1Guð sagði við Jakob: ,,Tak þig upp og far upp til Betel og dvel þú þar og gjör þar altari Guði, sem birtist þér, þegar þú flýðir undan Esaú bróður þínum.``
1Og Gud sa til Jakob: Gjør dig rede, dra op til Betel og bli der, og bygg der et alter for den Gud som åpenbarte sig for dig da du flyktet for din bror Esau!
2Jakob sagði við heimafólk sitt og alla, sem með honum voru: ,,Kastið burt þeim útlendu goðum, sem þér hafið hjá yður, og hreinsið yður og hafið fataskipti,
2Da sa Jakob til sine husfolk og alle dem som var med ham: Ha bort de fremmede guder som finnes hos eder, og rens eder og skift klær,
3og skulum vér taka oss upp og fara upp til Betel. Vil ég reisa þar altari þeim Guði, sem bænheyrði mig á tíma neyðar minnar og hefir verið með mér á þeim vegi, sem ég hefi farið.``
3og la oss ta avsted og dra op til Betel; der vil jeg bygge et alter for den Gud som bønnhørte mig den dag jeg var i fare, og som var med mig på min ferd.
4Og þeir fengu Jakob öll þau útlendu goð, sem þeir höfðu hjá sér, og hringana, sem þeir höfðu í eyrum sér, og gróf Jakob það undir eikinni, sem er hjá Síkem.
4Da lot de Jakob få alle de fremmede guder som de hadde hos sig, og ringene som de hadde i sine ører; og Jakob gravde dem ned under terebinten ved Sikem.
5Því næst fóru þeir af stað. En ótti frá Guði var yfir öllum borgunum, sem voru umhverfis þá, svo að sonum Jakobs var ekki veitt eftirför.
5Så brøt de op, og en redsel fra Gud kom over byene rundt omkring dem, så de ikke forfulgte Jakobs sønner.
6Og Jakob kom til Lúz, sem er í Kanaanlandi (það er Betel), hann og allt fólkið, sem með honum var.
6Og Jakob kom til Luz, som ligger i Kana'ans land - nu heter det Betel - han og alt det folk som var med ham.
7Og hann reisti þar altari og kallaði staðinn El-Betel, því að Guð hafði birst honum þar, þegar hann flýði undan bróður sínum.
7Og han bygget der et alter og kalte stedet El-Betel*; for der hadde Gud åpenbaret sig for ham da han flyktet for sin bror. / {* d.e. Betels Gud.}
8Þar andaðist Debóra, fóstra Rebekku, og var jörðuð fyrir neðan Betel, undir eikinni, og fyrir því heitir hún Gráteik.
8Da døde Debora, Rebekkas fostermor, og hun blev begravet nedenfor Betel under eken; og han kalte den gråts - eken.
9Enn birtist Guð Jakob, er hann var á heimleið frá Mesópótamíu, og blessaði hann.
9Og Gud åpenbarte sig atter for Jakob, da han kom fra Mesopotamia, og velsignet ham.
10Og Guð sagði við hann: ,,Nafn þitt er Jakob. Eigi skalt þú héðan af Jakob heita, heldur skal nafn þitt vera Ísrael.`` Og hann nefndi hann Ísrael.
10Og Gud sa til ham: Du heter Jakob; herefter skal du ikke mere hete Jakob, men Israel skal være ditt navn. Således fikk han navnet Israel.
11Og Guð sagði við hann: ,,Ég er Almáttugur Guð. Ver þú frjósamur og auk kyn þitt. Þjóð, já fjöldi þjóða skal frá þér koma, og konungar skulu út ganga af lendum þínum.
11Og Gud sa til ham: Jeg er Gud den allmektige; vær fruktbar og bli tallrik! Et folk, ja en mengde med folkeslag skal stamme fra dig, og konger skal utgå av dine lender.
12Og landið, sem ég gaf Abraham og Ísak, mun ég gefa þér, og niðjum þínum eftir þig mun ég gefa landið.``
12Og det land som jeg gav Abraham og Isak, det vil jeg gi dig; og din ætt efter dig vil jeg gi landet.
13Því næst sté Guð upp frá honum, þaðan sem hann talaði við hann.
13Så fór Gud op fra ham på det sted hvor han hadde talt med ham.
