er Guð hafði lokið tali sínu við Abraham, sté hann upp frá honum.
22Så holdt han op å tale med ham; og Gud for op igjen fra Abraham.
23Þá tók Abraham son sinn Ísmael og alla, sem fæddir voru í hans húsi, og alla, sem hann hafði verði keypta, allt karlkyn meðal heimamanna Abrahams, og umskar hold yfirhúðar þeirra á þessum sama degi, eins og Guð hafði boðið honum.
23Samme dag tok Abraham Ismael, sin sønn, og alle som var født i hans hus, og alle som var kjøpt for hans penger, alt mannkjønn blandt folkene i Abrahams hus, og omskar deres forhud, således som Gud hadde sagt til ham.
24Abraham var níutíu og níu ára gamall, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
24Abraham var ni og nitti år gammel da hans forhud blev omskåret.
25Og Ísmael sonur hans var þrettán ára, er hann var umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar.
25Og Ismael, hans sønn, var tretten år da hans forhud blev omskåret.
26Á þessum sama degi voru þeir umskornir Abraham og Ísmael sonur hans,og allir hans heimamenn. Bæði þeir, er heima voru fæddir, og eins þeir, sem verði voru keyptir af útlendingum, voru umskornir með honum.
26Denne samme dag blev de omskåret, både Abraham og Ismael, hans sønn;
27og allir hans heimamenn. Bæði þeir, er heima voru fæddir, og eins þeir, sem verði voru keyptir af útlendingum, voru umskornir með honum.
27og alle menn i hans hus, både de som var født hjemme, og de fremmede som var kjøpt for penger. blev omskåret med ham.