Icelandic

Norwegian

Joshua

4

1Er allt fólkið var komið yfir um Jórdan, mælti Drottinn við Jósúa á þessa leið:
1Da nu hele folket var kommet vel over Jordan, sa Herren til Josva:
2,,Veljið yður tólf menn af lýðnum, einn mann af ættkvísl hverri,
2Velg ut tolv menn av folket, én mann av hver stamme,
3og bjóðið þeim og segið: Takið upp tólf steina hér úr Jórdan miðri, á þeim stað, þar sem prestarnir stóðu kyrrir, og berið þá yfir um með yður og setjið þá niður þar sem þér hafið náttstað í nótt.``
3og byd dem og si: Ta op her fra Jordans bunn tolv stener, fra det sted hvor prestenes føtter står, og hold dem ferdige, og bær dem med eder over og legg dem ned på det sted hvor I blir denne natt over!
4Þá kallaði Jósúa tólf menn, sem hann kvaddi til af Ísraelsmönnum, einn mann af ættkvísl hverri.
4Da lot Josva de tolv menn kalle som han hadde valgt blandt Israels barn, én mann for hver stamme.
5Og Jósúa sagði við þá: ,,Farið fyrir örk Drottins, Guðs yðar, út í Jórdan miðja, og taki hver yðar einn stein sér á herðar, eftir tölu ættkvísla Ísraelsmanna.
5Og Josva sa til dem: Gå foran Herrens, eders Guds ark ut i Jordan og ta hver sin sten op på skulderen, efter tallet på Israels barns stammer!
6Skal þetta vera tákn meðal yðar. Þegar synir yðar spyrja á síðan og segja: ,Hvað eiga steinar þessir að jarteina?`
6Disse stener skal være et tegn blandt eder. Når eders barn i fremtiden spør: Hvad er dette for stener?
7þá skuluð þér segja við þá: ,Það, að vatnið í Jórdan stöðvaðist fyrir sáttmálsörk Drottins, þá er hún fór yfir Jórdan. Vatnið í Jórdan stöðvaðist, og þessir steinar skulu vera Ísraelsmönnum til minningar ævinlega.```
7da skal I si til dem: Jordans vann delte sig foran Herrens pakts-ark; da den drog ut i Jordan, delte Jordans vann sig, og disse stener skal være til et minne om dette for Israels barn til evig tid.
8Og Ísraelsmenn gjörðu svo sem Jósúa bauð, og tóku tólf steina upp úr Jórdan miðri, eins og Drottinn hafði lagt fyrir Jósúa, eftir tölu ættkvísla Ísraelsmanna, og báru þá yfir um með sér, þangað er þeir höfðu náttstað, og settu þá þar niður.
8Israels barn gjorde som Josva bød, og tok tolv stener op av Jordan, således som Herren hadde sagt til Josva, efter tallet på Israels barns stammer, og de bar dem med sig over til det sted hvor de blev natten over, og la dem ned der.
9Og Jósúa reisti tólf steina í Jórdan miðri á þeim stað, sem prestarnir, þeir er sáttmálsörkina báru, höfðu staðið, og eru þeir þar enn í dag.
9Og ute i Jordan, på det sted hvor de prester som bar paktens ark, stod med sine føtter, reiste Josva tolv stener op, og de står der den dag idag.
10En prestarnir, sem örkina báru, stóðu í Jórdan miðri, uns öllu því var lokið, sem Drottinn hafði boðið Jósúa að segja lýðnum samkvæmt öllu því, sem Móse hafði boðið Jósúa. Og lýðurinn flýtti sér að fara yfir um.
10Prestene som bar paktens ark, blev stående ute i Jordan, til det var skjedd alt det som Herren hadde befalt Josva å si til folket, efter alt det som Moses hadde befalt Josva. Og folket skyndte sig og gikk over.
11Og er allur lýðurinn var kominn yfir um, þá fór og örk Drottins yfir um og prestarnir, sem fóru fyrir lýðnum.
