1Jósúa Núnsson sendi tvo njósnarmenn leynilega frá Sittím og sagði: ,,Farið og skoðið landið og Jeríkó!`` Þeir fóru og komu í hús portkonu einnar, er Rahab hét, og tóku sér þar gistingu.
1Josva, Nuns sønn, sendte hemmelig to speidere fra Sittim og sa: Gå avsted og se eder om i landet og særlig i Jeriko! De gikk avsted og kom inn i huset til en skjøge som hette Rahab, og de lå der om natten.
2Konunginum í Jeríkó var sagt: ,,Sjá, hingað komu menn nokkrir í kveld af Ísraelsmönnum til þess að kanna landið.``
2Da blev det meldt til kongen i Jeriko: Nogen menn av Israels barn er kommet hit i natt for å utspeide landet.
3Sendi þá konungurinn í Jeríkó til Rahab og lét segja henni: ,,Sel fram mennina, sem til þín eru komnir, þá er komnir eru í hús þitt, því að þeir eru komnir til þess að kanna allt landið.``
3Så sendte kongen i Jeriko bud til Rahab og lot si: Kom hit med de menn som kom til dig og tok inn i ditt hus! De er kommet for å utspeide hele landet.
4En konan tók mennina báða og leyndi þeim. Og hún sagði: ,,Satt er það, menn komu til mín, en eigi vissi ég hvaðan þeir voru,
4Men kvinnen tok og skjulte de to menn, og så sa hun: Det er så at disse menn kom til mig, men jeg visste ikke hvor de var fra;
5og er loka skyldi borgarhliðinu í rökkrinu, fóru mennirnir burt. Eigi veit ég hvert þeir hafa farið. Veitið þeim eftirför sem skjótast, þá munuð þér ná þeim.``
5og i mørkningen da porten skulde lukkes, gikk mennene ut; jeg vet ikke hvor de tok veien. Skynd eder og sett efter dem, så når I dem nok igjen.
6En hún hafði leitt þá upp á þakið og falið þá undir hörjurtarleggjum, sem breiddir voru á þakið.
6Men hun hadde latt dem stige op på taket og skjult dem under linstenglene som hun hadde liggende utbredt der på taket.
7Menn konungs veittu þeim eftirför veginn til Jórdanar, að vöðunum. Og borgarhliðinu var lokað, þá er leitarmennirnir voru út farnir.
7Så satte mennene efter dem på veien til Jordan, til vadestedene; og porten blev lukket, så snart de som satte efter dem, var gått ut.
8Áður en njósnarmennirnir gengu til hvílu, gekk hún til þeirra upp á þakið
8Før speiderne hadde lagt sig, gikk hun op til dem på taket,
9og sagði við þá: ,,Ég veit, að Drottinn hefir gefið yður land þetta og að ótti við yður er yfir oss kominn og að allir landsbúar hræðast yður.
9og hun sa til dem: Jeg vet at Herren har gitt eder landet, og at redsel for eder er falt på oss, og at alle landets innbyggere forgår av angst for eder.
10Því að frétt höfum vér, að Drottinn þurrkaði fyrir yður vatnið í Sefhafi, þá er þér fóruð af Egyptalandi, og hvað þér hafið gjört við Amorítakonungana tvo, þá Síhon og Óg, hinumegin Jórdanar, að þér eydduð þeim með öllu.
10For vi har hørt at Herren tørket ut vannet i det Røde Hav foran eder da I drog ut av Egypten, og vi har hørt hvad I gjorde med begge amoritter-kongene på hin side Jordan, Sihon og Og, som I slo med bann.
11Síðan vér heyrðum þetta, er æðra komin í brjóst vor, og enginn hugur er í nokkrum manni, þegar yður skal mæta, því að Drottinn, Guð yðar, er Guð á himnum uppi og á jörðu niðri.
11Da vi hørte det, blev vårt hjerte fullt av angst, og nu er det ikke mere nogen som har mot til å møte eder; for Herren eders Gud han er Gud både i himmelen der oppe og på jorden her nede.
12Sverjið mér nú við Drottin, að fyrst ég sýndi ykkur miskunn, þá skuluð þið og miskunn sýna húsi föður míns og gefið mér um það óbrigðult merki,
12Så sverg mig nu til ved Herren, siden jeg har vist barmhjertighet mot eder, at også I vil vise barmhjertighet mot min fars hus, og gi mig således et tegn på eders ærlighet,
13að þið viljið láta föður minn og móður, bræður mína og systur halda lífi, og alla, sem þeim heyra, og frelsa oss frá dauða!``
13og la min far og min mor og mine brødre og mine søstre og alle som hører dem til, leve, og frels vårt liv fra døden!
