1Huggið, huggið lýð minn! segir Guð yðar.
1Trøst, trøst mitt folk, sier eders Gud.
2Hughreystið Jerúsalem og boðið henni, að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin, að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar!
2Tal vennlig til Jerusalem og rop til det at dets strid er endt, at dets skyld er betalt, at det av Herrens hånd har fått dobbelt for alle sine synder.
3Heyr, kallað er: ,,Greiðið götu Drottins í eyðimörkinni, ryðjið Guði vorum veg í óbyggðinni!
3Hør! Det er en som roper: Rydd i ørkenen vei for Herren! Gjør i ødemarken en jevn vei for vår Gud!
4Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka. Hólarnir skulu verða að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum!
4Hver dal skal heves, og hvert fjell og hver haug skal senkes, det bakkete skal bli til slette, og hamrene til flatt land.
5Dýrð Drottins mun birtast, og allt hold mun sjá það, því að munnur Drottins hefir talað það!``
5Og Herrens herlighet skal åpenbares, og alt kjød skal se det, for Herrens munn har talt.
6Heyr, einhver segir: ,,Kalla þú!`` Og ég svara: ,,Hvað skal ég kalla?`` ,,Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.
6Hør! Det er en som sier: Rop! Og en annen svarer: Hvad skal jeg rope? - Alt kjød er gress, og all dets herlighet som markens blomst.
7Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras.
7Gresset blir tørt, blomsten visner når Herrens ånde blåser på det; ja sannelig, folket er gress.
8Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega.``
8Gresset blir tørt, blomsten visner; men vår Guds ord står fast til evig tid.
9Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði! Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði! Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: ,,Sjá, Guð yðar kemur!``
9Stig op på et høit fjell, du Sions gledesbud! Opløft din røst med kraft, du Jerusalems gledesbud! Opløft den, frykt ikke! Si til Judas byer: Se, der er eders Gud!
10Sjá, hinn alvaldi Drottinn kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða. Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum.
10Se, Herren, Israels Gud, kommer med velde, og hans arm råder; se, hans lønn er med ham, og hans gjengjeldelse går foran ham.
11Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.
11Som en hyrde skal han vokte sin hjord; i sin arm skal han samle lammene, og ved sin barm skal han bære dem; de får som har lam, skal han lede.
12Hver hefir mælt vötnin í lófa sínum og stikað himininn með spönn sinni, innilukt duft jarðarinnar í mælikeri og vegið fjöllin á reislu og hálsana á metaskálum?
12Hvem har målt vannene med sin hule hånd og utmålt himmelen med sine utspente fingrer og samlet jordens muld i skjeppe og veid fjell på vekt og hauger i vektskåler?
13Hver hefir leiðbeint anda Drottins, hver hefir verið ráðgjafi hans og frætt hann?
13Hvem har målt Herrens Ånd, og hvem lærer ham som hans rådgiver?
14Hvern hefir hann sótt að ráðum, þann er gæfi honum skilning og kenndi honum leið réttvísinnar, uppfræddi hann í þekkingu og vísaði honum veg viskunnar?
14Hvem har han rådført sig med, så han gav ham forstand og oplyste ham om den rette vei og gav ham kunnskap og lærte ham å kjenne visdoms vei?
15Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum. Sjá, eylöndunum lyftir hann upp eins og duftkorni.
15Se, folkeferd er som en dråpe av et spann, og som et støvgrand i en vektskål er de aktet; se, øene* er som det fine støv han lar fare til værs. / {* SLM 97, 1. JES 42, 10.}
16Og Líbanon-skógur hrekkur ekki til eldsneytis og dýrin í honum ekki til brennifórnar.
16Libanon forslår ikke til brensel, og dets dyr forslår ikke til brennoffer.
17Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum, þær eru minna en ekki neitt og hégómi í hans augum.
17Alle folkene er som intet for ham; som ingenting og bare tomhet er de aktet av ham.
18Við hvern viljið þér þá samlíkja Guði, og hvað viljið þér taka til jafns við hann?
18Hvem vil I da ligne Gud med? Og hvad for et billede vil I sette ved siden av ham?
19Líkneskið steypir smiðurinn, og gullsmiðurinn býr það slegnu gulli og setur á silfurfestar,
19Gudebilledet er støpt av en mester, og en gullsmed klær det med gull, og han støper sølvkjeder til det.
20en sá, sem eigi á fyrir slíkri fórnargjöf, velur sér þann við, er ekki fúni, og leitar að góðum smið, er reist geti svo líkneski, að ekki haggist!
20Den som ikke har råd til en sådan gave, han velger tre som ikke råtner; han søker op en kyndig mester forat han skal få i stand et billede som står støtt.
21Vitið þér ekkert? Heyrið þér ekki? Hefir yður eigi verið kunngjört það frá upphafi? Hafið þér engan skilning hlotið frá grundvöllun jarðar?
21Skjønner I ikke? Hører I ikke? Er det ikke fra begynnelsen kunngjort for eder? Har I ikke forstått jordens grunnvoller?
22Það er hann, sem situr hátt yfir jarðarkringlunni, og þeir, sem á henni búa, eru sem engisprettur. Það er hann, sem þenur út himininn eins og þunna voð og slær honum sundur eins og tjaldi til þess að búa í.
22Han er jo den som troner over den vide jord, og de som bor på den, er som gresshopper; han er den som bredte ut himmelen som et tynt teppe og utspente den som et telt til å bo i,
23Það er hann, sem lætur höfðingjana verða að engu og gjörir drottna jarðarinnar að hégóma.
23den som gjør fyrster til intet, ordens dommere til ingenting;
24Varla eru þeir gróðursettir, varla niðursánir, varla hefir stofn þeirra náð að festa rætur í jörðinni fyrr en hann andar á þá, og þá skrælna þeir upp og stormbylurinn feykir þeim burt eins og hálmleggjum.
24neppe er de plantet, neppe er de sådd, neppe har deres stamme skutt rot i jorden, før han har blåst på dem, og de blir tørre, og en storm fører dem bort som strå.
25Við hvern viljið þér samlíkja mér, að ég sé honum jafn? segir Hinn heilagi.
25Hvem vil I da ligne mig med, så jeg skulde være ham lik? sier den Hellige.
26Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar? Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni. Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.
26Løft eders øine mot det høie og se: Hvem har skapt disse ting? Han er den som fører deres hær ut i fastsatt tall, som kaller dem alle ved navn; på grunn av hans veldige kraft og hans mektige styrke savnes ikke én.
27Hví segir þú þá svo, Jakobsætt, og hví mælir þú þá svo, Ísrael: ,,Hagur minn er hulinn fyrir Drottni, og réttur minn er genginn úr höndum Guði mínum?``
27Hvorfor vil du si, Jakob, og tale så, Israel: Min vei er skjult for Herren, og min rett går min Gud forbi?
28Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar. Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.
28Vet du det ikke, eller har du ikke hørt det? Herren er en evig Gud, den som har skapt jordens ender; han blir ikke trett, og han blir ikke mødig; hans forstand er uransakelig.
29Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.
29Han gir den trette kraft, og den som ingen krefter har, gir han stor styrke.
30Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga,en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
30Gutter blir trette og mødige, og unge menn snubler.
31en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.
31Men de som venter på Herren, får ny kraft, løfter vingene som ørner; de løper og blir ikke trette, de går og blir ikke mødige.