14Jakob reisti upp merki á þeim stað, sem Guð talaði við hann, merkisstein, og dreypti yfir hann dreypifórn og hellti yfir hann olíu.
14Og Jakob reiste op en minnestøtte på det sted hvor han hadde talt med ham, en minnestøtte av sten; og han øste drikkoffer på den og helte olje over den.
15Og Jakob nefndi staðinn, þar sem Guð talaði við hann, Betel.
15Og Jakob kalte det sted hvor Gud hadde talt med ham, Betel.
16Þeir tóku sig upp frá Betel. En er þeir áttu skammt eftir ófarið til Efrata, tók Rakel léttasótt og kom hart niður.
16Så brøt de op fra Betel, og da det ennu var et stykke vei igjen til Efrat, fødte Rakel, og hun hadde en hård fødsel.
17Og er hún kom svo hart niður í barnburðinum, sagði ljósmóðirin við hana: ,,Óttast þú ekki, því að nú eignast þú annan son.``
17Og under hennes hårde fødsel sa jordmoren til henne: Frykt ikke; for også denne gang får du en sønn.
18Og er hún var í andlátinu, _ því að hún dó _, þá nefndi hún hann Benóní, en faðir hans nefndi hann Benjamín.
18Men i det samme hun opgav ånden - for hun måtte dø - kalte hun ham Benoni*; men hans far kalte ham Benjamin**. / {* min smertes sønn.} {** lykkens sønn.}
19Því næst andaðist Rakel og var jörðuð við veginn til Efrata, það er Betlehem.
19Så døde Rakel, og hun blev begravet på veien til Efrat, det er Betlehem.
20Jakob reisti minnismerki á leiði hennar. Þar er legsteinn Rakelar allt til þessa dags.
20Og Jakob reiste op en minnesten på hennes grav; det er Rakels gravsten; den står der den dag idag.
21Ísrael hélt áfram ferðinni og sló tjöldum sínum hinumegin við Mígdal Eder.
21Så brøt Israel op igjen og slo op sitt telt bortenfor Migdal-Eder*. / {* hjordens tårn.}
22Meðan Ísrael hafðist við í því byggðarlagi, bar svo við, að Rúben fór og lagðist með Bílu, hjákonu föður síns. Og Ísrael varð þess áskynja. Jakob átti tólf sonu.
22Og mens Israel bodde der i landet, hendte det at Ruben gikk avsted og lå hos Bilha, sin fars medhustru; og Israel fikk høre om det - Jakob hadde tolv sønner.
23Synir Leu: Rúben, frumgetinn son Jakobs, Símeon, Leví, Júda, Íssakar og Sebúlon.
23Leas sønner var: Ruben, Jakobs førstefødte, og Simeon og Levi og Juda og Issakar og Sebulon.
24Synir Rakelar: Jósef og Benjamín.
24Rakels sønner var: Josef og Benjamin.
25Synir Bílu, þernu Rakelar: Dan og Naftalí.
25Og Rakels trælkvinne Bilhas sønner var: Dan og Naftali.
26Synir Silpu, þernu Leu: Gað og Asser. Þetta eru synir Jakobs, sem honum fæddust í Mesópótamíu.
26Og Leas trælkvinne Silpas sønner var: Gad og Aser. Dette var Jakobs sønner, som han fikk i Mesopotamia.
27Og Jakob kom til Ísaks föður síns í Mamre við Kirjat Arba, það er Hebron, þar sem Abraham og Ísak höfðu dvalist sem útlendingar.
27Og Jakob kom til sin far Isak i Mamre ved Kirjat-Arba, det er Hebron, hvor Abraham og Isak hadde bodd som fremmede.
28En dagar Ísaks voru hundrað og áttatíu ár.Og Ísak andaðist og dó og safnaðist til síns fólks, gamall og saddur lífdaga, og Esaú og Jakob synir hans jörðuðu hann.
28Og Isaks dager blev hundre og åtti år.
29Og Ísak andaðist og dó og safnaðist til síns fólks, gamall og saddur lífdaga, og Esaú og Jakob synir hans jörðuðu hann.
29Da opgav Isak ånden og døde og blev samlet til sine fedre, gammel og mett av dager; og Esau og Jakob, hans sønner, begravde ham.