14Mennirnir svöruðu henni: ,,Við setjum líf okkar í veð fyrir yður, ef þú lætur ekki vitnast erindi okkar. Og þegar Drottinn gefur oss land þetta, þá skulum vér auðsýna þér miskunn og trúfesti.``
14Da sa mennene til henne: Med vårt eget liv skal vi svare for eders liv! Så sant I ikke lar nogen få vite noget om vårt ærend, skal vi, når Herren gir oss landet, vise barmhjertighet og trofasthet mot dig.
15Þá lét hún þá síga í festi út um gluggann, því að hús hennar stóð við borgarmúrinn og sjálf bjó hún úti við múrinn.
15Så firte hun dem ned gjennem vinduet med et rep; for hennes hus lå ved byens mur, så hun bodde like ved muren.
16Og hún sagði við þá: ,,Haldið til fjalla, svo að leitarmennirnir finni ykkur ekki, og leynist þar þrjá daga, uns leitarmennirnir eru aftur horfnir. Eftir það getið þið farið leiðar ykkar.``
16Og hun sa til dem: Gå op i fjellene, så at de som forfølger eder, ikke treffer på eder, og hold eder skjult der i tre dager, til forfølgerne kommer tilbake; siden kan I gå hvor I vil.
17Mennirnir sögðu við hana: ,,Lausir viljum við vera eiðs þess, er þú lést okkur sverja þér,
17Mennene svarte: Vi holder oss for å være løst fra denne ed som du tok av oss,
18nema svo verði, að þegar vér komum inn í landið, þá bindir þú í gluggann, þann er þú lést okkur síga út um, festina þessa rauðu, og kallir saman í hús þitt föður þinn og móður og bræður þína og allt heimilisfólk föður þíns,
18hvis du ikke, når vi kommer inn i landet, binder denne snor av skarlagenfarvet tråd i det vindu som du har firet oss ned igjennem, og så samler din far og din mor og dine brødre og hele din slekt i huset hos dig.
19en gangi nokkur út fyrir húsdyr þínar, þá er hann sjálfur valdur að dauða sínum, en við sýknir, en verði hönd lögð á nokkurn þann, sem í þínu húsi er, þá skal dauði hans verða gefinn okkur að sök.
19Enhver som går ut av din husdør, hans blod komme over hans eget hode, og vi er skyldfri; men enhver som er hos dig i huset, hans blod komme over vårt hode, dersom der blir lagt hånd på ham.
20Og ef þú lætur vitnast erindi okkar, þá erum við lausir þess eiðs, er þú lést okkur sverja þér.``
20Og dersom du lar nogen få vite noget om vårt ærend, så er vi løst fra den ed du tok av oss.
21Hún sagði: ,,Svo skal vera sem þið segið!`` Lét hún þá síðan fara, og þeir gengu burt, en hún batt rauðu festina í gluggann.
21Hun sa: La det være som I sier! Så lot hun dem gå, og de drog avsted; siden bandt hun den skarlagenfarvede snor i vinduet.
22Gengu þeir þá á burt og héldu til fjalla og dvöldust þar þrjá daga, uns leitarmennirnir voru aftur heim horfnir. Höfðu leitarmennirnir leitað þeirra alla leiðina, en ekki fundið.
22De gikk til de kom op i fjellene; der blev de i tre dager, inntil de som forfulgte dem, var vendt tilbake; og forfølgerne lette på hele veien, men fant dem ikke.
23Hurfu þá þessir tveir menn aftur og gengu niður af fjöllunum og fóru yfir um og komu til Jósúa Núnssonar og sögðu honum frá öllu, er fyrir þá hafði komið.Og þeir sögðu við Jósúa: ,,Drottinn hefir gefið allt landið oss í hendur, enda hræðast allir landsbúar oss.``
23Så vendte de to menn om og gikk ned fra fjellene og satte over elven og kom til Josva, Nuns sønn, og fortalte ham alt det som hadde hendt dem.
24Og þeir sögðu við Jósúa: ,,Drottinn hefir gefið allt landið oss í hendur, enda hræðast allir landsbúar oss.``
24Og de sa til Josva: Herren har gitt hele landet i vår hånd; alle landets innbyggere holder endog på å forgå av angst for oss.