11Og da hele folket var kommet vel over, drog Herrens ark og prestene frem foran folket.
12Rúbens synir, Gaðs synir og hálf ættkvísl Manasse fóru hertygjaðir fyrir Ísraelsmönnum, eins og Móse hafði fyrir þá lagt.
12Og Rubens barn og Gads barn og den halve Manasse stamme drog fullt rustet frem foran Israels barn, således som Moses hadde sagt til dem.
13Um fjörutíu þúsundir vígbúinna manna að tölu héldu þeir yfir á Jeríkóvöllu fyrir augliti Drottins til hernaðar.
13Det var omkring firti tusen menn som væbnet til strid drog frem for Herrens åsyn til kamp på Jerikos ødemarker.
14Á þeim degi miklaði Drottinn Jósúa í augsýn alls Ísraels, og þeir óttuðust hann alla ævi hans, eins og þeir höfðu óttast Móse.
14Den dag gjorde Herren Josva stor for hele Israels øine, og de fryktet ham, likesom de hadde fryktet Moses, alle hans livs dager.
15Drottinn sagði við Jósúa:
15Og Herren sa til Josva:
16,,Bjóð þú prestunum, sem bera sáttmálsörkina, að stíga upp úr Jórdan.``
16Byd prestene som bærer vidnesbyrdets ark, at de skal stige op av Jordan!
17Bauð Jósúa þá prestunum og mælti: ,,Stígið upp úr Jórdan!``
17Og Josva bød prestene og sa: Stig op av Jordan!
18Og jafnskjótt sem prestarnir, er báru sáttmálsörk Drottins, voru komnir upp úr Jórdan og þeir höfðu stigið fótum á þurrt land, féll vatnið í Jórdan aftur í farveg sinn, og hún flóði sem áður yfir alla bakka.
18Da nu prestene som bar Herrens pakts-ark, steg op av Jordan og hadde satt sine føtter på det tørre land, da vendte Jordans vann tilbake til sitt leie og gikk som før over alle sine bredder.
19Lýðurinn kom upp úr Jórdan á tíunda degi hins fyrsta mánaðar og setti búðir sínar í Gilgal, við austurtakmörkin á Jeríkó.
19Det var den tiende dag i den første måned at folket steg op av Jordan, og de leiret sig ved Gilgal, lengst mot øst i landet omkring Jeriko.
20Og steinana tólf, er þeir höfðu tekið upp úr Jórdan, reisti Jósúa í Gilgal.
20Og der i Gilgal reiste Josva op de tolv stener som de hadde tatt op av Jordan.
21Mælti hann þá til Ísraelsmanna á þessa leið: ,,Þegar synir yðar á síðan spyrja feður sína og segja: ,Hvað eiga steinar þessir að jarteina?`
21Og han sa til Israels barn: Når eders barn i fremtiden spør sine fedre: Hvad er dette for stener?
22þá skuluð þér gjöra það kunnugt og segja: ,Ísrael gekk á þurru yfir ána Jórdan,
22da skal I fortelle eders barn det og si: Israel gikk tørrskodd over Jordan her,
23með því að Drottinn Guð yðar þurrkaði vatnið í Jórdan fyrir yður, þar til er þér voruð komnir yfir um, eins og Drottinn Guð yðar gjörði við Sefhafið, er hann þurrkaði það fyrir oss, þar til er vér vorum komnir yfir um,til þess að allar þjóðir á jörðu mættu vita, að hönd Drottins er sterk, svo að þær óttuðust Drottin Guð yðar alla daga.```
23fordi Herren eders Gud lot Jordans vann tørke bort foran eder til I kom over, likesom Herren eders Gud gjorde med det Røde Hav, som han lot tørke bort foran oss til vi kom over,
24til þess að allar þjóðir á jörðu mættu vita, að hönd Drottins er sterk, svo að þær óttuðust Drottin Guð yðar alla daga.```
24forat alle folk på jorden skal kjenne at Herrens hånd er sterk, og forat I alle dager skal frykte Herren eders Gud.